Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 53- Opnunartími matvöruverslana yfir páskana DÁLÍTIÐ er mismunandi hvemig opnunartíma stórmarkaða og matvöruverslana er háttað um páskana. Nýr matstaður opnar í efra Breiðholti TILBOÐIN fram á páskadag eru fremur fátækleg enda víða opið bara á laugardag. Það er eins og í síðustu viku ís, sælgæti, ávextir svína- og Iambakjöt og lax sem er á tilboðsverði. Bónus Þessi tilboð gilda á laugardag hjá Bónus. Unghænur...............97 kr. kg After eight 400 g.........399 kr. Hamborgari m/br., 4 stk...252 kr. Gull kaffí 500 g..........159 kr. Eldoradogr. baunir450g.....36 kr. Fjarðarkaup Gróf og fín brauð..........96 kr. Reykturlax...........1075 kr kg Sweet life örbylgjupopp....89 kr. Bananar................99 kr. kg Svínalæri úrbeinað...1075 kr. kg Svínalæri með beini..550 kr. kg Þurrkryddaðlambalæri..799 kr. kg Lakkrís konfekt, 400 g..129 kr. Kaupstaður Hamborgarhryggur.....895 kr. kg Rauðkál 720 g............89 kr. Hytop kartöflustangir....77 kr. Grillkol 10 lbs.........263 kr. Fransk. kart. frosnar21bs...l38 kr. Mikllgarður Hamborgarhryggur.....895 kr. kg Rauðkál900g..............79 kr. Maískorn480g.............48 kr. MSskafís21..............385 kr. Hagkaup Nóatún Það eru sömu tilboð hjá Hagkaup- um núna fyrir páskana og voru í síðustu viku. Spergilkál ...........299 kr. kg Ferskur ananas........99 kr. stk Egilspilsner..............49 kr. Fanta21...................89 kr. Sjóeldislax...........499 kr. kg Londonlamb............799 kr. kg Bónus Bónusverslanimar eru lokaðar í dag, skírdag, og á morgun, föstudag- inn langa, en opnar á laugardag frá klukkan 10-16. Lokað bæði á sunnu- dag og á annan í páskum. Fjarðarkaup Hjá Fjarðarkaupum er lokað í dag, á morgun, á páskadag og á annan í páskum. Opið er á laugardag frá klukkan 9-16. Hagkaup Hjá Hagkaupum er lokað í dag, skírdag, á föstudaginn Ianga, páska- dag og á annan í páskum. Opið laug- ardag frá 10-16 nema í Hólagarði er opið til klukkan 18. Kaupstaður Kaupstaðarbúðimar þijár eru opnar frá 11-20 í dag, skírdag, lökaðar föstudaginn langa og opnar á laug- ardag frá klukkan 10-20. Á páskadag em verslanimar lokaðar og einnig á annan í páskum nema Kaupstaður Miðvangi. Þar er opið á annan í páskum frá klukkan 11-20. 11-11 búðlrnar Þessar verslanir eru opnar frá 11-23 alla daga nema föstudaginn langa og páskadag. Mlkllgarður Hjá Miklagarði er lokað í dag, skírdag, og á morgun, föstudaginn langa. Opið á laugardag frá klukkan 10-16 en síðan lokað á páskadag og annan í páskum. Nóatúnsbúðirnar Nóatúnsbúðirnar era opnar í dag frá kl. 11-18 en lokaðar á morgun. Á laugardag verður opnað klukkan 10 en það er mismunandi eftir verslunum hvort lokað er klukkan 18 eða 20. Lokað páskadag og á annan í páskum. Arinkubbar með hreinni bruna HAFINN er innflutningur Northland arinkubba, sem taldir eru mjög öruggir og náttúru- vænni en aðrir viðarkubbar til brennslu. Skv. rannsókn á kanadískri rannsóknastofu, á arinkubbum þessum og venjulegum viðarkubb- um, kom fram að Northland-kubb- ar stuðla að minni uppsöfnun á sóti í skorsteini, 5 sinnum hreinni brana og minni reyk út S andrúms- loftið. Eingöngu 28% af þeim verða að ösku og því þarf mun minni hreinsun í eldstæðum en ella þyrfti í öðrum tilvikum. Þá segir í frétta- tilkynningu umboðs kubbanna að þeir innihald ekki litarefni í brennslu og séu því umhverfís- vænni en aðrir arinnkubbar. Þeir fást m.a. á bensínstöðvum og kosta frá 190-280 kr. ■ Megrunarduft komið á markaðinn FYRIR stuttu hóf Medico hf. inn- flutning á „Slim Quick“ megrunar- dufti. I tilkynningu frá innflytj- anda segir að leysa eigi duftið upp í undanrennu eða léttmjólk og hægt sé að velja á milli þriggja bragðtegunda. Hver skammtur innihaldur mikið magn trefja, eggjahvítuefna, vítamína og stein- efna en minna en 1 gramm af fítu. FYRIR nokkru opnaði veitingastaðurinn Pizzabar- inn við Hraunberg á torginu hjá menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Gestir geta gætt sér á margskonar pizzum og einn- ig eru á matseðlinum pasta- og fískréttir, hamborgar- ar, súpur, brauð og smáréttir sem matreiðslumaður- inn og framreiðslumeistarinn Guðmundur Erlendsson matreiðir ofan í gesti. Pizzabarinn er eini veitingastaðurinn í efra Breið- holti með bjór- og léttvínsleyfí og þegar rökkva tek- ur á kvöldin er meiningin að hverfisbúar geti hist í rólegheitum og spjallað eða hlýtt á lifandi tónlist. Staðurinn er opin alla daga frá kl. 11.30 til 23.30. og þeir sem vilja geta látið senda sér matinn heim Pottagaldrar SIGFRÍÐ Þórisdóttir segist alltaf hafa haft áhuga á mat. Nú vinnur hún við að setja saman kryddblöndur af ýmsu tagi sem seldar eru undir heitinu Pottagaldrar. Hún segist einkum nota lauf- grænar krydd- jurtir í blöndurnar og uppskriftir fylgja þar sem viðkomandi blanda er notuð auk annara upp- lýsinga. „Ég gef líka út fréttabréf, sem allir geta fengið ókeypis, þar eru birtar nýj- ar uppskriftir sem viðskiptavinir hafa gefið okkur.