Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 HJUKRUNARDEILD Á HORNAFJÖRÐ eftir Guðmund Olgeirsson Islendingar stæra sig gjaman af þeim árangri sem þeir hafa náð í heilbrigðismálum. Gjarnan er minnst á í því sambandi að ung- barnadauði er hér á landi einn sá lægsti í heimi og að íslendingar lifi manna lengst. Allt er þetta satt og rétt og því ber að fagna. Víða hér á landi er þó pottur brotinn í málum þeim er snúa að högum aldraðra. Ég geri hér að umræðuefni að- búnað gamals fólks á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði. Þetta heimili hefur verið rekið í umbreyttu íbúðarhúsnæði til margra ára. Er hér um að ræða tvö íbúðarhús úr timbri sem tengd eru saman en auk þeirra eru tvö önnur samskonar hús sem standa stök. Sem íbúðarhús eru þetta rúmgóð heimili fyrir fjórar 5 manna fjöi- skyldur. Hinsvegar eru vistmenn í þessu húsnæði 45 og er meðalaldur þeirra 87 ár. Hjúrkunarsjúklingar eru 31 talsins. Að auki er starfrækt fæðingaheimili á stofnuninni. Á Skjólgarði eru stöðugildi fyrir 30 manns. Stöðugildi hjúkrunar- fræðinga eru 5,75 þar af eitt fyrir hjúkrunarforstjóra. Nú eru þar starfandi þrír hjúkrunarfræðingar í fullu starfi. Heilsugæsluiæknar sinna læknisstörfum við stofnunina. í dag er biðlisti eftir vist á þessu elli- og hjúkrunarheimili sem telur um tíu manns. í Austur Skaftafellssýslu þjuggu 1. desember í fyrra 2368 manns fyrir utan farandverkafólk og aðra sem lögheimili höfðu annars staðar. íbúar 67 ára og eldri voru þá 216 að meðtöldum vistmönnum Skjól- garðs. Eru þetta rúmlega 9% af íbú- afjöldanum. Á korSandi árum verðum við að búast við vaxandi fjölda gamalla lasburða einstaklinga. Allir vita að með tímanum verða aldraðir sífellt háðari aðstoð frá ættingjum eða annars staðar frá. Á Skjólgarði er aðbúnaðurinn ekki samboðinn öldruðu fólki eins og hann er í dag, vegna mikilla þrengsla. Samkvæmt bréfi frá heilbrigðis- fulltrúa Austur-Skaftafellsýslu sem dagsett er 4. nóvember sl. uppfylla aðeins 5 af 18 herbergjum hjúkr- unarálmu Skjólgarðs lámarkskröfur um stærð. Flest einsmannsherbergj- anna, sem eru 5 að tölu, eru 6,7 fermetrar að stærð en eiga að vera að minnsta kosti 7 fermetrar. Sama máli gegnir um tveggja manna her- „Er enn og aftur skorað á þá sem hagsmuna okkar gæta að sjá til þess að fé verði veitt af fjárlögum, sem nú eru til umfjöllunar, til byggingar hjúkrunar- álmu við heilsugæslu- stöðina á Höfn.” bergin. Þau eru 13 og eru flest þeirra aðeins 8,7 fermetrar. Sam- kvæmt gildandi heilbrigðisreglugerð ættu þau að vera 12 fermetrar. Eins og ástandið er í dag búa þrjár kon- ur í einu slíku „tveggja manna her- bergi”. Tvær þeirra eru bundnar við hjólastóla og þurfa þær báðar sjúkrarúm. Nýleg úttekt Eldvarnareftirlits Austur-Skaftafellssýslu á hjúkr- unarheimili Skjólgarðs leiðir í ljós að húsið er slysagildra. Með tilliti til björgunaraðgerða, ef eldur yrði Iaus, er húsið erfitt umferðar, gang- ar eru mjóir og ekki hægt að koma hjólarúmum út úr herbergjum um ganga hússins að neyðarútgöngum. Notast þyrfti við glugga-sem björg- unarop og krefðist það mikils mann- afla að forða órólfærum einstakling- um úr húsinu. Af þessu sést því greinilega að aðstaða vistmanna og starfsfólks er bágborin og í raun varasöm. Um nýja hjúkrunarálmu Það eru mörg ár