Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 14
______________________ ___________ ewl JIH'IA ,8 ^ILHJAU'ÍIMMM (imA,JHWHO)lUM 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 „EIN ER, VEIT ÉG, UPPI í SVEIT“ __________Bækur______________ SverrirTómasson Marianne E. Kalinke: Bridal- Quest Romance in Medieval Ice- land. Islandica XLVI. Cornell University Press. Ithaca 1990, 223 bls. Vestur í .Nýju Jórvíkurskíri þar sem heitir í íþöku var um Iangt skeið miðstöð íslenskra fræða í Bandaríkj- unum. Þar sat í öndvegi Halldór Hermannsson og stjórnaði bókasafni því sem Willard Fiske hafði ánafnað Cornell háskóla og í voru íslenskar bækur eða rit á öðrum tungum um íslensk og norræn efni. Halldór Her- mannsson bytjaði snemma að viða að sér vitneskju um íslensk rit og eftir hann liggja miklar prentaðar bókaskrár sem eru ómetanlegar öll- um þeim sem við íslensk fræði fást. Halldór birti eftir sig fjölda verka um bókfræði í ritröðinni Islandica sem hóf göngu sína 1908. Auk bók- fræðirita hafa þar birst önnur merk- isrit eftir íslenska og erlenda höf- unda og má þar nefna Bibliography of Modern Icelandic Literature in Translation eftir P. M. Mitchell og Old Norse Poetry eftir Robertu Frank. í þessari ritröð er einnig gagnmerk rannsóknasaga fornís- lenskra bókmennta Old Norse-Ice- landic Literature. A Critical Guide sem Carol Clover og John Lindow ritstýrðu og sömdu að hluta, en auk þeirra skrifuðu í bókina Joseph Harr- is, Roberta Frank, Theodore M. Andersson og Marianne E. Kalinke. Marianne E. Kalinke höfundur ritsins Bridai-Quest Romances er prófessor í Urbana, Illinois. Hún hefur einkum Iagt fyrir sig rann- sóknir á riddarasögum og skyldum bókmenntagreinum og hefur samið um þau efni mörg gagnleg rit og ritgerðir. Má þar einkum nefna King Arthur North-by-Northwest (1981), Bibliography of Old Norse-Iceiandic Romances (1985) sem hún setti sam- an í samvinnu við P. M. Mitehell og árið 1987 sendi hún frá sér vand- aða, fræðilega útgáfu á Möttuls sögu. Marianne E. Kalinke mun hafa verið einna fyrst fræðimanna til að flokka saman í eina bókmenntagrein Fornaldarsögur Norðurlanda og riddarasögur, þýddar sem frums- amdar. Um þessar sagnagerðir hafði frá því á 19. öld verið fjallað í tvennu lagi, en augljóst er að þær eiga bet- ur heima í einum flokki en tveim. Á 19. öld höfðu fræðimenn byijað að greina eftir sögusviði á milli forn- sagna Norðurlanda og Suðurlanda, en þegar menn fóru að velta nánar fyrir sér uppruna sagnanna riðlaðist enn sú greining og í fræðiritum hef- ur fram til þessa verið fjallað um þijá flokka: Fornaldarsögur Norður- landa, þýddar riddarasögur og frumsamdar riddarasögur. Elstar hafa verið taldar þýddar riddarasög- ur, þ.e. þær sögur sem þýddar hafa verið úr frönsku eða fornfrönskum mállýskum. Er þar fyrirferðarmestur sagnabálkurinn um Artúr konung í Kornbretalandi (Cornwall) og kappa hans eftir Kristján frá Tróju (Chréti- en de Troyes), en hér með eru einn- ig ljóðsögur (íais) eins og Strengleik- ar sem sumir eru eignaðir eftir Maríu hinni frakknesku (Marie de France), Tristrams saga eftir Tómas frá Syðra-Bretlandi (Bretagne), ástarsagan um Flóres og Blankiflúr (Floire et Blancheflor) svo og kappa- kvæði (chansons de geste) mörg um Karlamagnús keisara. Við aldurs- greiningu þessara sagna hafa menn stuðst við kunna klausu úr upphafi Tristrams sögu, þar sem þess er getið að Hákon gamli Hákonarson hafi látið bróður Róbert þýða hana 1226. Á þetta ártal hafa verið born- ar brigður. Telja má þó líklegt að slíkar sögur, þar sem lögð var áhersla á fagra kurteisa siðu, hafi fyrst verið þýddar við norsku hirð- ina, en þær berasf fljótt til íslands og óvíst er að þær hafi alltaf komið beint frá Noregi. Á það ber og að líta að norsk handrit riddarasagna eru harla fá til. Efnið var alþjóðlegt og gat að sjálfsögðu borist á milli landa án þess að til beinna þýðinga kæmi. Ovíst er og að þýddu sögurn- ar séu að öllu leyti fyrirmynd að innlendri riddarasagnagerð. Elstu handrit fornaldarsagna eru frá lok- um 13. aldar og hafa fræðimenn ætlað að þær hafi þá fyrst verið færðar í letur, en löngu fyrr er þess getið að menn hafi haft þær til skemmtanar sér í veislum; í Þorgils sögu og Hafliða er fræg frásögnin um Reykhólabrúðkaup 1119, þar sem sögur voru mæltar af munni fram. En þegar í lok 13. aldar voru margar sögur af þessu tagi lagðar inn í varanlegan íslenskan sagnasjóð pg þær tórðu jafnlengi og rímur; íslendingar halda áfram að semja þær langt fram eftir öldum og upp- skriftir þeirra eru til í handritum frá öndverðri 20. öld. Þeir sem sömdu sögdur af þessu tagi gerðu sér fulla grein fyrir að frásögn þeirra var skáldskapur einn. Stundum túlkuðu sagnaritarar for- tíðina í anda hugsjóna samtímans, fortíðarhetjur tóku þá að hegða sér eins og aðalsbornir riddarar á 12. og 13. öld og tileinka sér hæversku og kurteisi ritunartímans; stundum bar svo við í sögunum að atferli kappanna fól í sér boðskap sem höfð- aði beint til áheyrenda og þeir gátu dregið. dæmi af, ef um siðferðileg eða trúarleg efni var talað. í orði kveðnu fjalla margar sögurnar um einhvers konar leit: sumar þeirra segja frá ungum riddara sem ríður einn út í eyðiskóg, hann fer til þess að sanna hreysti sína og drengskap og snýr aftur heim á leið breyttur maður; hver ferð er mannr.aun og að henni lokinni leiðréttir riddarinn líf sitt, finnur sjálfan sig. Aðrar sög- ur greina frá leit að gersemum eins og gammseggi, landi eða konu. Bók Marianne E. Kalinke snýst um eitt þessara leitarminna, brúð- arleit; hvernig frægir fornkappar vitja meyjarmála. Hún telur að all- nokkrar sögur hverfist nær ein- göngu um þetta minni og hefur því kosið að nefna þær eftir því, brúðar- leitarsögur. Hún skiptir bók sinni í fjóra meginkafla. Fyrsti kaflinn fjall- ar um dæmigerða brúðarleitarsögu, Hrólfs sögu Gautrekssonar, sá næsti um meykónga sem beijast af alefli gegn því að bindast karlmönnum; þriðji kaflinn er um framtakslitla biðla sem láta fylgdarmönnum sín- um að mestu eftir að sjá um kvon- bænirnar og loks tekur hún fylgdar- mennina sjálfa fyrir í fjórða kaflan- um. í inngangi rekur hún nokkuð fyrri rannsóknir á sögunum og í eftirmála dregur hún saman helstu niðurstöður. Það er að vísu augljóst að flestar þær sögur sem Kalinke fjallar um, snúast að einhveijum hluta um meyj- armál, en um það eru skiptar