Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
Vöruskipti óhagstæð
um 800 milljónir kr.
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR fyrstu 10 mánuði ársins varð óhagstæður
um 800 milljónir króna eða um 0,8 milljarði. Fluttar voru út vörur
fyrir 77,1 milljarð króna, en inn fyrir 77.9 milljarða króna. A sama
tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður hagstæður um 5,3 milljarða
króna. Um er að ræða fob-tölur og tölur frá í fyrra eru samræmdar
miðað við gengi.
í októbermánuði voru fluttar út
vörur fyrir 7.600 milljónir króna,
en inn fyrir 8.900 milljónir króna.
Vöruskiptajöfnuðurinn var því
óhagstæður í október um 1.300
milljónir króna, en í fyrra á sama
tíma um 900 milljónir króna á sama
gengi.
Robert Fisk-
er rithöf-
undur látinn
ROBERT Fisker rithöfund-
ur iézt að heimili sínu í
Arósum í Danmörku 25.
nóvember síðastliðinn, 88
ára að aldri.
Fisker var mikilvirkur rithöf-
undur og meðal þekktari barna-
og unglingabókahöfunda Dana.
Hann skrifaði á annan tug
skáldsagna auk yfir eitthundr-
að barna- og unglingabóka og
hafa fjölmargar þeirra verið
þýddar á íslenzku.
Eftirlifandi kona Robert Fi-
sker er Edy Fisker.
Fyrstu 10 mánuði ársins var
verðmæti vöruútflutnings nánasst
óbreytt á föstu gengi frá því á sama
tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 81%
alls útflutnings og voru um 5%
meiri en í fyrra. Útflutningur á áli
var 10% minni og útflutningur kísil-
járns var 31% minm en á sama tíma
á síðastliðnu ári. Útflutningsverð-
mæti annarrar vöru að frátöldum
skipum og flugvélum var 15% minni
jarnúar til október en á sama tíma
í fyrra reiknað á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutnings fob
fyrstu 10 mánuði ársins var 8%
meiri en á sama tíma í fyrra. Breyt-
ing einstakra liða innflutnings frá
fyrra ári er mjög misjöfn. Verð-
mæti innflutnings sérstakrar fjár-
festingarvöru (skip, flugvélar,
Landsvirkjun) er helmingi minni í
ár en í fyrra og verðmæti innflutn-
ings til stóriðju er 6% minna en á
sama tíma á síðastliðnu ári. Verð-
mæti olíuinnflutnings er hins vegar
um 9% meira en á sama tíma í fyrra,
reiknað á föstu gengi. Þessir inn-
flutningsliðir eru jafnan breytilegir
frá einu tímabili til annars en séu
þeir frátaldir reyndist annar inn-
flutningur (81% af heildinni) hafa
orðið um 19% meiri en í fyrra, reikn-
að á föstu gengi.
Dr. Sigurður Ingvarsson
Styrkur til
krabbameins-
rannsókna
NORRÆNA Krabbameinssam-
bandið hefur veitt dr. Sigurði
Ingvarssyni sameindalíffræðingi
tveggja milljóna króna styrk til
rannsókna á krabbameinsgenum.
Rannsóknir Sigurðar beinast að
viðtökum skjaldkirtils- og kyn-
hormóna í frumum. Talið er að
stökkbreyting í þessum krabba-
meinsgenum geti átt þátt í myndum
krabbameins. Sigurður hefur und-
anfarið starfað við Karólínsku
stofnunina í Stokkhólmi við krabba-
meinsrannsóknir og varði þar dokt-
orsritgerð 1989. Nú starfar Sigurð-
ur á Frumulíffræðideild Rannsókn-
astofu Háskólans við Barónsstíg.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem
íslendingur hlýtur þennan styrk.
Landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar:
Avarp biskups
HÉR fer á eftir ávarp frá bisk-
upi Islands, herra Olafi Skúla-
syni vegna landssöfnunar
Hjálparstofnunar kirkjunnar:
„Sjálfsagt gerist þess ekki þörf
að landsmenn séu minntir á árlega
söfnun Hjálparstofnunar kirkj-
unnar á aðventu. Hún er viðleitni
til þess að gefa fólki kost á að
færa sig frá því sem næst er og
líta hærra og hærra.
Með stuðningi við hjálparstarf-
ið er verið að færa boðskap hinn-
ar hæstu hátíðar jólanna um kær-
leik Guðs í raunveruleika þeirrar
veraldar, sem hann skapaði. Svo
elskaði Guð, að hann gaf, gaf son
sinn, sem tók á sig þau örlög, sem
flestir munu telja þungbær og
erfið.
Nú eiga ekki síður margir bágt
en á liðnum árum. Heimurinn
hefur breyst þannig að það sem
var fyrr lokað og vissu fáir um
raunveruleika ástandsins er nú
opið og flest er með þeim hætti,
að kvíða hlýtur að valda.
