Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 24
ISLENSKA AUClfSINCASTOFAN HF.
30
«iU
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
Góðir pennar
árita bækur
laugardaginn 7. desember:
Illugi Jökulsson - Fógetavald,
í Eymundsson í Kringlunni
kl. 14-16.
Sigurður Helgason - í svipti-
vindum, í Eymundsson í Borgar-
kringlunni kl. 14-16.
ÆMrM
Synnove S0e - í tætlum,
í Eymundsson í Borgarkringlunni
kl. 16-18.
Ómar Ragnarsson - Heitirðu
Ómar?, í Eymundsson við Hiemm
kl. 14-16.
Þórhallur Sigurðsson - Laddi, í
Eymundsson á Eiðistorgi kl. 16-18.
Þorgrímur Þráinsson - Mitt er
þitt, í Eymundsson í Mjódd
kl. 14-16.
Jón Óttar Ragnarsson -
Fimmtánda fjölskyldan,
í Eymundsson í Austurstræti
kl. 14-16.
Vigdís Grímsdóttir - Lendar
elskhugans, Í Eymundsson í
Kringlunni kl. 14-16.
sunnudaginn 8. desember:
Erlendur Einarsson - Staðið i
ströngu, í Eymundsson í Austur-
stræti kl. 14-16.
Páll Stefánsson - ísland,
í Eymundssoh í Austurstræti
kl. 16-18.
Ellert B. Schram - Eins og fóik er
flest, í Eymundsson í Borgar-
kringlunni kl. 14-16.
Þórhallur Sigurðsson - Laddi, í
Eymundsson í Borgarkringlunni
kl. 16-18.
Eyimmdsson
STOFNSETT 1872
Austurstra’li Borgarkringlunni vid Hlemm Mjórid Kringlunni liibistorgi
91-18H80 91-688477 91-29311 91-76650 91-687858 91-611700
Mývatnsbókin
á víða erindi
eftir Ara Trausta
Guðmundsson
Viðkvæmt vistkerfi
í meira en 20 ár hafa umræður
um aðstæður, lífríki og fram-
kvæmdir við Mývatn og Laxá risið
og hnigið á víxl. Það fer ekkert á
milli mála að Mývatnssvæðið er ein
helsta náttúruperla landsins en um
leið telst það mest rannsakaða land-
svæði okkar.
Sambúð manna og náttúru á slík-
um stað gengur sjaldan alveg
áfallalaust, a.m.k. eftir að tæknin
og fjölþætt atvinna kom til sögunn-
ar. Menn hafa reyndar lengi séð
að vistkerfi vatnsins, Laxár og nán-
asta umhverfi eru völt og þarf ekki
mikla röskun á veðurfari, grunn-
vatnsrennsli eða efnajafnvægi í
vatninu og ánni til þess að það
komi fram á fuglalífi, lífinu í vatn-
inu, skordýrum eða gróðurfari. All-
ar aðstæður við Mývatn eru afar
sérstæðar og samspil sumra þátt-
anna allt að því einstætt í heimin-
um.
Fróðleikur er undirstaða
Á þetta er minnst hér, nú þegar
umræður um Mývatn og lífríki þess
eru komnar af stað á ný, að þessu
sinni vegna endurnýjunar náma-
leyfis Kísiliðjunnar. Áð venju sýnist
sitt hverjum og nýlegt álit Náttúru;
vemdarráðs vekur mikla athygli. í
umræðunni sjálfri og álitsgerðum
koma fram ólík sjónarmið. Þau
mikilvægustu eiga að hvíla á mik-
illi þekkingu á þeim þáttum er þær
taka til og reyndar á umræða með-
al leikmanna i málinu að gera það
líka ef vel á að vera. Það kemur
sér vel gamall og nýr sannleikur:
Án þess að athuga gaumgæfilega
undirstöðuþekkingu og skoða fleiri
en eina hlið mála er oftast til lítils
að segja skoðun sína umbúðaiaust.
Mjög mikið er til af rituðu máli
um Mývatnssvæðið og Laxá. Má
þar nefna skýrslur sérfræðinga,
greinar í tímaritum eins og Nátt-
úrufræðingnum og blaðagreinar.
Mikilvægustu og nýjustu atriði alls
þessa hafa nú verið tekin saman á
bók sem heitir Náttúra Mývatns.
