Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 14
MORQUNBLAÐIÍ) BAUGARDAOUR 7- DUSEMRER, }9$j u Yfir þrumir dauðinn _________Leiklist Bolli Gústavsson Leikfélag Sauðárkróks. Köttur á heitu blikkþaki eftir Ten- nessee Williams. Þýðing: Örn- ólfur Arnason. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Hönnun leikmyndar: Jónas Þór Pálsson. Búningahönnun: Rósberg Snædal. Hönnun lýsingar: Egill Örn Arnason. Sagt hefur verið, að ekki sé „boðun” í leikritum Tennessee Williams, enda aðalpersónur þeirra yfirleitt utanveltu við ver- öldina og meti hana fyrst og fremst af kaldri giöggskyggni. Að áliti þessa raunsæja og bölsýna höfundar sjái þeir einungis ógnir og skelfingar í mannheimum. Að vísu hafa kryfjendur þessara verka gjarnan sett> hugtakið boð- un innan gæsalappa, enda liggur listamanninum oftar en ekki mik- ið á hjarta og lætur áhorfendur ekki ósnortna. Boðun í list er ekki sett fram í predikunarformi. Það hentar ekki. Boðun þess verks, sem hér er um fjallað og nefnist í íslensku Köttur á heitu blikk- þaki, er áleitin í þögninni, í fjötr- unum, í þeirri firringu, sem þar birtist svo átakanlega í mannleg- um samskiptum. Fólk þjáist vegna þess að það getur ekki ræðst við, er ekki einlægt, finnst loft lævi blandið. Ástarsambönd, vinátta, fjölskyldutengsl, allt virðist það fúið og á hverfanda hveli — og yfir þrumir svo dauðinn — þessi myrka ógn, sem menn geta ekki komist undan, jafnvel þótt þeir eigi fjármuni. Já, þá er erfitt að gera upp hlutina í fyllstu ein- lægni. Þetta eru svo sem ekki ný sannindi. En Tennessee Williams er eins og plægingarmaöur, sem ristir djúpt í sálarakurinn með beittu plógjárni sínu, og er undir þeim komið, sem njóta listar hans, hvaða lærdóma þeir draga af henni, hverju þeir sá þá í sinn eigin akur. Leikfélag Sauðárkróks hefur ráðist í verðugt verkefni á hálfrar aldar afmæli sínu, þegar það frumsýnir þetta leikrit í íslenskri þýðingu Örnólfs Árnasonar. Og það er ánægjulegt að samfagna þessu merka menningarfélagi á þeim tímamótum með því að geta látið í ljós aðdáun á framtaki þess. Leikritið Köttur á heitu blikkþaki hefur ekki áður verið sýnt hér á landi. Að ýmsu leyti hentar það vel við þær takmörkuðu aðstæð- ur, sem áhugamannafélög í leikl- ist búa yfirleitt við, en sem lista- verk gerir það kröfur, sem góðu leikhúsi er einungis fært að upp- fylla. Leikfélag Sauðárkróks er ekki atvinnuleikhús, en það byggir á traustum grunni gamalgróinnar hefðar og hefur löngum notið for- ystu góðra listamanna í áranna rás, sem hafa gefið fordæmi og mótað hefðir. Nefni ég þá menn einsog Eyþór Stefánsson tón- skáld, leikstjóra og leikara og Kára heitinn Jónsson, sem bæði var virtur leikstjóri og leikari um langt skeið. Sjá Tná í leikskrá, að kunnir leikstjórar hafa oft verið fengnir til liðs við félagið á liðnum árum og í þetta sinn hefur Andrés Sig- urvinsson verið ráðinn til þess að stjórna. Hann er reyndur og hefur skilning á misjöfnum aðstæðum — ekki si'st þar sem húsakynni eru þröng og leikarar með misjafna þjálfun að baki. Sýningu þessari er búin ágæt umgjörð — sviðið nýtt til hins ýtrasta, svo það birt- ist aldrei þröngt og þá er og beit- ing ljósa einkar markviss. Jónas Þór Pálsson hannaði leikmynd og Egill Örn Árnason er ljósameist- ari. Sameining setustofu og svefn- herbergis ungs fólks, sem á að búa við góð kjör í föðurgarði eigin- mannsins, tekst ótrúlega vel. Skýr framsögn leikenda er eft- irtakanleg í þessari sýningu. Hún fer hægt af stað og