Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 44
IMORQUNBLiAÐIÐ. LAOGARIMGDHT. DBSBMBHB *9BQ M Ollum tilboðum í eigur þrotabús Istess hafnað Farið verður í mál við Skretting vegna vangreidds hlutafjárframlags LANDSBANKINN, sem er stærsti kröfuhafi í þrotabú Istess hf., hafnaði alfarið tveimur er- Sýningu Krist- jönu að ljúka SYNINGU Kristjönu F. Arndal í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju lýkur á sunnudagskvöld. Á sýningunni eru um 30 myndir, mest olíumálverk. Þetta er 10. eink- asýning Kristjönu, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga bæði hér heima og erlendis. Kristjana var bæjarlistamaður á Akureyri á síðasta ári, 1990 og eru verk á sýningunni meðal annars frá þeim tima. Sýningin verður opin í dag, laug- ardag og á morgun, sunnudag frá kl. 14 til 21.30. ------» ♦■■■<--- Ljósin kveikt ájólatrénu KVEIKT verður á jólatrénu frá vinabæ Akureyrar, Kandes í Dan- mörku, á Ráðhústorgi á morgun laugardag. Athöfnin hefst kl. 16 með því að B-sveit Tónlistarskólans á Akureyri leikur nokkur jólalög. Þá flytur ræð- ismaður Dana á Akureyri, Sigurður Jóhannesson, ávarp, en að því loknu verða Ijós tendruð á jólatrénu. Halldór Jónsson bæjarstjóri flytur ávarp og kór Akureyrarkirkju syngur jólalög, en að lokum koma jólasvein- ar í heimsókn. lendum tilboðum í verksmiðjuhús og vélar þrotabúsins og að svo stöddu hafnaði hann einnig til- boði Laxár hf., sem stofnað var eftir gjaldþrot Istess. Líklegt er að Fóðurblandan hf. muni gera tilboð í eignirnar eftir helgi og er þess nú beðið. Jóhannes Sigurðsson, bústjóri þrotabús ístess hf., sagði eftir skiptafundi í gær að málin skýrðust í næstu viku, en menn væru að bíða eftir tilboði í eignirnar frá Fóðurblöndunni hf., en það er fyrir- tæki á sama meiði og Laxá, þ.e. framleiðir m.a. fóður til fískeldis. Þijú tilboð bárust í eignir þrota- búsins: Laxá, sem stofnað var síð- astliðið sumar eftir gjaldþrot Istess, bauð um 30 milijónir króna í verk- smiðjuhús og vélar og Skretting AS í Noregi bauð 58 miiljónir króna. Tilboð Skretting var skilyrt að því leyti að gerð var krafa um að van- greitt hlutafjárframlag upp á 37 milljónir króna yrði fellt niður, en Skretting var sem kunnugt er stór hluthafi í ístess hf. Þá bauð finnskt fyrirtæki, Soffco, 9 milijónir króna í hluta af vélum þrotabúsins. Landsbankinn sem er stærsti kröfuhafínn í búið hafnaði alfarið tilboðum erlendu aðilanna og tilboði Laxármanna einnig að svo stöddu, en fram hafið komið að Fóðurbland- an hf. myndi gera tilboð í eignirn- ar. Jóhannes sagði að menn ætluðu að bíða eftir því tilboði áður en nokkuð yrði ákveðið. Ákveðið hefur verið að höfða mál gegn Skretting AS í Noregi til að innheimta vangreitt hlutafjárfram- lag til Istess. Kröfur í þrotabúið nema um 450 milljónum króna, en fyrirtækið á útistandandi skuldir upp á rúmlega í maí 1940 kom stríðið í Eyjafjörð. Nasistar urðu uggandi, kon- ur fóru í ástandið og karlar í Bretavinnu. Hernámsliðið hóf njósnaveiðar, kirkjuklukkur Akureyrarkirkju fengu nýtt hlutverk og Bretar hnepptu Eyjafjörð í herfjötur. Á Dalvík leituðu her- menn eftir óþekktri „laddí” og „fyrsta dauðsfallið” í styrjöldinni á íslandi átti sér stað. Fyrir tilviljun tók stríðið land á Ólafsfirði en á Siglufirði áttu Bretar óhæga vist. Nyrsta „herstöð” setu- liðsins var í Grímsey. Þetta er sjónarsviðið sem Jón Hjaltason, sagnfræðingur, hefur undir í þessari nýjustu bók sinni. Athugið: 1. prentun uppseld frá forlaginu. 2. prentun komin í bókaverslanir. 200 milljónir króna. Þar er um að ræða skuldir fiskeldistöðva, bæði í Færeyjum og á íslandi. Ljóst er að stór hluti af innlendu kröfunum verður afskrifaður, en Jóhannes sagði að ef til vill tækist að inn- heimta eitthvað að skuldum Færey- inga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þijú skip komu með rúmlega 2.000 tonn í Krossanes í gær. Þrjú skip með 2.000 tonn af loðnu til Krossaness „VIÐ vorum þrjá sólarhringa að og náðum þessu í 11 köstum, það er alltof mikið. Við viljum fá þennan afla í 3 til 4 köstum,” sagði Sigurður Kristjánsson, stýrimaður á Þórði Jónassyni EA, sem kom inn með fullfermi til Krossaness í gær. Þrjú skip komu með loðnu til Krossaness í gær, samtals rúmlega 2.000 tonn. Þórður Jónasson EA kom um hádegisbil með .715 tonn eða fullfermi, Súlan EA kom skömmu síðar með um 780 tonn og Guðmundur Ólafur ÓF kom í gærkvöld með um 600 tonn. Þórður Jónasson EA var að veið- um norður af Sléttu, skipið fór út á mánudagsmorgun og kom inn til löndunar um hádegi