Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 53 íbúðir handa öldruðum til umræðu á fundum sveitarstiórna en ástæða er til að minna enn á efni þess nú þegar sveitarfélög eru að undirbúa fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár. Aðrir valkostir eftir Ólaf Jónsson Mikið hefur verið byggt af íbúð- um fyrir aldraða á síðustu árum, bæði á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi. Meiri hluti þeirra íbúða hefur verið í sambyggingum þar sem aðstaða er t.il að veita íbúum verulega þjónustu og má því kalla þær „verndaðar þjónustuíbúðir”. Sérhönnun íbúðanna vegna fötlunar skiptir minna máli ef íbúðirnar eru vandaðar því að sem betur fer þurfa tiltölulega fáir aldraðir að nota hjól- astóla. Höfuðatriðið er að geta boð- ið margvíslega þjónustu fyrir aldr- aða í næsta nágrenni við íbúðir þeirra. Fyrirhyggju og skipulag skortir Almenn umræða um þessar miklu íbúðabyggingar fyrir aldraða, sem sumir lfkja við þjóðflutninga, hefur verið of lítil. Engin áætlun hefur verið gerð og engar umræður hafa farið fram um það hvað mik- inn hluta af vistunarþörf aldraðra er hægt að leysa með því að byggja íbúðir. Þó má heita að íbúðabygg- ingar séu einu framkvæmdirnar sem nú eru í gangi til þess að leysa ört vaxandi þörf á vistun fyrir aldr- að fólk. Ætla má að hagkvæmar smá- íbúðir dragi veruleg úr þörf á vist- unarrými fyrir aldraða ef sveitarfé- lagið hefur möguleika á að byggja jafnhliða upp öfluga heimilishjálp og aðra þjónustu. Við þær aðstæður og með sam- eiginlegri öryggisgæslu getur aldr- að fólk búið á eigin heimili á meðan heilsan leyfir og það er sá valkostur sem flestir óska sér. Smáíbúðir án þjónustu Allmikið hefur einnig verið byggt af smáum íbúðum á „fijálsum markaði” og sérstaklega höfðað til eldra fólks þótt ekki hafi verið hægtað benda á neina nálæga þjón- ustustofnun. í umræðunni hafa að- eins komið fram jákvæðu hliðarnar, bæði hjá opinberum aðilum og sölu- mönnum þeirra sem að byggingun- um standa. Það hefur líka viljað brenna við að þjónustan hefur alls ekki fylgt íbúðabyggingunum og því hafa margir orðið fyrir vonbrigðum eftir Kálfafollsstað, Suðursveit. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfa að segja að búseta í hinum dreifðu byggðum á í vök að verj- ast með minnkandi búnaðarum- svifum. Framleiðslukvóti dregst saman hægt og sígandi ár frá ári og því nauðsyn að finna önn- ur atvinnuúrræði við hæfi. Þetta er hin sígilda spurning sem á mörgum brennur og fátl, um ein- hlít svör. Til að ræða þessi mál almennt og bera saman bækur sínar var efnt til námsstefnu um atvinnutæk- ifæri í sveitum í Félagsheimilinu á að hafa lagt fram aleiguna til þess að kaupa „íbúð fyrir aldraða”. Nýbyggingar eru dýrar Iiin mikla uppbygging íbúða fyr- ir aldraða sem nú fer frarn í landinu miðast of einhliða við þarfir þeirra sem eiga fjármagn eða verulegar eignir til að selja. Aldraðir hafa reynst góðir viðskiptamenn þeirra sem að framkvæmdunum standa og allir vilja byggja fyrir þá. Einhliða framboð á söluíbúðum hefur þá annmarka að eignarfyrir- komulagið skiptir öldruðum í tvo hópa. Hinir eignaminni sitja eftir og fá enga fyrirgreiðslu ef ekki er boðið upp á aðra kosti um eignar- rétt á íbúðunum. Hér er ekki aðeins átt við að eignalaust fólk ráði ekki við að kaupa nýjar íbúðir, því að þær eru svo dýrar að ekki dugar lengur að selja venjulega íbúð til þess að geta ráðist í slíkar fram- kvæmdir. Þeir sem lifa á eftirlaunum eru tregir til að taka stórfelld lán til íbúðakaupa þótt þeir eigi kost á slíkri fyrirgreiðslu. Sérstaklega eru íbúðaskipti orðin erfið síðan húsbréfin komu í um- ferð. Þeir sem fá gömlu íbúðina greidda að verulegu leyti með hús- bréfum verða fyrir verulegri eigna- upptöku ef þeir þurfa að selja bréf- in með 20% afföllum á markaðnum til þess að geta keypt nýja íbúð. Það er því full ástæða til að fara