Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 12
Fóstbræður Bókmenntir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Guðmundur Andri Thorsson: Is- lcnski draumurinn. Skáldsaga, 200 bls. Mál og menning 1991. íslenski draumurinn er tálsýn, eitthvað sem ekki er. íslenski draum- urinn snýst um það að vera allt annað en maður er og umfram allt að fást ekki við það sem hæfileikar manns standa til heldur takast á við það sem maður ræður ekki við. ís- lenski draumurinn snýst um það að skálda tiiveru sína. Hann er stytta á Austurvelli: Jón Sigurðsson Vér mótmælum allir. Hann snýst um það að vera frjáls og óháður en vera í rauninni rígbundinn og ófijáls, einskis megandi þegar öll kurl koma til grafar. Islenski draumurínn er önnur skáldsaga Guðmundar Andra og talsvert frábrugðin hinni Kátu ang- ist sem kom út árið 1988. Þar var á ferðinni gáskafull og tiltölulega saklaus saga ungs manns sem varð ástfanginn. Nýja sagan er á. mun þyngri og alvarlegri nótum. Guð- mundur Andri kryfur Islenska drauminn, reynir að kafa í þessa sérstæðu þjóðarsái og að því leyti er þessi saga í beinu framhaldi af Rímsí rams-þáttum hans á Rás 1. Mér finnst þó sterkasti og áhuga- verðasti þráður þessarar sögu vera vináttan, traust okkar á öðru fólki og hvernig við þekkjum hvert ann- að. í henni er líka spurt hvort við komust einhvern tímann á bak við gervi hvers annars og síðast en ekki síst hvernig allt geti orðið einhvern veginn öðruvísi en við ætluðum; — ráðum við engu í lífinu? í íslenska draumnum eru sagðar margar sögur, tvær eru þó sýnu mestar: Saga feðgana Sigurðar og Kjartans. í fyrstunni virðast þessar sögur lítt tengjast en þeim vindur fram samtímis i frásögn Hrafns sem er sögumaður og náinn vinur Kjart- ans. Það er raunar þessi vinátta sem er hvati þess að Hrafn fer að segja sögur, hann er að reyna að átta sig á þeim atburðum sem gerst hafa í lífi hans um það leyti er sagan hefst. Má því segja að hér sé minnt á þá rammíslensku hefð að grípa tjl sög- unnar þegar staðið er frammi fyrir einhveiju óútskýranlegu. Hrafn leggur mikla áherslu á að það er hann sem er að segja þessa sögu. Þetta gerist allt í hausnum á mér. Og stundum koma setningar á borð við þessa: Hún var að hugsa. Hugs- aði hann. Hugsa ég. Lesandinn er því minntur á það að þetta er Hrafns saga, þetta er hans sýn á hlutina, þannig skáldar hann veröldina. Það merkilega er að hann á erfitt með að sjá fyrir sér líf sinna eigin for- eldra og afans, sem elur hann upp. Það er umhugsunarefni afhveiju svo er háttað því saga foreldra Kjartans stendur honum Ijóslifandi fyrir sjón- um. Það er eins og hann sé kominn of nálægt sjálfum sér til að geta höndlað söguna. Alltaf þegar hann var að reyna að sjá ömmu sína og mömmu fyrir sér þá er sú hugsun orðin að klisjum úr bíómyndum. Hann kemst ekki nær þeim en að Guðmundur Andri Thorsson horfa á myndir af þeim hlutlausum augum en án alls skilnings. Ég er engu nær. Sagan er reyndar meira en hálfn- uð áður en lesandinn fær að vita eitthvað að ráði um Hrafn og hans fólk. Það er því eins og Hrafn sé í fyrstu aðeins rödd án iíkama, án nokkurrar persónugeivingar. Það helst reyndar í hendur við sjálfsmynd hans á menntaskólaárunum, þegar vinátta þeirra Kjartans er hvað nán- ust. Hrafni finnst hann ekki neitt, neitt. Hann er upptekinn af um- hverfmu og reynir í sífeliu að sjá sig með augum annarra og veit því aldr- ei hvernig hann á að sér að vera. Kjartan er áberandi persóna og það er hann sem er ráðandi í vina- sambandinu en Hrafn er hlustand- inn. Kjartan er ekki að vandræðast með að vera eitthvað annað og um- Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Einsöngvarar, Langholtskórinn og Sinfóníuhljómsveit að flutningi loknum. Mozarttónleikar _________Tónlist_____________ Jón Asgeirsson Wolfgang Amadeus Mozart lést 5. desember 1791 og sama mán- aðardag, tvö hundruð árum síðar, flytur Sinfóníuhljómsveit Islands tvö af meistaraverkum snillings- ins, Júpitersinfóníuna og Sálu- messuna. Tónleikarnir hófust á Júpitersinfóníunni, er