Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 38
*%8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER
A!
1991
Réttarhöldin í máli Williams Kennedys Smiths:
Verjendur reyna
að draga framburð
konunnar í efa
West Palm Beach. Reuter, The Daily Telegraph.
VITNALEIÐSLUR I réttarhöldunum yfir William Kennedy Smith
standa nú yfir í Palm Beach á Florida en þrítug kona hefur kært
hann fyrir nauðgun. Smith er náfrændi Edwards Kennedys öldungar-
deildarþingmanns og hefur málið vakið gífurlega athygli.
í fyrradag svaraði konan þrítuga
spurningum Roys Blacks, veijanda
Smiths, í tíu klukkustundir og
braust hún oftsinnis í grát þegar
hún svaraði hinum væðgarlausu
spumingum vetjandans. Gerði dóm-
arinn tvívegis hlé á réttarhöldunum
meðan hún var að jafna sig þrátt
fyrir beiðnir hennar um „ljúka þessu
sem fyrst”.
Leitaðist Black við að finna
ósamræmi í frásögn konunnar og
gera lítið úr þeim framburði hennar
að Smith hefði fyrirvaralaust ráðist
á hana þar sem hún gekk í tungl-
skininu fyrir utan hús Kennedy-
ættarinnar. Konan segir árásin hafa
átt sér stað eftir að hún sá hann
afklæðast og stinga sér til sunds í
sjónum. Hún hefði þá orðið ótta-
slegin og ætlað að flýja af vett-
vangi en Smith elt hana uppi og
skellt henni niður á jörðina. „Það
eina sem ég veit er að hann felldi
mig, dró upp kjólinn minn, færði
mig úr nærbuxunum og nauðgaði
mér,” sagði konan.
Eitt vafaatriðanna í réttarhöld-
unum er hvar hún fór úr svörtum
Givenchy-sokkabuxum sínum og
skóm sem hún segist hafa klæðst
þegar hún hélt til Kennedy-heimilis-
ins með Smith í sportbíl sakborn-
ingsins. Fatnaðurinn fannst síðar í
bílnum sem hún hafði lagt fyrir
utan húsið. Black hefur bent á að
í yfirheyrslum hjá lögreglunni eftir
hina meintu nauðgun hafí konan
ekki munað hvar hún fór úr þeim
en sagt að líklega hefði hún farið
úr þeim í bílnum ef þau ætluðu
niður á ströndina. Hún endurtók í
fyrradag að hún væri ekki viss hvar
hún fór úr þeim. I lögregluyfir-
heyrslunni sagði hún einnig að það
var ekki fyrr en inn í húsið var
komið sem Smith stakk upp á því
að þau færu niður á strönd að
synda. Aðspurð um hvort hún hefði
farið úr sokkabuxunum af einhverri
annarri ástæðu sagði hún: „Eg veit
ekki um neina”.
Ákærandinn Moira Lasch sýndi
í gær kviðdómnum kjól þann og
nærfatnað sem konan klæddist
kvöldið sem hún segir Smith hafa
nauðgað sér. Voru sokkabuxurnar
fullar af götum. „Ég tel þær hafi
verið tættar í sundur,” sagði Bar-
bara Carabello, sérfræðingur í rétt-
arlæknisfræði á skrifstofu lögreglu-
stjórans í Palm Beach, við réttar-
höldin í gær. Hún sagði einnig að
sæði hefði fundist í svörtum nær-
fatnaði konunnar og á einum stað
á veislukjól hennar. Þetta sannaði
að samræði hefði átt sér stað en
ekki hvort það hefði verið með sam-
þykki konunnar.
í svörum Carabello við spurning-
um Blacks, veijanda Smiths, kom
fram að hún hefði fundið korn sem
líktust sandi nálægt rennilási kjóls-
ins. Hið meinta fórnarlamb hefur
áður sagt að hún hafi gengið með
Smith um ströndina en aldrei lagst
né sest niður. Carabello sagði einn-
ig að engir áverkar væru á bijósta-
haldara konunnar en því hefur
Black haldið mjög á lofti til að sanna
sakleysi Smiths. Hún bætti því hins
vegar við að það væri mjög sjald-
gæft í nauðgunarmálum að bijósta-
haldarar yrðu fyrir skemmdum.
Reuter
Barbara Carabello (t.h.), sérfræðingur í réttarlæknisfræði, rannsakar sokkabuxur ákæranda í nauðgunar-
málinu en Moira Lasch dómari fylgist með.
Maxwell-spilaborgin hrunin:
Gífurlegar skuldir og grun-
semdir imi stórkostlegt misferli
London. Reuter.