á föstudag. „Við hefðum viljað vera fljótari að ná þessu, veðrið á miðunum var einstaklega gott, blíða allan tímann, en loðnan er mjög dreifð. Menn bíða eftir að hún þéttist, þá fer þetta að ganga betur,” sagði Sig- urður. Hann sagði að verðið sem borgað væri fyrir loðnuna nú væri svipað og borgað var fyrir þremur ánjm. „Eg veit ekki nákvæmlega hvað þeir borga núna, en það er í kring- um 4.500 krónur á tonnið, sem er svipað og við fengum fyrir þremur árum, en þá sigldum við með aflann frá Sokksnesi. Ég held að fáir aðr- ir en sjómenn myndu sætta sig við kauplækkun. Jóhann P. Anderssen, fram- kvæmdastjóri Krossaness, var að vonum ánægður og sagði að svo til allt rými væri fullt eftir þessar þijár landanir. Það tekur um fimm sólar- hringa að vinna loðnuna í verk- smiðjunni. Á þessari vertíð hafa um 3.800 tonn af loðnu borist til Krossaness. Eining fær verkfallsheimild: Óánægja með seinaganginn segir Sævar Frímannsson STJÓRN og trúnaðarmannaráði verkalýðsfélagsins Einingar hef- ur verið veitt heitnild til verk- fallsboðunar. Að undanförnu hafa verið haldnir fundir í deild- um félagsins og voru atkvæði talin á síðasta fundinum sem haldinn var í Ólafsfirði í fyrra- kvöld og var niðurstaðan sú að 88% sögðu já við þeirri tillögu að veita stjórn og trúnaðar- mannaráði heimild til verkfalls- boðunar. Sævar Frímannsson formaður Einingar sagði að á þeim fundum sem haldnir hafa verið síðustu daga hafí skýrt komið í ljós mikil óánægja meðal félagsmanna með seinagang í viðræðum um kjarasamning. Fólk væri ósátt með hve illa gengi að ræða um sérkröfur við atvinnurek- endur og ekki væri annað á því að heyra en það væri tilbúið að beita öllum þeim ráðum sem tiltæk eru til að fá hreyfingu í málið. Ef önn- ur ráð duga ekki væri fólk tilbúið að fara í verkfall. „Það er ekki annað á fólki að heyra, en nú sé ekki um annað að ræða en taka á þessum málum eins og við mögulega getum. Það er al- menn óánægja með stöðuna eins og hún er í dag, því hún er nákvæm- lega sú sama og þegar byijað var að reyna að fá viðræður við vinnu- veitendur. Fólk er tilbúið til að leggja nánast allt í sölurnar til að fá hreyfingu á sérkjaraviðræðurn- ar, jafnvel verkfall. Menn eru til- búnir að fórna öllu til að koma þess- um viðræðum af stað, fólk er sárt og finnst atvinnurekendur draga lappirnar í málinu og fara undan í flæmingi,” sagði Sævar. Heimild sú sem stjórn og trún- aðarmannaráð Einingar hefur nú fengið er almenn. Félagssvæði Ein- ingar er allt Eyjafjarðarsvæðið og eru félagsmenn, bæði aðal og auka- félagar rúmlega fjögur þúsund. Aðventukvöld í báðum kirkjunum AÐVENTUKVÖLD verða haldin í Akureyrarkirkju og Glerár- kirkju annað kvöld, sunnudags- kvöldið 8. desember og hefjast það kl. 20.30. Efnisskráin í Glerárkirkju verður blöncjuð tali og tónum, en ræðumað- ur kvöldsins verður Tryggvi Gísla- son skólameistari. Kór Glerárkirkju Ieiðir almennan söng, undir stjórn Akureyrarbær auglýsir *“ deiliskipulag við Bugðusíðu Uppdráttur er sýnir tillögu að deiliskipulagi svæðis, sem af- markast af Austursíðu, Bugðusíðu, lóð Bjargs við Bugðu- síðu, og fyrirhuguðu miðhverfi við Hlíðarbraut, liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Hafnar- stræti 88b, næstu 5 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 10. janúar 1992, þannig að þeir, sem þess óska, geti kynnt sér tillöguna og gert athugasemdir sþr. grein 4.4. í skipulagsreglugerð. í tilllögunni er gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggð tvö 7 hæða fjölbýlishús með samtals 70 íbúðum. Skipulagsstjóri Akureyrar. Jóhanns Baldvinssonar, en með kórnum leikur einnig strengjasveit og Hólmfríður Benediktsdóttir syngur einsöng. Á aðventukvöldinu verður flutt verkið Laudate Dominum eftir Moz- art, en 200 ár voru liðin frá and- láti hans 5. desember síðastliðinn. 1 lok dagskrárinnar verður ljósa- hátíð þar sem lesnir verða ritningar- lestrar og tendruð kertaljós, en unglingar munu aðstoða. Ræðumaður kvöldsins í Akur- eyrarkirkju verður Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á dagskrá verður einnig upplestur og Kór Akureyrarkirkju syngur jóla og aðventulög. Einsöngvari verður Óskar Pétursson, en Gordon Jack leikur á trompet. Hátíðinni lýkur með ljósahátíð og helgistund í um- sjá Æskulýðsfélags Akureyrar- kirkju. Akureyrarkirkja hefur jafnan verið fullsetin á aðventukvöldunum undanfarin ár, en slíkar kvöldstund- ir í kirkjunni hafa þótt ómissandi liður í jólaundirbúningnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.