reynir mest á Elvu Björk Guðmundsdóttur í fyrsta þætti í hlutverki Margrét- ar, ungrar, vanræktrar eiginkonu íþróttafréttamannsins og alkóhó- listans Ericks Pollits. Leikur Elvu er sérstæður, framan af nokkuð stirðlegur, of blæbrigðalítill, en þegar betur er að gáð svarar hún vel kröfunni um þá manngerð, sem Margrét Pollit er í verkinu, og sækir hægt en örugglega í sig veðrið nær leikslokum. Því verður aldrei hægt að segja, að hún of- leiki og er stefnan rétt. Gunnar Bragi Sveinsson leikur Brick. Hlutverkið er erfitt, en leikurinn snurðulítill, enda gætti mikillar varfærni hjá Gunnari. Elsa Jóns- dóttir er greinilega sviðsvön og leikur hennar öruggur í hlutverki Maes Pollits. Hún kallar auðveld- lega fram þá fyrirlitningu með látbragði sínu sem ætlast er til, og veitir mótleikara sínum Karli Bergmann augljósan stuðning í hlutverki Goopers Pollits, en leik- ur hans einkennist um of af hiki, sem ekki samrýmist alveg þeim ágenga lögmanni, sem hann leik- ur. Haukur Þorsteinsson er gam- alreyndur leikari og af öryggi fer hann á kostum í hlutverki þess ráðríka og grófgerða landeiganda og athafnamanns, herra Pollit, sem nefndur er „stóri pabbi” inn- an íjölskyldunnar. Það er stór- kostlegt að fylgjast með honum, hvernig hann mótar persónuna með ótal blæbrigðum af því ör- yggi, sem hæfir sannri list og blæs hrífandi h'fi í sýninguna. Helga Hannesdóttir fylgir hon- um fast eftir í hlutverki konu Pollits, Idu, sem nefnd er „stóra mamma”. Hún leikur af léttleika og hikleysi og persóna þessarar örgerðu móður verður sönn og skemmtileg. Háfsteinn Hannes- son í litlu hlutverki Baughs lækn- is er um fram allt skemmtilega myndrænn á sviðinu, enda þarf hann lítið að segja. Guðni Frið- riksson gerir prestinn, séra Bons Tooker, hjákátlegan og aumkun- arverðan, enda er ljóst að honum er ætlað að vera skrípamynd af því kjölturakkahlutverki, sem margir róttækir höfundar á önd- verðri þessari öld töldu kirkjunnar gegna í samfélagi auðvaldsins í Bandaríkjunum. Minni hlutverk eru í höndum Gísla Magnasonar, sem leikur svartan þjón, og Ásdís- ar Ásgeirsdóttur, svartrar þjón- ustustúlku. Þá má ekki gleyma börnunum Ásgeiri Andréssyni, Garðari Gunnarssyni, Hrafnhildi Viðarsdóttur, Hrefnu Björnsdótt- ur og íris Sveinbjörnsdóttur, sem leika þau „hálslausu skrímsl”, sem Mae Pollit nefnir svo í einsemd sinni. Hressir og eðlilegir krakk- ar, sem hreyfa sig fijálslega. Já, það má glögglega skynja það, hversu mikla vinnu leikstjórinn hefur lagt í rétta og nákvæma hreyfingu allra leikara á sviðinu. Þá hefur Rósberg Snædal hannað búninga svo ekki verður að fundið. Þessi sýning er Leikfélagi Sauðárkróks til mikils sóma. Ráðgátan og lausnín Bókmenntir Erlendur Jónsson Leó E. Löve: Ofurefli. 211 bls. ísafold. Reykjavík, 1991. Sú var tíð að sakamálasögur voru ekki flokkaðar með fagurbókmennt- um. Talið var að í sakamálasögunni hlytu sjálfsagðar raunsæiskröfur að víkja fyrir þeim ströngu lögmálum sem þess háttar verk lýtur með hlið- sjón af byggingu og söguþræði. Til dæmis var löngum sagt að Graham Greene væri ekki verður Nóbelsverð- launa vegna þess að bækur hans væru svo reyfaralegar. Þessi viðhorf eru breytt. Sakamál- asagan hefur hlotið sinn sess við hliðina á hvers konar öðrum skáld- skap í lausu máli. Menn gerá sér Ijóst að svipmótið, eins og það birt- ist i baksýhisspeglinum, gefur stund- um allt eins rétta mynd af mann- gerðinni og prófíllinn í framsætinu. Leó E. Löve hefur sem rithöfund- ur valið sér form