Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 52
•> 52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
íslenzk frímerki
sem landkynning
_______Frímerki_____________
Jón Aðalsteinn Jónsson
Um það leyti, sem samnorræna
frímerkjasýningin NORDIA 91
hófst hér í Reykjavík í júní-
mánuði síðastliðnum, komu út
tvær bækur, sem varða íslenzka
frímerkjafræði (fílatelíu), þó mjög
hvor á sinn hátt. Önnur þeirra,
sem rituð er á dönsku, nefnist
ISLAND postalt set i perioden
1939-1945 og fjallar um póst-
sendingar, einkum þó ritskoðaðan
póst, til og frá íslandi í síðari
heimsstyijöld 1939-45. Hin bók-
in er allt annars eðlis og auðsæi-
lega fyrst og fremst hugsuð sém
kynning á landi og þjóð með að-
stoð íslenzkra frímerkja, enda rit-
uð á ensku. Þessi bók barst þætt-
inum, um leið og hún kom út.
Hafði ég mikla ánægju af að lesa
hana og því vil ég mjög gjarnan
vekja sérstaka athygli á henni
hér í Morgunblaðinu.
Titill bókarinnar, Exploring
Iceland Through It’s Stamps - A
Philatelic Odyssey, segir ná-
kvæmlega til um efni hennar. Er
hún eftir bandarískan mann, Don
Brandt, sem hefur átt heima hér
á landi í áratug. Áður en það
varð, hafði hann um fjögur sumur
ferðazt með bakpoka sinn um
landið þvert og endilangt og
kynnzt vel landi og þjóð. A bók-
arkápu segir, að höfundur hafi
verið ólæknandi frímerkjasafnari
í meira en hálfa öld og sé ötull
félagi í Félagi frímerkjasafnara
og hafi setið í stjórn þess. Um
þetta getum við, samfélagar
hans, vel borið. Ég hygg þeir séu
ekki margir laugardagar að vetri
til, sem hann vantar í herbergi
félagsins til þess bæði að skiptast
á frímerkjum og eins leiðbeina
þeim, sem þess óska, ekki sízt
unglingum.
Þessi bók er mjög skemmtileg
aflestrar og eins óvenjuleg um
margt, jafnvel svo óvenjuleg, að
hún mun ekki eiga nokkra beina
fyrirmynd í frímerkjaheiminum.
Hún er bundin í kápu úr stífum
brúnum pappa og skreytt lit-
myndum af fallegum, stimpluðum
frímerkjum. Eru litirnir einkar
trúverðugir og lýsa fallegu hand-
bragði góðra fagmanna.
Bókin skiptist í 19 kafla auk
formálsorða og er 206 bls. að
stærð. í fyrsta kafla ræðir höf.
um siglingar til og frá Islandi og
eins héðan til Grænlands og Vín-
lands. Er sú saga rakin með ís-
lenzkum frímerkjum, þar sem
myndefnið er að mestu skip. Hér
segir höf. í stuttu máli sögu skipa-
ferða frá upphafi og eins víkur
hann m. a. að verzlunarsögu ís-
lendinga. Er ljóst, að hann hefur
víða aflað sér heimilda um þetta
efni. - Þá er alllangur kafli um
íslenzkt landslag, eins og það
birtist á frímerkjum. Hér dregur
höf. á skemmtilegan og fróðlegan
hátt fram myndunarsögu íslands
og nýtir sér frímerki vel í því
sambandi. Þá er sérstakur kafli
um íslenzkar konur á frímerkjum
og eins konur, sem hannað hafa
íslenzk frímerki. - Langur kafli
er um fugla á íslenzkum merkjum
og víða rakin saga þeirra. Er ljóst,
að höf. hefur sjálfur mikinn
áhuga á fuglalífi landsins og um
leið á að fræða erlenda lesendur
bókarinnar um það efni. - Sér-
stakur kafli er um íslenzk skáld
og rithöfunda á frímerkjum. Þá
eru sérkaflar um handrit og rún-
ir. í einum kafla tekur höf. fyrir
ýmsar stimplagerðir á íslenzkum
frímerkjum og rekur sögu þeirra
í stuttu máli og birtir myndir í
því sambandi. Sjálfur er hann líka
mikill stimplasafnari. Kemur það
vel fram í því, að hann velur ein-
ungis myndir af stimpluðum frí-
merkjum í bók sína og með vel
læsilegum stimplum, sem hann
segir svo nánar frá. - Sérstakur
kafli fjallar um Jón Sigurðsson
forseta og sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga - Don Brandt helgar svo
einn kafla bókarinnar þjóðardýr-
gripum íslendinga, handritunum,
og eins þjóðminjum okkar. Les
hann þá sögu út úr handritafrí-
merkjum og eins minningar-
merkjum um Snorra Sturluson
og Þjóðminjasafnið. Er þessi kafli
sem og aðrir kaflar bókarinnar
hin bezta landkynning. - Höf.
skrifar langan kafla um svonefnd
fiskafrímerki, sem fyrst komu út
árið 1939 og voru endurprentuð
mörgum sinnum í Englandi á
stríðsárunum. Enda þótt þessi
kafli sé mjög fróðlegur um margt,
má segja, að hann sé nokkuð á
skjön við megintilgang bókarinn-
ar. - Höf. ritar einnig sérstaklega
um þann mann, sem nú um fjöl-
mörg ár hefur hannað frímerki
fyrir póststjórn okkar, Þröst
Magnússon, og fer sannarlega vel
á því.