skoð- anir hvort kjarni þeirra feiist í því eina frásagnarefni. í Hrólfs sögu Gautrekssonar sem Kalinke ræðir rækilegast um er t.a.m. sagt frá fjór- um bónorðsförum; kapparnir fjórir verða allir að beijast fyrir kvonfangi sínu og verða þar stórir og miklir bardagar, sérstakiega við brúði Hrólfs, meykónginn Þornbjörgu (Þórbjörgu), sem sagan segir að enginn skuli „þora hana mey eða konu að kalla, svo að hann taki eigi refsing fyrir“. Bardagar sögunnar eru allir þysmiklir og lýsingar ná- kvæmar af vopnaburði: meyjarmálin víkja fyrir þeim lýsingum og það er ekki konan ein sem sótt er eftir heldur og land það sem hún ræður yfir. Djúpgerð Hrólfs sögu lýsir því ekki kvonbænunum heldur valda- jafnvægi, valdabaráttu og tengslum smárra ríkja og stórra. Sagan hefur að líkindum skírskotað til ríkis- manna bæði í Noregi og íslandi, þeirra sem jafnframt létu skrifa bækurnar. I upphafi bókar sinnar minnist Kalinke á prýðilegt rit um ævintýra- sögur (Islándische Márchensagas) eftir svissneska fræðimanninn Júrg Glauser sem kannaði eftir aðferðum formgerðarsinna sömu sagnaflokka. Kalinke hafnar slíkri rannsóknarað- ferð að mestu, hún viðurkennir þó að hún hafi getað valið þá leið, en sökum þess að hún metur meira að kynna bókmenntagreinina fyrir er- lendum lesendum fer hún aðra könn- unarleið, segir frá minnum og rekur áhrif einnar sögu á aðra. En einmitt í þeirri rannsóknaraðferð felast aðal- gallar bókarinnar. Það dylst engum sem sögurnar les að allar persónurn- ar hafa ákveðnum hlutverkum að gegna og oft er áheyrendum og les- endum gefið það til kynna með nafn- gift þeirra. Minni sagnanna eru oft keimlík og oftast engin leið að rekja. hvaðan ákveðið sagnaminni er upp- haflega komið. Ást í meinum eins og lýst er í Tristrams sögu þarf ekki endilega að hafa haft áhrif á fjöld annarra sagna og hér við bæt- ist að nær ógjörningur er að raða sögunum með vissu í aldursröð og þar með benda á hvaða saga þiggur minnin og hver þeirra veitir þau. Með því að greina sögurnar í frum- þætti hefði Kalinke ef til vill tekist betur að sýna fram á einstök sér- kenni sagna og rökstyðja að unnt sé að tala um bókmenntategundina „brúðarleitarsögur“. Marianne E. Kalinke er mjög vel að sér um íslenskar skemmtisögur á miðöldum og frásögn hennar er víða fjörleg og sýnir að hún hefur miklar mætur á viðfangsefninu. Henni tekst yfirleitt að koma þekk- ingu sinni áleiðis til lesanda og að þessu leyti er bók hennar ágætt kynningarrit og þjónar nú sama hlutverki og rit Margaret Schlauch, Romance in Iceland, gerði um ára- tugi. Einstakar athuganir hennar hljóta og að hvetja til frekari rann- sókna, sérstaklega þó tengsl bók- menntagreinarinnar við kirkjunnar menn, hvort predikarabræður (Dóm- iníkanar) hafi t.d. sett saman sögur eins og Dámusta sögu og þá fyrir hveija. Þekking höfundar á íslensku máli er með ágætum, þýðingar- skekkjur koma örsjaldan fyrir og bókfræði verksins er nákvæm og rækileg. Eftir að útgáfa ritraðarinnar Is- landica hófst að nýju árið 1975 eftir 17 ára hlé hafa þar birst mörg merk- isrit. Þau hafa eflt mjög rannsóknir á íslenskum bókmenntum og menn- ingarsögu vestanhafs og er óskandi að vel takist til með