Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 47 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ljósið og lífið Jafndægur að vori eru 20.-21. marz. Það er sú stund er sól er beint yfir miðbaug og dagur og nótt jafnlöng um alla jörð. ís- lenzki veturinn er þó ekki allur á voijafndægrum, en örlög hans eru ráðin. Hver nýr dagur er lengri og bjart- ari en sá sem kveður. Sigur ljóssins yfir myrkrinu er í nánd. Og ljósi fylgir líf. Allt líf jarðarinnar er byggt upp af ljósi og nærist af ljósi sem hefur umbreytzt í lífræn efni. Framundan er upprisa gróðurríkisins í umhverfi okkar og náttlaus voraldar- veröld. Það er stundum sagt að höfundur tilverunnar tali til manna á táknmáli, þegar ljósið vekur gróðurríkið í umhverfi okkar til nýs lífs af vetrarsvefni. Hvaða dóm sem menn leggja á slík orð verður því ekki á móti mælt, að kristnir menn halda páska, hátíð til minn- ingar um upprisu Jesú Krists eftir krossdauða hans, hátíð til að fagna sigri lífsins yfir dauðanum, sunnudag og mánudag eftir að tungl verður fullt næst eftir jafndægur að vori. Voijafndægur eru undan- fari páskahátíðar. Skírdagur, dagur hinnar heilögu kvöldmáltíðar, föstudagurinn langi, dagur píslargöngu og krossfest- ingar, og páskar, hátíð upp- risunnar, skipa öndvegið í hugarheimi kristinna manna. Boðskapur þeirra atburða, sem þessir dagar eru kenndir við, eiga jafn ríkt erindi við fólk í dag og þegar veruleikinn skráði hann á blöð sögunnar. Grimmdin og ranglætið, sem krossfestingin ber vitni, setja svip sinn á gjörv- alla mannkynssöguna, fram á okkar daga. Blóðug átök í Bosníu eru aðeins eitt dæmi af mörgum um stað- bundin stríð í heiminum á okkar dögum. Ofbeldið seg- ir til sín í öllum heimshorn- um, öllum samfélögum manna. ísland er engin und- antekning í þeim efnum. Árásir og líkamsmeiðingar eru síður en svo óþekkt fyr- irbrigði hér. Og þrátt fyrir velferð á heildina litið þarf ekki að leita grannt til að finna hjálparþurfendur, ein- mana fólk, fátækt fólk og jafnvel fólk sem býr við skort mitt í velferðinni. Orð Jesú Krists eiga er- indi við okkur öll, hvert og eitt, enn í dag: Það sem þú gerir mínum minnsta bróð- ur það hefur þú og mér gert. Enginn getur að vísu hjálpað öllum, en allir geta hjálpað einhveijum. Og það á að vera sameiginlegt keppikefli manna, sam- kvæmt kenningu Krists, að öllum megi líða vel, bæði andlega og líkamlega. Það er ekki út í hött að segja, að þegar við ýtum úr jarðlífsvörinni hinzta sinni höfum við ekki annað í farteski en það sem við höfum öðrum gert. Við þurfum að rækta með okkur kærleika til höfundar tilver- unnar, kærleika hvert til annars, kærleika til náung- ans, kærleika til umhverfis- ins og kærleika til lífsins. Heilög ritning_ hefst á þessum orðum: í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Síðan sagði höfundur tilver- unnar: Verði Ijós, og það varð ljós! Og ljósið er for- senda lífins, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Án ljóss væri jörðin. líflaus hnöttur. Sköpunarsaga biblíunnar verður að vísu ekki lesin eins og vísindaleg, mennsk úttekt á því, hvernig al- heimurinn varð til. Máski má orða það svo að sköpun- arsagan sé eins og fagurt og trúverðugt ljóð um ljósið og sannleikann í alheimin- um. Sá sem var, er og verður ljós heimsins, vegurinn, sannleikurinn og lífið, kom í mannheim sem sonur Guðs til að frelsa fólk