sakamálasögunn- ar. Ofurefli er þriðja sakamálasagan sem hann sendir frá sér. Og líkast til hefur hann lagt í hana hvað mesta vinnu. Eins og fyrri sögpir hans byggist hún upp á dul og spennu. En höfundi hefur einnig verið rikt í huga að sagan yrði jafnframt sam- tímaskuggsjá. Þannig er leitast við að gefa sög- unni þjóðfélagslega dýpt og marka henni útlínur að snertipúnti við hlut- lægan veruleika. Ofurefli gerist bæði í Reykjavík og á írlandi, þar á meðal I Belfast. Þangað fór höfundur til að líta á umhverfið og aðstæðurnar. Og ekki síður til að stúdera sálarástand það sem kyndir undir óöldinni sem þar hefur nú geisað samfellt áratugum saman og aldrei virðist ætla að Iinna. Með nákværaum staðháttalýsingum tekst höfundi að efla trúverðugleika sögunnar, færa h'ana inn á frétt- askjáinn ef svo má að orði komast. Þó land þetta sé einatt í fréttunum hafa fæstir Islendingar kannað þess- _ar slóðir af eigin raun þannig að nærmynd af umhverfinu kemur vægast sagt framandlega fyrir sjón- ir. Og styrjöid sú, sem þar er háð, birtist okkur norður hér eins og sam- felldur reyfari þar sem stríðsaðilar leynast í felum milli þess sem þeir láta hendur standa fram úr ermum á nýjum og nýjum vettvangi. Fyrir- fram veit enginn hvar þeim kann að skjóta upp né hvert þeir hverfa að aðgerðum loknum. Bygginguna verður að telja númer eitt þegar saga sem þessi er virt og metin. Sá þátturinn er hér í góðu lagi. Aðalpersónan, sem jafnframt er bæði þolandi og gerandi í sög- unni, er frægur rithöfundur, met- söluhöfundur, sem framleiðir eftir pöntun, nánast. Leó spaugar dálítið með hann fyrst, og þá ekki síður útgefanda hans sem telur sig vita hvað lesendum komi og mælist þá tii að höfundurinn lagi sig að mark- aðnum. Þar sem aukapersónurnar, eins og t.d. útgefandinn, gegna engu meginhlutverki í framvindu sögunn- ar, fá þær mest að eiga með sig sjálfar. Rithöfundurinn, aðalsöguhetjan, er dæmigerður nútímamaður, frá- skilinn, skorpumaður til vinnu, efn- aður og eyðslusamur og hvergi frá- bitinn gleðskap. Og leggur konur og drykk að jöfnu sem hvert annað krydd í tilverunni. Hans heilögu vé eru hins vegar börnin tvö sem hann ann mjög, lætur enda flest eftir þeim. Sagan er að miklu leyti skrifuð í samtöium. Söguhetjurnar tjá hug sinn með orðum, lýsa sér í orðum. í sakamálasögu gétur höfuðmark- miðið þó aldrei orðið að ki-yfja sálar- Leó E. Löve iífið né sundurgreina skapgerðina að öðru leyti en því sem atburðarás- in beinlínis útheimtir. En það atriðið má hvorki vera of né van. Hér er þeirri reglu dyggilega fylgt. Sérhver persóna leikur eitt tiltekið hlutverk sem er þá fyrirfram ákvarðað með hliðsjón af heildarmyndinni. Af sjálfu leiðir að svigrúm fyrir flóknar manngerðir, sem haga sér eftir eigin duttlungum, er að sama skapi tak- markað. Svipuðu máli gegnir um atburði. Þeir eru allir, eða að minnsta kosti flestir, settir á svið til að þjóna sér- stökum tilgangi, stefna að einu loka- takmarki. Upphaf sögunnar, þar sem lýst er erfiðleikum rithöfundar- ins við að bytja á nýju verki, kemur þannig fyrir sjónir sem fyrirboði þeirra atburða sem á eftir fylgja. Velgengni hans vegna fyrri verka er hins vegar orsakavaldur í flækju þeirri sem hann lendir í síðar í sög- unni. Hér er á ferðinni sakamálasaga með mikilli spennu. Og þá má að sjálfsögðu ekki Ijóstra því upp sem lesandans er að glíma við. Getspeki hans og ímyndunarafl verður að fá að leika frjálst með framvindu sög- unnar. En sá er að mínum. dómi meginkostur