Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLiAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 45 Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992: Stjórnarandstæðingar segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum „Bandormurinn” svonefndi eða nánar tiltekið frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992 var til fyrstu um- ræðu í gær. Gerð er grein fyrir framsöguræðu Davíðs Oddssonar á miðopnu. Stjórnarandstæðingar voru að vissu leyti vonsviknir. Þeir segja að þetta frumvarp sé bara fylgiplagg með fjárlaga- frumvarpinu og öll fjárlagagerðin sé nú í hinni mestu óvissu. Það sé ljóst að það þurfi að taka til hendinni á ríkisbúinu, í yfirstand- andi og fyrirsjáanlegu hallæri, en þetta frumvarp sé ekki sú björg í bú sem vænst hefði verið. „Mús” Steingrímur Hcrmannsson (F-Rn) sagði þjóðina lengi hafa beð- ið eftir efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar en nú hefði bara fæðst „mús”. Þetta frumvarp væri í tveim- ur hlutum og væri sá síðari vanaleg- ur „hefðbundinn bandormur”, þ.e.a.s. að ýmsar sérmarkaðar tekjur skyldu renna í ríkissjóð. En ræðu- manni fannst hinn fyrri hluti öllu óvanalegri, þar væru tillögur um ýmsar lagabreytingar, sumar hverj- ar vafasamar. Breytingamar væru margar þess eðlis að ástæða væri til að vísa þeim til fleiri nefnda held- ur en einungis til efnahags- og við- skiptanefndar. Steingrímur lagði áherslu á að þrátt fyrir nauðsyn sparnaðar og aðhalds, væri ekki sama hvemig að verki væri staðið. Ekki mætti missa sjónar af hinum stærri markmiðum fyrir hin minni, horfa yrði til framtíð- ar fremur en láta skammsýni ráða. Ræðumanni var atvinnuöryggi landsmanna ofarlega í huga og taldi mjög misráðið að skerða ríkisábyrgð á launum vegna gjaldþrota fyrir- tækja sem bryti í bága við alla við- leitni til að ná þjóðarsátt. Steingrím- ur taldi vænlegra að reyna að fyrir- byggja gjaldþrot atvinnufyrirtækja. Ræðumað'ur taldi ærna þörf á því að gripa til aðgerða í núverandi og fyrirsjáanlegum efnahagsþrenging- um. Ríkisstjórnin hefði lengi boðað aðgerðir en bið orðið á, uns Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefði kynnt sínar tillögur. Var Stein- grímur Hermannsson þeim fylgjandi í flestu en taldi nokkur atriði þurfa nánari útfærslu og skýringar. En engin úrræði myndu samt duga nema tækist að ná niður vöxtunum. Mátti glöggt ráða að Steingrímur teldi þar þurfa við „handafl” eða „handleiðslu”. Steingrímur vildi svara nokkrum orðaskeytum frá forsætisráðherra um fortíðarvanda framsóknaráranna og haldleysi úrræða framsóknar- manna. Ræðumaður kvað vera mik- inn mun á þeirra ráðum og „íhalds- úrræðum” Davíðs Oddssonar. Trú framsóknarmanna væri sú að mark- aðskerfið leysti ekki öll vandamál þjóðlífsins, framsóknarmenn væru fylgjandi blönduðu hagkerfi en ætíð yrði að vera sterk hönd ríkisins til að leiða þjóðfélagið á réttar brautir. „Fyrirburður” Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) sagði þetta frumvarp vera „fyrir- burð”. Málsmeðferð ríkisstjórnarinn- ar væri grátbrosleg og tæplega boð- leg þingi og þjóð. Ríkisstjórnin sjálf hefði boðað að frumvarpið væri úr- elt, það þyrfti margra milljarða nið- urskurð til viðbótar. Þetta frumvarp væri tímaskekkja, það yrði að ræða hinar nýjustu og