Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 23
MORGJJNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 23 íslensk menntastefna - mikilvægi grunnmenntunar eftir Sigrúnu Gísladóttur Allir virðast sammála um gildi menntunar fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið sem heild. Þegar horfst er í augu við staðreyndir og hverju þarf að kosta til þess að íslenski grunnskólinn standi jafnfætis skól- um annarra þjóða, þ.e. lenging dag- legs viðverutíma (og skólaársins) einsetinn skóli, fækkun nemenda í bekkjum, þá er einfaldlega sagt: stopp, — þessu höfum við ekki efni á. Skólinn er þar að auki gjörsam- lega úr takti við þjóðfélagið. Áður voru mæðurnar heima og sinntu börnum og búi. Nú þegar konurnar eru farnar út á vinnumarkaðinn hefur enginn tekið að sér þeirra fyrri störf heima fyrir. Alltof mörg íslensk börn eru vannærð. Ekki í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur eru þau vannærð vegna skorts á mannlegum samskiptum við foreldra sína eða aðra ábyrga uppalendur. Börnin umgangast mest önnur böm og er þá nema von að orðaforðinn og málskilningurinn sé rýr. Þáttur mannlegra samskipta við börnin er vanræktur — sem þó er svo mikilvægur fyrir þroska og vellíðan hvers einstaklings. Mikið er rætt og ritað um stöðu íslands í stöðugt opnara og hindr- unarlausara samfélagi Evrópuþjóð- anna. I því samhengi hefur m.a. komið fram að þjóð eins og Danir eyða 50% meira fjármagni á hvern grunnskólanemanda en gert er á Islandi. Lítum á nokkrar staðreyndir. Skólaárið á íslandi er mun styttra en erlendis. Daglegur vinnutími barnanna í skólanum, sérstaklega yngri barnanna, er mun styttri. Launakostnaður er minni aðallega vegna lágra kennaralauna hér á landi. Fyrri hluti dagsins er besti tíminn til náms. En hvað gerum við í tvísettum skóla, sem hvergi þekk- ist nema á íslandi. Mörg börn „fá” fyrst að mæta í skólann eftir há- degi, þá farin að þreytast og sum orðin leið á því að bíða ein heima allan morguninn. Og heimavinna sem við verðum að byggja á vegna hins takmarkaða skólatíma, hvenær og hvernig á að sinna henni? Óreglulegur háttatími er þekkt og séríslenskt fyrirbrigði eins og tvísetningin. Augljóst er að tvísetn- ing ýtir undir að börn seu vakandi fram eftir öllu. Þeim foreldrum sem „ Alltof mörg íslensk börn eru vannærð. Ekki í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur eru þau vannærð vegna skorts á mannlegum samskiptum við foreldra sína eða aðra ábyrga uppalend- ur. Börnin umgangast mest önnur börn og er þá nema von að orða- forðinn og málskilning- urinn sé rýr.” verða að fara til vinnu snemma morguns hentar betur að barnið sofT'frameftir. í umræðum um skólamál er. minnt á að við kennum þó allar námsgreinar eins og tíðkast erlend- is. Hið rétta er að við tæpum á þessu öllu án þess að geta gert námsefninu viðhlítandi skil vegna þess hve tíminn er naumt skammt- aður. Enginn þarf að velkjast í vafa um árangur af slíku sýndar- mennsku skólahaldi. Kostnaður við menntamálin hef- ur þanist út á síðustu áratugum eins og aðrir þættir ríkisgeirans. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að það er framhaldsskólastigið sem hefur þanist út og af því leiðir mikla kostnaðaraukningu fyrir ríkið. Staðreyndin er sú hvað grunnskól- ann varðar að þar hefur verið niður- skurður. Tvisvar hafa ráðherrar fækkað vikustundaíjölda grunn- skólanemenda í sparnaðarskyni. Ný grunnskólalög hafa tekið í umræðunni um stöðu íslands í samfélagi Evrópuþjóða hefur komið fram að t.d. Danir eyða 50% meira fjármagni á hvern grunnskólanemanda, en gert er á íslandi. Sigrún Gísladóttir gildi. Þau kveða á um að stefna að einsettum skóla, lengdum dagleg- um skólatíma og fækkun nemenda í bekkjum yngstu árganganna. Hvaða fregnir berast nú úr ráðu- neyti menntamála? Endurskoða beri þessi ákvæði laganna með það fyrir augum að fresta gildistöku þeirra. Á sama tíma undirbúa ráðamenn ísl. þjóðarinnar markvisst nánara samband og samkeppni við Evrópu- ríkin. Þau sömu ríki sem hafa skiln- ing á gildi grunnmenntunar þegna sinna sem síðar framhaldsskólinn og skóli lífsins byggir á. Ljóst er að hér höldum við uppi menntastefnu sem við höfum engan veginn efni á þegar til framtíðar er litið. Svo tala menn um að byggja handboltahöll, gera rándýra búvör- usamninga sem þjóðin hefur engin efni á, gera samninga um jarð- gangagerð sem þjóðin hefur heldur engin efni á. Hver er forgangsröð- unin — eðaöllu heldur hvar er skyn- semin í þessu öllu saman? Höfundur er skólastjóri í Garðabæ. RATTAN-húsgagnalínan frá Cerda á Spáni hefur tryggt sér sess í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir að vera ein fjölbreyttasta RATTAN-línan sem völ er á og tvímælalaust með hagstæðast verð miðað við gæði. Hjá CERDA er hægt að velja um 13 viðarliti ásamt miklu úrvali áklæða. 3ja sæta + 2 stólar 219.800,- stgr. - Sófaborð 21.420,- stgr. Hliðarborð 19.440,- stgr. - Borðlampi 23.310,- stgr. - Barborð 42.120',- stgr. - Barstóll 11.520,- stgr. I I JUBITER 3ja sæta sófi + 2 stólar 224.800,- stgr. Lincoln House sófasettin eru ein sígildasta sófasettalínan með tauáklæði sem framleidd eru í dag. Þessi húsgagnalína er frá Viktoríutímabilinu og er hún oft kölluð rómantíska línan. Lincoln House býður upp á gluggatjöld og veggfóður í stíl við áklæðið. ROEDEAN - 3ja sæta + 2 stólar kr. 178.900,- stgr. CHESTERFIELD-sófasett með ekta hand- verkuðu antikleðri frá stærsta leðurhús- gagnaframleiðanda Bretlands, Pendragon, tryggir ekki bara lægsta verðið heldur líka mestu gæðin. 3ja sæta sófi + 2 lágir stólar kr. 197.800,- stgr. Stakur 3ja sæta kr. 88.900,- stgr. Stakur 2ja sæta kr. 72.900,- stgr. Master Wing hábak kr. 59.850,- stgr. OPIÐ LAUGARDAG HU SGAGNAVERSLUN, Síðumúla 20 - sími 688799.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.