Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 Menntamálaráðherra flytur ávarp í Harvard-háskóla Frelsi háskóla aukið en aðhald verði veitt ^ Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra flutti á þriðjudag fyrirlest- ur um stöðu æðri menntunar og rannsókna í ljósi þeirra breytinga, sem nú eiga sér stað í Evrópu, og stöðu Bandaríkjanna í þeim efnum við Harvard-háskóla og sagði hann meðal annars að um þessar mund- ir byggju háskólar við aukið frelsi um leið og þeim væri veitt aukið aðhald með eftirliti. Góður rómur var gerður að máli hans. Ráðherra er staddur í fimm daga heimsókn hér í Boston ásamt sam- ferðafólki, Guðríði Sigurðardóttur ráðuneytisstjóra og Þórólfi Þórlinds- syni prófessor, og er tilgangur farar hans að ræða við hérlenda skólamenn um háskólastarf, auk þess að flytja ávarp sitt í kennsludeild Harvard, enda er óvíða jafnmarga háskóla að finna á einum stað og í Boston og aðliggjandi bæjum. Jerome Murphy, yfirmaður kennsludeildar Harvard-háskóla, lét íslenska fánann blakta við hún í til- efni af heimsókn Ólafs og var haft á orði að sex sinnum fleiri hefðu komið að hlýða á mál men'ntamála- ráðherra, en Michael Dukakis, fyrr- um ríkisstjóra í Massachusetts og forsetaframbjóðanda demókrata árið 1988, þegar hann talaði á sama vett- vangi. Frá miðstýringu til aukins sjálfstæðis Ólafur lagði á það áherslu að af- staða stjómvalda víðast hvar í Evr- ópu til háskólamála hefði gerbreyst frá því um miðjan síðasta áratug. „A áttunda áratugnum og fyrri hluta þess níunda efndu margar ríkis- stjómir til mikilvægra grundvalla- rumbóta, sem juku þátt þeirra í há- skólamenntun," sagði menntamála- ráðherra. „Á undanförnum árum hafa stjómir fjölmargra Evrópuríkja lýst yfir því að þær hygðust láta af skipulagningu og stjórnun smáatriða og láta nægja að fjarstýra [háskóla- málum]. Afleiðing þessa er að sjálf- stæði æðri menntastofnana hefur eflst og lögð hefur verið áhersla á að stofnanir beri ábyrgð á náms- skrám.“ Ólafur sagði að þessi þróun bæri því vitni að „stjómvöld hefðu glatað trausti til að miðstýra æðra mennta- kerfí í smáatriðum". Þetta hefði þó ekki í för með sér að sjálfstæði há- skóla yrði algert því að þeim yrði veitt aðhald með eftirliti, en stefnu- mótun þeirra yrði háð samkeppni. Á íslandi yrði samkeppnin fólgin i sam- anburði við sambærilegar mennta- stofnanir erlendis. „Utanaðkomandi aðiljar munu í auknum mæli meta bæði kennslu og rannsóknir, nýjar leiðir verða famar til fjármögnunar og kröfur um greiðan aðgang náms- manna, atvinnurekenda og samfé- lagsins að upplýsingum um æðri menntakosti munu aukast," sagði Ólafur. Menntamálaráðherra vék því næst að þróun mála í Evrópu og sagði að af ýmsum áætlunum Evrópubanda- lagsins mætti ætla að verið væri að skilja aðra heimshluta útundan, þar á meðal Bandaríkin. „Að sumu Jeyti er það satt, en ekki ö!lu,“ sagði Ólaf- ur. Máli sínu til stuðnings benti hann meðal annars á að smám saman gætu áætlanir Evrópubandalagsins leitt til háskólakerfís, sem næði yfír alla Evrópu og svipaði til þess, sem fyrir hendi væri í Bandarílqunum, þannig að upp myndu spretta kjarn- ar, sem bæru af í menntun og rann- sóknum. „Þessir afburðakjarnar kynnu að hafa meira aðdráttarafl fyrir bandaríska vísindamenn til að ráðast í samverkefni, en núverandi samtíningur evrópskra háskóla,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að þróun mála í Evr- ópu væri þó ekki alfarið til góðs. „Ég sé fram á að í Evrópubandalaginu muni gæta þeirrar tilhneigingar að Ólafur G. Einarsson leggja áherslu á stór vísindaverkefni og einblína á að