næstu bindi. Höfundur er sérfræöingur á Árnastofnun, dr. phil. ímiðalda■ bókmenntum. Passíusálmarnir á f östudaginn langa Fórnáaltari séra HaHgríms SÍÐUSTU ár hefur það orðið fastur liður í helgihalda margra um páskana að hlýða á flutning Eyvinds Erlendssonar á Passíu- % sálmum Hallgríms Péturssonar á föstudaginn langa. Ekki verður breytt út af venjunni nú, en Eyvindur hefur fengið í lið með sér tólf skáld og leikara sem munu skipta sálmunum bróðurlega með sér. Lesturinn hefst kl. 13.00 í Hallgrímskirkju á morgun, föstu- daginn langa, og stendur fram eftir degi. Þeir sem lesa Passíusálmana að þessu sinni eru rithöfundarnir Birgir Sigurðsson, Einar Bragi, Elísabet Jökulsdóttir, Thor Vil- hjálmsson, Vilborg Dagbjartsdótt- ir, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn frá Hamri, og Þórarinn Eldjárn, og leikararnir Guðbjörg Thorodd- sen, Hjalti Rögnvaldsson og Karl Guðmundsson, auk Eyvinds Er- lendssonar, sem kveðst grípa inn í lesturinn undir lokin. Hörður Áskelsson leikur á orgel kirkjunnar milli atriða. En af hveiju er brugðið út af hefðbundnu fyrirkomulagi lesturs- ins? „Ég var orðinn hræddur um guð væri orðinn leiður á mér,“ segir Eyvindur og hlær, „en vildi líka eyða þessum svip af einkafyr- irtæki sem flutningurinn hefur borið, og á alls ekki að vera til staðar. Ég safnaði því saman skáldbræðrum og skáldsystrum séra Hallgríms, tólf eins og postu- lunum, og fæ þau til halda skáld- skap hans á lofti — enda þeim málið skylt. Kirkjunnar menn og ég sjálfur viija gjarnan gera þenn- an flutning að hefð, og það gæti verið að einhveijir þeirra sem eru með núna, sláist í hópinn á næsta ári og lokki einhveija með sér uns þetta er orðið að „míni-akademíu“ sem endurnýjar sig frá ári til árs. Ég sé raunar eftir sálmalestrinum og hefði viljað halda honum einsa- mall áfram til eilífðarnóns, en vil ' ' Eyvindur Erlendsson ekki þreyta almenning og tel lík- legra að fleiri lesarar dragi fleiri að tíl að hlusta." Eyvindur kveðst ekki muna ná- kvæmlega hvenær hann hóf að lesa Passíusálmana í heild sinni, en flutningurinn hófst í Selfoss- kirkju fyrir nokkrum árum og fluttist síðan yfir í Hallgrímskirkju til að ná til fleira fólks. Hann seg- ist líta á sáimana sem rímaða pred- ikun sem þurfí hús og fólk og flytj- anda sem les með hita og fær áheyrendur til að skyggnast í sál- ina. „Mér er sagt að um fertugsald- ur verði menn handgengnir sálm- um séra Hallgríms, og þeir láti þá ekki ósnortna eftir það. Það eru ekta skáldskapartöfrar í þessum bálki, og maður bytjar á að reka tærnar í einstaka snjallar vísur, vel saman settar og vandortar, og þá les maður fleiri og fleiri og líka þær vísur sem enginn les og virð- ast flatneskjulegar við fyrstu sýn. En þetta er eins og að þvæla þýfð- an móa, og þessar stóru verða enn glæsilegri innan um hinar og þá datt mér í hug að flytja Passíusál- mana í einu lagi, til að teikna landslagið með hæðum þess og lægðum. En ég er fyrst og fremst maður skáldskaparins og lesturinn er ekki síður fórnfæring á altari Hallgríms en Jesú Krists, og má kannski segja að kristileg helgi dagsins heyri undir aðra en mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.