“ Sigfríð tók nýlega þátt í sam- keppni Búnaðarfélags íslands og minningarsjóðs Halldórs Pálsson- ar. Var þar óskað eftir uppskriftum að grillréttum úr lambakjöti, rétt- um sem hægt er að selja í pökkum og öðrum dasem hægt er að selja í kjötborðum verslana. „Upp- skriftir með Pottagöldrum fengu þrenn verð- laun. Það var mér nægileg hvatning til að selja kryddblöndurnar í stór- markaði og aðrar verslanir.“ ■ Skókassa breytt í vöggu SKÓKASSI er uppistaðan í vögg- unni og það má nota liti, skraut- legan pappír eða málningu til að skreyta hann með. Þegar því er lokið þarf að fínna tvö herðatré úr tré. Síðan eru krók- amir skrúfaður úr og eins og sést á myndinni og eru herðatrén síðan negld innanfrá á kassann til að hægt sé að ragga vöggunni Þá er bara eftir að sauma úr afgöngum sæng og kodda og þá er rúmið tilbúið. Laghentir geta útbúið L-laga spýtu uppúr rúminu hjá höfðagaflinum og sett fallegt efni yfír til að vaggan sé fullkomin. Veitingastaðurinn Pizzabarinn við Hraunberg í Breiðholti sem opnaði fyrir skömmu. í hádeginu og á kvöldin. Eigendur eru Ámi Ámason og Jón Ingi Þórarinsson. ■ PÁSKATILBOÐ Léttir réttir á hádegishlaðborðinu SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp á Lækjarbrekku að bjóða upp á hlaðborð í hádeginu alla virka daga. Áhersla er lögð á að stilla verði í hóf, en hlaðborð kostar 790 kr. fyrir manninn. J A hlaðborði er súpa dagsins með nýbökuðu brauði, fisk- og kjötréttir í aðalrétt og tilheyr- SSS andi meðlæti ásamt ýmsum OC léttum hádegisréttum. Má nefna pastasalat, síld, ferskt Wl salat, brauð og sósur. Réttum verður breytt reglulega. Að flL sögn Þorkels Garðarssonar, yf- irmatreiðslumanns, er hér verið að koma til móts við viðskipta- vini með því að bjóða upp á ódýran, fljótlegan, léttan, en góðan mat í hádeginu. Daglegt líf fékk Þorkel til að gefa uppskriftir úr eigin kokkabókum af nokkrum réttum, sem má m.a. finna á hlaðborðinu. Grænmetissúpa frá S-Frakklandi 1 lítri vatn 2-3 msk. grænmetiskraftur 2 msk. tómatpurré 500 g fínt skorið grænmeti, t.d. paprika, laukur, blaðlaukur, gouyeete, gulræturog baunir. salt, pipar, basil 2-3 hvítlauksrif 100 g pasta Vatn, grænmetiskraftur og tóm- atpurré sett í pott og suðan látin koma upp. Grænmetinu bætt í, soð- ið í 20 mín. Pasta sett út í og soð- ið með síðustu 10 mín. Kryddað eftir smekk með salti, pipar, fersk- um hvítlauk og basil. Borið fram með nýbökuðu brauði. Pasfasalat 600 g soðið pasta Hádegisverðarhlaðborð Lækjarbrekku. 6-8 stk. sólþurrkaðir tómatar (fóst í Heilsuhúsinu) 4 msk. tómatpurré 4 msk. tómatsósa oregano saltog pipar ferskur hvítlaukur 300 g fínt skorið grænmeti, laukur, paprika og sveppir. Pasta, tómatpurré, tómatsósu og fínskornu grænmeti blandað sam- an. Sólþurrkuðu tómatarnir lagðir í bleyti í sjóðandi vatni í 5-10 mín.Kryddað eftir smekk. Vatni hellt af tómötunum og bætt í salat- ið. Blandið vel. Borið fram með brauði. Ofnbakad hakk í kartöfluhjúp 500 g nautahakk 1 saxaður laukur 1 saxaður blaðlaukur 4 msk. tómatpurré salt, pipar oregano basil kartöflumús rifinn ostur Nautahakk, laukur og blaðlaukur brúnað á pönnu í ólífuolíu í 15 mín. Kryddað með tómatpunfy salti, pip- ar, oregano og basil eftir smekk. Hakkblandan sett í ofnfast mót. Kartöflumús smurð yfír og síðan rifnum osti. Bakað í ofni á 180 gráðu hita í 10 mín. Karrý-plokkfisk- ur meö rúgbrauöi 500 g roð- og beinlaus soðin ýsa 2 saxaðir laukar 8-10 stk. skrældar soðnar kartöflur hólfur lítri uppstúfur saltog pipar 2-3 tsk. karrý Smjör brætt í potti. Látið karrý og saxaðan lauk krauma í smjöri í 5 mín. Kartöflur skomar í bita og bætt út í ásamt soðnu ýsunni. Upp- stúf blandað saman við. Kryddað með salti og pipar og berið fram ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.