Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 64
MORGONBLMJID LAUGMÍDAGUR 7.1DE8EMBER)aOM Bernódía Sigurðar- dóttir, Vestmanna- eyjum — Minning Fædd 15. febrúar 1920 Dáin 1. desember 1991 Fyrsti sunnudagur í aðventu, jól- amánuðurinn að byija. Tími sem Beddu þótti ákaflega vænt um. í ár var bara kveikt á fyrsta aðventu- kertinu hjá Beddu. Hið líkamlega þrek hennar var búið og hið and- lega varð að sætta sig við niðurstöð- una. Það var einmitt það síðar- nefnda sem einkenndi Beddu alla ævi. Margir ævistormamir hennar voru nístingskaldir. Föðurlaus varð hún 10 ára gömui, þijú af sjö börn- um missti hún og Sveinn maðurinn hennar dó skyndilega þegar yngsta barnið var á ellefta ári. Eftir þrek- raunir þessar stóð hún jafn hnar- reist og ákveðin í að með jákvæðu hugarfari kæmist hún í gegnum erfiðleikana. Eftirfarandi ljóðlínur fínnst mér eiga svo vei við Beddu. Þar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Það verður sem þú væntir. Það vex, sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt, og búast við því besta, þó blási kalt. (Kristján frá Djúpalæk) Mér varð strax ljóst þegar ég kynntist Beddu að þar fór kona með sterkan vi(ja, en alltaf virti hún skoðanir annarra. Bedda var glæsi- ieg kona og gjafmild með eindæm- um. Hún hafði litlar áhyggjur af daglegum útgjöldum ef hún gat glatt einhvern, hvort sem það var með lítilli eða stórri gjöf. Bamabömin og barnabarnabarn voru henni ákaflega mikils virði og það voru ekki bara þau sem kölluðu hana Beddu ömmu. Börn almennt hændust að henni enda fylgdi henni glens og gaman. Ég kveð Beddu með þakklæti og virðingu. Gulla í dag, laugardag, verður til mold- ar borin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum, amma mín Bernódía Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 59, Vest- mannaeyjum. Mig langar til að minnast í fáum orðum Beddu eins og hún var alltaf kölluð, en Bedda var ámma mín. Bedda var ekki bara amma mín, heldur var hún líka vinur minn. Það var gaman að koma til ömmu til Vestmannaeyja því það var alltaf sama hlýjan sem hún veitti mér og ef eitthvað var að hjá manni þá var amma alltaf til staðar. Amma Bedda hafði banvænan sjúkdóm sem hún hafði barist hetjulega á móti í nokkur ár, en að lokum þurfti hún að lúta í lægri haldi fyrir sjúk- dómnum. Ég og hún amma áttum margar ánægjulegar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. En nú er hún amma sofnuð svefninum langa og þjáningar hennar horfnar, því ég veit að góður Guð gefur ömmu góða heimkomu, því kærleikur og traust hennar var svo mikið. Þakka ég henni fyrir alit það sem hún hefur gert fyrir mig og megi góður Guð vera með elsku ömmu minni. Freyr Friðriksson í dag er til moldar borin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum frú Bernódía Sigurðardóttir. Tengdamóðir mín, Bedda eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 15. febrúar 1920, dóttir hjónanna Halldóru Hjörleifsdóttur og Sigurð- ar Hróbjartssonar útgerðarmanns frá Litla-Landi í Vestmannaeyjum. Bedda var yngst 5 systkina en 4 þeirra eru nú látin, en Margrét 0g Guðmunda sjá á eftir elskulegri systur. Bedda var tvígift. Árið 1955 gift- ist hún seinni manni sínum Sveini Ársælssyni útgerðarmanni í Vest- mannaeyjum, en Sveinn lést snögg- lega árið 1968. Bedda eignaðist 7 börn og lifa 4 móður sína. Þau eru: Hlöðver, sjómaður í Vestmannaeyjum, Dóra, bankaritari Reykjavík, Ársæll, hús- asmíðameistari Vestmannaeyjum og Sveinn, rafvirki Vestmannaeyj- um. Þijá syni missti Bedda, fyrsta barn sitt aðeins 6 mánaða gamalt, Örlyg af slysförum árið 1965, og Sigurð Karl 1. október á síðastliðnu