RÉTTUM mánuði eftir að Robert Maxwell fannst látinn í sjónum
við Kanaríeyjar var kveðinn upp dauðadómur yfir öllu hans mikla
fjármála- og fyrirtækjaveldi. Það kiknaði undan skuldunum og
fjölskylda hans gafst upp þegar í ljós kom, að skömmu fyrir dauða
sinn hafði hann „tekið að láni” tugmilljarða ISK hjá lífeyrissjóðum
ýmissa fyrirtækja, sem hann átti hlut í, og síðan selt tryggingai-
þær er hann hafði lagt fram vegna þeirra lána. Æra Maxwells
þykir ekki lengur mikils virði og eru orð eins og „glæpamaður”
á margra vörum.
Að kröfu sona Maxwells, Kevins
og lans, var skipaður sérstakur
fjárhaldsmaður með einkafyrir-
tækjum fjölskyldunnar en skuldir
þeirra eru áætlaðar um 150 millj-
arðar ÍSK. Kemur það í hans hlut
að annast sölu á hlutum hennar í
öðrum fyrirtækjum, meirihluta-
eign í Mirror-dagblaðasamsteyp-
unni og Maxwell-útgáfufyrirtæk-
inu, og alls konar ítök önnur,
meðal annars í knattspyrnufélög-
um og rannsóknarfyrirtækjum.
Fjármálasérfræðingar efast hins
vegar um, að söluandvirðið
hrökkvi fyrir skuldunum, sem eru
að miklú leyti til komnar vegna
kaupa Maxwells á bandarískum
fyrirtækjum, þar á meðal dagblað-
inu New York Daily News og út-
gáfufyrirtækinu Macmillan.
Fjársvikadeild bresku lögregl-
unnar er nú að kanna hvað varð
um tugmilljarða ÍSK sem Maxw-
ell flutti úr lífeyrissjóðum ýmissa
fyrirtækja, sem hann átti stóran
hlut í, um 42 milljarða frá Mirror-
samsteypunni einni, en talið er,
að féð hafi verið notað til að
grynnka á skuldum einkafyrir-
tækja Maxwells. Dagblaðið The
Financial Times sagði í gær, að
synir Maxwells, hefðu einnig stað-
ið að þessari „lántöku” hjá lífeyris-
sjóðunum og væri raunar ekki víst,
að hún hefði verið ólögleg.
Daily Mirror, sjálft flaggskip
Maxwells í fjölmiðlaheiminum, er
hins vegar ekki í neinum vafa um
lögmæti eða ólögmæti fjármagns-
flutninganna. „Lygin” var risastór
fyrirsögn á forsíðu blaðsins í gær
en þar sagði, að Maxwell hefði
logið að fjármálastjóra blaðsins
þegar hann vildi vita hvað orðið
hefði um féð. Þá sagði dagblaðið
Sun, helsti keppinautur Daily
Mirror, að Maxwell hefði einfald-
lega verið „glæpamaður”.
„Aumingjaskapur bankanna”
Fjármálaumsvif Maxwells hafa
lengi þótt mjög vafasöm og í
skýrslu, sem breska stjórnin lét
gera 1972, er komist að þeirri nið-
urstöðu, að hann sé ófær um
stjórna almenningshlutafélagi.
Ekkert frekar var þó aðhafst en
Owen Stable, lögfræðingur, sem
átti þátt í skýrslugerðinni, sagði í
gær, að „aumingjaskap bank-
anna” væri um að kenna hvemig
komið væri. Það verður heldur
ekki létt verk eða löðurmannlegt
að greiða úr Maxwell-gjaldþrotinu.
Hann átti meira eða minna í yfir
400 fyrirtækjum og auk þess er
vitað um sjóðsstofnanir erlendis,
sem stjórnað var frá Gíbraltar og
Liechtenstein.
Uppi eru hugmyndir um, að
starfsfólk á Daily Mirror kaupi
hlut Maxwell-íjölskyldunnar í
blaðinu en New York Daily News
hefur fengið greiðslustöðvun í von
um, að hún forði því frá „Maxw-
ell-skriðunni”. Þá var jafnvel talið,
að gærdagurinn yrði síðasti út-
gáfudagur vikublaðsins The
European, sem er að öllu leyti í
eigu Maxwell-fjölskyldunnar,
nema kaupandi fyndist að því.
í gær var skýrt frá því, að hluta-
bréf Macmillan-útgáfufyrirtækis-
ins í Berlitz-málaskólunum væru
horfin en til hefur staðið að selja
þau japanska útgáfufyrirtækinu
Fukutake Publishing. Er verið að
rannsakað það mál.
Leiðtogafundurinn í Maastricht;
Delors segist telja
frest vera betri en
slæmt samkomulagi
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
ÝMISLEGT þykir nú benda til að ríkisstjórnarráðstefnur Evrópu-
bandalagsins (EB) um breytingar á sáttmálum þess verði ekki leidd-
ar til lykta í Maastricht í næstu viku eins og staðið hefur til frá því
til þeirra var boðað. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði
í gær að hann hygðist tryggja að ákvæði um að stefnt væri að
myndun „bandaríkja” yrði fellt niður í þeim breytingum sem gerðar
verða á Rómarsáttmálanum, stofnskrá EB.
