Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 80
$r0asstlMiil» H öfðar til fólks í öllum starfsgreinum! MOKGUNBLADID. ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. 550-600 millj. kr. sparnaður í heilbrigðis- þjónustunni NÝ REGLUGERÐ um hlutdeild sjúkratryggðra einstaklinga í kostnaði vegna heilbrigðisþjón- ustu tekur gildi 15. janúar næst- komandi. í henni er kveðið á um að einstaklingar greiði beint hluta kostnaðar vegna komu á heilsu- gæslustöð eða til heimilislæknis en gjaldtaka fyrir slíkar heim- sóknir var numin úr gildi í ársbyrj- un 1990. Þá eru gjöld vegna komu á göngudeild, slysadeild, bráða- móttöku, vitjana lækna, sérfræði- læknishjálpar, rannsókna og rönt- gengreininga aukin. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra kynnti reglugerðina í gær og kom þá fram, að fyrir komu í heilsugæslustöð eða til heimilislækn- is, að degi til, mun þurfa að greiða 600 krónur en elli- og örorkulífeyris- þegar munu verða krafðir um þriðj- ung þeirrar upphæðar eða 200 krón- ur. Komur vegna mæðra- og ung- barnavemdar- eru undanþegnar gjaldskyldunni svo og heilsugæsla í skólum. í reglugerðinni stendur að sjúkra- tryggður einstaklingur skuli ekki greiða meira en tólf þúsund krónur á ári vegna fyrrnefndra liða og elli- og örorkulífeyrisþegar ekki meira en 3.000. Þegar einstaklingur hefur náð þeirri kostnaðarhlutdeild fær hann sérstakt skírteini sem undanþiggur hann frekari greiðslum til heilbrigðis- kerfisins á því ári. Heilbrigðisráðherra segir að um 550-600 milljónir muni sparast á næsta ári vegna setningar reglugerð- arinnar og að samkvæmt lauslegri spá Hagstofu Islands muni fram- færsluvísitala aukast um 0,2-0,3% vegna hennar. Sjá nánar á miðopnu. Jólaverslunin: Nýtt korta- tímabil hefst væntanlega 11. desember FLEST bendir til að nýtt greiðslukortatímabil hefjist hjá flestum verslunum 11. desember en ekki 18. eins og tíðkast aðra mánuði ársins. Verslanir í Kringlunni og við Laugaveg verða opnar í dag en flestar verða lokaðar á morgun, sunnu- dag. Verslanir Hagkaupa og Mikla- garðs verða opnar eins og venju- lega í dag eða frá klukkan tíu til sex. Flestar aðrar matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar ? dag og margar þeirra lengur en stórmarkaðirnir. Að undanförnu hefur færst í vöxt að matvöruversl- anir séu opnar á sunnudögum og til dæmis eru stórverslanir Mikla- garðs og verslun Hagkaupa í Skeif- unni opnar á milli kl. eitt og sex á morgun. í dag verða flestar verslanir í Kringlunni og við Laugaveginn opnar frá kl. tíu til fjögur. Á morg- un verða hins vegar allar verslanir í Kringlunni lokaðar en örfáar búð- ir við Laugaveginn opnar. Nýtt greiðslukortatímabil hefst að öllu jöfnu átjánda hvers mánað- ar. Að sögn Gunnars Bæringsson- ar, framkvæmdastjóra Kreditkorta hf., er óleyfilegt að hefja korta- tímabil fyrr án sérstaks samnings við greiðslukortafyrirtækin. Fyrir komandi jól hefur verslunareigend- um staðið til boða að gera slíkan samning, og hafa margir nýtt sér hann. Mun því nýtt greiðslukorta- tímabil hefjast ellefta desember í flestum stórum búðum á höfuð- borgarsvæðinu og hjá öðrum, sem ætla sér hlut í jólaversluninni. Morgunblaðið/Sverrir Búist er við því að jólaverslunin taki fjörkipp þegar nýtt kortatímabil hefst 11. desember. Stefnt að 4 milljarða sparn- aði frá fjárlagafrumvarpinu Búnaðarbanka íslands breytt 1 hlutafélag og seldur á næsta ári MEÐ frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum á næsta