liðin síðan farið var að ræða um byggingu hjúkr- unardeildar á Höfn. Hafnarbúar hafa bent á þetta mikilvæga hags- munamál á mörgum vígstöðvum. Gert var ráð fyrir hjúkrunardeild í tengslum við heilsugæslustöðina á upprunalegum teikningunum þeirr- ar byggingar. Hafa þessi mál verið endurskoðuð í tímans rás og liggja nú fyrir nýjar teikningar af hjúkr- unarálmu sem gert er ráð fyrir að byggja í tveimur áföngum. Hönnun- arkostnaður hefur verið greiddur og gætu framkvæmdir hafíst með mjög stuttum fyrirvara ef fé væri veitt til framkvæmda. Höfn er afskekkt byggðarlag þar sem hundrað kílómetrar eru í næsta kauptún. Tæpir fimmhundruð kíló- metrar eru til sjúkrahúsanna í Reykjavík og um þijú hundruð kíló- metrar í Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað. Þetta er löng leið þeg- ar verið er að tala um sjúkraflutn- inga hvort sem er í lofti eða á landi. Sjúkraflugþjónustan er innt af hendi frá Egilsstöðum og Reykjavík aðal- lega þó frá Egilsstöðum. Engin sjúkraflugvél er staðsett á Höfn. Þess ber að geta að grípa hefur þurft til þess ráðs að leggja inn á Skjólgarð bráðveikt fólk þegar ekki hefur viðrað til sjúkraflutninga. Fyrrnefnd hjúkrunardeild hefði 30 rúm, þar af nýttust 2-3 til bráða- þjónustu til að mynda hvíldarinn- lagna og yfirvakninga eftir minni- háttar slys sem annars þyrfti að sinna á sjúkrahúsi. Að auki væri hægt að veita meðferð til dæmis á lokastigi alvarlegra sjúkdóma eins og krabbameins þar sem aðal- áhersla er lögð á almenna hjúkrun og verkjalyfjagjafir. Samkvæmt áð- ur umræddum teikningum er einnig gert ráð fyrir aðstöðu til yfirsetu og fæðingahjálpar í hjúkrunarálm- unni. Nú spyija sumir hvort hér sé ekki verið að ræða undir rós um lítið sjúkr'ahús. Mikill munur er á því hvaða starfsemi fer fram á sjúkrahúsi eða hjúkrunarheimili sem er í stakk búið til að sinna minni- háttar meðferð og eftirliti sem ann- ars þyrfti að framkvæma langt frá heimili hins sjúka. Menn kunna einnig að spyija um réttmæti þessarar kröfu á tímum samdráttar í sjávarafla, og minnk- andi þjóðarframleiðslu. Nú, þegar áform hafa verið uppi um að leggja niður sjúkrastofnanir á suðvestur- landi sem veitt hafa góða og dygga þjónustu. Þá spyija eflaust sumir hvort ekki sé hægt að veita í staðinn aukna heimahjúkrun og heimilisað- stoð þeim öldruðu. Eflaust. En öflug heimahjúkrun kostar líka fé og mannafla. Eins og launakjörum hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks í þeirri þjónustu er hátt- að í dag er ekki von um að úr ræt- ist að fá fleiri til þeirra starfa. Á hjúkrunarheimiii er þó von um betri starfsaðstöðu til flestra verka þegar sinna þarf gömlu fólki. í byrjun nóvembermánaðar fór sendinefnd frá Höfn til íundar við núverandi heilbrigðisráðherra þar sem málið var kynnt. Alþingismenn Austulands hafa einnig fengið bréf varðandi þetta brýna hagsmunamál okkar. Það má ekki viðgangast öllu lengur að ganga sífellt á rétt aldr- aðs fólks. Mönnum hættir alltof oft til að gleyma loforðum þegar kosn- ingar eru afstaðnar. Hafnarbúar munu flestir eftir orðum þeirra þing- manna, sem nú sitja í umboði Áust- firðinga, varðandi hjúkrunarálm- una. Hér er mjög brýnna úrbóta þörf. Er enn og aftur skorað á þá sem hagsmuna okkar gæta að sjá til þess að fé verði veitt af fjárlög- um, sem nú