Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 78
78
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA
„Skemmti
legt. en
erfitt
verkefni”
segir Þorbjörn Jensson, þjálfari meistaraliða Vals, sem mætir
Evrópumeisturum Barcelona í Laugardalshöllinni á morgun
„ÞETTA er mjög spennandi
verkefni og eitt það erfiðasta
sem íslenskir handknattieiks-
menn hafa glímt við," sagði
Þorbjörn Jensson, þjálfari ís-
landsmeistara Vals, sem mæta
Evrópumeisturum Barcelona í
Laugardalshöllinni á morgun -
í fyrri ieik liðanna í 8-liða úrslit-
um Evrópukeppni meistara-
liða. Barceiona er með geysi-
lega öflugt lið - það besta í
heimi.
Barcelona kemur hingað með sex
leikmenn landsliðs Spánar,
sem varð sigurvegari í Risakeppn-
inni (Super Cup) í Þýskalandi á
dögunum. Markverðina Rico, sem
hefur leikið 217 landsleiki og Barru-
fex, sem hefur leikið 21 landsleik.
Línumanninn Grau (21 landsleikur),
hornamennina Serrano (234), sem
er fyrirliði landsliðsins, og Barneito
(23). Skjdtuna Madip, sem hefur
leikið 67 landsleiki. Fyrir utan þessa
leikmenn leika Júgóslavarnir
Vukovec (150 landsleikir) og
Vujovic (163). Þriðji Júgóslavinn
Portner (110) er meiddur.
„Barcelona leikur mjög fjöl-
breyttan og óskipulagðan hand-
knattleik, þar sem hraðinn ræður
ríkjum. Varnarleikurinn hjá liðinu
er einnig mjög hreyfanlegur, en lið-
ið leikur 3-3 vörn, sem er nálægt
því að vera maður á mann. Við
þurfum að svara henni með mjög
skipulögðum leik og koma í veg
fyrir að Spánvetjarnir nái
hraðaupphlaupum,” sagði Þorbjörn.
- Eru leikmenn þínir ekki orðnir
spenntir?
„Það er óhægt að segja það,
enda eru þeir flestir mjög ungir og
óreyndir. Það er mitt verkefni að
yfirvinna spennuna hjá þeim. Strák-
arnir gefa allt sem þeir eiga í leik-
inn og gera allt til að leggja Barce-
lona að velli. Við höfum legið yfir
leikjum Barcelona, sem við höfum
á myndbandi.”
- Kemur þú með að láta taka
leikmann hjá Barcelona úr umferð?
„Ég mun ekki bytja á því, en við
erum tilbúnir að gera það - eftir
hvernig leikurinn þróast. Við erum
tilbúnir að taka jafnvel tvo leikmenn
úr umferð. Það verðúr allt sett á
fulla ferð og leikið í botn.”
Of mikiðálag
Þorbjörn sagði að Valsmenn hafi
ekki fengið mikinn stuðning frá
HSÍ. „Það er óþolandi á sama tíma
og við erum að undirbúa okkur fyr-
ir Evrópuleikina gegn Barcelona
hér heima um helgina og á Spáni
um næstu helgi, er búið að setja á
erfiðan leik okkar gegn Eyjamönn-
um í bikarkeppninni á þriðjudaginn.
Við höfum um nóg að hugsa í sam-
bandi við Evrópukeppnina og 1.
deildarkeppninni, svo ekki sé verið
að bæta bikarleik við á þessum
tíma. Það er of mikið álag á okkur
að þurfa að vera að beijast á þrem-
ur vígstöðum í einu,” sagði Þor-
bj.'rn.
Leikurinn verður í Lauga 'dals-
höllinni n m<'rgnn k). 17.
Mannvirkianefnd
Knattspyrnumannvirki
Mannvirkjanefnd Knattspyrnusambands íslands hefur í hyggju að setja
á stofn gagnabanka fyrir aðildarfélög sambandsins. Þangað eiga félög
og aðrir, sem hyggja á framkvæmdir á þessu sviði, að geta leitað og
aflað sér upplýsinga um ráðgjafa, verktaka og efnissala.
