Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 22
22 MOkGUNBLAtilÐ LAÍJGARDAGUR 7. ÖESEMBER lM Nýr Blefken eftir Siglaug Brynleifsson Árið 1607 kom út rit í Leyden á Hollandi, „Islandia” var aðaltitill- inn, eftir Dithmar Blefken. Rit þetta er eitt frægasta rógsrit um ísland og íslendinga sem út hefur komið. Viðbrögðin urðu snögg, Arngrímur Jónsson, lærði, svaraði óhroðanum með ritinu „Anatome Blefkeniana”, á latínu. Kom út á Hólum 1612 og ári síðar í Hamborg. Krufning eða líffærafræði Blefkens var háð og spé um þennan höfund í fyrri hluta ritsins og í síðari hlutanum tætti Arngrímur sundur allar staðhæf- ingar höfundarins um land og þjóð. Jakob Benediktsson getur þess að í ritinu fari Amgrímur á kostum, þetta sé skemmtilegasta rit hans. (Arngrímur Jonae: Opera latinae conscripta. Vol. IV. Biblioteca Arnamagnæana Vol. XII. Hafniae 1957.) Arngrímur Jónsson kryfur Blefk- en, höfuð, heila og kvið og við þá krufningu kemur í ljós að í Blefken er enginn heili, sem var talinn heim- kynni visku, né enni, heimkynni blygðunar og heiðarleika. Þar sem svo hagar til í heilabúi Blefkens, þá hljóti Blefken að stjórnast af fávisku, ófyrirleitni og blygðunar- leysi. Arngrímur kryfur aðra lík- amshluta og árangurinn er dapur- legur. Blefken vissi að afskræmislegar lýsingar á þjóðum og löndum væru vinsælt lesefni vissra'hópa. Ýmsir sóðahöfundar á 17. öld söfnuðu Siglaugur Brynleifsson furðusögum, sem þeir birtu síðan unir eigin nafni og lugu til eftir getu. Þessi iðja hefur löngum tíðk- ast og tíðkast enn. Einn þessarar tegundar var Dithmar Blefken. Um þennan höfund er ekkert vitað nema það sem hann skrifar um sjálfan sig í bók sinni um ísland, sem lýsir meðal annars ferðalögum hans og prestsstarfi og tíundar hann afrek sín í ýmsum greinum og sparar þá ekki sjálfshólið. Öli þessi samantekt er hrakin í formála Guðbrands bisk- ups Þorlákssonar að „Anatome ...” íslendingar hafa eins og aðrar þjóðir unað illa rógburði og álygum erlendra manna og hingað til hafa engir íslendingar orðið til þess að sjóða saman lygar í stíl Blefkens, þar til nú nýverið, að menningar- fulltrúi íslands í London tekur sig til í tilefni menningarvikuhalds þar í borg og stofnar til inngangs í ræðu og riti, sem ætlað er að vekja athygli á landi og þjóð. Kynning- arbæklingur menningarfulltrúans er skrifaður í stíl Blefkens, vafa- samar fullyrðingar, hreinar lygar og ekki sparað sjálfshólið. Samkvæmt skoðun Blefkens og ýmissa nútíma íjölmiðla-kappa skiptir engu hvernig athygli er náð. Aðalatriðið er að ná athygli. Menn- ingarfulltrúi íslands hefur þann hátt á í þessari viðleitni sinni að, eins og áður segir, gefa út kynning- arkver um sjálfan sig og frægðar- feril sinn og undarlegar upplýsingar um þjóð og land. Kórónan á við- leitni menningarfulltrúans var svo ógeðsleg og kauðaleg sýning og popptónleikar, sem sýnt var í frétta- þætti Sjónvarps Ríkisútvarpsins sunnudaginn 1. deseber sl. Menningarfulltrúinn heldur því fram, að „búksláttur” sé forn hljóm- ilstarhefð á íslandi með tilheyrandi búkhljóðum og popprýti. í riti Blefkens getur um að ís- lendingar