Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Nýju vagnarnir eru svipaðir strætisvögnum SVR. Hagvirki kaupir fimmtán Scania-strætisvagna FYRIRTÆKIÐ Hagvirki - Klettur hf. hefur undirritað samning við ísarn hf. um kaup á fimmtán nýjum Scania-strætisvögnum. Vagnarn- ir munu frá 1. júní nk. aka á leiðum innan Hafnarfjarðar, Garðabæj- ar, Kópavogs og Álftaness svo og á milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. Vagnarnir verða afhentir í maí. Kveikt á Oslóartrénu KVEIKT verður á jólatrénu á Austurvelli á morgun, sunnu- dag, klukkan 16. _ Leif Nybö, varaborgarstjóri Oslóar, mun afhenda Reykvíkingum jólatréð sem er gjöf frá Oslóarbúum. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, veitir trénu viðtöku. Óslóarbúar gáfu Reykvíkingum fyrsta jólatréð fyrir 40 árum eða árið 1951. Þá tendraði Marie Ell- ingsen ljósin á jólatrénu, en að þessu sinni kveikir sonur hennar, Othar Ellingsen, forstjóri, Ijósin á trénu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli fyrir athöfnina og lýk- ur henni með því að Dómkórinn syngur jólasálma. Þá taka jóla- sveinarnir við og skemmta yngstu borgurunum undir stjórn Aska- sleikis. Að sögn Gísla Friðjónssonar, framkvæmdastjóra Hagvagna hf., en það er heitið á fyrirtækinu sem sjá mun um rekstur vagnanna, eru vagnarnir svipaðir þeim sem Stræt- isvagnar Reykjavíkur nota af Scan- ia-gerð en rauðir að lit. Vagnarnir eru gerðir fyrir 75 til 80 farþega en munu taka um 40 manns í sæti. Verð vagnanna fékkst ekki upp gefið. VEÐUR Heimild: Veðurstota Islands (Byggt á treðurspá kl. 16.15 i gær) I DAG kl. 12.00 VEÐURHORFUR I DAG, 7. DESEMBER YFIRLIT: Við vesturströnd Grænlands er víðáttumikil 950 mb lægð sem þokast norður en á sunnanverðu Grænlandshafi mun mynd- ast iægð í nótt og mun hún hreyfast í norðausturátt. í fyrstu verð- ur hlýtt um allt land en í fyrramálið tekur að kólna, fyrst vestanlands. SPÁ: Suðvestanátt með slyddu- eða snjóéljum um landið vestan- vert en nokkuð bjart eystra. Smám saman kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan- og vestanátt. Snjókoma og éljagangur um landið vestanvert en þurrt og nokkuð bjart veður eystra. Víðast verður vægt frost. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnanátt og hlýnandi veður. Rigning eða slydda um landið sunnan- og vestanvert en sennilega þurrt norð- austanlands. Svarsímí Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * r * r * r * Slydda f * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El EE Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur Skafrenningur pj' Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltí veður Akureyri 9 skýjað Reykjavík 8 rigningogsúld Bergen 1 léttskýjað Helsinki -t-9 léttskýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Narssarssuaq 5 úrk. í grennd Nuuk 5 Ósió 3 léttskýjað Stokkhólmur 1 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 17 alskýjað Amsterdam 4 heiðskírt Barcelona 11 léttskýjað Berlín 1 alskýjað Chlcago *14 léttskýjað Feneyjar heiðskírt Frankfurt 2 léttskýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 3 skúrásíð. klst. London 7 mistur Los Angeles vantar Lúxemborg 1 skýjað Madríd 11 skýjað Malaga vantar Mallorca 15 léttskýjað Montreal vantar NewYork 2 alskýjað Orlando vantar París 2 heiðskírt Madeira 18 rign.