Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 ÞJONUSTUNA TIL FOLKSINS efiir Finn Ingólfsson Tilvist og framtíð Samstarfsráðs heilsugæslustöða í Reykjavík hefur að undanförnu verið nokkuð til umræðu. Umræðan vaknaði í kjölf- ar þess að einn af „sjálfstætt” starf- andi heimilislæknum í Reykjavík, Olafur F. Magnússon, varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti í borgarstjórn fyrir hönd borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins tillögu sem gerði ráð fyrir því, að Sam- starfsráð heilsugæslustöðva í Reykjavík yrði lagt niður. Það er mikilvægt að sífellt sé í gangi um- ræða um það, hvort nauðsynlegt sé að stjórnir, nefndir og ráð eigi tilverurétt. Slíkt veitir aðhald og gefur þeim sem í þeim sitja tæki- færi til að gera grein fyrir því starfi, sem þar fer fram. Starfsgrundvöllur Samstarfsráðsins byggist á reglu- gerð sem gefin var út 4. sept. 1990 og styðst við 21. gr. laga nr. 97 1990 um heilbrigðisþjónustu. I þeirri grein er gert ráð fyrir að heilbrigðisráðherra setji reglugerð í samráði við héraðslækninn í Reykjavík um fyrirkomulag á sam- vinnu heilsugæslustöðva innan Reykjavíkurlæknishéraðs. Þær full- yrðingar að skipun Samstarfsráðs- ins styðjist ekki við lög eru því úr lausu lofti gripnar. Valddreifing í maí 1989 voru samþykkt lög frá Alþingi um breytta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga þar sem yfirstjóm allra heilbrigðismála fluttist frá sveitarfélögunum til rík- isins. Þessari breytingu var síðan fylgt eftir með breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu. I Reykjavík hafa nú verið stofnuð fjögur sjálf- stæð heilsugæsluumdæmi, sem hvert um sig hefur sjálfstæða stjóm. Völd og verkefni sem áður voru hjá borgarstjóranum í Reykja- vík og heilbrigðisráðuneytinu hafa nú verið færð út til stjórna heilsu- gæslustöðvanna. Hver og ein heilsugæslustöð hefur nú verið gerð fjárhagslega sjálfstæð. Ráðningar starfsfólks og ákvarðanir um kaup á tækjum og búnaði hafa verið færðar til stjórna stöðvanna. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að dreifa valdi og færa ákvarðanir eins nálægt vettvangi og kostur er, þannig að saman geti farið fjár- hagsleg og rekstrarleg ábyrgð. Sjálfstæðar stjórnir Mörg þeirra verkefna sem unnið er að á einstökum heilsugæslu- stöðvum í borginni gætu verið sam- eiginleg. Þjónusta milli heilsugæsl- ustöðvanna þarf að vera sambæri- leg þannig að íbúar borgarinnar sitji allir við sama borð hvað þjón- ustu stöðvanna snertir. Því er af- skaplega mikilvægt að góð og náin samvinna sé milli stjóma og starfs- fólks heilsugæslustöðvanna. Sam- starfsráðið er því fyrst og fremst samráðs- og samstarfsvettvangur heilsugæslustöðvanna í Reykjavík og Heilsuverndarstöðvarinnar. Það er skipað þannig að það eru for- menn stjórna heilsugæsluumdæ- manna, sem ráðið skipa ásamt hér- aðslækninum í Reykjavík og form- anni stjórnar Heilsuverndarstöðvar- innar. Samstarfsráðið kýs sér sjálft formann og á fyrsta fundi Sam- starfsráðsins var sá er þetta ritar valin formaður Samstarfsráðsins. Það er víðs fjarri að Samstarfsráðið sé eða líti á sig sem yfirstjórn heil- sugæsluumdæmanna í borginni heldur hefur Samstarfsráðið lagt á það áherslu í starfí sínu, að heilsu- gæsluumdæmin væru sjálfstæð og hefur á engan hátt reynt að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar eru teknar. ViII deila og drottna A meðan stjórn heilsugæslunnar var í höndum Reykjavíkurborgar var starfandi eitt heilbrigðisráð í borginni, sem fór með yfirstjórn allra heilsugæslustöðva í Reykjavík. Ráðið var skipað pólitískt kjörnum fulltrúum og þess gætt að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði töglin og hagldirnar í ráðinu. Ákvarðanir heilbrigðisráðs öðluðust hins vegar ekki gildi fyrr en borgarstjórinn hafði lagt blessun sína yfir þær í borgarráði, eða m.