Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 60 JílEööur á morgun _______ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fimmtudag: Biblíulestur í safnaðar- heimilinu kl. 21.00 og kvöldbænir í kirkjunni að honum loknum. (Ath. breyttan tíma.) BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Pálmi. Guðs- þjónusta kl. 14. Einleikur á fagott. Barna- og bjöllukór. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephen- sen. Barnastarf á sama tíma í safn- aðarheimilinu í umsjá Báru Elías- dóttur. Messa kl. 17. Sigurður Arn- arson stud. theol prédikar. Kór Tón- listarskólans í Reykjavík syngur við messuna. Sr. Ingólfur Guðmunds- son. Miðvikudag kl. 12.05: Hádegis- bænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Miðvikudag kl. 13.30—16.30: Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu. Tekið í spil. Kaffi- borð, söngur, spjall og helgistund. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.6 ára börn og eldri og foreldr- ar þeirra uppi. Yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Prestur sr.' Gylfi Jóns- son. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fyrirbænir eftir messu og molasopi. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12.00. Guðspjall dagsins: Lúk. 21: Teikn á sólu og tungli. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverð- ur. Kl. 14: Biblíulesturog kirkjukaffi. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- samvera kl. 10.00. Fjölskyldan í sorg og missi. Sr. Bragi Skúlason. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Aðventutónleikar mótettukórs Hallgrímskirkju kl. 17. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Mið- vikudag: Kyrrðarstund á aðventu kl. 21. Náttsöngur, orgelleikur, íhugun. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðarnar fyrir barnaguðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Aðventu- tónleikar í kirkjunni kl. 21.00. Barrok- tónlist fyrir trompet og orgel eftir Vivaldi og Viviani. Einleikari á tromp- et Einar Jónsson og orgel dr. Ort- hulf Prunner. Mánudag: Biblíulestur kl. 21.00. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups: Kl. 11 óskastund barnanna. Söngur, sögur, fræðsla. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Langholts- kirkju syngur. Einsöngur Þóra Ein- arsdóttir. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Ólöf Ólafsdóttir. Mola- sopi að guðsþjónustu lokinni. Aftan- söngur alla virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristinssonar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnastarf á sama tíma í umsjá sr. Sigrúnar Óskarsdóttur. Kór Fjölbrautaskólans við Ármúla syngur. Fermingarbörn aðstoða. Sr. Helgi Hróbjartsson prédikar. Ferm- ingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta. Sr. Jón D. Hró- bjartsson. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Kl. 20: Aðventu- söngur Drengjakórs Laugarnes- kirkju. Aðventusöngurinn tekur mið af breskri hefð, þar sem skiptist á kórsöngur og ritningarlestur. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimil- inu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Miðviku- dag: Bænamessa kl. 18.20. Guð- mundur Óskar Ólafsson. SETJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Ræðuefni: „Hvað merkja Ijósin sjö?” Sr. Ingólf- ur Guðmundsson messar. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eimýjar, Báru og Erlu. Miðvikudag: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Violeta Smid. Barnastarf á sama tíma. Kirkjubíllinn fer um Árbæinn fyrir og eftir guðs- þjónustuna. Aðventusamkoma kl. 20.30 í Árbæjarkirkju. Meðal dag- skráratriða: Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, flytur ræðu. Kirkjukór- inn og Rarikkórinn syngja jólalög undir stjórn Violetu Smid. Tvöfaldur kvartett syngur. Fríða Sigurðardóttir syngur einsöng. Fermingarbörn lesa aðventuspádóma. Skólakór Árbæj- arskóla syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur, ávarp, helgistund, aðventuljósin tendruð. Miðvikudag- ur: Fyrirbænaguðsþjónusta í Árbæ- jarkirkju kl. 16.30. Prestar Árbæjar- kirkju taka á móti fyrirbænaefnum. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Heimsókn barnastarfsins í Seljakirkju. Brottför frá Breiðholtskirkju kl. 10.55. Barna- kórinn syngur. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Organisti Þorvaldur Björns- son. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Magnús Guð- jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta miðvikudag kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Tónlist annast sönghópurinn „Án skilyrða”. Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju mánudag kl. 18. Prestarn- ir. GRAFARVOGSSÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Umsjón: Valgerður, Katrín og Hans Þormar. Skólabíllinn leggur af stað frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Vigfús Þór Árnason. HJALLASÓKN: Messusalur Hjalla- sóknar, Digranesskóla. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Við guðsþjónustuna fer fram söfnun Hjálparsjóðs Hjallasóknar. Kaffisopi að lokinni guðsþjónustu. Sóknarfólk er hvatt til þátttöku. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Rætt um jólaboð- skapinn og sungnir jólasálmar. Að- ventusamkoma Kársnessóknar í Kópavogskirkju kl. 17. Fjölbreytt dagskrá. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórunn Guðmundsdóttir sópran- söngkona flytja ásamt organista Aríu eftir Hándel fyrir sópran, flautu og orgel. Ræðumaður sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Hjörtur Páls- son skáld les Ijóð. Aðventusamko- munni lýkur með ritningarlestri, bæn og sameiginlegum söng. Kaffisala verður í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni aðventusamkomunni. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Kirkjudagur Selja- kirkju. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barnastarf Breiðholtskirkju kemur í heimsókn. Guðsþjónusta kl. 14. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Að- ventukvöld kl. 20.30. Félagar úr Lúð- rasveit Reykjavíkur leika aðventulög. Bogi Arnar Finnbogason les sögu, leikrit i umsjá æskulýðsfélagsins og kirkjukórinn syngur. Kjartan Sigur- jónsson organisti og kórstjóri flytur hugvekju. í lok athafnarinnar verða aðventuljósin tendruð. Kaffisala Kvenfélags Seljasóknar í lok að- ventukvöldsins. Guðsþjónusta í Seljahlíð laugardag 7. des. kl. 11: Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Aðventu- hátíð kl. 20.30. Dagskrá: Forspil Jón- as Þ. Dagbjartsson leikur á fiðlu og Jónas Þórir leikur á orgel. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Jónasar Þór- is. Ræðumaðursr. Heimir Steinsson útvarpsstjóri. Félagar úr íslenskú hljómsveitinni flytja tónlist. Ritning- arlestrar og bænir. Ljósin tendruð. Veitingar í Kirkjubæ. Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. FRIKIRKJAN l' Reykjavík: Guðsþjón- usta kl. 14.00. Miðvikudaginn 11. des. kl. 7.30 morgunandakt. Orgel- leikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar1 Guðný Guðjónsdóttir Friðbjöm Þorsteins- son - Aldarminning Guðný Fædd 7. desember 1891 Dáin 26. desember 1973 Friðbjörn Fæddur 8. ágúst 1891 Dáinn 8. apríl 1977 í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu hjónanna í Vík, Fáskrúðsfírði. Bæði voru þau fædd á Austfjörðum, hún á Kömbum í Stöðvarfirði, dóttir hjónanna Áslaugar Eiríksdóttur hús- freyju og Guðjóns Guðmundssonar bónda. Hann var fæddur á Flögu í Breiðdal, sonur hjónanna Ingibjarg- ar Friðbjörnsdóttur húsfreyju og Þorsteins Jónssonar bónda. Guðný qg Friðbjöm voru bæði vel ættuð, voru þau bæði komin af Guð- brandi Þorlákssyni biskup í 12. ættl- ið. Aðeins 6 ára gömul missir Guðný móður sína og varð hún þá ein eftir með föður sínum, sem fljótlega hætti búskap á Kömbum, eftir að hann varð ekkjumaður. Fluttu þau feðgin þá að Randversstöðum í Breiðdal, og voru þar í 3 ár í góðu yfirlæti. Aftur flytjast þau, en þá á Flögu í Breiðdal, en sem áður er getið bjuggu foreldrar Friðbjörns þar. Enn þegar hér er komið er Ingibjörg orð- in ekkja með 3 syni og var Friðbjörn þeirra elstur. Friðbjörn var því ekki nema 12 ára garnall er hann fór að aðstoða móður sína við búrekstur á Flögu. Guðjón faðir Guðnýjar gerðist ráðsmaður að Flögu og er fram liðu stundir giftist hann Ingibjörgu móð- ur Friðbjörns. Árið 1913 ganga þau í hjónaband Guðný og Friðbjörn og hefja búskap með foreldrum sínum á Flögu. Að sjö árum liðnum festa þau kaup á jörðinni Vík í Fáskrúðsfirði og setja þar niður bú. Hvorugt þeirra var fætt með silfurskeið í munni, eins og sagt er, en báðum var þeim góð- mennska, fyrirhyggja og dugnaður í blóð borinn, þeir eiginleikar áttu eftir að skila þeim stórum farsælum bamahóp, blómlegu búi og afkom- endum þeirra fallegar minningar um þau. Bjuggu þau í Vík í rúm 50 ár og hafa afkomendur þeirra nú tekið við jörðinni. í Vík ráku þau myndarbú og voru einnig með útgerð. Var þeim hjónum 9 barna auðið, en eitt þeirra andaðist í bernsku. Þau eru upp komust: Áslaug, gift Guðmundi Magnússyni, eiga þau þrjár dætur; Aðalsteinn, látinn, hann var kvæntur Klöru Olfjörð Jónsdóttur einnig lát- in, eignuðust þau einn son; Geir, látinn, hann var ókvæntur og barn- laus; Sigurpáll, látinn, hann var kvæntur Jónu Mortensen og eignuð- ust þau tvo syni; Jón kvæntur Sveinu Lárusdóttur eiga þau einn son; Björn, hann var kvæntur Ólafíu Jónsdóttur, þau skildu, eiga þau tvo syni og eina dóttur; Þórhallur, ókvæntur og barnlaus og Egill kvæntur Guðlaugu Þórðardóttur, eiga þau tvo syni og tvær dætur. í Vík var margt í heimili og mik- ið um gestagang, enda voru þau hjón mjöggestrisin, tóku öllum fagn- andi og leið komumönnum þar vel. Aldrei í þeirra búskap varð skortur á fæði eða klæði, sat fyrirhyggjan þar í fyrirrúmi. Það sama gilti um skepnurnar, um þær var vel hugsað ogvoru þau alltaf vel byrg^aí' fóðri. Að vera húsmóðir á stóru heimili er æríð starf, en Guðný lét ekki þar við sitja, tók hún þátt í öllum útiverk- um. Samfai'a búskapnum tók Frið- björn virkan þátt í félagsstörfum, sat hann í stjórn Kaupfélags Stöðv- firðinga og í sveitarstjórn Fáskrúðs- fjarðarhrepps til margra ára. Barnabörn þeirra hjóna eiga bjart- ar og hlýjar minningar frá þeim árum er þau dvöldu hjá ömmu og afa til lengri eða skemmri tíma. Þar kynntust þau dugnaði, hógværð og síðast en ekki síst góðvild, sem þau gátu gefið af sér til þeirra, þeim til þroska og velfamaðar, þrátt fyrir að vera störfum hlaðin. Því þótti.við hæfí að minnast slíkra sæmdarhjóna á aldarafmæli. Þeim til heiðurs. Valgerður Sigurðardóttir ________Brids_________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsdeild Húnvetningafélagsins Úrslit í einmenningi. Steinþór Ásgeirsson 787 Valdimar Jóhannsson 772 Jón Aspar 754 Þorleifur Þórarinsson 750 Garðar Bjömsson 749 Leifur Jóhannsson 743 Hæsta skor síðasta spilakvöld: A-riðill. Valdimar Jóhannsson 405 Steinþór Ásgeirsson 376 B-riðill. Leifur Jóhannsson 420 Baldur Ásgeirsson 388 C-riðill. Eysteinn Einarsson 393 Stefán Pétursson 384 Miðvikudaginn 11. desember verður spilaður eins kvölds tvímenningur, það er síðasti spiladagur fyrir jól. Næsta fimmtudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Frá Skagfirðingum í Reykjavík Mikil barátta er nú framundan í lokaumferðunum. í aðalsveitakeppni Skagfirðinga. Að loknum 10 umferð- um af 13 er staða efstu sveita þessi: Sveit Magnúsar Sverrissonar 181 Sveit Steingríms Steingrímssonar 172 Sveit Sigmars Jónssonar 168 Sveit Aðalbjörns Benediktssonar 166 Sveit Sigurðar ívarssonar 165 Sveit Rúnars Lárussonar 164 Sveit Hjálmars S. Pálssonar 163 Sveit Árna Loftssonar 153 Næstu 2 umferðir verða spilaðar á þriðjudaginn kerrwr. Sveitakeppninni lýkur svo annan þriðjudag (einn ieik- ur) en síðari helming kvöldsins verður farið í létta jólasveinakeppni með til- heyrandi jólakonfekti til handa jóla- sveinum Skagfirðinga, þetta árið. Bridsfélag Reykjavíkur Bridsfélag Breiðholts Nú er lokið barometer-tvímenningi sem stóð yfir í 5 kvöld. Sigurvegarar urðu Óli Björn Gunnarsson og Marinó Kristinsson. Röð efstu para varð þessi: Óli Bjom GunnarssQn - Marinó Kristinsson 209 ÓlafurH. Ólafsson - Jón Ingi Björnsson 166 Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 115 Haukur Harðarson - Vipir Hauksson 109 JeanJensen-LeifurJóhannesson 79 Bjöm Amórsson - Kristín Guðbjömsdóttir 77 Hæstu skor kvöldsins hlutu: Ólafur H. Ólafsson - Jón Ingi Bjömsson 55 Friðrik Jónsson - Guðbrandur Guðjohnsen 52 Jean Jensen - Leifur Jóhannesson 42 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Allir vel- komnir. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag lauk barómeter- keppni féíagsins með sigri Hjálmars Pálssonar og Sveins Þoivaldssonar. Þeir hlutu 241 stig. Röð næstu manna: AparKristinsson - Erlendur Jónsson 213 Ragnar Bjömsson - Páll Valdimarsson 212 Þröstur Ingimarsson - Ragnar Jónsson 208 GuðmundurGrétarss. -Árni MárBjörnsson 177 Sævin Bjarnason - Guðjón Sigurðsson 144 Hæstu kvöldskor náðu: Agnar-Erlendur 87 Þröstur - Ragnar ~ 74 Unnur Sveinsdóttir - Inga Lára Guðmundsd. 52 Staða LA Café er vænleg þegar lokið er 8 umferðum af 12 í aðalsveita- keppninni en staðan er nú þessi: LACafé 162 S.Ármann Magnússon 154 Bemódus Kristinsson 138 Verðbréfamarkaðurinn 136 Erla Siguijónsdóttir 131 Tryggingamiðstöðin 129 Jón Steinar Gunnlaugsson 128 Roche 127 Síðasta spilakvöld vann LA Café S. Ármann 20-10 og Jón Steinar 25-1. S. Ármann Magnússon vann Roche í síðari leiknum 24-6. Næst spilar LA Café gegn Bernódusi og Verðbréfamarkaðnum. S.Ármann spilat' við sömu sveitir og sveit Erlu spilar við Trygingamiðstöðina og Jón Steinar. Bridsfélag yngstu spilaranna Bridsfélag yngstu spilaranna 12-15 ára, hóf starfsemi sína í Sigtúni 9 nú í haust. Ákveðið var að starfa þtjá jSunnudaga til reynslu fyrir áramót og 6r sá síðasti sunnudaginn 8. desember. Öllum á þessum aldri sem áhuga hafa á að læra að spila brids er vel- komið að mæta í Sigtún 9 kl. 13.00. Þar er blandað saman kennslu og spilaæfingum. Kennari er Dröfn Guð- mundsdóttir og hefur hún séð um kennslu og æfingar hjá Bridsfélagi yngstu spiíaranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.