frá syndum og dauða. Hann dó á kross- inum fyrir alla menn. Upp- risan á páskum er vitnis- burður um sigur ljóssins og lífsins yfír dauðanum. Morgunblaðið óskar les- endum sínum og lands- mönnum öllum gleðilegrar og slysalausrar páskahátíð- ar. JÓHANNA BER HÖFÐ- INU VH) STEINSTEYPU eftir Agnesi Bragadóttur Það kom mér ekkert á óvart að Jóhanna Sigurðardóttir vildi svara ýmsum gagnrýnisatriðum í grein minni um húsbréfakerfið hennar. Raunar tel ég það nánast ofrausn að ráðherrann skuli taka sig til og og þenja sig á tíu dálkum í svari við grein sem „dæmir sig sjálf, og því varla svaravprð", eins og ráðherrann orðaði það. Ég hlýt eiginlega að vera talsvert upp með mér yfir svarinu, en tel þó engu að síður að ég verði að leiðrétta nokkrar staðhæfingar ráðherrans, þar sem hún vísvitandi, eða óvart, fer beinlínis með rangt mál. Raunar kom það mér heldur ekki á óvart að ráðherrann sæi sig knúinn til þess að hrópa svolítið til mín á prenti, því það er ekki alveg ný bóla, þegar hún á í hlut, að aðrar skoðanir en hennar séu tóm þvæla og vitleysa, og þá nokkuð sama hver á í hlut. Sé einhver Stóri bróðir til á íslandi um þessar mundir, þá get ég ekki talist hafa unnið til þeirrar nafn- giftar, heldur miklu fretnur Jóhanna sjálf og kerfið hennar. I einum og sama ráðherranum, Jóhönnu Sig- urðardóttur, rúmast þeir* bræður tveir: Stóri bróðir og Stóri sannleikur. Ráðherrann staðhæfir í upphafi greinar sinnar að ég hafi fullyrt meira í greininni, en ég get gengist við. I ákveðnum tilvikum sem ráð- herrann nefnir fullyrðingar var ég að varpa fram spurningum og vanga- veltum, en ekki fullyrðingum. Ráðherrann heldur því fram að ég geri mig seka um að bera saman sykur og salt, með því að nefna að útgáfa húsbréfa á þremur árum hafi verið 33 milljarðar króna, en úti- standandi skuld ríkissjóðs vegna spariskírteina ríkissjóðs í 30 ár hafi um síðustu áramót verið 55 milljarð- ar króna. Ekki veit ég hvað ráðherr- ann á við með þessum matreiðslu- þætti sínum um sykur og salt, en í mínum huga er einn milljarður króna einn milljarður króna, og ekkert ann- að. Það var verið að bera saman fjár- hæðir, til þess að hinn almenni les- andi gæti glöggvað sig á þeim stærð- um sem verið var að ræða. Ég hefði alveg eins getað sagt að þess væri ekki langt að bíða, kannski svona tvö, þijú ár, að útgefin húsbréf næmu heimingnum af öllum skuldum sjáv- arútvegsins, sem nú losa 100 millj- arða króna. Auðvitað munu skuldbindingar falla á ríkissjóð Hinu er svo ekki að leyna, að ráð- herrann gerir harla lítið sem ekkert úr þeirri staðreynd að 33 milljarðar í húsbréfum á undanförnum árum eru gefnir út með ríkisábyrgð — rík- issjóður ábyrgist að fullu þessa fjár- mögnun húsnæðiskerfisins og ætlar ráðherrann kannski að halda því fram að engar af þessum skuldbind- ingum falli á endanum á ríkissjóð, sem ábyrgðaraðila? Það bæri þá nýrra við í fjármögnunarkerfí okkar íslendinga. Sú viðmiðun sem ráð- herrann nefnir sem áætluð útlán- atöp, eða 0,25% til 0,30% af heildar- upphæð, er ómarktæk með öllu, þar sem húsbréfakerfið er tiltölulega nýtt af nálinni, og enn komin lítil reynsla á skil. Það verður ekki fyrr en eftir nokkuð mörg ár, sem það skýrist, hversu hátt hlutfall má ætla að ríkissjóður þurfi að axla, og þar með skattborgararnir. Ráðherrann virðist ekki heldur gera ráð fyrir þeirri staðreynd í málflutningi