ári úr þeim sjúkdómi er síðar lagði Beddu sjálfa að velli eftir mikið og erfitt stríð. Það væri synd að segja að lífið hafi leikið við Beddu, en eins og hún sagði sjálf þá harðnar maður við hveija raun. Bedda var ákaflega traust manneskja, föst fyrir. Hún hafði ákveðnar og fastar skoðanir, hún var alltaf tilbúin að rökræða skoðanir sínar ef þess þurfti með, þannig að maður gat ekki annað en dáðst að hörku hennar og dugn- aði. Þegar Sveinn lést árið 1968 stóð Bedda ein með börnin á aldrinum 10, 11 og 12 ára, en hún barðist fyrir lífinu og starfaði í Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyjum í mörg ár, einnig starfaði hún hjá Heijólfi hf. og síðustu ár hjá Safnahúsi Vest- mannaeyjabæjar. Bedda og Sveinn byggðu sér fallegt hús á Túngötu 16 og bjó Bedda þar til ársins 1985, en keypti sér þá íbúð í nýju húsi á Kirkju- vegi 59, þar sem áður stóð æsku- heimili hennar Litla-Land. Það var oft fjör á heimili Beddu og Sveins. Bedda var ákaflega listræn og sá ýmsar myndir í gijóti og setti í garð sinn, þó sérstaklega á meðan hún bjó á Túngötu 16, enda vann hún margoft til verðlauna fyrir þann garð. Barnabörnin eru 8 og eitt barna- bamabarn og sakna þau nú sárt ömrau Beddu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Beddu fyrir mörgum árum en ég og sonur hennar Örlyg- ur vorum æskuvinir og seinna varð ég einn af fjölskyldunni sem voru mín gæfuspor. Við Bedda sátum oft tvö og ræddum málin, allt milli himins og jarðar. Hún virtist inni í öllum málum, hvort það var um trúmál, pólitík, áfengismál eða annað. Bedda var mjög trúuð kona, en vildi halda því fyrir sjálfa sig, og hún flíkaði ekki tilfinningum sín- um, en hún vissi að hún átti góð börn sem umvöfðu hana ást og kærleika, sem kom best fram í öll- um þeim veikindum er steðjað hafa að fjölskyldunni sl. 4 ár. Örlygur Gunnar, Tracy og litla langömmubarnið Þórdís sem búa í Englandi, Óskar Sveinn og Ólöf sem búa í Noregi senda innilegar samúðarkveðjur og þakka ömmu Beddu alla tryggðina sem hún hef- ur sýnt þeim. Það er trú mín og bæn að sá sem öllu ræður og stjórnar gefi minni hjartkæru tengdamóður góða heimkomu og leiði hana að vötnun- um þar sem hún má næðis njóta, því hann sagði sjálfur, komið tií mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld. Það er stórkostlegt að mega trúa orðum meistarans, þó svo að maður skilji stundum ekki tilgang lífsins þegar sorg og kvöl er lögð á sömu fjölskylduna, en það er líka gott að vita að Drottinn leggur ekki meira á neinn en það sem hann getur borið. Megi góður Guð blessa Beddu og gefa börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabarni frið, styrk og kærleika í þeirra miklu sorg. Guð blessi Beddu og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Friðrik Óskarsson Elskuleg amma mín, Bedda amma, er látin eftir erfiða sjúk- dómsgöngu sem hún barðist hart gegn. Eg mun ávallt minnast þess hvað hún vildi manni alltaf vel og hún gaf ávallt mikið meira af sér heldur en hún þáði sjálf. Ég minnist alltaf gömlu, góðu bíltúranna sem hún fór með mig og systur mína í um helgar fyrir nokkr- um árum. Þá hafði hún mikið yndi af því að sýna okkur steina sem hún gat ávallt séð myndir út úr. Hún Bedda amma hafði mikið dálæti af listrænum gripum og var hún sjálf listræn í sér. Garðurinn hennar á Túngötunni þótti mjög fallegur og fékk hún tvisvar verðlaun fyrir fal- legan garð. Varð það hennar yndi að vera úti í garði. Hún safnaði sér steinum og tijádrumbum sem hún skreytti garð sinn með auk þess setti hún stundum fallegar og stóra styttur við blómabeðin sín. Seinna þegar hún flutti að Litlalandi, sá hún um garðinn