Mannvirkjanefndin óskar eftir upplýsingum um fyrirtæki og einstakl-
inga, sem starfa á þessu sviði. Þar skal m.a. koma fram reynsla og
verksvið auk almennra upplýsinga.
Upplýsingar skal senda til: KSÍ - Mannvirkjanefnd,
íþróttamiöstööinni laugardal
128 Reykjavík
IÞROTTA-
RANNSÓKNIR
Heilbrigðis- og rannsóknaráð ÍSÍ auglýsir hér
með eftir umsóknum um styrki til rannsókna
á sviði íþrótta.
Umsóknarfrestur rennur út 1. febrúar 1992.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu ÍSÍ í Iþróttamiðstöðinni, Laugardal.
Heilbrigðis- og rannsóknaráð ÍSÍ.
Valdimar Grímsson, fyrirliði Valsliðsiris, sem stendur í ströngu í Laugar-
dalshöllinni kl. 17 á sunnudag.
HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ
Reynt verður ad
tryggja að Saab
verði áfram með
Allt verður gert til reyna að
halda lífi í sænska félaginu
Saab, þannig að það getur áfram
verið með í sænsku
úrvalsdeildinni í
handknattleik í vet-
ur. Eins og hefur
komið fram þá er
félagið gjaldþrota - skuldar 45
millj. ÍSK. Félagið á ekki krónu til
að borga húsaleigu fyrir alla flokka
sína í handknattleik. Reiknað er
með að borgarstjórnin í Lindköping
hlaupi undir bagga í sambandi við
Frá
Grétari Þór
Eyþórssyni
iSviþjóð
húsaleigu.
Félög í Svíþjóð eiga nú erfitt með
að fá fyrirtæki til að fjármagna
starfsemi sína. Talið er að ástæðan
fyrir því að Saab-verksmiðjurnar í
Lindköping hafi dregið úr greiðslum
til félagsins, sé að verkefni verk-
smiðjunnar sé að dragast saman.
Fyrirtækið hefur smíðað herþotur.
Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið
að draga úr útgjöldum vegna varn-
armála. Því er spáð að tugþúsund
störf í sambandi við hergagnaiðnað
verði lögð niður á næstu árum.
i
í
f
r
Blómabúdin Burkni,
Linnetsstíg 3, Hafnarfiröi,
símar 652020 — 50971.
Blóm og skreytingar
við allra hæfi.
Sparrisjjóður
Hafnarfjarðar
HAFNARFJARÐARSLAGUR
1. deild handbolti m.fl.k. í Kaplakrika
laugardaginn 7. des. kl. 16.30:
FH
HAUKAR
Nú verður tekið á... Karatesýning í hálfleik.
Bingó í Kaplakrika sunnudaginn 8. des kl. 20.00.
Um helgina
Handknattleikur
Pjórir leikir verða leiknir í 1.
deildarkeppni karla. HK - ÍBV
leika í Digranesi kl. 14 í dag og
kl. 16.30 leika FH - Haukar í
Kaplakrika og Stjarnan - Grótta
í Garðabæ. Á sunnudagskvöld kl.
20 leika Víkingur - UBK í Vík-
inni.
Körfuknattleikur
Pjórir leikir verða í úrvalsdeild-
inni. Haukar - Valur leika í dag
kl. 14 í íþróttahúsinu við Strand-
götu. Á sunnudag kl. 16 leika
Skallagrímur - Njarðvík í Borgar-
nesi og kl. 20 leikur Tindastóll
gegn KR á Sauðárkróki og Þór
fær Grindavík í heimsókn á Akur-
eyri.
Knattspyrna
Fyrsta stigamót KSÍ fer fram á
Akranesi í dag. Mótið hefst kl.
10. Sextán lið leika í fjórum riðl-
um og verður leikið í báðum
íþróttahúsunum á Akranesi.