Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 49

Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 49 Atskákmót Hellis og Hafnfirðinga Skák Margeir Pétursson NÝLEGA gengust Skákfélag Hafnarfjarðar og Taflfélagið Hellir fyrir helgarmóti í Hafnar- firði þar sem tefldar voru atskák- ir, þ.e. skákir þar sem hvor kepp- andi hefur 30 mínútur. Mótið var afar öHugt, af 28 þátttakendum hafði helmingurinn tekið þátt í landsliðsflokki á Skákþingi Is- lands. Sigurvegarar urðu Andri Ass Grétarsson og Þröstur Þór- hallsson, alþjóðlegur ineistari. Andri er eldri bróðir Helga Ass Grétarssonar sem varð unglinga- meistari Islands um sömu helgi og Guðfríðar Lilju Grétarsdótt- ur, íslandsmeistara kvenna. Ár- angur hans kemur nokkuð á óvart en Þröstur Þórhallsson er núverandi íslandsmeistari í at- skák. Formenn félaganna, þeir Gunnar Björnsson í Helli og Ágúst S. Karls- son í S.H. voru ánægðir með mótið og hyggja á fleiri slík. Þátttakan verður að teljast góð, sérstaklega þegar haft er í huga að sömu helgi fór Unglingameistaramót íslands fram í Reykjavík. Flestir keppenda voru reyndir skákmenn, en mótið var öllum opið og hefðu fleiri nýlið- ar mátt nota tækifærið. Úrslit: 1.-2. Andri Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson 6 v. 3. Ingvar Ásmundsson 5 v. 4. -8. Sverrir Orn Björnsson, Tómas Björnsson, Snorri Bergs- son, Ágúst Sindri Karlsson og Arinbjörn Gunnarsson 4'/:_v. 9.-13. Róbert Harðarson, Ásgeir Þór Árnason, Dan Hansson, Hall- dór Grétar Einarsson og Bene- mt Jónasson 4 v. 14. Lárus Jóhannesson 3'/2 v. 15. -21. Sigurbjörn Björnsson, Gunnar Björnsson, Þorsteinn Skúlason, Sigurður Áss Grétars- son, Sveinn Kristinssoiij Hörður Garðarsson og Gunnar Orn Har- aldsson 3 v. 22.-24. Heimir Ásgeirsson, Bragi Björnsson og Bjarni Magnússon 2'/2 V. 25.-26. Grímur Ársælsson og Guðni Karl Harðarson 2 v. 27. Halldór Ólafsson 1 'h v. 28. Bjarki Stefánsson 1 v. Við skulum líta á eina skemmti- lega skák frá mótinu, en það er ber að hafa í huga að umhugsunartím- inn er stuttur. Hvítt: Lárus Jóhannesson Svart: Gunnar Björnsson Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 -g6- Drekaafbrigðið margfræga, sem á nokkuð undir högg að sækja um þessar mundir, ekki sízt fyrir til- stilli sókndjarfra enskra stórmeist- ara. Segja má að þeir Nunn, Short og Wiliie Watson hafi höggvið hver sinn hausinn af drekanum. 6. Be3 - Bg7 7. f3 - Rc6 8. Bc4 - 0-0 9. Dd2 - Bd7 10. h4 - h5 Upp á síðkastið hefur eldra af- brigðið 10. - Hc8 11. Bb3 - Re5 12. 0-0-0 - Rc4 13. Bxc4 - Hxc4 14. h5 átt meira upp á pallborðið hjá sérfræðingum. II. 0-0-0 - Hc8 12. Bb3 - Re5 13. Bg5 Þótt þetta sé ágætur leikur og Dr. Nunn mæli með honum í nýj- ustu útgáfu hinnar vinsælu bókar sinnar „Sigrast á Sikileyjarvörn- inni” (Beating the Sicilian, 2. út- gáfa, B.T. Batsford, London 1990), þá hefur 13. Bh6 reynst svörtum skeinuhættári upp á síðkastið. Nú er 13. — Hc5 langalgengast en Gunnar velur sjaldséðan leik sem dugar til að rugla Lárus í ríminu. 13. - Rh7!? 14. Bh6 - Bxh6 15. Dxh6 — Hxc3 16. bxc3 — Dc7 17. Kbl - a5!? FRAMSOKNARFELAG Mý- vatnssveitar hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Framsóknarfélags Mývatnssveitar, haldinn í Skjól- brekku 29. október 1991, lýsir furðu á þeirri aðför að Kísiliðjunni, sem gerð hefur verið af hálfu Nátt- úruverndarráðs og fleiri aðila. Fundurinn teldur að nefndarálit. Sérfræðinganefndar um Mývatns- rannsóknir gefi ekki tilefni til ann- ars en að Kísiliðjunni verði tryggð eðlilegt framhald námaleyfis, enda verði farið með gát við dælinguna, lög áhersla á frékari rannsóknir og leitast við að þróa vinnslu námunn- ar á þann veg að vatnsbotninn nái sem fyrst stöðugleika aftur. Fundurinn bendir á þá staðreynd Ljósmyndasýn- ing um líf og starf Kínverja í TILEFNI 20 ára stjórnmála- sambands Kínverska alþýðulýð- veldisins og íslands efnir kín- verska sendiráðið til ljósmynda- sýningar um líf og starf kín; verskrar alþýðu í Listasafni ASÍ við Grensásveg dagana 7. til 9. desember og 14. til 22. desemb- er. Sýningin verður opnuð klukk- an 16 á laugardag, en verður síðan opin um helgar frá kl. 14 til 20 og á virkum dögum frá kl. 16 til 20. Aðgangur er ókeypis. Nú í desember heldur Kínverska vináttustofnunin í Peking mynda- sýningu frá íslandi af sama tilefni. Hvítur fékk myljandi sókn í skák- inni Geller-Kuzmin, sovézka meist- aramótinu 1978 eftir 17. — Dxc3 18. Re2 - Dc5 19. g4 - Rxf3 20. Hd5! — Df2 21. gxh5 og í Lobron- Miles, Biel 1986 varð svaitur líka illa úti eftir 17. — Rc4 18. g4 — hxg4 19. f4 — Hc8 20. Hd3. 