eru til umfjöllunar, til byggingar hjúkrunarálmu við heilsugæslustöðina á Höfn. Að mínu mati eru engar byggingarfram- kvæmdir eins brýnar í þessum mála- flokki hér í þessum fjórðungi. Höfundur er heilsugæslulæknir á Hornafirði. ------» » »------ ■ Á SÍÐASTLIÐNU ári sendi Osta- og smjörsalan sf. á markað ostinn bónda-brie í 100 g umbúð- um. Viðbrögð neytenda voru slík að í kjölfarið var ákveðið að hefja strax undirbúning að framleiðslu dala-yiju í sömu stærð og er hún nú komin á markaðinn, segir í frétt frá fyrirtækinu. Að grunni til er nýja yrjan sami ostur og dala-yija í 150 g umbúðum, mismunurinn felst í ólíkri lögum og stærð ost- ann'a sem leiðir af sér annan þroskaferil. Nýja dala-yijan er eins og áður sagði í 100 g pakkningu, og með 33% fitu. Umbúðirnar eru svartar í grunninn með fölgulu og lillabláu og eru því auðþekkjanleg- ar. Verð í verslunum verður um 160 kr. á hvern ost. Framleiðandi dala- yiju er Mjólkursamlagið í Búðai'- dal, en Osta- og smjörsalan sf., Bitruhálsi 2, Reykjavík, sér um dreifingu. ■ NEMENDATÓNLEIKAR verða í sal Tónlistarskóla Selt- jarnarness í dag kl. 17.00. Þeir eru helgaðir W.A. Mozart í tilefni 200. ártíðar tónskáldsins í ár. Nemendur skólans flytja m.a. ýmis æskuverk Mozarts fyrir píanó, einnig er sam- leikur og einsöngur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ KVENFÉLAG Seljasóknar verður með basar í kirkjumiðstöð Seljakirkju sunnudaginn 8. des- ember eftir messu sem hefst kl. 14.00. Seldar verða kökur og fleira. Um kvöldið verður kaffisala að lok- inni aðventudagskrá, er hefst kl. 20.30. Varnaðarorð Landssambands slökkviliðsmanna; Kertaljós og rafmagn orsaka oft eldsvoða í jólamánuðinum Brýnt að vara fólk við hættunum, segir formaður LSS Guðmundur Vignir Ósk- arsson, formaður Landssam- bands slökkvi- liðsmanna, með sýnishorn af jólaskreyt- ingum. Sú til vinstri er sýnu íburðarmeiri, en um leið hættulegri, því logarnir j| geta auðveld- lega læst sig í , ' Jm hana. Morgunblaðið/Júlfus „VIÐ höfum árlega bent fólki á þær hættur, sem steðja að í desember, þegar fólk notar kerti og rafmagnstæki óvenju mikið, svo ekki sé minnst á flug- eldana. Það verður aldrei of brýnt fyrir fólki, hversu nauð- synlegt er að fara varlega og gæta að brunavörnum. Til að fólk átti sig betur á alvöru málsins má minna á að mörg dauðsföll hafa orðið vegna þess að eldur kviknaði út frá jóla- skreytingum og fjölmargir hafa slasast alvarlega vegna ógætilegrar meðferðar flug- elda,” sagði Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður Lands- sambands slökkviliðsmanna, í samtali við Morgunblaðið. í næstu viku byijar Landssam- band slökkviliðsmanna að birta varnaðarorð sín í dagblöðum, sjónvarpi og landsmálablöðum. Guðmundur Vignir sagði, að á hveiju ári þyrfti að vekja almenn- ing til umhugsunar um sömu atr- iði. „Fólk þarf að gæta sín mjög á jólaskreytingum með logandi kertum,” sagði hann. „Kertin brenna oft niður og þá getur vax- ið leitt el^inn frá skreytingunni í eldfim efni. Þá freistast böm oft til að færa skreytingarnar, til dæmis út í glugga, þar sem loginn getur læst sig í gluggatjöldin. Fólk verður að gæta þess að skreytingar séu ekki þannig, að loginn nái í greni eða annað . skraut og jafnframt þarf að setja álvörn undir kertið. Þá er aldrei of