fyrir íbúana af sömu ánægju og áður. Hún var alltaf mikil jólamann- eskja í sér og hjálpaði okkur mikið með jólaundirbúninginn með því að baka kökur og skreyta, sérstaklega minnist ég góðu kókosbollanna hennar sem við hnoðuðum saman um jólin. Það var alltaf afar ánægju- legt að hafa hana hjá okkur um jólin því að þá fylltist maður af jóla- stemmningu, og verður mjög tóm- legt að geta ekki haft hana hjá bkkur núna um jólin. Amma þurfti hvíld að fá eftir erfiða mánuði vegna sjúkdóms síns og var hún orðin þreytt. Guð geymi ömmu og gefi henni góða hvíld. Karen Nú er gengin góð kona. Bernódía Sigurðardóttir, eða Bedda, eins og hún var alltaf kölluð, lést í Vest- mannaeyjum að kvöldi fullveldis- dagsins, 1. desember sl., eftir langa þrautagöngu í bráttu við illvígan sjúkdóm. Það er raunar með ólíkindum hveijar byrðar lífið lagði á herðar Beddu, og þó enn frekar hversu vel hún bar þær. Yngsti sonur hennar og æskuvinur minn, Karl Sveinsson, lést 1990 eftir langvarandi baráttu við hræðilegan sjúkdóm. Skömmu síðar var Bedda sjálf heltekin af krabbameini, sem nú hefur leitt hana til fundar við horfna ástvini. Jafnvel þróttmestu manneskjur geta brotnað undan slíku álagi, eða þá hitt, sem kannski gerist oftar, brynjað sig hijúfri skel gegn öllu og öllum í umhverfinu. En ekki Bedda. Öll hin sælu æskuár átti ég 0g allir aðrir félagar og vinir sona hennar, hlýtt og ástríkt athvarf hjá þessari góðu konu. Aldrei fann ég mun á því hvort synir hennar eða vinir þeirra ættu í hlut. Allir voru umvafnir sömu glettniblöndnu ástúðinni. Oft datt maður,' svo úr blæddi, eða fékk glóðarauga í fótboltaleik með knattspyrnufélaginu Smára, sem átti heimavöll vestan við húsið á Túngötunni og félagsheimili í eld- húsinu hjá Beddu. Þá mátti eigin- lega einu gilda hvort maður hljóp kjökrandi inn í eldhús til Beddu eða heim til mömmu. Á báðum stöðum var- sama hlýja huggunin - og mjólk og kökur á eftir. Síðan óx maður út úr æskuum- hverfi sínu og samvistir með Beddu urðu stopulli. Skólaganga í Reykja- vík og erlendis gerðu það að verkum að fundum okkar bar ekki saman nema í leyfum á heimaslóð nokkra daga á ári. En svo fór að ég átti enn og aftur eftir að upplifa manngæsku og mildi þessarar konu. Fyrir nokkrum árum háði móðir mín heit- in sitt dauðastríð við sama sjúkdóm og Bedda laut í lægra haldi fyrir nú. Bedda reyndist henni mikil stoð og stytta og hlífði sér ekki við erfið- um ferðalögum milli lands og Eyja til að vera henni til halds og trausts, þótt hún sjálf gengi ekki heil til skógar. Og þá, eins og jafnan áður, var stutt í brosið og glettnina hjá Beddu, þótt sitthvað bjátaði á. Sumt fólk er einfaldlega þeirrar gerðar að manni líður vel í návist þess, hvernig svo sem aðstæður eru að öðru leyti. Þannig var Bedda. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja Beddu og þakka henni fyrir allt, sem hún var mér og mín- um. Eftirlifandi börnum hennar fjór- um votta ég mína dýpstu samúð. Páll Magnússon Minning: Bragi Húnfjörð skipasmíðameistari Fæddur 3. maí 1926 Dáinn 30. nóvember 1991 Mig langar að minnast vinar míns Braga í Hólminum. Ekki mun ég rekja ættir hans. Það eftirlæt ég öðrum. Mér er minnisstætt er ég sá Braga fyrsta sinn. Það var í Purkey sumarið 1955 er ég var 8 ára gam- all og fannst mér strax mikið til hans koma. Hann var kraftalega vaxinn, kvikur í hreyfíngum, snögg- ur í tilsvörum, sögumaður góður, orðheppinn og fróður. Man ég vel hve mikil upplyfting það var fyrir okkur strákana í eyj- unni er hann fór að venja komur sínar þangað. Bragi átti allra manna auðveldast með að umgang- ast böm og hafði af þeim yndi, enda