Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 41
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 MORÖUNBllAÖIÐ LAUGARÐAGOR t.'ÖBSBMBER 1991 a : Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiösla:. Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stjórnsýsla og réttaröryggi Inútíma lýðræðisríki er fátt ntik- ilvægara en að öllum borgur- um þess sé tryggt fullt réttarör- yggi og á því má enginn vafí leika. ; I samskiptum borgarans og ríkis- valdsins og handhafa þess verður i að ríkja fullkomið jafnræði. Það hefur löngum þótt brenna við, að einstaklingurinn og hagsmunir í hans verði að víkja fyrir Jiagsmun- um ríkisvaldsins og vissulega get- : ur það átt rétt á sér, þegar um almannaheill er að ræða. En hug- myndir um yfirburðastöðu ríkisins í gagnvart almúganum eru löngu úreltar, enda eiga þær rætur í forréttindum konunga og einvalda fyrri tíma. Alræði ríkisins náði hámarki í löndum kommúnism- ans, þar sem réttlaus borgarinn var aðeins ómerkilegt hjól í ríkis- vélinni. 1. júlí næstkomandi taka gildi lög um aðskilnað framkvæmda- valds og dómsvalds. Þau eiga að tryggja, að sá aðili, sem rannsak- ar mál, kveði ekki líka upp dóm í því. Þessi breyting er fyrir löngu tímabær. Ennþá er samt pottur brotinn í þessum efnum, því með lögum og reglugerðum hefur stjórnvöldum verið fært vald, þar sem réttur borgarans og jafnræði við ríkisvaldið er fyrir borð borið. Um þetta vitnar dómur Hæsta- réttar í máli sjávarútvegsráðu- neytisins og Jökuls hf. á Hellis- sandi. Sjávarútvegsráðuneytið úr- skurðaði 1987 um upptöku á 120 tonnum af þorski hjá Jökli hf. vegna meints misræmis á fram- leiðslumagni og lönduðum afla hjá fyrirtækinu árið 1986. Mikið íjaðrafok varð út af máli þessu á sínum tima, enda átti í hlut alþing- ismaður, Skúli Alexandersson. Hann mótmælti málsmeðferðinni og úrskurði ráðuneytisins og höfð- aði að lokum mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, sem staðfesti úr- skurðinn. Málinu var þá skotið til Hæstaréttar og dómur var kveð- inn upp 5. nóvember sl., meira en fjórum árum eftir málatilbúnað sjávarútvegsráðuneytisins. Hæsti- réttur hratt úrskurðinum og dómi héraðsdóms. í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Sérstök þörf er á rökstuðningi stjórnsýsluákvarðana, þegar þær eru íþyngjandi og fela í sér refsi- kennd viðurlög. Eins og hér stend- j ur á, þar sem ráðuneytinu er falið bæði rannsóknarvald og úrskurð- arvald og um mikla hagsmuni er að ræða, er sérstök nauðsyn á vandaðri málsmeðferð, bæði um undirbúning og gagnaöflun, svo og úrskurðinn sjálfan. Samkvæmt framansögðu fullnægir úrskurður sjávarútvegsráðuneytisins 7. ág- úst 1987 ekki þeim kröfum, sem gera verður til rökstuddra- úr- skurða í slíkum málum. Ber því að fella hann úr gildi svo og hinn áfrýjaða dóm.” I Hæstaréttardómnum segir, að málsmeðferð ráðuneytisins hafi verið um margt áfátt, m.a. að þrátt fyrir lagaákvæði hafi það ekki gefið seljendum aflans kost á að gera grein fyrir máli sínu áður en úrskurður hafi verið kveð- inn upp. Sjávarútvegsráðuneytið bar málsaðila mjög alvariegum sök- um, rannsakaði málið og kvað ein- hliða upp úrskurð án þess að gæta réttar sakbominga. Slíkri valdbeitingu er að sjálfsögðu ekki hægt að una og hún hefur valdið málsaðilum þungum búsifjum. Skúli Alexandersson sagði eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar, að