skuggalegu þjóð- hagsforsendur, og allar þær ráðstaf- anir í efnahags-, atvinnu-, og ríkisfj- ármálum sem af þeim leiddu, fjár- lagagerðin og tekjuöflunarfrumvarp væru nú í óvissu. Það yrði fyrst að bregðast við þessu, síðan mætti ræða sparnað með „hinu og þessu krukkinu”. Ræðumanni þótti lítið til um áform ríkisstjórnarinnar um einka- væðingu. Davíð Oddsson hefði talað um aðgerðir fyrri ríkisstjórnar sem „stefnumót” við fortíðina. Sjálfur hefði forsætisráðherrann dregið fram í dagsljósið „15-20 ára afdank- aðar íhaldshugmyndir”. Steingrímur J. Sigfússon nefndi Bifreiðaskoðun ríkisins hf. sem „prýðilegt dæmi um einkavæðingu”. Það var þó skýrt í máli ræðumanns að hann teldi þjón- ustu og gjaldskrá þessa hlutafélags ekki til prýði né eftirbreytni. Það hafði glatt Steingrím að heyra frá forsætisráðherra að það ætti að draga úr ferða- og veislukostnaði. Var hann reiðubúinn að skála fyrir því en hins vegar gat hann ekki kyngt ýmsu öðru í þessum miði ríkis- stjórnarinnar s.s.: „Sníða af allar helstu framfarir í skólamálum til að ná í skitnar 30 milljónir.” Hún hefði jafnvel fellt út ákvæði úr grunnskól- alögunum sem hefðu verið lögfest í vor vegna sérstakra beiðna frá sjálf- stæðismönnum, ákvæði um fjölda kennslustunda á viku. Steingrími var óskiljanlegt að dregið væri úr ábyrgð ríkisins á greiðslum launa við gjaldþrot fyrir- tækja. Óskiljanlegt væri að ríkis- stjórnin kysi að ráðast á þessi rétt- indi, og það einmitt við þær aðstæð- ur sem nú væru uppi. Ætlunin væri að spara um 400 milljónir, velta þessu yfir á atvinnulífið, það væri þá ljóst að þess mun minna svigrúm yrði til kjarabóta. Hann skoraði á ríkisstjórnina að draga þennan kafla úr frumvarpinu. Ræðumanni fannst líka flestar breytingar og skerðingar til heilbrigðismála ógeðfelldar. Ræðumaður taldi ríkisstjórnina deila sekt með fleirum í síðari kafla frumvarpsins, þ.e.a.s. hún væri ekki sú fyrsta til að nota svonefnd „þrátt fyrir”-ákvæði, en hann varð þó að gagnrýna smásmygli á ýmsum stöð- um, t.a.m. gagnvart Menningarsjóði og ekki síður Ferðamálasjóði, en ferðaþjónustan væri nánast eini vaxtarbroddurinn í efnahagslífinu. Og 34. gr. væri vítaverð; ráðist harkalega á Framleiðnisjóð landbún- aðarins. Þarna væru samningar rofnir á bændum. í ræðulok ítrekaði Steingrímur að ríkisstjórnin hefði ekki átt að koma með þetta frumvarp fyrr en hún hefði komist sjálf að einhverri niður- stöðu um frekari niðurskurð, ráð- stafanir og aðgerðir. En augljóslega væri ekki hægt annað en að vísa þessu frumvarpi til nefndar og þar hlyti það að bíða eftir því að það yrði ljósara um frekari áform og úrræði ríkisstjórnarinnar. Menningarböðull Kristínu Ástgeirsdóttur (SK- Rv) sýndist bandormur ógeðfelld skepna og ekki síður „þessi lagaorm- ur” sem myndi hlykkjast um þjóð- arlíkamann, soga til sín næringu og drepa það sem síst skyldi, m.a. framfarir í menntamálum og menn- ingu. Þetta frumvarp boðaði niður- skurð, en á þessari stundu vantaði alla yfirsýn yfir fjármál ríkisins, fjár- lögin væru í uppstokkun og fylgi- frumvörp enn ókomin. Kristín sagði ljóst að sá vandi sem við stæðum frammi fyrir væri mjög stór og þröngt í þjóðarbúinu. En á slíkum tímum væri mikilvægt að auka jöfn- uð og réttlæti landsmanna í millum. Hún varaði við því að fara offari í