Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 43
rm HHaiíH33CI .? H JOAaHAOJAJ QlQAJaM'JOHOM MORGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR' 7. DESEMBER 199T Bæjarráð Ólafsfjarðar: Björgunar- þyrla verði keypt hið allra fyrsta BÆJARRÁÐ Ólafsfjarðar hefur skorað á ríkisstjórn Islands að kaupa hið fyrsta björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Á fundi bæjarráðs Olafsfjarðar á þriðjudag var samþykkt eftirfarandi áskorun. „Bæjarráð Ólafsfjarðar skorar á ríkisstjórnina að framfylgja vilja Alþingis, að kaupa hið fyrsta full- komna björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna. Bæjarráð minnir á mikilvægi slíks björgunartækis fyr- ir sjómenn og íbúa þeirra lands- hluta sem búa við erfiðar samgöng- ur. Bæjarráð telur það óviðunandi að íslendingar séu háðir erlendum þjóðum í þessum efnum.” Fatasöfn- un hætt VINÁTTUFÉLAG íslands og Króa- tíu hefur hætt fataöfnun í bili vegna gífurlegs framboðs á fatnaði. Að- standendur söfnunarinnar þakka stuðninginn og benda á póstgíró- reikning nr. 400025 til hjálpar fólk- inu í Krótatíu. Morguijblaðið/Þorkell Jóladagar í Perlunni í Vetrargarðinum í Perlunni verða haldnar barnaskemmtanir á sunnudögum fram til jóla. Á dagskránni er meðal annars skemmtiat- riði, tónlist og söngur. Barnabókahöfundar lesa úr verkum sínum, kynntar verða helstu barnaplöturnar í ár og barnakór Kársnesskóla syngur jólalög. Jafnframt verða íslenskar handverkskonur og góð- gerðasamtök með jólavarning til sölu, auk þess sem jólasveinar koma í heimsókn. Einnig geta börnin tekið þátt í jólagetraun Perlunnar. Dagskráin stendur yfir milli 14-17 og er aðgangur ókeypis. Þjóðsögur og ævintýri Ásdísar Ólafsdóttur ÚR SAGNABRUNNI heitir bók sem Vaka-Helgafell hefur gefið út og hefur að geyma þjóðsög- ur, sagnir og ævintýri Ásdísar Ólafsdóttur, sem kennd var við Vallakot í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Ásdís var kunnur sagnaþulur á sinni tíð en aðeins hefur varðveist brot þeirra sagna og ævintýra er hún kunni, að stænstum hluta frá- sagnir sem Baldvin Jónatansson þjóðsagnasafnari á Húsavík skráði eftir henni um síðustu aldamót. Guðrún Reykdal og Þ. Ragnar Jónasson tóku saman efni bókar- innar og bjuggu sögurnar til prent- unar en í bókinni eru að auki þátt- ur um lífsferil Ásdísar. Á þessu ári eru liðin 160 ár frá fæðingu hennar. Ásdís Olafsdóttir var ein þeirra kvenna frá liðinni öld sem höfðu einstaka frásagnarhæfileika og kunnu ógiynni sagna og ævintýra. Á efri árum var hún til heimilis hjá syni sínum, Jóhannesi Reykd- al, trésmíðameistara í Hafnarfirði. Herma heimildir að á þeim árum hafi Reykvíkingar stundum sent eftir henni mann og hest til þess að fá hana til að segja sögur af þeirri leikni sem henni var lagin.” Bókin Úr sagnabrunni er 160 Ásdís Ólafsdóttir síður að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Blástur og vísnasöng- ur í Listasafni Islands BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur aðra tónleika sína á þessum vetri þriðjudaginn 10. desember, en í vetur fagnar kvint- ettinn 10. starfsári sínu. Þema tónleikanna er þjóðlög og áhrif þeirra á tónskáld frá ýmsum löndum. Kór Átthagafélags Strandamanna. Átthagafélag Strandamanna: Aðventutónleikar AÐVENTUTÓNLEIKAR Kórs Átthagafélags Strandamanna verða í Bústaðakirkju sunnudag- inn 8. desember klukkan 16. Kórinn mun ásamt bamakór og einsöngvurum flytja ljölbreytta ■ SNARA ástarinnar er ný bók Victoriu Holt sem Vaka-Helgafell hefur gefið út. Á bókarkápu segir svo um efni bókarinnar: „Örlögin spunnu Davínu Glentyre flókin vef og lögðu margar gildrur á leið henn- ar. Hún barðist við snöru