málið hafi haft mjög neikvæð áhrif á sig, fjölskyldu sína og starfsfólk, sem hafi orðið fyrir aðkasti, svo og starfsemi fyrir- tækisins. Hann kvað málatilbún- aðinn hafa að vissu leyti orðið til þess, að hann dró sig í hlé sem þingmaður. Þetta er vafalaust rétt, því það hlýtur að vera þung- bært að liggja undir alvarlegri ákæru og hljóta ekki sýknu fyrr en á fimmta ári. Deilur Skúla og þáverandi sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, vegna málsins hafa vafalaust verið slít- andi. En það má jafnframt velta því fyrir sér, hvort þingmaðurinn hafí ekki notið þekkingar sinnar á stjórnkerfinu í baráttunni við það og hvort almennur borgari hefði ekki einfaldlega gefist upp fyrir úrskurði ráðuneytisins og því ekki leitað réttar síns fyrir dóm- stólum. Þá kröfu verður að gera, að löggjafinn ráði hér bót á hið fyrsta. Vonir standa til að svo verði gert, því Þorsteinn Pálsson, núverandi sjávarútvegsráðherra, sem jafnframt er dómsmálaráð- herra, sagði eftir dóm Hæstarétt- ar, að þörf væri á að breyta stjórn- sýslunni í sjávarútveginum, auka réttaröryggið þannig að unnt væri að skjóta úrskurði lægra stjórnsýslustigs til æðra stigs. Ráðherrann kvaðst vinna að þessu máli, því nauðsynlegt væri að koma skipulagsbreytingum á sem fyrst. í byijun þessarar viku ritaði Gunnar Jóhann Birgisson lögmað- ur grein hér í blaðið, þar sem hann segir, að dómur Hæstaréttar sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu og segir, að vinnu- brögð ráðuneytisins séu ekkert einsdæmi innan stjórnsýslunnar. Lögmaðurinn skorar á stjórnmála- menn að lögfesta skýrar og ljósar stjórnsýslureglur. Tilgangur þeirra eigi að vera að gera réttar- stöðu borgaranna tryggari gagn- vart stjórnvöldum, bæta málsmeð- ferð og skilvirkni. Af dómi Hæstaréttar í málinu gegn Jökli hf. má ráða, að full þörf er á endurbótum til að tryggja rétt borgarans gagnvart ríkisvaldinu og koma í veg fyrir misbeitingu þess, annaðhvorí, fyrir handvömm eða ásetning. Ákæra er ekki dómur og enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð. Frumvarp um efnahagsaðgerðir Útgjöld ríkisins eiga að lækka um 1,9 milljarða Frekari lagabreytingar eiga að spara 2 milljarða í viðbót ÚTGJÖLD ríkissjóðs verða 1,9 milljörðum minni en fjárlagafrum- varp næsta árs gerir ráð fyrir, verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir að lögum á Alþingi. Þá er talið að frekari lagabreytingar, sem ráðgerðar eru, geri ríkinu kleift að spara tæpa 2 milljarða króna til viðbótar á næsta ári til að ná því markmiði fjárlagafrumvarpsins að halli á rekstri ríkissjóðs verði innan við 4 milljarða króna á næsta ári. Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um efnahags- aðgerðir á Alþingi í gær og eru helstu atriði frumvarpsins eftirfar- andi: ► Frestað verður tilteknum út- gjaldaþáttum sem nýja grunnskóla- frumvarpið gerir ráð fyrir. Þar á meðal er frestað að lengja kennslu- tímann, fækka nemendum í bekkj- um, að ráða námsráðgjafa og ein- setja skóla. ► Jarðræktarlögum er breytt til að taka af allan vafa um að þau fjárframlög, sem ákveðin eru á fjár- lögum hveiju sinni, takmarki greiðsluskyldu ríkissjóðs til bænda vegna framsræslu og túnræktar. TIL athugunar er, að afhenda Landsbanka íslands kröfur at- vinnutrygingardeildar Byggða- stofnunar að verulegum hluta til eignar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær, að