aðhaldsaðgerðum og niðurskurði. Ræðumaður minnti á að Kvennalis- takonur hefðu lagt til að þær lán- tökuheimildir sem Landsvirkjun þyrfti ekki nú, þar sem grundvöllur fyrir álvei-sframkvæmdum væri brostinn, mætti nýta til arðbærra fjárfestinga sem nýttust landsmönn- um, þ. á m. konum. í lok ræðu sinn- ar hnykkti Kristín Ástgeirsdóttir á vanþóknun sinni á frumvarpinu. Meginhluti þess væri svo vondur að hún gæti með engu móti stutt það. Hún ráðlagði ríkisstjórninni að huga að hátekjuskatti og einnig væri ekki vonlaust um að einhveijar krónur fyndust ef hugað væri að því svarta- markaðs- og neðanjarðarhagkerfi sem hér tíðkaðist. „Hákot” Það mátti heyra að Guðmundur Bjarnason (F-Ne) hefði orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með frum- varpið um ráðstafanir í ríkisfjármál- um, en „það er stórt orð Hákot,” sagði Guðmundur. Hann taldi þetta frumvarp vera fylgifrumvarp með fjárlagafrumvarpinu sem flest væri í óvissu með núna og var honum til efs að tækist að taka það frumvarp til annarrar umræðu næstkomandi Iðjuþjálfafélag íslands 15 ára: Gróska í fræðslu- starfsemi félagsins IÐJUÞJÁLFAFÉLAG íslands var stofnað 1976 og er því 15 ára á þessu ári. Stofnfélagar voru 12 talsins, síðan hefur félaginu vaxið fiskur um hrygg og eru félagsmenn nú um 70. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins var að auk þekkingu lands- manna á iðjuþjálfun, stuðla að sí- menntun félagsmanna og beita sér fyrir því að hafín verði kennsla í iðjuþjálfun hér á landi. 1977 fengu iðjuþjálfar löggild- ingu og rétt til að starfa sam- kvæmt beiðni frá lækni. Fljótlega var hafist handa við að leita eftir samningi við Tryggingastofnun ríkisins um greiðslu fyrir meðferð iðjuþjálfa á göngudeild og í heima- húsum. Samningar hafa ekki tekist enn. Félagið varð aðili að heimssam- bandi iðjuþjálfa (WFOT) 1976, en hefur aukaaðild í nefnd iðjuþjálfa- félaga innan Efnahagsbandalags- ins (COTEC) frá 1989. 1985 varð félagið aðili að Bandalagi háskóla- manna (BHM) og er það einnig aðili að Samtökum heilbrigðis- stétta (SHS) og Öldrunarráði ís- lands. Mikil gróska er í fræðslustarf- semi félagsins og hafa fjölmargir erlendir iðjuþjálfar komið og haldið námskeið og fyrirlestra á undan- fömum árum. Áuk þess hafa ýms- 7 Stjórn Iðjuþjálfafélags íslands, aftari röð frá vinstri: Sigrún Garðars- dóttir varaformaður, Valrós Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri, Anna Guð- rún Arnardóttir ritari. Fremri röð frá vinstri: Hope Knútsson formað- ur og Lilja lngvarsdóttir ineðstjórnandi. ir íslenskir iðjuþjálfar haldið nám- Hæst ber námskeið Guðrúnar skeið fyrir starfsbræður sína. Árnadóttur iðjuþjálfa um Heila og þriðjudag eins og ráð er fyrir gert. Einnig saknaði hann fleiri tekjuöfl- unarfrumvarpa með fjárlagafrutn- varpinu. Ræðumanni var ljóst að staðan í efnahagsmálum væri erfið og skór- inn kreppti víða að. Sumu í þessu frumvarpi hefði hann skilning á og gæti jafnvel tekið undir en margt annað væri aðfinnsluvert, t.a.m. meint svik ríkisstjórnarinnar á bú- vörusamningi með því að skerða framlög til Framleiðnisjóðsins. Guð- mundur Bjarnason kvaðst útaf fyrir sig geta stutt ákveðnar gjaldtökur fyrir læknaviðtöl til að laða fram kostnaðai’vitund, enda væri um hlut- fallsgjald að ræða. Einnig gat hann stutt