sögu þessarar, sem slíkrar, að farið er hægt af stað, fyrstu kaflarnir eru í raun nokkuð langdregnir og ekki mjög viðburða- ríkir. Síðan eykst hraðinn þagar á söguna líður samhliða því sem ráð- gátunni og þar með lausninni er sí- fellt teflt í meiri tvísýnu. Og jafn- framt því sem spennan harðnar eykst áhersluþungi frásagnarinnar. Þegar verulega syrtir í álinn mæta söguhetjunni hindranir sem hún verður að yfirstíga; þar er um líf eða dauða að tefla; og þar rís frásögnin hvað hæst. Eins og fyrr segir hefur höfundur lagt mest í byggingu sögunnar. Hugkvæmni hans og sköpunargleði nýtur sín best á því sviðinu. Erfiðast hefur verið að tengja þann hlutann, sem hér gerist, við hinn sem gerist erlendis, enda skiptir þar um fleira en sögusvið og umhverfi. Eins og til að draga úr fjarlægðinni og venja lesandann við umskiptin er rækilega minnt á að írar séu náskyldir íslend- ingum og landanum líkir í mörgu. Það eru að vísu vafasöm meðmæli með írum, en á því verður auðvitað hver að hafa sína skoðun. Eitt er þó líkt með skyldum: Þar — rétt eins og hér -r- skiptast menn upp í hópa sem síðan- beijast fram í rauðan dauðann hver gegn öðrum, sjást ekki fyrir og blanda þá einlægt saman hagsmunamálum og tilfinn- irigum. Norður-írar eru nú að gang- ast í gegnum sína Sturlungaöld. Auðvitað er það mest púðurreykur og brunarústir sem birtist á frétta- skjánum þegar Norður-írland ber hér á góma. I Ofurefli er hins vegar leitast við að skyggnast dýpra, skoða málsatvik og skýra tilganginn á bak við ósköpin. Reyndar verður öll þessi hörmungasaga hrein vitleysa ef horft er framhjá þeirri hlið málanna. Næst koma staðhátta- og um- hverfislýsingar. Það er einkum eftir að leikurinn hefur færst yfir á er- lenda grund að dtjúglega er spunnið úr þeim þættinum. Og með því að taka fyrir heimssögulega atburði og tengja þá við þennan dratthala ver- aldar sem við byggjum norður hér víkkar sögusviðið — sem er í raun óhjákvæmilegt til samræmis við efni það sem unnið er úr; það hefði naum- lega rúmast á einum bletti hérna norður á sextugustu og fjórðu. Um hina nákvæmu staðfræði á Norður-írlandi, sem fram kemur í sögunni, er ég að sjálfsögðu hvergi dómbær, en hef þá ekki heldur ástæðu til að rengja hana. Ef hún er góð og gild og Ofurefli yrði snar- að á önnur tungumál kæmi mér ekki á óvart þó fleiri vildu lesa um þá dramatísku atburði sem þar er brugðið fyrir sjónir. Því þetta er, þegar öllu er á botninn hvolft, ósvik- in og harla viðburðarík spennusaga með sterkri hliðsjón af bláköldum veruleika. -------♦ ♦ ♦-------- ■ IÐUNN hefur gefið út bókina Óvænt stefnumót eftir Pam Lyons. Um efni hennar segir m.a. í kynningu útgefanda: „Gerry hefur alltaf verið eina stelpan í stráka- hópnum og þar sem bræðurnir þrír eru allir með bíladellu er kannski ekki skrítið þótt hún hafi áhuga á bílum.” Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. I SKJALDBORG hefur gefið út bók með Jólalögum og -söngvum með nótum í umsjón Jóns Stefáns- sonar. I kynningu útgefanda segir: „Jólin eru með réttu sögð vera há- tíð barnanna. Frá byijun desember ár hvert til þrettándans heyrast jól- alög og söngvar, leikin og sungin alls staðar. Þessi bók inniheldur allmörg jólalög og -söngva sem börn læra auðveldlega. Til þess að auka ánægjuna fylgja nótur með öllum lögum og söngvum sem birt eru í bókinni. Það ásamt skemmti- legum teikningum gerir þessa bók aðlaðandi og skemmtilega fyrir börnin.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.