Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 98 milljóna króna tap hjá Granda BEINT tap af rekstri Granda hf. á síðasta ári nam 98 milljónum króna. Hlutdeild félagsins í tapi á rekstri dótturfyrirtækja nam alls 58,2 milljónum króna. Því varð heildartap af rekstri fyrir- tækisins 156,2 milljónir króna. Rekstrartekjur á árinu námu rúmlega 2,8 milljörðum króna, en rétt rúmum 3 milljörðum árið áður. Lækkun milli ára er 7%. Eigið fé hlutafélagsins í árslok var 1,5 milljarðar króna og hlut- fall eigin fjár 38%. Heildarafli skipa Granda á síðasta ári var um 25.000 tonn, en árið áður öfluðust 27.000 tonn og varð því 7% samdráttur í afla milli ára. Til vinnslu í fiskvinnsluhúsum Granda voru mótfekin um 13.000 tonn sem er 26% minna en árið áð- ur. Alls voru framleidd um 9.000 tonn af frystum afurðum á síðasta ári. Grandi rekur nú 8 togara og eitt frystihús. Starfsmenn félagsins voru 380 í árslok, en 390 í upphafi síð- asta árs. Á árinu voru tvö ný skip tekin í rekstur, Ögri og Örfirisey, og bættust þar við 45 starfsmenn. Jafnframt var öll fiskvinnsla fyrir- tækisins sameinuð á einn stað í Norðurgarði. -----»-■♦ ---- Fjarhömiun í samstarfi við Apple MIKILS áhuga hefur orðið vart erlendis og innanlands á íslensk- um hugbúnaði til upplýsinga- miðlunar til ferðamanna, svo- nefndum ferðavaka, sem hug- búnaðarfyrirtækið Fjarhönnun hf. hefur þróað. Telja stjórnend- ur fyrirtækisins að straumhvörf verði í útbreiðslu ferðavakans erlendis á næsta ári með tilkomu nýrrar tækni sem þróuð hefur verið í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Apple. Ferðavakinn hf. er í eigu Fjar- hönnunar hf. og skoska fyrirtækis- ins William Bain Company. Skoska fyrirtækið mun markaðssetja ferða- vakann á Stóra-Bretlandi á næsta áij en Fjarhönnun á meginlandi Evrópu. Þá er Fjarhönnun í samningum við tvo stóra bandaríska útgefendur á sviði myndgeisladiska um útgáfu á diski um Island, sem mun bera heitið DiscOver Iceland og byggist m.a. á bók Björns Rúrikssonar Ijós- myndara, Yfír íslandi. Áætlað er að hann komi út á næsta ári, og verður sölunni einkum beint að efn- aðri erlendum ferðamönnum. Sjá: „Mikill áhugi erlendis á íslenska ferðavakanum" bls. 40. í dag Ávarp í Harvard_______________ Menntamálaráðherra sagði í ávarpi í Harvard að háskólar byggju við aukið frelsi og aðhaJd með eftirliti 38 Eilíft lif____________________ Þeim Bandaríkjamönnum fjölgar sem hafa ákveðið að láta frysta sig við andlátið og bíða þess að hægt verði að blása í þá nýju lífi 43 Verðkönnun vikunnar___________ Ljósatími á sólbaðsstofum kostar frá 350 til 540 kr. 52 Leiðarí_______________________ Ljósið og lífíð 46 Mikil óvissa um framtíð viðræðna um samninga MIKIL óvissa ríkti um niðurstöðu viðræðna um kjarasamn- inga eftir að gert var hlé á fundi ríkisstjórnarinnar um kvöldmatarleytið þegar vinnslu blaðsins lauk vegna flutn- ings þess í ný húsakynni. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu beðið í húsnæði ríkissáttasemjara eftir svörum ríkissljórn- arinnar við tilteknum atriðum, og um kvöldmatarleytið var líklegasta niðurstaðan talin sú að framhaldi viðræðna yrði frestað fram yfir páska. Þá hafði ekki heldur tekist samkomulag í kjaradeilunni í álverinu í Straumsvík og í gær var ennþá deilt um hvort 1,7% launahækkun til starfs- manna álversins ætti að verða afturvirk til 1. maí á síð- asta ári eða ekki, en allir nema einn starfshópur hjá ís- lenska álfélaginu samþykkti heimild til verkfallsboðunar í atkvæðagreiðslum, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Vatnspóstur á Ingólfsbrunn BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarminjavarðar og gatnamálastjóra um að vatnspósti sem nú er varðveittur á Árbæj- arsafni verði komið fyrir á Ingólfsbrunni í Aðalstræti. Vatnspóst- urinn var á brunninum fram yfir síðustu aldamót, og fannst hann nýlega á Korpúlfsstöðum. Pósturinn er vel farinn og verð- ur honum komið fyrir á Ingólfsbrunni á næstu vikum. Viðskipti/A tvinnulíf ► Stórbætt afkoma Sjóvár - Svipaður innflutningur nýrra bíla - Umfangsmikil eignarhalds- tengsl hlutfélaga - Deilur í Líf- eyrissjóði tæknifræðinga Dagskrá Samivel - Skíðavika á Isafirði - Sigurbraut Kristjáns -Tlakkynjumar - Fjölbreytt bamaefni - Gerð Stutts Frakka - Enginn dans á rósum Verkamannafélagið Hlíf sam- þykkti verkfallsboðun frá og með 1. maí næstkomandi með 87 at- kvæðum gegn 22. Sex