hafi þann sið að rýta sem svín í samkvæmum sínum. Þetta hrekur Arngrímur Jónsson í riti sínu sem örgustu lygi. En nú gerist það síðla árs 1991 að þessi marghrakta lygi er orðin að sannleika í hegðun- armynstri popp-tónlistarmanna nú- tímans og til þess að ná þeirri eftir- sóttu athygli koma þeir hálfnaktir fram á sviðið og lemja búkinn með tilheyrandi skrækjum og fíflatil- burðum og popp-rýti. Svo að nú er hægt að segja að íslendingar rýti sem svín á samkomum. Þetta var furðuleg sýning og enn furðulegri voru undirtektir utanrík- isráðherra íslands og þess frægasta Islendings gjörvallrar heimsbyggð- ar sem nú er uppi (heimild: kynning- arbæklingur menningarfulltrúa), en báðir þessir voru viðstaddir sýning- uha og utanríkisráðherra Islands varð svo hrifinn að hann skellti sér á lær og hafði gífurlega skemmtan af (að eigin sögn). Hinn heimsfrægi íslendingur taldi að allt væri við hæfi, næðist athyglin. Og utanríkis- ráðherra taldi eins og menningar- fulltrúi að hér væri endurnýjuð forn tónlistarhefð íslendinga, „búkslátt- urinn”. Þessi uppákoma er ágæt viðbót við lygaraup Blefkens heitins fyrir tæpum 400 árum. Arngrímur Jóns- son telur að við krufningu hafi ekki fundist viska né blygðunarsemi, í „Anatome” Sapientiam - verecun- diam. Nú munu þessar gáfur orðað- ar sem óskertir vitsmunir, smekkur og kurteisi (hófsemi, blygðunar- semi). Jaðrar ekki við að sá nýi Blefken sé ekki með öllu ólíkur lýsingu Arn- gríms Jónssonar á gamla Blefkan - hvað þetta áhrærir? Og aðdáend- ur sýingarinnar frægu eru honum heldur ekki óskyldir varðandi kennd fyrir því sem hæfir til útbreiðslu íslenskrar menningar. Smekkur manna er misjafn, en þrennan: menningarfulltrúi Islands, utanrík- isráðherra Islands og heimsfræg- asti íslendingur nútímans virðast hafa samskonar smekk um hvað hæfir og ekkkert skilur þessa þrennu að um menningaráhuga. Höfundur er rithöfundur. ------» ♦ ♦----- Gæzlan íhugar að birta gögn MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning frá Landhelgisgæzlunni: „Að undaförnu hefur Landhelgis- gæslan orðið að þola ómakleg ámæli í fjölmiðlum og á öðrum vett- vangi vegna hins hörmulega sjó- slyss er varð utan við Grindavík 22. nóvember síðastliðinn er Eldhamar GK 13 strandaði við Hópsnes með þeim afleiðingum að fimm skipvetj- ar fórust. Þar eð rannsókn slyssins fer fram fyrir luktum dyrum, hefur Land- helgisgæslan ekki talið sér fært að birta þau gögn sem varða afskipti hennar að því máii, þótt starfs- mönnum hennar þyki sárt að liggja undir slíkum ásökunum. Þegar rétt- arhöldin hafa verið opnuð mun Landhelgisgæslan birta gögn sín ef ástæða þykir til. Landhelgisgæslan vottar að- standendum þeirra sem fórust með Eldhamri GK 13 dýpstu samúð.” Jólafillíocí ^ StórÍÝOstlegt úrvai af svefnsóíum og fallegum áldæðum! 15% staðgreiðsluafsláttur á svefnsófum og hornsófum. Ath! Öll verð miðast við staðgreiðslu. Opið alia virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10 -16 og Sunnudaga frá kl. 13 -16. LYSTADUN-SNÆLAND SKÚTUVOGI 11 124 REYK'JAVÍK SÍMI 8 1 4 6 5 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.