réttlætis- ins, sökuð um að hafa myrt föður sinn að yfirlögðu ráði. í baráttu við Davínu við að sanna sakleysi sitt var lögð fyrir hana önnur snara — sú sem ástin býr saklausu og hreinu hjarta. Davína leitar gæfunnar í framandi landi með skugga fortíðar yfír sér. En gildrurnar leynast víða.” María Jónsdóttir þýddi sög- una á íslensku. Bókin er prentuð og bundin í prentsmiðjunni Odda hf. ■ EINLEIKUR fyrir Hörpu í liimanríki verður fluttur sunnu- daginn 8. desember kl. 21.00 í Kramhúsinu við Bergstaða- stræti. Höfundur er Sjón leikari er Harpa Arnardóttir. dagskrá. Undirleik annast Laufey Kristinsdóttir á píanó og Pavel Smid á orgel, ásamt trompet- og þverflautuleikurum. Stjórnandi kórsins er Erla Þórólfsdóttir. Kaffisala verður í safnaðarheim- ilinu eftir tónleikana. Á dagskránni verða ungverkir dansar frá 17. öld í búningi ung- verska tónskáldsins Ferenc Farkas og leikin vera sex íslenzk lög, sem Páll P. Pálsson útsetti fyrir kvint- ettinn fyrr á árinu. Lögin eru ýmist gömul þjóðlög eða frumsam- in lög, sem öll hafa unnið sér sess í hjarta þjóðarinnar. Þá verður flutt „Choros” eftir brasiliska tón- skáldið Heitor Villa-Lobos. Verkið er byggt á laglínum og hrynjandi suður-amerískrar þjóðlagatónlist- ar. Eftir hlé fær kvintettinn sænska vísnasöngvarann og gítarleikar- ann Jan-Olof Anderson til liðs við sig. Verkefnalisti Jan-Olofs spann- ar tónlist frá Elísabetartímanum enska og allt til okkar daga. Á tónleikunum mun kvintettinn vera í undirleikshlutverki, er Jan-Olof Anderson flytur tónleikagestum lög eftir Bellmann, Sjöberg og fleiri höfunda. Eggert feldskeri: Sýnir f öt úr íslensku selskinni EGGERT Jóhannsson, feld- skeri, heldur sýningu á jökk- uni úr selskinni í verslun sinni, Skólavörðustíg 38, milli kl. 13.-18. næstkomandi sunnudag. Þennan dag gefst fólki kost- ur á að skoða og máta nýja hönnun úr íslensku selskinni sem sútað er samkvæmt nýrri aðferð. Þannig eru skinnin mun mýkri og léttari en áður. Mikill metnaður hefur verið lagður í gerð jakkanna að sögn Eggerts og nefndi hann sem dæmi að silkifóður væri handsaumað í þá. Jakkarnir eru hannaðir af Eggert. Sýndir verða jakkar fyrir dömur og herra. Verðlaunasaga Ið- unnar Steinsdóttur ^ Morgunblaðið/KGA Blámi og Isafold árita Jóladagatal Blámi og ísafold ætla að vera í Bókaverslun ísafoldar í Austur- stræti í dag, laugardag 7. desember, á milli kl. 14 og 16 og árita Jóladagatal Sjónvarpsins og bókina Stjörnustrákurinn. Þau verða einnig við afhendingu jólatrésins frá Oslóborg á Austurvelli á sunnu- dag kl. 16. Myndin var tekin nýlega þegar Blámi og Ísafold voru í fjársjóðsleit í Bókaverslun ísafoldar. Fyrir utan gluggann má sjá kerlinguna Bínu. V AKA-HELG AFELL hefur gefið út bókina Gegnum þyrni- gerðið eftir Iðunni Steinsdóttur en bókin var útnefnd verð- launabók Verðlaunasjóðs ís- lenskra barnabóka 1991. í kynningu útgefanda segir m.a.: Þyrjiigerðið er nýstárlegt ævintýri og er hvort tveggja skemmtilegt aflestrar og spenn- andi. Sagan gerist fyrir langa löngu en lesandinn sér fljótt að atburðirnir eiga sér hliðstæðu í samtíð okkar. Á bókarkápu er sagan kynnt þannig: „Hvað er á seyði í dalnum góða þar sem allir höfðu búið saman í sátt og sam- lyndi? Einn vorbjartan dag kom illmennið Óþyrmir til sögunnar. Með kyngimögnuðu þyrnigerði skipti hann dalnum í Áusturdal og Vesturdal. Fólkið þráði að INNLENT Iðunn Steinsdóttir þyrnigerðið félli og dalbúar sam- einuðust á ný og dag einn fóru óvæntir atburðir að gerast.” Barna- og unglingasagan Gegn- um þyrnigerðið er prentuð og bundin hjá G. Ben. prentstofu hf. Káputeikningar eru eftir Búa Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.