seðlar voru auðir og 1 ógildur, en hátt á þriðja hundrað Hlífarmenn starfa í álver- inu. Málmiðnaðarmenn samþykktu verkfallsboðun með 47 atkvæðum gegn 6 og rafvirkjar með 14 at- kvæðum gegn 1. Rafeindavirkjar samþykktu verkfall með 6 atkvæð- um gegn 1, en verslunarmenn felldu hins vegar verkfallsboðun og fóru atkvæði þannig að 5 samþykktu verkfall, 19 voru á móti og einn seðill var auður, en milli 40 og 50 verslunarmenn starfa í álverinu. BSRB segir nei Forystumenn ríkisstjórnarinnar hittu Ögmund Jónasson, formann BSRB, á fundi í gær og fóru fram á við hann að opinberir starfsmenn tækju þátt í kjarasáttinni, en stjórn- in hefur gert það að skilyrði fyrir því að hún greiði fyrir samningum. Ógmundur sagði í samtali við Morg- unblaðið að samtökin hygðust ekki verða við beiðni ríkisstjómarinnar nema að undangengnum viðræðum um efnahags- og atvinnumál. Margt væri óljóst í þeim tillögum ríkisstjórnarinnar, sem hefðu verið kynntar fyrir sér, og hann hefði rökstuddan grun um að koma ætti þeim í framkvæmd með því að skera niður samneyslu, fækka störfum hjá hinu opinbera og minnka þjón- ustu. „Ég lít svo á að viðræðum við BSRB hafi í raun verið hafn- að,“ sagði Ögmundur. Hart deilt í ríkissljórn Ríkisstjórnarfundur hófst strax að loknum fundi ráðherra með BSRB um klukkan 17. Ekki tókst að fá niðurstöðu á fundinum og var gert hlé um sjö leytið til klukkan 20.30 og vildu ráðherrar ekki tjá sig um stöðu mála. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var hart deilt á fundinum einkum vegna áhrifa hugsanlegra aðgerða vegna samninga á ríkisfjármálin. Bolungarvík Leigja rækjuverk- smiðjuna TVEIR einstaklingar í Bol- ungarvík, Valdimar L. Gísla- son og Jón Guðbjartsson, hafa náð samningum við bú- stjóra þrotabús Einars Guð- finnssonar hf. um tíma- bundna leigu á rækjuverk- smiðjunni. Að sögn Valdimars er mark- miðið með rekstri þeirra á rækjuverksmiðjunni að nýta óveiddan rækjukvóta sem hún ■ á í Isafjarðardjúpi. Ef verk- smiðjan nýtir hann ekki fellur niður á annað hundrað lesta kvóti um næstu mánaðarmót. Verksmiðjan getur unnið 8-9 tonn á dag. Auk kvótans er ætlunin að kaupa og vinna djúprækju. Valdimar segir að vinnsla verði hafin strax eftir páska. Gunnar Fjárdráttarmálið í Islandsbanka Sá um fjármál viðskiptavina og dró sér fé STARFSMAÐUR útibús íslandsbanka í Grafarvogi sem bankinn kærði í fyrradag til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir 10 til 11 millj- óna króna fjárdrátt átti samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins trúnað ákveðinna viðskiptamanna bankans, og annaðist um öll þeirra fjármál. Þannig tókst honum að draga sér fé af reikningum þriggja viðskiptamanna, án þess að upp um fjárdráttinn kæmist, áður en hann hætti störfum hjá bankanum, sem var 1. mars siðastliðinn. Starfsmaðurinn var þjónustu- stjóri útibúsins og hafði undir hönd- um bankabækur þeirra þriggja við- skiptavina sem hér um ræðir, og mun hann samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa sýslað um fjármál þeirra á allan hátt um langa hríð. Þegar starfsmaðurinn hafði hætt störfum, yfírfóru endurskoð- endur íslandsbanka sérstaklega viðskipti og reikningshald þremenn- inganna og á daginn kom að starfs- maðurinn hafði dregið sér af reikn- ingum þeirra ofangreinda upphæð. Þessi sami starfsmaður mun hafa átt trúnað mun fleiri viðskipta- manna bankans, og annast fjár- málaumsýslu þeirra. Rannsókn RLR mun meðal annars beinast að því hvort starfsmaðurinn hafi gerst brotlegur gagnvart fleiri viðskipta- mönnum Islandsbanka. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur bankinn þegar endurgreitt að fullu það fé sem sannað er að dregið hafi verið af reikningum umræddra viðskipta- vina og munu þeir ekki verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur banka- og fram- kvæmdastjórn íslandsbanka brugð- ist hart við þessu broti og ítrekað og hert ýmsar vinnu- og starfsregl- ur bankans. Það mun mat banka- stjórnarinnar að óhætt sé að full- yrða að engar líkur séu á að mál af þessu tagi geti komið upp, verði reglunum framfylgt til fulls. Stjórn- endum útibúa bankans voru sendar skerptar vinnu- og starfsreglur bankans í fyrradag, til kynningar meðal starfsmanna. Vegna flutnings Morgun- blaðsins í Kringluna fór blaðið óvenju snemma í prentun í gær. Blaðið kemur næst út miðvikudaginn 14. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.