sínum, að það sem tald- ist gullvægt og pottþétt veð hér í eina tíð, þ.e. veð í íbúðarhúsnæði, er ekki lengur talið jafnörugg trygg- ing og áður, því fer raunar víðsíj- arri. Um slíkt má fá upplýsingar í bönkum og fyrirtækjum hvarvetna í landinu. Ahættan sem fylgir því að hafa ríkisábyrgð á húsbréfakerfinu eins og það leggur sig, er því miklu meiri nú en áður — áhætta sem ekki bara ég, heldur svo fjölmargir aðrir, þar á meðal samráðherrar félags- málaráðherra, telja óþarfa áhættu fyrir ríkissjóð. Málflutningur ráðherrans, þar sem hún vísar í athugasemdir OECD um það hvernig húsnæðiskerfíð er metið í ríkissjóðslántökum, er bæði misvís- andi og ómerkilegur. OECD gerði sem sagt athugasemdir við það að enginn greinarmunur er gerður á lántökum sem skattgreiðendur fram- tíðarinnar bera ábyrgð á annars veg- ar og hins vegar ábyrgðum sem ríkis- sjóður gengst fyrir vegna húsbréfa. Hér er náttúrlega um smáatriði að ræða, því skattgreiðendur framtíðar- innar sem ráðherra kýs að nefna svo, eru sömuleiðis ábyrgðarmenn ríkissjóðs, eða hvað? Hér hengir ráð- herrann hatt sinn á formtæknilegt smáatriði sem skiptir nákvæmlega engu máli, en þegir þunnu hljóði um aðalgagnrýnisatriði OECD á hús- bréfakerfið. Aðalgagnrýni OECD í ársskýrslu sinni í fyrra á húsbréfakerfið beind- ist ekki gegn kerfínu sjálfu, ekki fremur en aðalgagnrýnin í grein minni, heldur gegn því að svona óhemjumiklum fjármunum var dælt inn á lánsfjármarkaðinn, í skjóli rík- isábyrgðar og hagstæðra vaxtakjara, við gangsetningu kerfisins. OECD gerði einnig athugasemdir við það að ríkisábyrgð sé á húsbréfakerfínu eins og það leggur sig, og telur ríkis- ábyrgðina valda þvi að eftirspurn eftir húsbréfum aukist, sem hafi þar Agnes Bragadóttir „Ráðherrann hengir hatt sinn á formtækni- legt smáatriði sem skipt- ir nákvæmlega engu máli, en þegir þunnu hljóði um aðalgagnrýn- isatriði OECD á hús- bréfakerfið.“ af leiðandi áhrif á vaxtastigið. Sam- kvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér ítrekar OECD þetta gagnrýnis- atriði sitt í ársskýrslu sinni fyrir þetta ár, og setur fram mjög harðorða at- hugasemd, sem beinist ekki einungis að húsbréfakerfínu, heldur einnig niðurgreiðslu á vöxtum. Sú skýrsla er enn ekki komin út. OECD, eins og fjölmargir aðrir, lítur þó á hús- bréfakerfíð sem vissa framför, frá því sem áður var, þegar um pólitískt skömmtunarkerfi var að ræða, en leggur engu að síður áherslu á þau gagnrýnisatriði sem hér voru tíunduð. Samkvæmt mati félagsmálaráð- herrans hafa þeir hjá OECD líkast til ekkert vit á því sem þeir eru að segja, ekki fremur en aðrir sem eru svo ósvífnir að hafa aðrar skoðanir á húsbréfakerfínu en ráðherrann. Bankarnir takmarka lánveitingar sínar Hér í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag lýsir Valur Valsson, banka- stjóri Islandsbanka, ástæðum þess að bankinn hefur nú ákveðið að breyta og herða útlánareglur sínar, þannig að í framtíðinni heyra lán með sjálfskuldarábyrgðum undan- tekningu til. Hvers vegna skyldi það nú vera? Jú, það er vegna þess að útlánareynsla bankans er með þeim hætti, að af liðlega tveimur milljörð- um króna, sem bankinn hefur þurft að afskrifa í töpuðum útlánum und- anfarin þrjú ár, var stofnað til 43,6% þeirra með sjálfskuldarábyrgðum. Þurfa menn svo að fara í grafgötur um að óheft ríkisábyrgð á húsbréfum muni að einhveiju eða jafnvel