varlega og skoða málin vel áður en ráðist er í íbúðarkaup. Sveitarstjórnum ætlað frumkvæðið 1 húsnæðislöggjöfinni er sveitar- stjórnum, eða stofnunum á þeirra vegum, ætlað frumkvæðið að íbúða- byggingum fyrir aldraða og aðra þá sem búa við erfiðar aðstæður í húsnæðismálum. Þau eiga ótvírætt rétt á hagstæðum lánum til slíkra framkvæmda. Sveitarfélögin hafa þó að mjög litlu leyti staðið að þeirri uppbyggingu sem nú er í gangi við íbúðabyggingar fyrir aldraða og virðast hafa dregið úr þátttöku sinni í þeim framkvæmdum á síðustu árum. 24,8% eiga ekki íbúð Á síðastliðnu ári skilaði nefnd, sem starfaði á vegum félagsmála- Hrollaugsstöðum í Suðursveit 27. nóvember sl. Framkvæmdaraðilar voru: Búnaðarsamband Austur- Skaftafellssýslu, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Samstarfsnefnd um atvinnumál í sveitum. Formaður Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga, Orn Bergs- son, Hofi, setti fundinn en síðan tóku framsögumenn til máls. Gísli S. Árnason, Höfn, talaði fyrstur um hlutverk sveitarfélaga í atvinnumál- um og síðan ræddi Arnaldur Bjarn- ason um þjónustuhlutverk Atvinnu- málafulltrúa. Axel Beck iðnráðgjafi Ólafur Jónsson „Einhliða framboð á söluíbúðum hefur þá annmarka að eignar- fyrirkomulagið skiptir öldruðum í tvo hópa. Hinir eignaminni sitja eftir og fá enga fyrir- greiðslu ef ekki er boð- ið upp á aðra kosti um eignarrétt á íbúðun- ráðherra, skýrslu um íbúðamál aldr- aðra ásamt sundurliðuðum tillögum um byggingarmál aldraðra á næstu 5 árum. Þar kemur fram að 24,8% aldraðra eiga ekki íbúð. í tillögum nefndarinnar um íbúðabyggingar er gert ráð fyrir því að fjármagna byggingarnar að hluta til með lán- um með góðum kjörum frá Bygg- ingarsjóði verkamanna. Áskorun Landssambands aldradra Með hliðsjón af þessari stöðu í íbúðabyggingum aldraðra ákvað stjórn Landssambands aldraðra í september sl. að senda sveitar- stjórnum allra stærri sveitarfélaga í landinu áskorun um að taka þessi mál til umræðu og greiða fyrir íbúðabyggingum fyrir þann hóp Austurlands hafði framsögu um atvinnuþróunarfélög, nýsköpunar vinnubrögð og rekstrar áætlanir og Ólafur Guðmundsson átaksverkefn- astjóri ræddi nokkuð um staðbundin átaksverkefni. Að hádegisverði loknum talaði Steinar Guðmundsson ráðunautur um atvinnumál sveita, Jón G. Guð- björnsson framkvæmdastjóri Fram- leiðnisjóðs ræddi um sjóði, lán og styrki er byðust og Árni Snæbjörns- son hlunnindaráðunautur fór nokkrum orðum um hlunninda- möguleika hinna dreifðu byggða. aldraðra sem þarf leiguíbúðir eða íbúðir með eignarhluta leigutaka. í bréfi Landssambands aldraðra er einnig bent á nýjar leiðir í bygging- armálum fyrir aldraða og er því birtur hér eftirfarandi kafli úr bréf- inu: Leigu- og hlutdeildaríbúðir „Líklegt er að framkvæmdaaðilar í byggingariðnaði muni fullnægja eftirspurninni eftir eignaríbúðum, en eigi að tryggja öldruðum jafn- rétti á þessu sviði, þrátt fyrir mis- munandi eignarstöðu, þarf að byggja leigu- og hlutdeildaríbúðir. Stjórn Landssambands aldraðra beinir því eindregnum tilmælum til sveitarstjórna um allt land, þar sem íbúðarþörfinni hefur enn ekki verið fullnægt, að þær hafi frumkvæði að byggingum leigu- og hlutdeildar- íbúða og nýti þá möguleika sem nú eru fyrir hendi til að fjármagna þær framkvæmdir. Sveitarstjórnir hafa ótvíræðar skyldur við þá sem ekki hafa átt þess kost að tryggja sér húsnæði á sinni starfsævi eða liafa orðið fyrir áföllum á því sviði. Sveitarfélög og stofnanir á þeirra vegum eiga ótví- ræðan rétt til lána úr Byggingar- sjóði verkamanna til að byggja íbúðir fyrir það eftirlaunafólk sem ekki á íbúðir fyrir. Sambýli fyrir aldrada Þó að smáíbúðir fyrir aldraða, í tengslum við þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga séu góður kostur fyrir eftirlaunafólk þá eru til fleiri val- kostir. I Kópavogi hafa um nokkur ár verið starfrækt tvö