Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 47
Aðventu- kvöld í Sel- fosskirkju AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Selfosskirkju sunnudaginn 8. desember og hefst það klukkan 20,30. í fréttatilkynningu frá séra Sigurði Sigurðarsyni sóknarpresti á Selfossi segir að aðventukvöldin hafi jafnan verið haldin annan sunnudag í aðventu sem nú og finnist mörgum þau vera orðin ómissandi þáttur í jólaundirbún- ingnum. I þetta sinn mun Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður flytja hugvekju. Kirkjukórinn og barnakór kirkjunnar munu syngja undir stjórn Glúms Gylfasonar, sem auk þess leik- ur einleik á orgelið. Hópur úr æsku- lýðsstarfí kirkjunnar mun kynna starfið og syngja. Fermingarbörn kynna íhugunarefni aðventunnar og tendra ljós á aðventukransinum. Eftir samkomuna býður kvenfélag Selfosskirkju öllum samkomugestum í kaffi og smákökur í safnaðarheimil- inu. Þar bjóða þær líka til kaups laufabrauð, sem þær hafa bakað og handunninn jólavarning. reer naaMaKaa .v HUOé.aaAO iAJ aiQAJunuöflOM t)i MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 47 Emil íKattholti leiklesinn Undirbúningur undir sýningar á bamaleikritinu Emil í Kattholti stand- ur nú yfir í Þjóðleikhúsinu. Nokkur börn taka þátt í sýningunni en hér að ofan má sjá þijú þeirra sem leika aðaHilutverkin, Emil og Idu. Fremst á myndinni (f.v.) eru Sturla Sighvatsson 10 ára og Jóhann Ari Lárusson 11 ára, sem ieika Emil, og Anita Briem 9 ára, sem leik- ur ídu ásamt Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur 10 ára. Aftan við krakk- ana standa Gísli Rúnar Jónsson, sem leikur Alfreð vinnumann, Bessi Bjarnason, sem leikur pabba Emils og ídu, Margrét Guðmundsdóttir, sem leikur mömmuna, og Margrét Kristín Pétursdóttir, sem leikur Línu vinnukonu. Við val á leikurum var leitað til rúmlega 200 barna. Reiknað er með að verkið verði frumsýnt um mánaðamótin janúar og febrúar. Jóladagskrá í Hlaðvarpanum JÓLADAGSKRÁ Hlaðvarpans, sem jafnan hefur verið haldin úti á laugardöguni í desember- mánuði er hafin. I dag verður dagskrá frá klukkan 14 og frain eftir degi. Dómkórinn syngur klukkan 14 og hálfri klukkstund síðar söng- sveitin Jarþrúður. Klukkan 15 hefst atriði dagskrár, sem heitir: Grýla flengir óþekktarorma og klukkan 15,30 er kvennahljómsveitin „Hver þekkir þær?” á dagkrá. Listmarkaður Hlaðvarpans selur vörur í umboðssölu og einnig hefur verið opnaður sérstakur listmuna- markaður í kjallara, þar sem 20 listamenn selja eigin handverk. Þá er sérstakur bókamarkaður opinn í dag með titla eftir höfunda, sem gefa út verk á eigin vegum eða hjá litlum forlögum. í Galleríi Hlað- varpans er nú sýning á verkum Guðmundar A. Jónssonar frá Hyrn- ingstöðum í Reykhólasveit. Grýla í Hlaðvarpanum. Stjórnvöld styðja kröfur gegn Líbýu í SAMRÆMI við þá afstöðu, sem íslenzk sljórnvöld hafa til hvers konar hryðjuverkastarfseini, styðja þau heilshugar þær kröfur, sem Bretland og Baudaríkin hafa sett fram á hendur stjórnvöldum í Líbýu og skora á þarlend stjórnvöld, að verða skilyrðislaust við þeim, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir ennfremur: „Eftir umfagnsmiklar rannsóknir hafa bandarísk og bresk stjórnvöld kom- ist að þeirri niðurstöðu, að hryðju- verkamenn af líbýsku þjóðerni hafi með samþykki stjórnvalda í Líbýu valdið sprengingunni um borð í þotu bandaríska flugfélagsins Pan American, sem fórst yfir bænum Lockerbie í Skotlandi í desember 1988 með þeim afleiðingum að 270 manns létust. Með tilvísun til sönnunarganga hafa stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum krafist þess að stjórnvöld í Líbýu framselji hryðju- verkamennina. Jafnframt hafa stjórnvöld í Líbýu verið krafin um skaðabætur og frekari upplýsingar um málið. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa látið íslenskum stjórnvöldum í té upplýsingar um þær rannsókn- ir, sem kröfurnar á hendur líbýskum stjómvöldum eru byggðar á.” Af því tilefni hefur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ákveðið þá stuðningsyfirlýsingu, sem getið er í upphafi fréttarinnar. Morgunblaðiö/Uiðrik Jóhannsson Búfræðikandítatarnir sem útskrifuðust ásamt Sveini Hallgrímssyni skólastjóra, Hvanneyri: Útskrift á eftir áætl- un vegna verkfalla Hvannatúni í AndaktíS—^ VERKFOLL vorið 1989 oliu því að nám og útskrift tíu búfræði- kandídata frá búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri fór nú fram 1. desember í stað hefðbund- innar útskriftar á vorin. í viðurvist fjölda gesta afhenti Sveinn Hallgrímsson skólastjóri bú- fræðikandidötum skírteini með stað- festingu prófa og námsárangurs. Sveinn taldi, að tæplega nógu marg- ir búfræðikandidatar væru nú í fram- haldsnámi; það sé mikilvægt að leið- beinendur og starfsfólk í landbúnað- inum sé vel menntað á tímum aukin- ar kröfu neytenda um gæði landbún- aðarafurða og hagstæðs verðlags. Hann sagðist t.d. álíta að þörf sé á einum eða tveimum sérfræðingum til viðbótar í hrossarækt og undir- strikaði hagkvæmni af návist Hag- þjónustu landbúnaðarins til að sinna síauknum kröfum um kennslu í bún- aðarhagfræði. Fulltrúar margra stofnana og samtaka, s.s. Félag ísl. búfræði- kandidata, Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Búnaðarfélag íslands, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Landsamtök kúabænda afhentu við- urkenningar fyrir bestan námsár- angur í ýmsum greinum eða gjafír til Bændaskólans. Sigríður Jónsdóttir hlaut hæstu einkunn að þessu sinni og flutti hún ávarp fyrir hönd útskrif- aðra kandidata. - D.J. Gísli H. Sigurðsson Ólafur E. Friðriksson Saga Gísla H. Sig- urðssonar læknis IÐUNN hefur gefið út bókina Læknir á vígvelli - Störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit. Ólafur E. Friðriksson skráði. í kynningu útgáfunnar segir: „Gísli H. Sigurðsson læknir segir hér í fyrsta sinn ítarlega hina ein- stæðu sögu af lífi sínu og Birnu konu sinnar á dögum hernámsins í Kúveit. Hann lýsir því hvernig það var fyrir íslendinga að ganga að daglegum störfum og sinna læknis- skyldum undir stöðugri dauðaógn. Bókin er mögnuð lýsing á því fjarstæðukennda ástandi sem skap- ast þegar þjóðfélag hættir nánast að vera til — að minnsta kosti sem siðmenntað samfélag — og lögmál ofbeldis og villimennsku taka við. Þegar Gísli og Birna reyndu að komast til íslands urðu mörg ljón á veginum. Sú saga hefur ekki öll verið sögð fyrr en í þessari bók.” Bókin er prentuð í Prentbæ hf. Norræna húsið: Fyrirlestur um Carl F. Ifill og teikningar hans GORAN Chnstenson, forstöðu- maður Listasafnsins í Málmey, heldur fyrirlestur um sænska listmálarann Carl Fredrik Hill og teikningar hans sunnudag- inn 8. desember kl. 16 í fundar- sal Norræna hússins. Sýning á verkum listamannsins hefur staðið yfir í sýningarsölum Norræna hússins frá 9. nóvember og lýkur sýningunni á sunnudag- inn 8. desember. Carl Fredrik Hill fæddist 1849 og lést 1911. Hann hlaut eftir dauða sinn viðurkenningu sem einn merkasti listamaður Svíþjóð- ar. Hann var samtímamaður m.a. Edvards Munchs og Akseli Gallen- Kallela. Carl Fredrik Hill telst einn snjallasti landslagsmálari Svía. (Fréttatilkynning) Jólatónleikar KÓR Fjölbrautarskólans í Ármúla heldur jólatónleika í Laugarnes- kirkju laugardaginn 7. desember. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Á efnisskrá eru jólalög frá ýmsum löndum og tímabilum. tjórnandi kórs- ins er Rinaid Vilhjálmur Turner og undirleikari David Knowles. Aðgang- ur er ókeypis. ísafjörður: Gullsmiður sýnir í Slunkaríki DÝRFINNA Torfadóttir gull- smíðameistari opnar sýningu á verkum sínum í Slunkaríki á Isafirði í dag, laugardag, klukk- an 16.00. Dýrfinna starfrækir nú gullsmíðaverkstæði og verslun á Isafirði en hún lauk námi í gull- smíði 1979. Á sýningunni, sem stendur til 23. desember, verða skúlptúrar, brjóst- nælur, hálsmen og aðrar handunnir munir úr gulli, silfri og öðnim málmum. í tveimur verkanna notar hún hrosshár og fiskroð til mótvæg- is við málminn. Eitt af verkum Dýrfinnu á sýn- ingunni. DHL með jólapakka- þjónustu FYRIR jólin gefa DHL hraðflutn- ingar hf. fyrirtækjum og ein- staklingum kost á sérstakri jóla- pakkaþjónustu. Felst hún í hrað- sendingu á jólapökkum til út- landa á afsláttarverði. DHL hraðflutningar hf. er hluti af alþjóðlegu hraðflutninganeti DHL sem byggist á eigin flugvélum, sendibílum og vélhjólum auk ann- arra hefðbundinna flutningatækja. Skilafrestur á jólapökkum er til 16. desember. (Fréttatilky iming)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.