miklu leyti falla á sjálfan ríkissjóð í framtíð- inni, og þar með skattborgara lands- ins, sem Jóhanna lætur sem hún láti sér annt um, þegar henni svo hentar? Ráðherrann gerir á hinn bóginn mikið úr því að með húsbréfakerfinu hefur ríkið ekki lánað kaupendum íbúða eina einustu krónu af þeim 33 milljörðum sem farið hafa í húsbréf, og því sé hér ekki um kostnað að ræða sem skattgreiðendur framtíðar- innar þurfí að bera. En hún gerir lít- ið úr þeirri staðreynd að meðal ann- ars með því að rýmka svo aðgang að lánsfjármagni sem gert hefur ver- ið, á kjörum sem teljast óeðlilega góð, í skjóli ríkisábyrgðar, hafa heim- ilin í landinu aukið skuldir sínar að meðaltali um 15 milljarða — 15 þús- und milljónir — á ári, undanfarin þrjú ár. Hverjum er ráðherrann að gera greiða með því að gera öllum eða svo til öllum kleift að sökkva sér í skulda- fen, og mara þ'ar í kafí, fram á graf- arbakkann, eða jafnvel alla leið niður í gröfina? Eru það ekki skattgreið- endur framtíðarinnar sem þá þurfa að taka við klyfjunum? Lítt heftur aðgangur lántakenda að lánsfé hlýtur að hafa áhrif á skuldaaukningu heimilanna og þar hefur aðgangur að lánsfé í gegnum húsbréf án nokkurs vafa sín áhrif, ekki síst vegna þess að lánskjör hús- bréfa eru með þeim hætti að aðrir lánsmöguleikar verða í samanburði ekki fýsilegur kostur fýrir lántakand- ann. Það býðst hvergi á markaðnum að hægt sé að taka lán til 25 ára með 6,5% vöxtum, og svo misjafnlega miklum afföllum, allt eftir framboði húsbréfa hveiju sinni. Að sjálfsögðu hefur fleira komið til, sem aukið hefur á skuldasöfnun heimilanna, eins og ráðherrann benti réttilega á í svari sínu, en það breyt- ir engu um þá staðreynd að húsbréfa- kerfíð á sinn þátt í skuldaaukning- unni, hvað sem ráðherra tautar og raular. Auk þess er það sömuleiðis staðreynd að ákveðinn hluti fjár- magnsins í húsbréfakerfinu fer í að fjármagna einkaneyslu, þar sem hvergi nærri allir ijármunirnir skila sér í íbúðaviðskiptum eða húsbygg- ingum. Líklega lætur nærri að um þriðjungur fjármunanna fari í einka- neyslu. Ráðherra staðhæfir að ef aðgang- ur að lánsfé í gegnum húsbréfakerfíð yrði takmarkaður frá því sem nú er, yrði lánsfjárþörf heimilanna vegna íbúðakaupa eða íbúðaskipta sú sama nema skuldabyrði heimilanna yrði meiri vegna dýrra skammtímalána í bankakerfínu. Ég svara þessari stað- hæfingu ráðherrans á þann veg að í ljósi þess að bankarnir, ekki bara Islandsbanki, heldur ugglaust aðrir viðskiptabankar, munu nú takmarka mjög útlán sín, vegna geysilegra af- skrifta á undanförnum árum og krefj- ast öruggari trygginga, og því er lít- il hætta á að sú verði þróunin sem ráðherra lýsti. Ráðdeild eitur í beinum ráðherra Slík breyting útlánareglna mun leiða til þess að lántakendur munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðast í rándýrar lántökur og þeir munu því fremur stefna að spamaði, einhveiju sem hlýtur að vera eitur í beinum félagsmálaráðherra, ef marka má grein hennar. Það er alveg ljóst að þótt húsnæðislánakerfið flytt- ist inn í bankakerfið, þá væri þar ekki um lánveitingar til 25 ára að ræða. Líklegt má telja að lánþegar sneru sér fremur til lífeyrissjóðanna,. með lántökur, ef um grundvallar- breytingu á kerfínu yrði að ræða, og ráðherrann bendir réttilega á að þannig hefðu lífeyrissjóðimir minna handbært fé til þess að kaupa verð- bréf á mörkuðum. Raunar