sambýli fyrir aldraða og gefið mjög góða raun. Annað er rekið af bæjarfélaginu og er með 14 einstaklinga. Hitt heimil- ið er í einkarekstri og er með 5 til 7 vistmenn. Bæði heimilin eru rekin eins og stór heimili og virðast mjög vænlegur kostur fyrir einstaklinga sem þurfa nokkra þjónustu. Þessi sambýli eru starfrækt í 2 einbýlis- húsum en leysa jafn mikla hús- næðisþörf og 20 íbúða fjölbýlishús eða hverfi smáíbúða. Sjúkradeildir Að lokum skulu sveitarstjórnir og heilbrigðisyfirvöld alvarlega minnt á brýna þörf fyrir fleiri hjúkr- unardeildir eða endurhæfingar- stöðvar í þeim sveitarfélögum sem þeirri þörf hefur enn ekki verið full- nægt. Fátt er ömurlegra í heilbrigð- iskerfinu en þegar aldrað fólk er sent af sjúkrahúsum á heimili sitt eftir aðgerð eða veikindi þó að eng- inn sé á heimilinu til aðstoðar, eða aðeins heilsulítill maki sem litla aðstoð getur veitt. Í slíkum málum bera öll stjórnvöld ábyrgð hver sem greiðir reikninga samkvæmt regl- um um verkaskiptingu í kerfinu. Sú áhersla sem hér er lögð á byggingar smáíbúða fyrir aldraða, leigu- og hlutdeildaríbúðir, mótast af þeirri skoðun stjórnar Landssam- bands aidraðra að allt skuli gert sem unnt er til þess að hjálpa eftir- launafólki tii þess að búa á eigin heimili. Því ber enn að auka heimil- ishjálp og heimahjúkrun.” Hér lýkur kafla úr bréfi Lands- sambands aldraðra til sveitar- stjórna. Bréf þetta var víða tekið Námsstefnustjóri var Fjölnir Torfa- son, Hala. Nokkuð var um fyrirspurnir og talsverðar umræður spunnust um efnið enda um víðfeðman akur að ræða. Námsstefnugestir voru um 40 og vonandi hafa einhveijir haft gagn af þessari samkomu sem heppnaðist ágætlega sem langt sem hún náði. Góð orð og samstarf eru til alls fyrst en í raun stendur allt og fell- ur með frumkvæði og atorku heima- manna sjálfra. - Einar. Nokkuð hefur verið spurt um fyrirkomulag á eignarhlutdeild leig- utaka í svonefndum hlutdeildar- íbúðum. Fyrirkomulag þetta byggist á heimild sem tekin var inn í lög um Húsnæðisstofnun ríkisins 1980, þar sem rætt er um vistheimili og íbúð- ir fyrir aldraða. í bréfi Landssam- bands aldraðra hér að framan var minnst á tvö sambýli í Kópavogi og verður hér einnig skýrt frá því hvernig þessi hlutdeildareign hefur^ verið notuð þar við íbúðarbyggingar fyrir aldraða. Dæmi úr Kópavogi Á síðastliðnum 5 árum hafa ver- ið byggðar 30 leiguíbúðir fyrir aldr- aða í raðhúsum við Vogatungu. Af þeim hefur bærinn ráðstafað 10 íbúðum kvaðalaust til leigutaka, enda fengust lán til þeirra fléstra úr Byggingarsjóði verkamanna. Hinum íbúðunum hefur verið ráð- stafað til leigutaka með kvöð um að leigutakinn keypti skuldabréf af bæjarsjóði fyrir 25 til 50% af bygg- ingarkostnaði íbúðanna. Skuldabréf þessi liggja inni hjá bæjarsjóði .. vaxtalaus og án afborgunar á með-’®^ an leigutaki hefur afnot af íbúð- inni. Húsaleiga miðast við greiðslu- byrði af því láni sem bæjarsjóður þarf að taka út á hveija íbúð og er því mishá eftir fjárhæð skulda- bréfanna. Bæjarsjóður er þinglýstur eigandi íbúðanna og annast viðhald þeirra að utan. Einnig hafa verið byggðar þar 9 kaupleiguíbúðir fyrir aldraða. Þetta fyrirkomulag við fjármögn- un íbúðanna hefur gefist mjög vel og verið flestum leigutökum vel viðráðanlegt. Þá er einnig ástæða ti! að kynna sér fjármögnun Búseta á íbúðum fyrir aldraða. Höfimdur er formaður Landssambands aldraðra. Dé Longhi djúp- sfeikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Hallandi karfa, sem snýst meðan á steikingu stendur: • jafnari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í venjulegum" pottum • styttri steikingartíma • 50% orkusparnaður -------50%— (DeLonghQ Dé Longhi erfallegur fyrirferðarlítill ogfljótur /römx HÁTUNI 6A SIMI (91 )24420 Kaupleiguíbúðir aldraðra við Vogatungu. Námsstefna um atvinnumál í sveitum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.