slík rástöf- un muni breyta eiginijárstöðu Landsbankans strax, og jafnframt greiðslustöðu hans þegar fram í sæki. ► Innheimt verður 80,7 milljónir króna veiðieftirlitsgjald, sem veiði- leyfishafar greiða, í stað 40,4 millj- óna sem núgildandi lög gera ráð fyrir, og mun gjaldið þá standa undir öllum kostnaði af rekstri Veiðieftirlits sj ávarútvegsráðuneyt- isins. ► Verulega verður dregið úr aug- lýsingakostnaði vegna alþingis- kosninga. ► Stofnaður verður sérstakur ábyrgðarsjóður vegna gjaldþrota til að standa undir ábyrgð af vinnu- launakröfum sem launþegi á hjá vinnuveitenda við gjaldþrot. Allir vinnuveitendur eiga að greiða í sjóð- inn, þar á meðal ríki og sveitarfé- Forsætisráðherra sagði þetta þegar hann ræddi um þær aðgerð- ir, sem stjórnvöld yrðu að grípa til vegna fyrirsjáanlegs aflasamdrátt- ar og erfiðleika í sjávarútvegi. Hann sagði, að annars vegar yrðu aðgerðirnar að miðast við að jafna afkomumöguleika í veiðum og vinnslu, m.a. með eflingu fiskmark- aða og aðgerðum til að bæta sam- keppnisstöðu fiskvinnslu í landi miðað við útflutning á óunnum fiski lög. Verði gjaldstofninn fullnýttur á næsta ári mun ríkið greiða 73 milljónir í sjóðinn, sveitarfélög 23 milljónir og aðrir atvinnurekendur 278 milljónir. Jafnframt er gert ráð fyrir að réttindi launþega við gjaldþrot verði þrengd, meðal annars með því að fella niður ábyrgð á kröfum lífeyris- sjóða, miða við almenna vexti í stað dráttarvaxta, þak verði sett á greiðslur til lögmanna og heildar- greiðslur til hvers launþega. ► Heimilt verður að veija allt að þriðjungi af ráðstöfunarfé Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra til meiri hátt- ar viðhalds á byggingum stofnana og heimila fatlaðra. ► Gert er ráð fyrir nokkrum breyt- ingum á lögum um Húsnæðismála- stjórn. Sveitarfélög þurfa að leggja fram óafturkræft framlag, sem nemi 3,5% af kostnaðarverði hverr- ar félagslegrar íbúðar. Þá er lagt til að almennum lánveitingum úr Byggingarsjóði ríkisins til einstakl- og fiskvinnslu á hafi úti. Og hins vegar yrðu allar aðgerðir stjórn- valda til skafnms tíma, svo sem hugsanlegar lánalengingar og frestun á afborgunum lána, að taka mið af því að þær torveldi ekki óhjákvæmilega hagræðingu í sjáv- arútvegi þar sem atvinnugreinin lagi sig að afkastagetu fiskimið- anna með því að fækka fiskiskipum og vinnslustöðvum. inga verði hætt um næstu áramót, nema til þeirra sem þegar hafa fengið lánsloforð. Þeir sem hafa fengið svör almenns eðlis um láns- rétt fá ekki lán. ► Nokkrar breytingar verða á lög- um um almannatryggingjar. Hætt verður að greiða fyrir tannréttingar nema í sérstökum undartekningar- tilfellum. Þá er gert ráð fyrir að sjúkratryggingar greiði framvegis 90% af kostnaði við tannlækningar barna og unglinga 15 ára og yngri. Nú er allur kostnaður greiddur vegna barna 6-15 ára en 75% af kostnaði vegna barna 5 ára og yngi'i. Þá felur frumvarpið í sér að á svæðum þar sem skólatannlækn- ingar eru skipulagðar, einkum í Reykjavík, taki sjúkratiyggingar ekki þátt í almennum tannlækning- um barna á aldrinum 6-15 ára utan skólatannlækninganna. Gert er ráð fyrir að daggjalda- nefnd verði lögð niður og daggjalda- ákvöi'ðun fyrir sjúkrahús verði færð í hendur ráðherra. Þá er gert ráð fyrir að sjúkratryggingardeild Tryggingarstofnunar fái almenna heimild til að leita útboða um þá