fékk það nafn vegna stærðar sinnar og það, að í þessu verki er spáð fyr- ir um framvindu sinfónískrar tón- listar, sem fram að þeim tíma hafði helst verið til skemmtunar og sjaldnar vettvangur tilfinning- alegrar túlkunar eða skáldlegra tilþrifa. Upphaf verksins er spunnið úr tveimur andstæðum, krefjandi og hrynsterku upphafsstefi, sem svarað er með Ijúfsáru millistefi. Ur þessari sérkennilegu andstæðu innan aðalstefsins var ekki unnið af hálfu stjómandans. Aukastefíð var fallega fiutt og sömuleiðis lok- astefið. Urvinnslukaflinn er að því leyti til sérstæður að meginhluti hans er unninn úr niðurlagi loka- stefsins og er sá tónvefnaður sér- lega áhrifamikill. I heild var fyrsti kaflinn vel fluttur. Hægi kaflinn, Andante cantabile, var hins vegar eins og leikinn beint af blaðinu, í föstum takti og án þess að leika með þær fallegu tónhendingar, sem er aðal þessa tregafulla „söngþáttar”. Menúettinn var ágætlega leikinn en lokakaflinn var allt of hraður, svo að sérkenni- leg raddskipan og úrvinnsla tón- hugmynda rann saman og varð ógreinileg. Fyrirbrigði eins og skaranir stefja og hrynrænar and- stæður, t.d. í úrvinnslukaflanum, urðu ruglingslegar. Hraðinn er Allegro molto og hvað segir það, eða, er vitað hversu hratt það merkti á tímum Mozarts? Seinna verkið var Sálumessan eftir Mozart og Sussmayr. Mozart náði ekki að ljúka við Lacrymosa- kaflann og seinni hluti hans og fjórir næstu kaflar eru algjörlega samdir af Sussmayr. Síðasta kafl- ann vinnur Sussmayr úr tónhug- myndum tveggja fyrstu kaflanna og lýkur verkinu með Kyrie-fúg- unni. Hvað sem þessu líður er Sálumessan áhrifamikið verk og var mjög vel flutt. Kór Langholts- kirkju, undir stjórn Jóns Stefáns- sonar, söng glæsilega og til nefna eitthvað sérstaklega, var kórinn sérlega góður í Kyrie-fúgunni, Rex tremendæ, Confutatis og frægasta þætti messunnar, Lac- rymosa. Sólrún Bragadóttir söng glæsi- lega Te decet hymnus í upphafs- þættinum en fyrsti einsöngsþátt- urinn er Tuba mirum, sem Viðar Gunnarsson söng mjög vel í sam- spili við Sigurð Þorbergsson bás- únuleikara. Guðbjörn Guðbjörns- son söng Mors stupebit, Elsa Waage Judex ergo og Sólrún Bragadóttir Quid sum, miser tunc sedebit. Þættinum lauk með sam- söng einsöngvaranna, sem sungu mjög vel en mest var nýjungin að heyra í Elsu Waage og er þar söngkona sem vert væri að fengi tækifæri tii að sýna hvað í henni býr. Samsöngsþættir einsöngvar- anna Recordare og Benedictus voru mjög vel fluttir. Það var auðheyrt að hljómsveitarstjórinn Petri Sakari hafði unnið Sálu- messuna vel og flutningurinn í heild var mjög góður. hverfið skiptir hann ekki máli. Hann er glæsimenni með hendur sem tak- ast á við alla hluti á farsælan hátt. Þeir félagarnir halda til Kaupmanna- hafnar eftir stúdentspróf en eftir situr stúlka Kjartans ófrísk að barni þeirra. Eftir ár ytra heldur Hrafn heim á leið og fyrr en varir er hann kominn í sambúð með stúlkunni sem sat heima og elur upp barn hennar og Kjartans en hann dvaldi úti í Kaupmannahöfn í þijá vetur. Þetta minnir á aðra sögu, aðra fóstbræður endur fyrir löngu. Þessi létta vísun í Laxdælasögu dýpkar vináttustúdíuna sem er svo gegn- umgangandi í þessari bók. Mér fínnst reyndar niðurstaðan nokkuð dapurleg og kunna eftirfarandi hugsanir Hrafns að varpa ljósi á það: [.:.]og ég hélt að mér kynni að hlotnast hlutdeild í lífi hans og ljósi, ég hélt að líf manns væri kannski undir öðrum komið, en svei mér þá ég veit það ekki, klirr klirr, ekkert er öðrum að kenna, ekkert er öðrum að þakka, ekkert kemur öðrum við. (7677) Það er sterkur undirtónn í þessari sögu, ógnvænlegur og maður bíður válegra tíðinda og þau láta ekki á sér standa. Frásagnaraðferðin minnir um margt á spennusögur því að í þeim kemur oft ekki í ljós hver morðinginn er fyrr en á síðustu blaðsíðunni. í þessari sögu er fátt látið í ljós en ýmislegt er gefið í skyn. Framanaf er manni til dæmis ekki alveg ljóst afhveiju verið er að segja sögu föður Kjartans svo ná- kvæmlega. En það skýrist eftir því sem á líður söguna og er