brýnt fyrir fólki að slökkva á kertum, þegar herbergi eru yfir- gefin.” Guðmundur Vignir sagði að fólk þyrfti að velta fyrir sér þeim hættum, sem fylgja margvíslegri og aukinni notkun rafmagnstækja í jólamánuðinum. „Yfirálag, til dæmis á fjöltengjum, getur orsak- að eldsvoða. Þá Verður fólk að fara yfir tækin reglulega og kanna hvort snúrur hafa trosnað eða tengingin sé orðin léleg. Þeg- ar fólk kaupir ljósaseríu ætti það alltaf að gæta þess að um viður- kennda vöru sé að ræða. Algengt er að allt of sterkar perur séu settar í lampa, sem þola það ekki og þá er hætta á yfirhitun. Lág- spenntir lampar, halogenlampar, sem nú eru mjög að ryðja sér til rúms, gefa frá sér mjög mikinn hita. Loks þarf fólk að gæta þess að yfirfara gamlar perur og skipta um sprungnar, því þær geta verið hættulegar.” Guðmundur sagði að fólk yrði að venja sig á að taka raftæki úr sambandi að næturlagj, til dæmis jólaseríurnar og önnur skrautljós. Þá sagði hann nokkuð algengt að eldur blossaði upp í sjónvarpstækjum og þau þyrfti því líka að taka úr sambandi. Þegar staðið er við eldavélina og matreiddar stórsteikur alla daga er hætta á að eitthvað fari úrskeiðis. Guðmundur sagði að stundum væri farið frá eldavélinni í lengri eða skemmri tíma, eða fólk sofnaði út frá eldamennsk- unni, hvort sem þreytu eða áfeng- isneyslu væri um að kenna. Pottar með heitri feiti væru alltaf mjög varhugaverðir. „Fólk verður að varast að setja of mikla feiti í pottinn, þar sem hún þenst veru- lega út við hita. Ilæfilegt magn er um þriðjungur af rúmmáli potts, en varast ber að nota gamla feiti, þar sem hún brennur mun auðveldar. Svo má auðvitað alls ekki reyna að slökkva í logandi feiti með vatni, sem gerir illt verra. Slíkan eld verður að kæfa og þar koma eldvarnarteppin að góðum notum.” Hættur á gamlárskvöld „Röng notkun og ógætileg • meðferð flugelda og annarra púð- urfylltra eldfæra er því miður al- geng,” sagði Guðmundur. „Nú til dags eru yfirleitt mjög ítarlegar leiðbeiningar á slíkri vöru og fólk verður að gefa sér tíma til að lesa þær, ef ekki á að fara illa. Börn ættu aldrei að vera ein að fikta með slíka hluti heldur ættu full- orðnir að vera þeim til aðstoðar. Þá verður hins vegar að hafa í huga, að áfengi og eldnotkun á ekki saman. Loks ættu allir að hafa hanska þegar haldið er á blysum, því þeir hlífa höndunum ef eitthvað kemur fyrir.” Landssamband slökkviliðs- manna efnir til getraunar fyrir yngsta fólkið í fjölskyldunum, samhliða birtingu varnaðarorð- anna. „Verðlaunin eru slökkvi- tæki, eldvarnartæki og reykskynj- arar, sem við ætlumst að sjálf- sögðu til að verði settir upp, en ekki látnir rykfajla inni í skáp. Börnin geta því hjálpað til við eld- varnir á heimilinu, með þessum búnaði. Við ljármögnum þetta átak okkar með styrkjum frá ýmsum fyrirtækjum, en erum ekki að gera þetta á kostnað hins opin- bera.” Guðmundur Vignir Óskarsson vildi að lokum benda á, að for- varna- og fræðsludeild Landssam- bands slökkviliðsmanna byði fyr- irtækjum, stofnunum, húsfélögum og öllum almenningi kennslu í meðferð slökkvitækja, auk þess að veita ýmsar aðrar upplýsingar. Þá er þar til sölu ýmis eldvarnar- búnaður. Landssamband slökkvi- liðsmanna er til húsa að Síðumúla 8. 2. hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.