kom það á daginn þegar á síðasta ári að lífeyr- issjóðirnir juku talsvert lánveitingar til einstaklinga. Skal það viðurkennt hér og nú að í þessu efni yfírsást mér í grein minni. Ráðherrann gætir ekki sannmælis þegar hún segir að ég líti algjörlega framhjá því í minni umfjöllun að til- gangur húsbréfakerfisins var m.a. að lántökur heimilanna yrðu sem mest settar í einn farveg. í grein minni segi ég: „Auðvitað hefur hús- bréfakerfið hjálpað mörgum íbúðar- kaupandanum og húsbyggjandanum sem raunverulega þurfti á slíkri að- stoð að halda við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Því mótmælir ekki nokkur maður ...“ Það er undarlegt til þess að vita að félagsmálaráðherra skuli koma úr Alþýðuflokknum og tilheyra þeim armi flokksins sem einu sinni var gjarnan nefndur „gömlu eðalkratarn- ir“. Þeir hefðu væntanlega viljað leggja eitthvað annað og dyggðugra til málanna en það að veija taum- lausa eyðslu og óráðsíu. Ekki er ólík- legt að þeir hefðu talið það til dyggða að fólk sæi fótum sínum forráð og sparaði áður en það eyddi og eyddi þá á eigin ábyrgð en ekki ríkisins. Ugglaust hefðu margir kratar af gamla skólanum viljað spoma við eyðslu um efni fram, þar sem þeir hefðu séð það sem ráðherrann ekki sér, að taumlaus útgáfa húsbréfa á undanförnum árum, einkum 1990 og 1991, varð til þess að slíkt magn nýs lánsijár flæddi óheft inn á markað- inn, á óeðlilega góðum kjörum, sem varð til þess að þeir sem áttu þess kost að verða sér úti um slíkt lánsfé, notfærðu sér tækifærið, og þar með var atvinnulífið svelt af lánsfé. Heim- ilin f landinu búa því við betri og Námaleyfí KfsiUdjumiar framlengt til ársins 2010 Á FUNDI iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra með að- standendum Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit, fulltrúum lan- deigenda og sveitarstjórna á Hótel Reynihlíð í gærmorgun' var undirritaður nýr samningur um starfsleyfi Kísiliðjunnar hf., þar sem kveðið er á um leyfi til efnistöku á Ytri-Flóa til ársins 2010. Svæðið sem Kísiliðjan hefur til efnistöku samkvæmt nýjum samningi er nokkru stærra en áður, nem- ur nú um 15-16% af vatnsfleti. Iðnaðarráðherra kynnti jafn- framt að hluti leyfisgjalds fyrir kísilgúrnám rynni til atvinnu- eflingar á svæðinu. Umhverfisráðherra gerði grein fyrir drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um verndun Laxár og Mývatns, þar sem kveðið verður á um takmörkun á kísilgúrnámi. Sveitarstjóri kvaðst að loknum fundi feginn að náð væri mikilvægum áfanga fyrir sveitarfélagið. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, gat þess á fundi með blaðamönnum að í hinu nýja leyfi væri tekið tillit til niðurstaðna rannsókna á lífríki Mývatns, meðal annars að líta mætti á Ytri-Flóa og Syðri-Flóa sem aðskilin svæði vegna mismunandi strauma og setflutninga, svo og að langvarandi námavinnsla í Bolum, sunnan Teigarhorns, gæti haft í för með sér verulegar breytingar á lífs- skilyrðum í Mývatni. Að mati ráðu- neytisins jafngildi leyfi fyrir náma- vinnslu í Syðri-Flóa vinnslu í nýju stöðuvatni og ekki rétt að taka þá áhættu sem því gæti fylgt fyrir líf- ríki Mývatns. Atvinnueflingarsjóður Iðnaðarráðherra gat þess að leyfi til kísilgúrnáms væri lengt til ársins 2010 til að eyða óvissu um framtíð fyrirtækisins, ekki síst vegna þeirra Morgunblaðið/Rúnar Þór Nýtt námaleyfi Nýr samningur um