mikilvægur þáttur þesp að átta sig á persónu Kjartans. Það kemur líka í ljós að Kjartan og Hrafn tengjast sterkari böndum en fóstbræðraböndum. Kaflana um föðurinn hefði þó að ósekju mátt stjdita eitthvað og skerpa með því frásögnina. Sögulok eru sterk en þau leysa ekki gátuna, öfugt við hefðbundnar spennusögur, mörgum spurningum er ósvarað. Enn er margt ósagt um söguna því hún er býsna margslungin þótt hún fari hægt af stað og láti kannski ekki mikið yfir sér. Guðmundur Andri hefur gott vald á stíl og hann á auðvelt með að fanga flóknar til- finningar í einföld orð. Það er mikið um endurtekningar og ein þeirra er lýsingin á höndum Kjartans og reyndar föður hans einnig, sögulok varpa svo nýju og óhugnanlegu ljósi á þessa lýsingu. íslenski draumurinn er eftir því sem á líður eitt samfellt áreiti, sagan togar og pikkar í lesandann, fær hann til að hugsa ef það orð er ekki skilið á of klisjukenndan hátt. Georg í mannheimum Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundar: Jón Marinósson og Jón Armann Steinsson. Prent- verk: Prentsmiðjan Oddi hf. Út- gefandi: Mál og menning. Bráðsmellin myndasaga, bók sem gaman er að setjast með á rúm- stokk barns, lesa, skoða og ræða fyrir svefninn. Kemur þar margt til, en það fyrsta, að umgangur okkar um jörðina setur hroll að hugsandi fólki. Það annað, að höf- undar láta dýr, _ ekki menn, leita ráða til úrbóta. í þriðja stað kem- ur, að höfundar gera þetta á meist- aralegan hátt, með frábærum myndum og fyndnum texta. Sem sé bók er vekur athygli, heldur henni til enda, vekur spurnir, sem ungur leitar svara við hjá sér reynd- ari. Snæland er fegursti staður jarð- ar, og þar Iifa dýr í sátt og sam- lyndi. Aðalsöguhetjan Georg, ung mörgæs, skemmtilegur ærslabelg- ur. Þar kemur, að Snæland breytist í ruslahaug. Draslið berst frá mann- heimi, Fögruborg, bæði sem rek og líka er tækni beitt til þess að koma því þangað. Dýr flýja, öll nema Georg, hann snýst til varnar, ákveð- ur að fara og hitta þá kumpána Njörð borgarstjóra og Mörð ráð- gjafa hans. Mörgæs reynist sú för erfið, en með hjálp Rósu hvals, Frá Snælandi. Lofts flugpósts og Fúsa póstmúsar tekst það. Ekki reynast þeir viðtals- þýðir, borgarstjórinn og ráðgjafinn, reyna með her að losna undan kröf- um Georgs, og það er ekki fyrr en dýr jarðar öll taka til sinna ráða, að sigur vinnst: Menn og dýr taka til við að hreinsa jörðina á ný. Ekki vil ég ræna lesendur þeirri gleði að kynnast sjálfir úmnnslu höfunda á efnisþræði, læði því þó með, að Georg heldur sem hetja heim. Heillandi ævintýri, sagt á snjöllu, lipru máli, fagurlega skreytt mynd- um, sem vekja aðdáun. Hafi höf- undar heiður og þökk fyrir; útgáfan líka, sem í engu hefur til sparað að búa snjalla bók í skrautbúning. Þessi bók á erindi á náttborð allra barna. Ný sjómannabók Sveins Sæmundssonar Bókaútgáfan Setberg hefur gef- ið út nýja sjómannabók eftir Svein Sæmundsson — Brolsjór rís, lífssigling Einars Bjarnason- ar skipstjóra. í frétt frá útgáfunni segir m.a.: Einar er Skaftfellingur, sem fór ungur á togara og var á sjónum í hartnær 30 ár. Einar varð skip- stjóri úm tvítugt. Hann lenti í miklu harðræði þegar farþegaskip sigldi skip hans niður í fárviðri fyrir Norð- urlandi. Þar fórust tveir skipveijar hans en fyrir harðfylgi hans björg- uðust aðrir tveir og hann sjálfur. Einar sigldi öll stríðsárin þar sem hættur af völdum stríðstóla ógnuðu hveiju fleyi. Válynd veður á hafínu og myrkvun urðu mörgum sjómanni þung í skauti. Við erfiðar aðstæður auðnaðist Einari og skipshöfn hans að bjarga skipbrotsmönnum sem í marga daga höfðu verið slasaðir á fleka. Sveinn Sæmundsson skráði bók- ina Brotsjór rís. Hann hefur áður skrifað níu bækur um sjómenn, síð- Einar Bjarnason ast um Guðmund skipherra Kjærne- sted. Sveinn skrifaði ásamt Steinari J. Lúðvíkssyni bókina Fimmtíu flog- in ár, atvinnuflugsögu íslendinga, sem kom út í tveim bindum árin 1989 og 1990, en Sveinn var blaða- fulltrúi Flugleiða og fyrirrennara í rúma þijá áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.