18. g4? Rétt var 18. f4! og svaitur á í miklum erfiðleikum, t.d. 18. — Rc4 19. f5, eða 18. - a4 19. fxe5 - axb3 20. cxb3 — dxe5 21. Rf3 með sælum skiptamun yfir. 18. - a4 19. Bd5 - Dxc3 19. — e6 var einnig gott á svait- an. 20. gxh5 - g5! 21. Ilhgl - a3! 22. Hxg5+ — Rxg5 23. Dxg5 — Kh7 24. Dcl - Hc8 Línurnar hafa skýi-st. Svartur hefur fengið skiptamuninn til baka og er enn með þunga sókn. 25. f4 - Rc4 26. Bxf7 - Ba4 27. f5 - Re3 28. Hd3 28. - Bxc2+! 29. Dxc2 - Del+ 30. Hdl - Dxdl+ 31. Dxdl - Rxdl og með skiptamun yfir vann svartur endataflið. Taflfélagið Hellir var stofnað í sumar í Reykjavík. Formaður þess er Gunnar Björnsson, en aðrir í stjórn eru Guðni Karl Harðarson, Andri Áss Grétarsson, Davíð Ólafs- son og Bjöni Stefánsson. Æfingar Hellismanna liggja nú niðri fram yfir hátíðir, en hefjast þá aftur og verða nánar auglýstar síðar. Mikið á döfinni hjá Skákfélagi Hafnarfjarðar S.H. ætlar að nota tækifærið að loknu hinu reglubundna Reykjavík- urskákmóti, sem væntanlega fer fram fyrri hluta marzmánaðar næstkomandi. Hafnfirðingarnir ætla að fylgja eftir með alþjóðlegu skákmóti sem standa á dagana 16. til 29. marz. Formaður Skákfélags Hafnarfjarðar er jafnframt fyrsta- borðsmaður félagsins í deilda- keppninni, Ágúst Sindri Karlsson. v Aðrir í stjórn eru þeir Sverrir Örn Björnsson og Heimir Ásgeirsson. Starfsemi S.H. fer fram í félags- heimilinu Dverg við Suðurgötu og eru æfingar á mánudagskvöldum kl. 20. Einnig eru haldnar sérstakar unglingaæfingar og eru þær á sunnudögum kl. 14.00. NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA Framsóknarfélag Mývatnssveitar: Starfsgrundvöllur Kísil- iðjunnar verði tryggður að dælda svæðið í Ytriflóa, sem fyrir daga Kísiliðjunnar var orðið lélegasta veiðisvæðið f Mývatni, er nú orðið eitt besta veiðisvæði vatns- ins. Fundurinn vekur einnig athygli á því að sl. 2 ár hefur lífríkið í vatninu verið í uppsveiflu. Rykmý var í sumar með því mesta sem verið hefur í áratugi, einkum við Ytriflóa, en mergð andarunga komst upp, sem ætti að skila sér í varpstofnum á næstu árum. Síðast en ekki síst telja fiskifræðingar af góður árangur ungbleikju sé í upp- vexti í vatninu, sem mun væntan- lega koma inn í veiðina á næsta ári. Fundurinn telur flest benda til að skynsamleg nýting kísilgúr- námunnar á botni Mývatns og hefð- bundnar nytjar hlunninda, þ.e. sil- ungsveiði og eggjataka geti farið vel saman. Með dýpkun vatnsins er líka ver- ið að lengja líftíma þess, sem. er mikilvægt, en öðrum kosti stefnir í að umtalsverðir hlutar vatnsins verði orðnir að mýrlendi innan fárra alda. Fyrirhugað dælingarsvæði í Strandarbolum er meðal grynnri svæða vatnsins og grynning vatns- ins þar og þróun, a.m.k. hvað varð- ar silungsveiði, er um margt farin að minna á ástand Ytriflóa fyrir dýpkun hans. I ljósi þess sem að framan grein- ir, svo og mikilvægis Kísiliðjunnar í efnahagslegu og félagslegu tilliti, hvetur fundurinn eindregið til þess að starfsgrundvöllur fyrirtækisins verði tryggður með eðlilegum ■ hætti.” ur landi Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur aö geyma smásögur eftir hann, sem skrifaöar eru á góðu og kjarnyrtu máli. Þeffa eru bráöskemmtilegar sögur, sem ■ eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. M.Scott Peck Leiðin til andlegs þroska Öll þurfum við aö takast á við vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna llfsfyllingu. pbruR ZOPWONiASSON | “ VIKINGS IÆK[ARÆITV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTf V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Kinnhugi OuA«nund»»on Gamansemi $norra ^íurlusonar Nokkur valin dærai Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nceturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA Finnbogi Guömundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veitti Snorra, Sturlusyni banasár í Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir I verkum hans. Myndir í bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþór?son. Auöunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJA Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.