ERLENT
Le Pen í Bretlandi:
Heimsóknin veldur fiaðrafoki
I.omlon. Rpuíi>r.
London. Reuter.
ÞRIGGJA daga heimsókn Jean-Marie Le Pens, leiðtoga franska
hægriöfgaflokksins Þjóðarfylkingarinnar, hefur valdið miklu fjaðra-
foki í Bretlandi. Hafa stjórnmálamenn úr öllum flokkum keppst við
að fordæma skoðanir hans. Meginstefnumál Þjóðarfylkingarinnar
er andstaða við innflytjendur og benda skoðanakannanir í Frakk-
landi til að flokkurinn hafi vcrulega aukið fylgi sitt að undanförnu.
Dagblaðið The Times hafði í for-
ystugrein skömmu fyrir heimsókn
Le Pen látið í Ijós ótta um að hann
ætlaði að reyna að koma á tengslum
við skoðanabræður sína í Bretlandi.
Le Pen sagði hins vegar að helsta
markmið heimsóknarinnar væri að
halda fund þingflokks hægriöfga-
manna á Evrópuþinginu en enginn
Breti er á meðal þeirra.
Fjöldi mótmælenda safnaðist
saman fyrir utan hótelið þar sem
Le Pen hélt blaðamannafundinn og
hafði lögreglan mikinn viðbúnað
vegna þessa. Mótmælendurnir
sögðust einnig ætla að safnast sam-
an um kvöldið en þá snæddi Le Pen
kvöldverð í boði „Stofnunarinnar
um vestræn gildi”.
Ekkert varð úr fyrirhugaðri
heimsókn Le Pens til Bretlands fyr-
ir fimm árum vegna mótmæla
stjórnmálamanna og samtaka gyð-
inga. Ráðherrar fordæmdu hins
vegar harðlega skoðanir hans og
sagði Kenneth Baker innanríkisráð-
herra að besta leiðin til að takast
á við „eitraðar” hugmyndir hans
væri að Ieiða þær fram í dagsljósið
og tortíma þeim.
Major sagði að hinar aðildarþjóð-
irnar vissu hver afstaða Breta væri.
„Að sjálfsögðu verður samið um
málin og ég geri ráð fyrir að það
verði mikil orrahríð.”
Þjóðveijar hafa lagt mikla
áherslu á að eining náist um aukna
samvinnu á stjórnmálasviðinu ekki
síður en varðandi mynteiningu og
jafnvel hótað að undirrita ekki sam-
komulag um breyttan sáttmála ef
það gangi ekki eftir. Danir hafa
sett það að skilyrði að samþykkt
verði ákvæði um rétt aðildarríkis
til að draga sig út úr mynt- og
stjórnmálasamstarfinu sem stefnt
er að, fari svo að tillaga þar að
lútandi hljóti samþykki í þjóðarat-
kvæði.
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar EB, sagði í gær
að breytingarnar myndu hafa í för
með sér að bandaríki yrðu til hvert
sem orðalagið yrði að þessu sinni.
Á fundi með blaðamönnum í Bruss-
el á fimmtudag sagði hann að betra
væri að fresta niðurstöðum ráð-
stefnanna en að komast að slæmu
samkomulagi. Önnur tækifæri ættu
eftir að gefast bæði í Lissabon og
London á næsta ári. Delors varaði
við því að Bretar einir yrðu gerðir
að blórabögglum í samningaviðræð-
unum um nánara samstarf aðildar-
ríkjanna í peningamálum, utanríkis-
málum og öryggis- og varnarmál-
um.
Delors sagði að deilur um lífs-
kjarajöfnun væru ekki síður alvar-
legar en ágreiningur við Breta
vegna sameiginlegs gjaldmiðils, fé-
lagslegra réttinda og sameiginlegr-
ar varnarstefnu. Delors sagði Spán-
veija, Portúgala og íra Ieggja mikla
áherslu á að í Maastricht yrði raun-
veruleg lífskjarajöfnun tryggð á
milli hinna ríkari og fátækari íbúa
bandalagsins. Hann benti jafnframt
á að Danir hefðu ýmislegt við sam-
eiginlega öryggis- og varnarstefnu
að athuga ekki síður en Bretar.
Delors kvaðst telja að sameigin-
legum gjaldmiðli yrði komið á innan
EB í síðasta lagi 1. janúar 1999.
Flest benti til þess að árið 1996
yrði ár stækkunar og það væri þess
vegna óráðlegt að fresta mörgum
þáttum yfirstandandi umræðu fram
undir það. Delors lagði áherslu á
að aðildarríki bandalagsins stæðu
frammi fyrir því að velja á milli
breytinga sem þau kysu sjálf yfir
sig og breytinga sem óumflýjanleg
þróun þröngvaði upp á þau.