ö.o. allar ákvarð- anir voru teknar af einum manni. Það er þetta fyrirkomulag sem fyrr- verandi borgarstjóri í Reykjavík, núverandi forsætisráðherra, vill innleiða í málefnum ríkisins. Glöggt dæmi um hugarfarið eru þau drög að reglugerð um Byggðastofnun sem forsætisráðherra hefur látið semja, en þar er gert ráð fyrir því, að öll útlán stofnunarinnar þurfi að bera undir hann. Hann kann best við sig í hlutverki stóra bróður við að skammta. Þetta eru gömlu vinnubrögðin sem viðgengust fyrir austan járntjald, sem sjálfstæðis- menn vilja viðhalda í Reykjavík, því þeir vilja deila og drottna. Þegar þetta er haft í huga, þá þarf ekki að koma á óvart þó Olafí F. Magn- ússyni hafi tekist að draga allan borgarstjómarflokk Sjálfstæðis- flokksins til liðs við sig um tillögur, sem fyrst og fremst eru til þess ætlaðar að standa vörð um hags- muni Ólafs F. Magnússonar sem „sjálfstætt” starfandi heimilislækn- is í Reykjavík. Þversagnir í málflutningi Rökin sem fram koma í máli Ólafs F. Magnússonar fyrir því að leggja Samstarfsráðið niður eru í senn Iéttvæg og þversagnarkennd. í fyrsta lagi telur Ólafur að nauð- SEffi TVÆR GOÐAR EFTIR TRYGGVA EMILSSON PEKKIR MJ HANA? Ógleymanleg saga um viöbur^aríka œvi konu sem flestir Islendingar þekkja. Hún er gœdd einstœðum hœfi- leikum og berst gegn örlögunum meö yfirnáttúrlegum kröftum: forneskju, líkamsafli E/. og góðvild. v2mvtf FRABÆR BOK! Myndir eftir Grétu V. Guömundsdóttur. Hestar og hressir krakkar, löggur i mannraunum, hœttur á hverju leiti, glens og gaman. Litmyndir á hverri opnu. Fjölskylduspil fylgir í hverri bók. £>E/A/ r 980kr. Dreifing: íslénsk bókadreifing hf., Suðurlandsbraut 4, sími 686862. sm Finnur Ingólfsson „Það er víðs fjarri að Samstarfsráðið sé eða líti á sig sem yfirstjórn heilsugæsluumdæm- anna í borginni heldur hefur Samstarfsráðið lagt á það áherslu í starfi sínu, að heilsu- gæsluumdæmin væru sjálfstæð.” synlegt sé að kjörnir fulltrúar borg- arbúa sitji í Samstarfsráðinu. Um leið leggur hann til, að framkvæmd- astjóri Heilsuverndarstöðvarinnar, héraðslæknirinn í Reykjavík og hjúkrunarforstjóri Heilsuverndar- stöðvarinnar, sem allir eru embætt- ismenn ríkisins, sjái um samræm- ingu á starfi heiisugæslustöðvanna í borginni. Allt er þetta fólk full- fært til þeirra verka en tæpast verða embættismenn ríkisins nú flokkaðir sem kjörnir fulltrúar borg- arbúa. Hér kristallast þversagnirn- ar í málflutningi Ólafs. Þjónusta út í hverfin í öðru lagi hefur Ólafur F. Magn- ússon haldið því fram, að Sam- starfsráðið hafi gert tilögur um flutning starfsfólks frá Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur yfir á heilsugæslustöðvarnar án nokkurs samráðs við stjórn Heilsuverndar- stöðvarinnar eða starfsfólk þar. Hið sanna í þessu er að á tveimur fund- um Samstarfsráðsins var rætt um með hvaða hætti mætti í framtíð- inni flytja þá þjónustu sem nú er veitt á Heilsuverndarstöðinni út á heilsugæslustöðvarnar, sem næst fólkinu úti í hverfum borgarinnar. Engar tillögur lágu fyrir í þeim efnum enda hefðu þær fyrst verið kynntar í stjórnum allra heilsuum- dæmanna og stjórn Heilsuverndar- stöðvarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að skilja Ólaf F. Magnús- son öðruvísi en að hann sé á móti því að færa þjónustuna út í hverfin til fólksins. Nýtt rekstrarform í þriðja lagi nefnir Ólafur sem rök fyrir því að leggja Samstarfs- ráðið niður, að þegar gengið hafi verið frá samningum við lækna í Álftamýri um kaup ríkisins á rekstri þeirra hafí ekki verið haft samráð við stjórn viðkomandi heilsugæslu- umdæmis. Samningur þessi milli ríkisins og læknanna í Álftamýri var í nokkur skipti ræddur í Sam- starfsráðinu. Fyrst og fremst til að afla frétta af því, hvernig