kísilgúrnám í Mývatni staðfestur, f.v.: Björn Friðf- innsson ráðuneytissljóri, Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Eiður Guðnason umhverfisráðherra. hagsmuna sem í húfí væru fyrir íbúa svæðisins og þjóðfélagið í heild. Ráðherra kynnti í tengslum við þetta að fimmtungur leyfisgjalds fyrir kísilgúrnámið myndi renna í sjóð til undirbúnings því að efla at- Í" aðgengilegri lánskjör en fyrirtækin. Hvar getur slíkt endað, nema með ósköpum? Óvinsælar ákvarðanir Það er undarleg árátta hjá félags- málaráðherra, að beija stöðugt höfð- inu utan í steinsteypu, í stað þess að viðurkenna nú gallana á eigin kerfi, skoða þá málefnalega og reyna síðan að sníða þá af. Flestir sem láta til sín taka í þjóðfélagsumræð- unni í dag, að félagsmálaráðherra undanskildum, virðast þeirrar skoð- unar að það sé lífsspursmál að ná niður raunvaxtastiginu fyrir skuld- sett atvinnufyrirtæki þessa lands. Hugsanlega er nú að því komið að þeir sem halda um stjórnartaumana á fjármálasviðinu, í víðasta skiln- ingi, verða beinlínis að taka afar óvinsæla, en stefnumarkandi ákvörð- un, í þá veru að lánskjör heimilanna verði að versna, til þess að fjármagn- ið verði ódýrara fyrir atvinnulífið. Víðast hvar erlendis er þessi háttur hafður á og ekki er feiknar viðamik- ið félagskerfí við lýði, þar sem áhersla er lögð á ríkisábyrgð og nið- urgreidda vexti. Auðvitað mun það ekki reynast stjórnmálamönnum auðvelt, að segja við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu, að rétt sé að selja lánsfé til heimilanna dýr- ar en til annarra, en samt sem áður er það staðreynd að slík ákvörðun gæti orðið til þess að hjól atvinnulífs- ins færu aftur að snúast með meiri hraða en þau gera nú. Á forsíðu Vísbendingar frá 19. febrúar segir m.a. „Vextir annarra langtímaskuldabréfa hafa þróast svipað og vextir húsbréfa. Húsbréf eru stór hluti markaðarins, en mestu um áhrif þeirra á vaxtamyndun ræð- ur það að framboð þeirra sveiflast mjög mikið ... Eftir myndinni að dæma eru breytingar á framboði húsbréfa ágætisfyrirboði um vaxta- breytingar. Framboðið hefur verið lítið undanfarnar vikur og því útlit fyrir að vextirnir lækki enn. Gera verður ráð fyrir að vextir spariskír- teina og annarra verðtryggðra skuldabréfa fylgi á eftir.“ Á þessari sömu forsíðu er jafn- framt sýnd mynd af ávöxtunarkröfu húsbréfa og framboði þeirra, sem sýnir svo ekki verður um villst að vaxtastig húsbréfanna ræðst af vinnulífið í þeim sveitarfélögum þar sem íbúarnir eiga hag sinn undir kísilgúrverksmiðjunni. Um er að ræða 130 krónur á tonn fram til 2002 og 325 krónur á tonn upp frá því. Að þessu myndi starfa nefnd á vegum hagsmunaaðila og ráðu- neyta. Ný lög um verndun Laxár og Mývatns Eiður Guðnason, umhverfisráð- herra, gerði á fundinum grein fyrir þvi að hann hefði látið semja drög að frumvarpi um breytingar á lögum um verndun Laxár og Mývatns. Þessi drög væru enn til athugunar hjá ríkisstjórn en yrðu lögð fram á yfirstandandi þingi. í þessum lögum yrðu staðfestar heimildir til Kísiliðj- unnar hf. til kísilgúrnáms á botni Mývatns til ársins 2010 svolátandi: „Kísilgúrnám á botni Mývatns er óheimilt. Þó er heimilt að vinna kís- ilgúr úr botni á tilteknu svæði í Ytri-Flóa til ársloka 2010. Svæði þetta er skilgreint nánar í náma- leyfi til Kísiliðjunnar hf. útgefnu af iðnaðarráðherra 7. apríl 1993.