ná fáum markmiðum á kostnað jafnrar dreifíngar tækni- þekkingar um þjóðfélagið og hag- kerfið,“ sagði menntamálaráðherra. „Það er ekki til einhlít uppskrift að gulltryggðri vísindastefnu." Hann bætti því við að án fjöl- breytts kerfís með fjárstuðningi úr ýmsum áttum fengi sjálfstæði ein- stakra vísindamanna ekki þrifíst og miðstýring gæti haft í för með sér skriffínnsku og kæft frumkvæði. Bandarískir háskólar gagnrýndir Segja má að gagnrýni mennta- málaráðherra á bandarískt háskóla- kerfí hafi fengið bestar undirtektir viðstaddra. Það hefur lengi loðað við háskólamenntaða Bandaríkjamenn að kunna ekki annað tungumál en sitt eigið. Ólafur sagði að skipan mála í Evrópu hefði í för með sér aukin samskipti fræðimanna landa í millum og slíkt krefðist kunnáttu í meira en einu tungumáli. „Banda- rískir háskólar ættu að taka sér tak og kreíjjast þess að útskrifaðir nem- endur með æðri gráður tali að minnsta kosti eitt erlent tungumál," sagði Ólafur og kinkuðu viðstaddir taktfast kolli í þöglu samþykki. Ólafur fjallaði einnig um þau tæki- færi, sem ísland byði upp á í rann- sóknum og vísindum. Hann sagði að íslendingar þyrftu að leggja harðar að sér en aðrar þjóðir til að skerpa vísindastefnu sína, en með því að einblína á þau svið, sem íslendingar hafa sérstöðu á, gæti þjóðin komist í fremstu röð. Nefndi hann „náttúru- legar rannsóknarstofur" hafsins um- hverfís ísland, einstakt tækifæri til að kanna orkulindir á borð við jarð- hita og kosti þess að rannsaka jarð- skjálfta og eldfjallavirkni. Þá sagði hann að Island væri upplagt til ha- frannsókna, að ógleymdri íslenskri tungu, bókmenntum og þjóðfélagi. Olafur hefur í heimsókn sinni átt fundi með háskólamönnum í Boston. í samtali við Morgunblaðið kvaðst hann ánægðastur með fund sinn með Derek Bok, fyrrum rektor Harvard- háskóla. Bok tók til hendinni þegar hann var settur yfír skólann og þótti takast vel til. Þegar hann lét af störf- um á síðasta ári var hann rómaður í dagblöðum og var mörgum til efs að tækist að fínna jafn hæfan mann til að taka við. Að sögn Ólafs talaði Bok um að brýnt væri að forysta háskóla væri virk og efaðist hann um að kjörin yfírstjórn og háskólaráð næði að stjóma styrkri hendi þegar á móti blési. „Það væri gaman að fá Bok til að huga að því hvemig marka mætti íslenska háskólastefnu,“ sagði Ólafur. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar Framtíðin tryggð FRAMKVÆMDASTJÓRI Kisiliðjunnar segist sáttur við að með nýjum samningi um kísilgúrnám, sem kynntur var í gær, sé framtíð fyrirtæk- isins tryggð. Með þessum samningi sé unnt að skipuleggja til lengri tíma starfverksmiðjunnar. Vinnslusvæði hennaráYtri-Flóastækkaraðmun. Þorgrímur Starri Björgvinsson í Garði Mest um vert að Syðri- Flói verður friðaður ÞORGRÍMUR Starri Björgvinsson, bóndi í Garði, segir að sættast megi við margt í þeirri málamiðlun sem hinn nýi samningur um Kísiliðjuna sé. Málin hljóti samt að verða í brennidepli hér eftir sem hingað til. Margt sé enn óunnið til að náð verði því marki að færa Mývatn til fyrri náttúrugæða. Starri sagði að bændur væru enn að skoða þau gögn sem fram hefðu komið á fundi með ráðherrum í gær, en á því sem séð væri virtist einkum mega líta á þrennt jákvætt í þeim. í fyrsta lagi væri með samningnum endanlega girt fyrir að Kísiliðjan teygði dælur sínar suður fyrir Teigar- horn. í annan stað væri með samn- ingnum kveðið á um að verksmiðjan hætti rekstri árið 2010, um það væri ekki tvímæli í þessum gögnum, og að umráðasvæði hennar þennan tíma væri valið samkvæmt samþykki Náttúruverndarráðs. í þriðja stað væri jákvætt í samningnum að tekið væri tillit til að tryggja fé til atvinnu- þróunar til að mæta skakkaföllum sem kynnu að verða. Slíkt ætti að vera þeim sem hefðu starf við verk- smiðjuna gleðiefni. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf., sagði um leyfí til áframhaldandi kísilgúrnáms í Ytri-Flóa að þessa niðurstöðu mætti vel sættast á. Hér væri Kísiliðjunni veitt leyfi til ársins 2010 svo þarna væri tryggð framtíð starfseminnar til 17 ára. Þegar leyfí hefði upphaflega verið gefíð árið 1966 hefði það verið til 20 ára. Friðrik sagði að þótt miðað væri við að leyfí til að taka efni af botni í Ytri-Flóa næði einungis til ársins 2010 markaði það ekki endalok Kís- iliðjunnar. Vonir stæðu til að enda þótt ekki yrði leyft að taka meira hráefni úr Mývatni sjálfu væri unnt að vinna kísilgúr undan hrauninu og enginn gæti enn sagt til um hversu mikið þar leyndist. Að sögn Friðriks stækkar það svæði verulega á Ytri-Flóa sem Kísiliðjan fær að dæla úr samkvæmt hinum nýja samningi. Verksmiðjan fenp að teygja sig lengra suður í vatninu og jafnframt lengra til vest- urs og það ætti að tryggja nægt hráefni til þeirra 17 ára sem samn- ingur þessi er bundinn við. MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI Kaupvangsstræti 16 auglýsir inntöku nýrra nemenda ífornámsdeild, málun- ardeild og grafíska hönnun veturinn 1993-1994. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Kaupvangsstræti 16. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24958. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skóiastjóri. (íWIf Hótel Ij^Harpa Hópar - einstaklingar Minnum á blómstrandi menningar- og skemmtana- líf, landsins besta skíðafjall og vetrartilboð okkar. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Sími 96-11400 ^ Ath. aðHótelHarpaerekkiísímaskránni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Myndhópurinn MYNDHÓPURINN á Akureyri, frá vinstri Hörður Jörundsson, Guð- rún Lóa Leonardsdóttir, Iðunn Ágústsdóttir, Alice Sigurðsson og Bernharð Steingrímsson. Myndhópurinn sýnir í Garnla Lundi um páskana NÝJU lífi hefur verið blásið í starfsemi Myndhópsins, en í dag, 8. april verður opnuð sýning á verkum sex félaga hópsins í Gamla lundi við Eiðsvöll. Hópurinn var stofnaður árið 1978 og hefur frá þeim tíma staðið árlega fyrir sýningum, en þó með örlitlum hléum. Sýning sex- menninganna verður opin daglega apríl, annan daga páska. Á páskasýningu Myndhópsins eru myndverk eftir 6 listamenn, þá Aðalstein Vestmann, Alice Sigurðs- son, Bemharð Steingrímsson, Guð- rúnu Lóu Leonard^dóttur, Hörð Jörundsson og Iðunni Ágústsdóttur, en á sýningunni gefur að líta vatns- litamyndir, akríl- og pastelmyndir og olíumálverk sem þátttakendur frá kl. 14 til 20 en henni lýkur 12. hafa verið að vinna að undanförnu. Myndhópurinn hefur starfað í 15 ár, en fyrsta sýningin var í Iðnskól- anum sem þá var við Þórunnar- stræti. Frá þeim tíma hafa verið haldnar sýningar m.a á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki auk fleiri staða í nágrenni Akureyrar. Skíðaveisla um páska í HLÍÐARFJALLI verður opið fyrir skíðagesti og annað útivist- arfólk alla daga um páskana. Á föstudaginn langa, laugardag og páskadag verða skíðamót fyrir alla fjölskylduna, göngubrautir verða gerðar alla daga frá fimmtudegi til annars í páskum og sömu daga verður boðið upp á skíðakennslu. ívar Sigmundsson, staðarhaldari páskana. Horfur væru á ákjósan- á Skíðastöðum, sagði að vænst legu veðri og skíðafæri væri gott. væri mikillar aðsóknar í Pjallið um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.