aðgerðir til að draga úr kostn- aði ríkisins vegna tannlækninga en vildi að orðalag væri skýrara og for- takslausara. Guðmundur spurði Sig- hvat Björgvinsson um nokkur atriði 1 varðandi málefni sjúkrahúsa og um heilbngðismál og um tannréttingar en honum var mjög umhugað um að bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu væri alveg skýrt. En ákvæði geri ráð fyrir því að þeir sem frestuðu því að leita tannréttinga vegna tilmæla frá heilbrigðisráðuneyti myndu ekki gjalda þess. En frumvarpið leggur til að greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum verði hætt. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra þakkaði Guðmundi Bjarnasyni fyrir sanngjarna og málefnalega umfjöll- un. Sighvatur viidi fullvissa fyrri ræðumann um að menn yrðu ekki látnir gjalda þess að hafa orðið við tilmælum frá heilbrigðisráðuneyti. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra ræddi einnig málefni sjúkrahúsanna. Það kom fram að hugsanlega eða jafnvel líklega yrði ekki endanlega gengið frá þeirra málum fy.rr en við þriðju umræðu fjárlaga þar sem tek- in yrði ákvörðun um hugsanlega sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala. Finnur Ingólfsson (F-Rv) vildi að það kæmi fram að þótt framsókn- armenn skildu vel að núverandi heil- ■ brigðisráðherra væri að eigin sögn dauðuppgefinn á því að þurfa að beijast við tannréttingarlækna, hefði það aldrei verið stefna framsóknar- manna að fella niður kostnaðarþátt- töku vegna tannréttinga. Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) vísaði til þess að bandormurinn er þáttur í sullaveikinni skæðu. Taldi hann frumvarp þetta, svonefndur bandormur, verða til lítillar heilsu- bótar í þjóðlífinu. Nú þegar sjaldan hefði verið „eins dökkt í álinn”, væri helsta haldreipi ríkisstjórnar- innar hugsanlegur ávinningur af samningum um evrópskt efnahags- svæði. Rakti Hjörleifur - í nokkru máli - ýmsa þætti þar í, og fannst flestir þræðir haldlitlir. Hjörleifur hvatti til þess að íslendingar hugs- uðu um eigið land og mennt. Var auðheyrt að honum sýndist frum- varpið bera því gagnstæða vitni. Einkum og sér í lagi taldi hann breytingar á grunnskólalögunum bölvanlegar. Þessari umræðu varð ekki lokið, um kvöldmatarleytið var fundi frest- að en skyldi fram haldið kl. 21. heðgun: Það var skert heilastarf- semi metin út frá athöfnum dag- legs lífs, en hún gaf út bók með sama nafni á ensku hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu C.V. Mosby 1990. Félagið gefur út Blað-ið sem kemur út tvisvar sinnum á ári og Ijallar um fagleg málefni iðju- þjálfa. í vinnslu er útgáfa nýs kynningarbæklings. . Allt frá 1981 hefur félagið unn- ið að því að námsbraut í iðjuþjálfun verði stofnuð innan Háskóla Is- lands. Skriður komst á málið í sept- ember 1988, þegar Menntamála- ráðuneytið skipaði nefnd til að at- huga hvort tímabært væri að stofna til kennslu í iðjuþjálfun hér á landi. Nefndin skilaði áliti í maí 1989 og mælti með að námi í iðju- þjálfun yrði komið á hið fyrsta og yrði innan Háskóla íslands. Mál þetta er nú til umfjöllunar innan veggja Háskólans. Fram að því að námsbraut við HÍ líti dagsins ljós verður að sækja menntun í iðju- þjálfun í háskóla og sérskóla er- lendis. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.