Hún inniheldur auk þess rann-
sóknaniðurstöður er ekki hafa birst
áður. Bókin er kjörið undirstöðurit
handa þeim er taka þátt í umræð-
unni um Mývatn og áhrif mannanna
iðju á vatnið, Laxá og lífríkið
nyrðra. En hún er líka undirstöðu-
rit þeirra er sýsla með íslenska
náttúru sem áhugamenn um tiltekin
náttúrufræði eða um ferðalög inn-
anlands eða sem fræðimenn enda
bókin skrifuð öðrum þræði sem vís-
indarit.
Margt að finna
I bókinni um náttúru Mývatns
er að finna 10 kafla eftir 12 vísinda-
menn. Tveir ítarlegir kaflar eru um
jarðfræði Mývatns og Kröflueld-
stöðvakerfísins. Þar segir m.a. frá
niðurstöðum víðtækra rannsókna á
meira en 100.000 ára eldvirknisögu
og frá helstu atriðum allra umbrot-
anna við Kröflu 1975-1989. Mjög
áhugaverður kafli er um undistöðu
iífríkisins í Mývatni og hlýtur það
að vera hvalreki á fjörur fólks sem
ræðir náttúruvernd og landnýtingu
við Mývatn. Fjórir kaflar fjalla um
líf í Mývatni, á botni þess og í Laxá,
einn um gróður í Mývatnssveit,
annar um fiskinn í vatninu og ánni
og loks er kafli um fuglalífið þar.
Þar kemur m.a. fram að sést hafa
115 fuglategundir á þessum slóðum
og þar finnast 280—290 tegundir
háplantna eða meira en helftin af
öllum þeim tegundum sem kunnar
eru á landinu.
í bókinni er ekki sérstakur kafli
um náttúruvernd á Mývatnssvæði,
en í inngangi segir að sá málaflokk-
ur dugi í heila bók. Vissulega er
Ari Trausli Guðmundsson
„Án þess að athuga
gaumgæfilega undir-
stöðuþekkingu og
skoða fleiri en eina hlið
mála er oftast til lítils
að segja skoðun sína
umbúðalaust.”
mikið til í því.
Gott myndefni (allt í litum), kort,
línurit og töflur eru með besta skikk
og má raunar segja það um aðgeng-
ileika og frágang bókarinnar. Þrátt
fyrir sérhæft efni víða er ritið frem-
ur auðvelt aflestrar.
100 ára afmæli
náttúnifræðifélagsins
Það eru til mörg og merkileg
félög sem efla eiga menninguna í
landinu og sum gömul líkt og sést
af virðulegum nöfnum eins og Hinu
íslenska náttúrufræðifélagi er rak
eina náttúrugripasafn landsins í
nærri hálfa öld og gefið hefur út
tímarit handa fræðimönnum og al-
menningij Náttúrufræðinginn, í sex
áratugi. Arið 1989 átti þessi félags-
skapur aldarafmæli og var þá
ákveðið að minnast þess með út-
gáfu Mývatnsbókar. Það er alveg
vafalaust að náttúrufræðifélagið
hefur átt dijúgan þátt í óvenjumikl-
um áhuga á náttúrufræðum meðal
almennings á íslandi, miklu og fjöl-
breyttu skyldu- eða valnámi í fram-
haldsskólum í náttúrufræðum, hlut-
fallslega mörgum náttúrufræðing-
um í landinu og loks mörgum félög-
um er skipta sér af fræðunum í
víðum skilningi.
Bókin Náttúra Mývatns fellur vel
að því starfi sem Hið íslenska nátt-
úrufræðifélag hefur unnið.
Ég hvet fólk til þess að kynna
sér bókina og kaupa hana. Ég vona
jafnframt að brátt takist að auka
verulega útbreiðslu Náttúrufræð-
ingsins (sem breyta þarf nokkuð
um svip á) og að senn hilli undir
safna- og fræðslustofnun þá sem
lengi hefur verið í bígerð. Og !ef til
vill er ekki úr í vegi að biðja um
fleiri bækur eins og Mývatnsbókina;
um landsvæði sem vel eru þekkt
og sæmilega rannsökuð.
Höfundiir er jardedlisfræðingur
og félagi í Hinu íslenska
n&ttúrufræðifélagi.
------» ♦ ♦------
■ SKJALDBORG hefur gefið út
bókina Lítil prinsessa eftir Franc-
es Hodgson Bunnett með myndum
Graham Rust. Jóhanna G. Erl-
ingsson þýddi. í kynningu útgef-
anda segir að „sagan af Söru hafi
heillað kynslóðir síðan hún kom
fyrst út árið 1905 og eigi enn eftir
að gera. Hún sé óvenjuleg, skrifuð
af miklu innsæi og hafi mikið upp-
eldislegt gildi”.