Margt fleira má segja um þessa
ágætu bók en hér hefur komið
fram, en því miður leyfir rými
þáttarins það ekki. Smámissagnir
tel ég mig hafa fundið, en þær
rýra á engan hátt gildi bókarinn-
ar sem fræðslurit um Island og
Islendinga, séð með augum er-
lends frímerkjasafnara. Vil ég
eindregið hvetja alla þá, sem láta
sig íslenzk frímerki varða og ráða
við enska tungu, til þess að lesa
bókina. Þá má hafa af henni veru-
legt gagn við að kenna unglingum
frímerkjasöfnun. Loks má benda
á það,að bókin er ákjósanleg sem
gjafabók til þeirra til þeirra er-
lendra manna, sem lesa ensku og
hafa einhvern áhuga á frímerkj-
um.
Ég get ekki annað en óskað
höfundi bókarinnar, Don Brandt,
til hamingju með ágætt verk og
skemmtilegt í íslenzkri frímerkja-
sögu.
Unglingar hljóta verðlaun.
Dagana 8. til 10. nóv. si. var
haldin samnorræn frímerkjasýn-
ing unglinga, NORDJUNEX 91,
í Lahti í Finnlandi. Fjórir íslenzk-
ir unglingar áttu söfn í sam-
keppnisdeild. Björgvin Ingi Ólafs-
son sýnd safn sitt Fuglar Evrópu,
Jón Þór Sigurðsson safn sitt Saga
flugsins,_ Kári Sigurðsson safnið
Þekktir íslendingar og Pétur H.
Ólafsson safnið Ólympíuleikar.
Hlutu þeir allir bronsverðlaun. í
sambandi við sýninguna fór fram
spurningakeppni milli unglinga
frá öllum Norðurlöndum, og var
efnið Fuglar á frímerkjum Norð-
urlanda. Af okkar hálfu kepptu
Sveinn Brynjólfsson og Hörður
Valsson úr frímerkjaklúbbnum
Akka á Dalvík og í nágrenni og
Jón Einar Jónsson frá Félagi frí-
merkjasafnara. Kjartan Þórðar-
son úr Klúbbi Skandinavíusafn-
ara var liðsstjóri. En þessir ungl-
ingar höfðu lent í þremur efstu
sætum í sambærilegri keppni á
NORDIU 91 hér í Reykjavík á
liðnu sumri. Leikar fóru svo, að
íslenzku unglingarnir urðu í
fjórða til fimmta sæti ásamt
Svíum. Norðmenn urðu í fyrsta
sæti með 21 stig af 30 möguleg-
um, Danir og Finnar urðu í öðru
til þriðja sæti með 20 stig og svo
Islendingar og Svíar í fjórða til
fimmta sæti með 19 stig. Af þes-
um tölum sést, að keppnin hefur
verið mjög jöfn. Verður ekki ann-
að sagt en íslenzku unglingamir
hafi staðið sig vel.
Veggfóðrarinn býður veggfóður
og borða í fjölbreyttu úrvali.
Mynstur fyrir stofur,
svefnherbergi, barnaherbergi
og aðrar vistarverur sem þú
vilt gera hlýlegar og notalegar.
Við bjóðum einnig efni í stíl,
fyrir gluggatjöld, púða
og ábreiður.
Kynntu þér úrvalið, verðið er
lægra en flestir halda.
Hægt er að velja úr
Samtals kr. 3.750,-
VERSLUN MEÐ GOLF- OG VEGGEFN
Barnaherbergið verður
skemmtilegt með glaðlegu
og litríku veggfóðri.
Gluggatjaldaefni, rúmföt og
púðar í stfl. Ef tekið er dæmi þar
sem veggfóðraður er einn veggur,
u.þ.b. 10 fm, og mynsturborði
lagður hringinn um herbergið,
u.þ.b. 10 m, þá er kostnaðurinn:
2 rúllur veggf. (10,5 fm) kr. 1.990,-
1 rúlla borði (10 m) kr. 1.380,-
1 pk. lím kr. 380,-
Hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft með
fallegu veggfóðri.
mismunandi gerðum
veggfóðurs og borða
nýjar tegundir af
veggfóðri og borðum
Við h öfu m fengið
t J.rj'i-' í f-i;
\í frl
> 'iilív í í v J Is'H