ásíð. klst. Róm 11 heiðskírt V(n 2 skýjað Washington vantar Winnipeg vantar Forsætisráðuneytið: Guðmundur Benedikts- son lætur af störfum ráðuneytisstj óra GUÐMUNDUR Benediktsson lætur af störfum ráðuneytis- stjóra í forsætisráðuneytinu eftir 27 ára starf í ráðuneytinu í jan- úar 1992. Mun hann áfram vinna sérstök verkefni á vegum ráðu- neytisins. Guðmundur starfaði sem mála- flutningsmaður þangað til hann hóf störf í dómsmálaráðuneytinu í byij- un ársins 1962. Dómsmálaráðherra var þá Bjarni Benediktsson og flutt- ist Guðmundur með honum yfir í forsætisráðuneytið. Hann varð ráðuneytisstjóri 1. janúar árið 1970 þegar forsætis- og menntamála- ráðuneyti var skipt í tvö ráðuneyti. Jafnframt því embætti hefur hann gegnt störfum ritara ríkisráðs ís- lands. Aðspurður sagði Guðmundur að engar stórbreytingar hefðu orðið í ráðuneytinu frá því hann hóf þar störf. Þær væru kannski of litlar og ástæða til að nýir menn kæmu inn. Hann sagðist hafa orðið 67 ára í sumar og gæti hætt störfum þar sem hann væri kominn á svokallaða 95 ára reglú. Engu að síður myndi hann halda áfram að starfa að sér- verkefnum í ráðuneytinu. Guðmundur Benediktsson Embætti ráðuneytisstjóra hefur verið auglýst til umsóknar og stend- ur umsóknarfrestur til 27. desem- ber 1991. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra: Sala Búnaðarbankans verði vel undirbúin HALLDÓR Blöndal, landbúnað- arráðherra og fyrrverandi Iðntæknistofnun: 22 sóttu um forstjóra- stöðuna UMSÓKNARFRESTUR um stöðu forstjóra Iðntækni- stofnunar er runninn út. AIls sóttu 22 um stöðuna, en ekki verður uppgefinn listi yfir um- sækjendur, þar sem stjórn stofnunarinnar hafði lofað að farið yrði með umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórnin mun nú ákveða hverj- um hún mælir með og mun nafn þess umsækjanda verða kunngert í upphafi næstu viku. Fráfarandi forstjóri, Páll Kr. Pálsson, sem tekið hefur við framkvæmdastjó- rastöðu hjá Vífilfelli hf., lét af störfum sem forstjóri Iðntækni- stofnunar hinn 1. desember. bankaráðsmaður í Búnaðar- bankanum, segist telja eðlilegt að rekstrarformi bankans verði breytt með því að hefja sölu hlutabréfa í bankanum en segist leggja áherslu á að sú breyting verði vel undirbúin. „Það er í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar að selja ríkisbank- ana. Ég tel eðlilegt að breyta rekstrarformi Búnaðarbankans og ýmissa annarra ríkisstofnana, en hef lagt mjög ríka áherslu á að það mál verði vel undirbúið og vel að því staðið. Það vita allir að Búnaðarbankinn er sterk og vel rekin stofnun, svo ég vænti þess að margir muni vilja ávaxta fé sitt með því að gerast hluthafar í bankanum. Ég hef góðar minning- ar af samstarfi mínu við banka- stjóra Búnaðarbankans og starfs- fólk,” sagði Halldór. Hann var inntur álits á þeim ummælum fjár- málaráðherra á morgunverðar- fundi Verslunarráðsins á fimmtu- dag að bjóða ætti almenningi Bún- aðarbankann á hálfvirði. Halldór sagðist ekki hafa heyrt þau um- mæli og gæti því ekki tjáð sig um þau. Athugasemd að gefnu tilefni Vegna þess sem fram kom í grein Sigurðar Helgasonar í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag, þar sem gefið var í skyn að Björn Bjarnason, stjórnarformaður AI- menna bókafélagsins hf., hefði verið leystur undan persónulegum ábyrgðum af Eimskipafélagi ís- lands hf., skal eftirfarandi tekið fram: Stjórnarformaður félagsins hefur aldrei verið og er ekki, frek- ar en aðrir stjórnarmenn Almenna bókafélagsins hf., í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldum þess. Óli Björn Kárason, fram- kvæmdastjóri Álmenna bókafélagsins hf. Athugasemd Undirritaðir tilsjónarmenn Al- menna bókafélagsins hf. á greiðslustöðvunartímabili þess vilja taka fram eftirfarandi vegna greinar Sigurðar Helgasonar: Ekkert það hefur komið fram sem sýnir að stjórnarformaður Almenna bókafélagsins hf. eða aðrir stjórnarmenn þess hafi tek- ist á hendur ábyrgðir fyrir skuld- um félágsins. Pétur Guðmundarson, hæstaréttarlögmaður. Heimir Haraldsson, löggilt- ur endurskoðandi. ► > i i í i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.