ári, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi I gær, ger- ir ríkisstjórnin ráð fyrir að draga úr útgjöldum ríkisins um 2 millj- arða, ef miðað er við fyrirliggj- andi fjárlagafrumvarp. Auk þess verða á næstu dögum lögð fram frumvörp um ýmsar lagabreyt- Suðureyri: Vinnsla hefst í Frejrju í dag Meirihlutaeign Frosta og Norðurtanga staðfest á hluthafafundi í gær Suðureyri. VINNSLA hefst að nýju í Fiskiðjunni Freyju í dag. Á hluthafafundi í gær var samþykkt lækkun á eldra hlutafé úr 179 milljónum í '$9,5 milljónir króna, til jöfnunar taps. Þá var samþykkt aukning á hlutafé um 50 milljónir, sem selt var á nafnvirði. Frosti hf. á Súðavík og Norðurtanginn hf. á ísafirði keyptu hvor um sig 24,7 milljónir og Netagerð Vestfjarða 600 þúsund. Eignarhlutdeild Norðurtangans hf. og Frosta hf. er því orðin 70,2% í Freyjunni. Á hluthafafundinum kom fram megn óánægja heimamanna, sem keypt höfðu hlutafé í Freyju hf. við síðustu fjárhagslegu endur- skipulagningu fyrirtækisins og töldu þeir að áskriftarskilyrði sem þeir gengu þá að hefðu verið þver- brotin og áskildu sér rétt til að gera kröfur um endurgreiðslu. Fulltrúi Hlutafjársjóðs taldi þetta ekki eiga við rök að styðjast. í stjórn fyrirtækisins voru kjörnir Jón Páll Halldórsson frá Norðurtanganum, Ingimar Hall- dórsson og Auðunn Guðmundsson frá Frosta, Óðinn Gestsson fyiir hönd Suðureyrarhrepps og Lárus Hagalínsson fyrir hönd einstakl- inga í hópi hluthafa. Sturla Páll ingar sem eiga að gera það að verkum að tæpir 2 milijarðar sparist til viðbótar. Meðal fyrir- hugaðra ráðstafana er að fækka ríkisstarfsmönnum um 600, draga úr launakostnaði, ferða- kostnaði og risnu, lækka dagpen- inga ráðherra, þingmanna og embættismanna, og selja ríkis- fyrirtæki. Davíð Oddsson sagði í því sambandi að Búnaðarbanka Islands yrði breytt í hlutafélag þegar í upphafi næsta árs. Þegar Davíð Oddsson mælti fyrir frumvarpinu um ráðstafanir í rík- isfjármálum sagði hann, að við nú- verandi aðstæður yrði að leggja höfuðáherslu á að draga enn úr verðbólgu, þannig að hún verði til frambúðar minni en í helstu við- skiptalöndunum; og að draga úr viðskiptahalla með því að minnka þjóðarútgjöld, einkanlega neysluút- gjöld. Davíð sagði að fjárlagahalli mætti ekki vera meiri en fjárlaga- frumvarpið gerði ráð fyrir, 4 millj- arðar króna. Og styrkja þ'yrfti stjórn peningamála til að styðja við stöð- ugleika í gengi, en Davíð sagði að stöðugt gengi krónunnar væri öflugasta tækið til að viðhalda sem minnstri verðbólgu. Forsætisráðherra sagði að þar sem útlit væri fyrir að takast mætti að draga úr ríkisútgjöldum gæti verið hægt að lækka raunvexti á ríkisskuldabréfum í upphafi næsta árs. Sú aðgerð næði þó aðeins fram að ganga ef jafnvægi ríkti og Ijóst yrði að samstaða skapist um það í íslensku þjóðfélagi að tryggja stöð- ugt verðlag og lægri verðbólgu en í nálægum löndum. Miklar umræður voru á Alþingi í gær um frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um efnahagsaðgerðir. Stjórnar- andstæðingar lýstu yfir vonbrigðum með hvað ráðstafanir ríkisstjórnar- innar gengju skammt og gagnrýndu meðal annars að ekki væri fyrirhug- að að leggja skatt á fjármagnstekj- ur og ýmsan lúxus. Steingrímur Hermannsson formaður Framsókn- arflokksins vitnaði í þessu sam- bandi í málsháttinn um að fjallið liefði tekið jóðsótt og fæðst lítil mús. Sjá kafla úr ræðu forsætis- ráðherra á miðopnu og um- ræður á þingsíðu bls. 45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.