hændumst við strákarnir fljótt að honum. Sérstaklega er mér minnisstætt' hvað hann nennti að hafa okkur mikið í kringum sig, tók okkur með sér hvert sem hann fór, í dúntekju, eggjatínslu, veiðiferðir og fleira. Einnig hve miklum tíma hann eyddi í okkur við spjall og beinlínis kenndi okkur með líkinga- máli á lífið og tilveruna gegnum sjálfa náttúruna sem við vorum í svo náinni snertingu við í eyjunum. Oft hef ég óskað þess að börnin mín kynntust í uppvexti sínum manni eins og Braga sem gæti fijáls og óháður „fílósóferað” við þau um lífsins gagn og nauðsynjar eins og Bragði gerði með okkur strákunum. En Bragi átti önnur og alvar- legri erindi í eyjuna en að heim- sækja okkur strákana. Hann var nefnilega að heimsækja sína heitt- elskuðu, heimasætuna Helgu Krist- valdsdóttur „sem að sjálfsögðu hlaut að falla” fyrir þessum mynd- armanni. Eftir á að hyggja fannst mér enn meir til þess koma hvað hann var góður við okkur strákana og eydui í okkur miklum tíma, er tekið er tillit til þess að þarna var hann í tilhugalífinu að heimsækja konuefni sitt. Öll sín búskaparár bjuggu þau hjón í Stykkishólmi og eignuðust 8 börn. Þau eru: Tómas Magni, fædd- ur 13. desember 1955, ókvæntur, býi' í föðurhúsum; Magðalena, fædd 29. desember 1957, ókvænt, býr í Reykjavík; Anna Ragna, fædd 3. maí 1959, ókvænt, býr í Reykjavík; Hólmfríður Jóna, fædd 13. júní 1961, býr í Reykjavík, gift Geir Siguijónssyni; Margrét Steinunn, fædd 13. júní 1961, býr í Reykja- vík, sambýlismaður Valdimar Ól- afsson; Björg Ólöf, fædd 23. júlí 1964, býr í Reykjavík, sambýlis- maður Ragnar Óskarsson; Bogi, fæddur 1. febrúar 1966, býr í Stykkishólmi, ókvæntur; Sigríður Laufey, fædd 13. september 1969, býr í Reykjavík. Lífsbaráttan var hörð á þessum árum og þurftu þau hjón oft að leggja hart að sér til að koma hinum stóra barnahópi til manns. Bragi var lítt menntaður frá uppvaxtarái'- um sínurn og stundaði sjómennsku framan af. Til að bæta lífsafkomu fjölskyld- unnar fer hann að huga að námi, á þeim aldri. er flestir eru hættir skólagöngu. Bragi var vel greindur og átti gott með að læra og 33 ára tekur hann vélstjórapróf frá Stýri- mannaskólanum. Honum féll ekki sjómennskan vegna fjarveru frá fjölskyldu sinni og ákveður að hefja skipasmíðanám. Réttindi sem skip- asmíðameistari fékk hann fertugur. Bragi var mjög félagslyndur og tók mikinn þátt í félagslífi í Hólmin- um. Um tíma tók hann þátt í stjórn- málum, áhugaleikari hjá leikfélag- inu, var formaður Aftanskins, fé- lags eldri borgara, frímúrari o.fl. I Braga bjó veldi ólíkra þátta, barnagælunnar, veiðimannsins, byltingarmannsins, bókaormsins, enda maðurinn sjálfur listasögu- maður og líf hans oft með slíkum tilþrifum að ævintýralegt þætti í skáldsögu. Síðustu árin var Bragi ekki heilsuhraustur og varð að láta af skipasmíðum sökum heilsubrests. Aldrei hvarflaði þó að Braga að setjast í helgan stein og alltaf gat hann fundið sér eitthvað að sýsla. Eftir að heilsu tók að þverra hin síðustu ár venti hann sínu kvæði í kross og gerðist verslunarmaður og rak videóleigu heima hjá sér. Slík var aðlögunarhæfni Braga. Bragi var maður vinafastur og er mér ljúft á þessari stundu að minnast þeirra samskipta er við og fjölskyldur okkar hafa átt á lífsleið- inni. Ég tel að hann hafi haft í rík- um mæli marga bestu eiginleika forfeðra sinna, ásamt þeirri þraut- seigju sem fleytt hefur íslensku þjóðinni yfir aldanna sjó. Ég, móðir mín, Margrét Hjartar- dóttir og fjölskylda mín, þökkum Braga samfylgdina og vottum konu hans, börnum, tengdasonum og barnabörnum samúð okkar. Þorsteinn Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.