Hjáiparstofnuii kirkjunnar hef-
ur ætíð sinnt aðstoð við þá sem
búa í Afríku og Asíu og hafa
mátt þola hungur vegna þurrka,
flóða og styijalda. Svo verður
áfram gert og full ástæða til. En
við lítum einnig til þeirra í okkar
eigin álfu, sem nú horfast í augu
við hörmungar á þessum vetri og
vita ekki hvort unnt verður að
seðja sárasta sultinn.
Það er því mikil ástæða fyrir
Herra Ölafur Skúlason
kirkjuna á íslandi og ísiendinga
að nota hvata jólanna til þess að
líta kringum sig og skoða ábyrgð-
ina, sem hver og einn ber á bróð-
ur og systur.
Ég vil með línum þessum hvetja
landsmenn til að sinna kalli Hjálp-
arstofnunarinnar. Ég veit, að víða
er dekkra útlit hér heima en var
fyrr á árum. Við berum áhyggjur
af byggðarlögum, sem eiga undir
’högg að sækja. En við höfum líka
áhyggjur vegna þeirra, sem fjar-
lægðin skýlir ekki. Þörfín er mik-
il. Gjafir eru vel þegnar. Látum
kærleik Guðs opna augu okkar
nú á aðventu, svo sem títt hefur
gjörst áður.”
Seðlabankinn um þróun og horfur í peningamálum:
Heildarskuldir aukast um
90 milljarða á 12 mánuðum
Tryggja þarf verulega lækkun á lánsfjárþörf opinberra aðila, segir dr. Jóhannes Nordal
Bjarni Stefánsson ræðismaður
Möltu.
Fyrsti ræðis-
maður Möltu
á Islandi
BJARNI Stefánsson, forstjóri
Hljómbæjar, hefur verið til-
nefndur ræðismaður Möltu á Is-
landi.
Bjarni var tilnefndur ræðismaður
Möltu frá og með 7. ágúst síðastlið-
inn. Hann er fyrsti ræðismaður
þeirra á íslandi en Malta fékk sjálf-
stæði árið 1987.
Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, segir það óhjákvæmilegt að
tryggja verulega lækkun á lánsfjárþörf opinberra aðila og leggur
áherslu á nauðsyn þess að hafist verði handa um að draga úr þeim
miklu ríkisábyrgðum sem séu á markaðnum, bæði beinum ríkissábyrgð-
um og ábyrgðum á rekstri fjármálastofnana þ.á.m. á húsbréfum. Hann
segir það einkum óeðlilegt að ríkið dragi inn í landið lánsfé í stórum
stíl með því að bjóða ríkisábyrgðir á lánsfé til cinkaaðila þegar frelsi
með fjármagnshreyfingar á milli landa fari að aukast. Jóhannes legg-
ur áherslu á nauðsyn þess að ákvarðanir í samræmi við þessi markm-
ið verði teknar áður en þing hættir.
Samkvæmt upplýsingum Seðla-
banka um heildarlánsfjárnotkun
landsmanna (bæði af innlendum og
erlendum uppruna) jukust heildar-
skuldir á lánamarkaðinum um níutíu
milljarða króna á tólf mánaða tíma-
bili, frá septemberlokum 1990 til
jafnlengdar 1991. Af þessari fjárhæð
fór rúmlega þriðjungur til atvinnu-
veganna (sem samsvarar 11,5%
aukningu milli ára), ellefu milljarðar
til ríkisins (14% aukning) en Ijörutíu
og fimm milljarðar til heimila (27,7%
aukning), en síðast taldi flokkurinn
á að langmestu leyti rót að rekja til
húsbréfa og annarra lána hins opin-
bera íbúðarlánakerfis.
Þetta kemur fram í greinargerð
Seðlabanka Islands dagsettri 4. des-
ember sl. um þróun og horfur í pen-
ingamálum, greiðslujafnaðar- og
gengismálum, sem bankanum ber
Líf og saga gefur út
bók um trillukarla
BÓKAFORLAGIÐ Líf og saga hefur gefið út bókina Trillukarlar í
ritstjórn Hjartar Gíslasonar, blaðamanns.