samnings- gerðin gengi milli læknanna og heilbrigðisráðuneytisins. Samning- urinn er á milli heilbrigðisráðuneyt- isins og fjármálaráðuneytisins ann- ars vegar og eigenda rekstursins hins vegar og Samstarfsráðinu al- veg óviðkomandi enda hefur það engin afskipti haft af málinu. Stjórn heilsugæsluumdæmisins gerði síðan samning við starfsfólk heilsugæslu- stöðvarinnar í Álftamýri um að veita heilsugæsluþjónustu á ákveðnu svæði fyrir ákveðið verð. Hér er um nýjung að ræða. Verið er að reyna nýtt rekstrarform í heilsugæslunni í Reykjavík. Skilja má af orðum Ólafs að hann sé á móti slíku rekstrarfyrirkomulagi. Málflutningurinn dæmir sig sjálfur í fjórða lagi nefnir Ólafur til sem rök og þau kannski þyngst, að sennilega hafi staðið til að kaupa húsnæði að Lynghálsi 9, sem Ólafur segir að sé eign Tímans, sem er nú auðvitað rangt að gera að heilsu- gæslustöð fyrir Árbæjarhverfi í trássi við allt og alla. Þegar mál- flutningurinn er kominn á þetta plan þá dæmir hann sig sjálfur. Samstarfsráð heilsugæslustöðva .hefur ekki starfað lengi, því er lítil reynsla komin á störf þess. Heil- brigðisráðherra hefur óskað eftir því að ráðið setti uppbyggingu heilsugæslustöðva í Reykjavík upp í forgangsröð. Þær tillögur hefur nú Samstarfsráðið sent heilbrigðis- ráðherra en um þær náðist nokkuð víðtæk samstaða í öllum heilsu- gæsluumdæmum. í því verki voru allar heilsugæslustjórnir hafðar með. Þetta er glöggt dæmi um hvernig Samstarfsráðið á að vinna, hefur unnið og mun vinna. Ég hef ekki hugsað mér að standa í blaðaskrifum við Ólaf F. Magnússon vegna þessa máls. Auð- séð er hins vegar hvað að baki ligg- ur. Annars vegar barátta Ólafs fyr- ir eigin lífi og hins vegar pólitískir hagsmunir. I því sambandi tel ég nóg að minna á lokaorð í ræðu Ólafs er hann flutti þegar hann mælti fyrir tillögu sinni, en þá sagði hann: „Þrátt fyrir. stjórnarskipti á þessu ári heldur Samstarfsráð heilsugæslustöðva áfram sundrung- arstarfsemi sinni og er það óviðun- andi ástand að mati fjölmargra starfsmanna í frumheilsugæslunni í Reykjavík, hvað þá pólitískra and- stæðinga þessa mjög svo pólitíska ráðs.” Höfundur er alþingismadur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík og formaöur Samstarfsráðs heilsugæslustöðva í Reykja vík. Sýning á verkum Jóns Helgasonar biskups BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, opnar sýn- ingu á teikningum, vatnslitamyndum og málverkum eftir Jón Helga- son biskup (1866-1942) í dag, laugardaginn 7. desember, kl. 16. í Lista- salnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Myndefnið á sýningunni er Reykja- vík 1770-1905. KTOFM Sýningin er haldin á vegum Ár- bæjarsafns og við opnunina flytur Margrét Hallgrímsdóttir, borgar- minjavörður, ávarp og afhendir borg- arstjóra fyrstu eintökin af annarri og þriðju öskju með sérprentuðum Reykjavíkurmyndum eftir Jón Helg- ason, og heita þær Vesturbær- Austurbær og Gamli bærinn. Fyrsta askjan, sem út kom í fyrra, heitir Reykjavíkurmyndir Jóns Helgasonar - Gamli miðbærinn. Guðjón Friðriks- son hefur ritað sögulegar skýringar með öllum myndunum. í fréttatilkynningu frá Nýhöfn segir að Reykjavíkurborg hafí árið 1945 eignast mypdir Jóns Helgason- ar, sem á sýningunni verða, og megi telja þær upphafið að minjasafni Reykjavfkur. Laugardaginn 14. desember kl. 14.30 syngur Dómkórinn á sýning- unni. Laugardaginn 21. desember verður Guðjón Friðriksson, sagnfræð- ingur, með leiðsögn. Laugardaginn 28. desember verður Júlíana Gott- skálksdóttir, listfræðingur, einnig með leiðsögn og laugardaginn 4. jan- úar næstkomandi, verður Hrefna Róbertsdóttir með leiðsögn kl. 15. Sýningin verður opin frá 7. des- ember til 5. janúar alla virka daga frá kl. 12- 18 og um.helgar kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.