þjónustu ssem henni ber að veita, samkvæmt almannatryggingalög- unum. Sem dæmi um þjónustu eru nefnd utanspítalarannsóknir og tannlækningar, og einnig komi til greina að bjóða út rekstrarvörur og lyf. ► Lögum um fasteignamat verður breytt til að treysta í sessi heimild til gjaldtöku fyrii' þjónustu. Á Fast- eignamat ríkisins að fjármagna 80% af rekstri sínum með slíkum gjöld- um í stað 55% nú. ► Dregið verður úr kostnaði rík- isins vegna refa og minnkaveiða og afmarkað hver sá kostnaður verður og hlutur ríkisins verði greiddur sveitarfélögunum sama ár og veiðarnar eiga sér stað. Atvinnutryggingardeild: Rætt um að gefa Landsbanka kröfur Davíð Oddsson forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi um efnahagsaðgerðir á Alþingi í gær. Morgunblaðid/Ámi Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra: Raunvextir gætu lækk- að í upphafi næsta árs Skilyrði er stöðugt verðlag og lægri verðbólga en í nágrannalöndunum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að raunvextir ríkisskuldabréfa geti lækkað i upphafi næsta árs þar sem Ijóst sé að ríkissjórninni muni takast að draga verulega úr lánsfjárþörf hins opinbera og lækka ríkisútgjöld. Hins vegar nái vaxtalækkunin því aðeins fram að ganga að h'óst sé að verðlag verði stöðugt og verðbólga lægri en í nálægum löndum. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær, þegar hann mælfi fyrir frum- varpi um efnahagsaðgerðir, að leggja yrði höfuðáherslu á að draga enn úr verðbólgu þannig að hún verði til frambúðar minni en í helstu viðskiptalöndunum, en lág verðbólga væri veigamesta forsendan til að skapa smám saman forsendur fyrir vexti í sem flestum atvinnugreinum. Þá yrði að draga úr viðskiptahalla sem áætlaður er að verði rúmir 18 milljarðar, eða um 4,9% af lands- framleiðslu, á næsta ári með því að minnka þjóðarútgjöld, einkum neysluútgjöldum í skeijum, en hag- vöxtur á þessu ári stafar einöngu af mikilli aukningu einkaneyslu. Davíð sagði að öflugasta tækið til að viðhalda sem minnstri verðbólgu væri stöðugt gengi og stöðugleiki í gengismálum yrði áfram einn af hornsteinum í efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Með stöðugleika í gengismálum væri jafnframt skap- aðar forsendur fyrir því að launþeg- ar og atvinnurekendur geti gert kja- rasamninga sem treysti stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Síðar í ræðu sinni sagði Davíð, að á næsta ári ætti hrein lánsfjár- þörf ríkissjóðs að geta minnkað úr 13,5 milljörðum í ár niður í 4 millj- arða, sem væri mikilvæg forsenda þess að raunvextir geti lækkað. Hann sagði að ríkissjórnin myndi fylgja því fast eftir, að nafnvextir víxla og óverðtryggrða skuldabréfa lækki mjög ört á næstunni, í sam- ræmi við lækkandi verðbólgu, enda sé það ein forsenda þess að kjara- samningar geti tekist. Síðan sagði forsætisráðherr; „Raunvextir hér á landi eru um þes: ar mundir hærri en algengt er í n; grannaríkjum, Þar sem nú virði: ljóst, að fjármálai'áðherra og ríl- isstjórnin munu ná markmiðum sír um um lækkun ríkisútgjalda og a draga verulega úr lánsfjárþörf hin opinbera, munu skapast skilyrði þes að í upphafi næsta íjárlagaárs ven hægt að lækka raunvexti á þeii pappírum sem ríkissjóður hefur up á að bjóða hverju sinni. Sú aðger nær þó aðeins fram ef jafnvægi ríli ir, og ljóst sé að verðlag sé stöðug og verðbólga lægri en í nálægui löndum.” Reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu: Erfiðar en nauðsynlegar aðgerð- ir til varnar velferðarkerfinu -segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra AÆTLAÐ er að a.m.k. 550-600 milljónir króna muni sparast í heil- brigðiskerfinu á ári með setningu reglugerðar um hlutdeild sjúkra- tryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu sem sett var í gær. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar næstkomandi og samkvæmt Iaus- legri spá Hagstofu Islands mun hún leiða til 0,2-0,3% hækkunar fram- færsluvísitölu. Með reglugerðinni er sjúkratryggðum einstaklingum gert að greiða beint hluta kostnaðar vegna komu á heilsugæslustöð, til heimilislæknis, á göngudeild, slysadeild eða bráðamóttöku, vitjana lækna, sérfræðilæknishjálpar, rannsókna og röntgengreininga. Þó skal hver sjúkratryggður einstaklingur ekki greiða meira en 12.000 krónur samanlagt á ári vegna þessarar þjónustu og elli- og örorkulíf- eyrisþegar ekki meira en 3.000. „Hin aukna kostnaðarhlutdeild almennings í heilbrigðiskerfinu mun hvetja til aukins aðhalds varð- andi þjónustu þess. Með slíku að- haldi eru þjóðinni hugsanlega spör- uð óþörf útgjöld en einnig gerir það mögulegt að draga úr kostnaði rík- issjóðs í hinni erfiðu stöðu sem ríkj- andi er í fjármálum þjóðarinnar. Það hriktir í stoðum velferðarkerfis- ins vegna síaukins kostnaðar við það og með þessum erfiðu en bráð- nauðsynlegu aðgerðum er verið að koma í veg fyrir hrun þess,” sagði Sighvatur Björgvinsson er hann kynnti umrædda reglugerð í gær. Heilbrigðisráðherra sagði enn- fremur að ekki yrði krafist gjalda af neinni þjónustu sem gjald hefði ekki verið tekið af áður. Að hluta væri því um að ræða afturhvarf tii reglna um gjaldtöku í heilbrigðis- kerfinu sem giltu fyrir tveimur árum. Einnig væri kappkostað að ívilna barnaijölskyldum og elli- og örorkulífeyrisþegum sérstaklega með reglugerðinni, og væri að sumu leyti um gjaldskrárlækkun að ræða til þessara aðila. 1 reglugerðinni er kveðið á um að fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis skuli greiða 600 krónur ef heimsóknin er á dag- vinnutíma en 1.000 kr. utan hans. Andvirði fjárhæðarinnar rennur til rekstur heilsugæslustöðvarinnar eða stofureksturs læknisins. Slíkar greiðslur tíðkuðust áður en voru afnumdar í ársbyijun 1990. Greiðsla fyrir læknisvitjun hækkar úr 400 kr. í 1.000 á dagvinnutíma en úr 1.000 í 1.500 kr. utan hans. I reglugerðinni ríkir sú meginregla að elli- o g örorkulífeyrisþegar greiði þriðjung venjulegs gjalds vegna heilbrigðisþjónustu. Þannig munu elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 200 krónur fyrir komu á heilsu- gæslustöð eða til heimilislæknis. Komur vegna mæðra- og ungbarna- verndar auk heilsugæslu í skólum verða hins vegar undanþegnar gjaldskyldu. Fyrir komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild eða bráða- móttöku sjúkrahúss skal greiða 1.500 krónur. Elli- og örorkulífeyr- isþegar þurfa að greiða 500 kr. Fyrir hverja komu á rannsóknastofu eða vegna röntgengreiningar þarf að greiða 600 krónur en elli- og örorkulífeyrisþegar 200 kr. Samkvæmt reglugerðinni skal hver einstaklingur aldrei greiða meira en tólf þúsund krónur sam- tals á einu ári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilis- læknis, vitjana lækna, sérfræði- læknishjálpar, komu á göngudeild, slysadeild, bráðamóttöku, rann- sókna og röntgengreininga. Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu hins veg- ar aldrei greiða meira en 3.000 krónur vegna þessara þátta. Gert er ráð fyrir því að einstaklingar safni saman kvittunum fyrir útlögð- um kostnaði, framvísi þeim hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar umræddri upphæð hefur verið náð, og fái þá sérstakt skírteini sem undanþiggi þá frekari greiðslum vegna afnota af heilbrigðisþjónustu út almanaksárið. Áætlað er að um tvö til þrjú þúsund manns nái kostn- Sighvatur Björgvinsson aðarhámai'kinu árlega. Kostnaður við meðferð á glasa- fijóvgunardeild Landspítalans er 200.000 krónur. I reglugerðinni er kveðið á um að hlutdeild hjóna í kostnaði skuli vera 105.000 krónur fyrir fyrstu meðferð, 60.000 krónur fyrir aðra og þriðju meðferð en fyr- ir meðferðir umfram það þarf að greiða fullt gjald. Samkvæmt frumvarpinu er há- mai'ksfjárhæð sem sjúklingur greið- ir fyrir sjúkraflutninga hækkuð úr 2.100 krónum í 2.400. Ríkið: Dregið úr launa- og ferða- kostnaði á næsta ári DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra boðaði í gær á Alþingi, að á næsta ári verði ríkisstarfs- mönnum fækkað um 600, yfir- vinna skorin niður, verulega dregið úr ferðakostnaði ríkisins á næsta ári og dagpeningar- greiðslur lækkaðar og reglum um ráðherrabíla breytt þannig að tryggt verði að ráðherrar greiði skatta af einkaafnotum þeirra. Forsætisráðherra tilkynnti þetta þegar hann mælti fyrir frumvarpi um efnahagsaðgerðir. Hann sagði, að risna og kostnaður vegna utan- landsferða yrði skorin niður. Hert yrði stórlega eftirlit með ferða- kostnaði ríkisins, meðal annars með því að skikka ríkisstofnanir til að skila mánaðarlega skýrslum til við- komandi ráðuneytis með uppiýsing- um um íjölda ferða og kostnað. Fjármálaráðuneytið muni síðan draga reglulega saman yfirlit yfir þennan lið og kynna í ríkisstjórn. Þá hafi verið tekin ákvörðun um að bjóða út kaup ríkisins á farseðl- um hjá ferðaskrifstofum og daggjal- dagreiðslur í utanferðum ráðherra, alþingismanna og embættismanna verði lækkaðar. Þá verður reglum um ráðherrabif- reiðar breytt til að tryggja að ráð- herrar greiði skatta af einkaafnol um slíkra bifreiða. Loks verður að keypt sérfræðiþjónusta skorin niðu sem og sérstakt ráðstöfunarfé rikis stjórnarinnar. Búnaðarbankinn seldur á næsta ári Búnaðarbanka Islands verður breytt í lilutafélag þegar í upphafi næsta árs, og hafin sala á hlut ríkisins í honum, að sögn Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. Hann sagði á Alþingi í gær, að fleiri ríkisfyrirtæki yrðu seld á næstunni. Forsætisráðherra sagði að verið væri að undirbúa sölu á Ferðaskrif- stofu Islands, Bifreiðaskoðun Is- lands, Enduivinnslunni hf., Guten- berg hf. og Sementsverksmiðjunni, auk Búnaðarbanka íslands. Sérstök ráðherranefnd forsætis- ráðherra, viðskiptaráðherra og fjár- málaráðhera rnun hafa yfirumsjón með einkavæðingu ríkisfyrirtækja og skýra frá tillögum um heildar- áætlun einkavæðingar í upphal næsta ars. Framkvæmdanefm einkavæðingar verður skipuð fulltrú um forsætisráðuneytis, iðnaðar- 05 viðskiptaráðuneytis, fjármálaráðun eytis og viðkomandi fagráðuneyti: og 2-3 starfsmenn fjármálaráðun eytisins munu annast ýmsa undir búningsvinnu við framkvæmd einka væðingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.