Bókin er m.a. kynnt með eftirfar-
andi hætti á bókarkápu: „í þessari
bók segja 9 trillukarlar frá lífi sínu
og starfí og að auki eru tveir þætt-
ir um útgerð smábáta við ísland
fyrr og nú. Fróðleikur af þessu tagi
hefur ekki verið fáanlegur á einni
bók til þessa, en þó trillukarlar glími
stöðugt við Ægi konung og kvóta-
kerfið, slá þeir líka á létta strengi
og krydda frásögn sína með sögum
af skemmtilegum atvikum og litrík-
um mönnum. ”
Hjörtur Gíslason ritar viðtöl við
þá Bergstein Garðarsson og Ingva
Árnason á Akureyri, Jón Sveinsson,
Höfn og Sigurgeir Bjarnason í 01-
afsvík. Úlfar Ágústsson ræðir við
Per Sulebust á Bolungarvík, Jó-
hannes Siguijónsson skráir sögu
Jósteins Finnbogasonar á Húsavík,
Smári Geirsson ritar viðtal við
Hjörn Arnfinnsson í Neskaupstað,
Grímur Gíslason ræðir við Hilmar
„Nínon” Sigurbjörnsson í Vest-
mannaejum og Sigurður Jónsson
ritar þátt um Hauk Jónsson á Eyr-
arbakka. Þá ritar Örn Pálsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, um trilluútgerð í
dag og sögu LS og Arthur Borga-
son, formaður LS, segir frá útgerð
Hjörtur Gíslason.
bátanna fyrr á tímum.
Bókin er 213 blaðsíður, prentuð
og bundin hjá G. Ben.
að senda ráðherra tvisvar á ári. í
greinargerðinni segir að skerðing á
úthlutun fískveiðikvóta og frestun
álversframkvæmda leiði til 3,5%
samdráttar í landsframleiðslu á
næsta ári, en að viðbættri rýrnun
viðskiptakjara geti þjóðartekjur
lækkað um allt að 6%. Þar að auki
leiði 5% viðskiptahalli við útlönd
1991 til enn þyngri skuldabyrði við
önnur lönd á næsta ári.
í greinargerðinni segir að alvar-
legasta vandmálið hafi verið vaxandi
greiðsluhalli ríkissjóðs, sem „vænt-
anlega verði rösklega tvöfalt meiri
en að var stefnt í fjárlögum”. Jafn-
framt hafí hið nýja húsbréfakerfi
valdið stökkbreytingu í lánsfjáröflun
til íbúðabygginga fyrir milligöngu
ríkisins. Hafi þetta hvort tveggja leitt
til mun hærri heildarlántöku ríkisins
og annarra opinberra aðila á innlend-
um lánamarkaði. „Afleiðingarnar
hafa komið fram í mikilli umframeft-
irspum og hækkandi vöxtum á verð-
bréfamarkaði, þar sem húsbréfa-
markaðurinn hefur verið leiðandi
varðandi vaxtastig”. í skýrslunni
segir og að vaxtastigið ráðiðst ekki
lengur nema að litiu leyta af vaxta-
ákvörðunum innlánsstofnana, heldur
fyrst og fremst á verðbréfamarkaðin-
um, þar sem eftirspurn eftir lánsfé
frá ríkissjóði og húsbréfakerfinu hafí
um skeið skipt mestu máli
„Af öllu þessu verður aðeins dreg-
in sú óhjákvæmilega ályktun að
raunvaxtalækkun sé því aðeins líkleg
eða framkvæmanleg hér á landi á
næstunni, að verulega takizt að
draga úr opinberri eftirspurn eftir
lánsfé”, segir í greinargerðinni, sem
og að „eigi að takast að tryggja
varanlegan stöðugleika í þjóðarbú-
skapnum á grundvelli gengisfestu
og frjálsra fjármagnshreyfinga á
milli Islands og annarra landi verði
að tryggja peningalegt jafnvægi í
þjóðarbúskapnum með alhaldsað-
gerðum á sviði opinberra fjármála
og peningamála”.
Húsavík:
Heimild til
verkfalls-
boðunar
Húsavík.
ATVINNUÁSTAND í Þingeyjar-
sýslu er ekki gott eins og verða
vill á þessum tíma árs og um síð-
ustu mánaðamót voru skráðir at-
vinnulausir á svæði Verkalýðsfé-
lags Húsavíkur samtals 121 cn þar
af voru 67 úr Ilúsavík.
Á fundi Verkalýðsfélags Húsavík-
ur í gærkvöldi var samþykkt sam-
hljóða að veita stjórn og trúnaðar-
mannaráði félagsins heimild til verk-
fallsboðunar. Verkfallsheimildin nær
til hvort heldur er einstakra starfs-
stéttar, vinnustaða eða félagsins í
heild.
Ennfremur var eftirfarandi álykt-
un samþykkt: „Almennur fundur í
Verkalýðsfélagi Húsavíkur haldinn
5. desember 1991 skorar á Alþingi
Islendinga og ríkisstjóm að festa nú
þegar kaup á þyrlu til björgunar-
starfa á sjó og landi. Fundurinn
minni í þessu sambandi á þau erfíðu
skilyrði sem íslenskum sjómönnum
eru búin vegna hins válynda veðurf-
ars á íslandsmiðum. Kaup á björgun-
arþyrlu ættu því að vera forgangs-
verkefni íslenskra stjórnvalda sem
með því sýndu að þau meta og virða
störf og öryggi þeirra manna sem
færa þjóðarbúinu meginþorra gjald-
eyristekna sinna.” - Fréttaritari