“ framboði hveiju sinni (sjá mynd). Með hliðsjón af þessu línuriti er því staðhæfing félagsmálaráðherra í þá veru að húsbréf séu svo lítill hluti verðbréfamarkaðarins að áhrif þeirra á vaxtastig í landinu séu óveruleg jafn ósönn og megnið af gífur- og fúkyrðagrein ráðherrans. Talar í þversögnum Þá hlýtur það að sæta furðu að þingmaður í ég veit ekki hvað mörg ár og ráðherra félagsmála frá árinu 1987 skuli leyfa sér málflutning á borð við þann sem Jóhanna gerir í fjórða dálki greinar sinnar, þar sem hún gerir skuldaaukningu heimil- anna í landinu að umræðu efni og segir m.a.: „Það er tiltölulega auð- velt að fá skammtímalán í banka- kerfinu sem ekki var áður. Kröfur til lántakenda í bankakerfinu eru ekki aðrar en að veð eða sjálfskuld- arábyrgðarmaður standi á bak við lán. Ekki er spurt um greiðslugetu eins og gert er í húsbréfakerfinu. Fólk getur farið á milli bankastofn- ana á sama degi og fengið lán nán- ast eftir þörfum í lánastofnunum." En undir lok svargreinar sinnar seg- ir ráðherrann á hinn bóginn, þegar hún ræðir „hinar skelfílegu afleiðing- ar“ þess að ríkisábyrgð yrði afnumin og húsbréfakerfíð yrði einkavætt: „Væntanlega færi þá húsbréfakerfið alfarið inn í bankakerfið. Áhrifin yrðu þau að vextir húsbréfa myndu hækka, meiri krafa yrði gerð til veð- hæfni eigna sem gerði það að verkum að lánshlutfall myndi lækka og yrði sennilega mismunandi eftir verðlagi fasteigna um landið." Hvort meinar nú ráðherrann A eða B, því augljóst er að fyrri tilvitnunin stangast á við hina síðari? Hvort er auðvelt að fá bankalán eða erfitt? Hefur alltaf verið svona Það er náttúrlega grundvallar- spurning, hvað myndi gerast, ef rík- isábyrgð væri aflétt, um það deili ég ekki við ráðherrann. Raunar tel ég svar hennar við gagnrýni minni á ríkisábyrgð, í þá veru að þetta hafí alltaf verið svona í íbúðalána- kerfinu, yfirmáta lélegt. Hvað með það þótt þetta hafi alltaf verið svona? Er þar með sagt að ekki megi breyta því sem verið hefur, sérstaklega ef það er rangt og kallar fram sólundun og ábyrgðarleysi með fjármuni ann- arra, þ.e. skattborgaranna? Síðan hvenær varð félagsmálaráðherra Al- þýðuflokksins helsti eyðslumálaráð- herra landsins og ver sólundun og sukk með kjafti, klóm, og mér sýnist vígtönnum líka? Hvernig ætlar fé- lagsmálaráðherra að réttlæta og veija, að þau þijú ár sem húsbréfa: kerfið hennar hefur verið vi.ð lýði, hafa skuldir heimilanna vegna íbúð- alána frá upphafí aukist úr 94 millj- örðum í 127 milljarða, eða um rúm- lega þriðjung? Raunveruleikasam- band ráðherrans hlýtur að vera æði gloppótt, fyrst hún telur að lýsa j megj þessari 33ja milljarða skulda- aukningu heimilanna í íbúðakerfinu á þremur árum með atviksorðinu „aðeins“ eins og hún gerir í svar- grein sinni. Eða hvernig ætlar ráðherrann að rökstyðja að þeir 17 milljarðar króna af þeim 33 sem gefnir hafa verið út í húsbréfakerfinu og leitað hafa út á markaðinn á undanförnum þremur árum, hafi ekki áhrif á vaxtastig í landinu? Er ráðherrann kannski bú- inn að gleyma því að hún situr í ríkis- stjórn sem reitti hár sitt af áhyggjum yfír því hver áhrifin yrðu á lánsíjár- markaðinn hér innanlands og vaxta- stigið, þegar. ríkissjóður væri rekinn með 10 milljarða halla? Ég hefði talið að það væri stigsmunur en ekki eðlis á milli tæplega 6 milljarða króna og 10 milljarða. Hvernig geta þessir 17 milljarðar verið svona áhrifalitlir í aðra röndina, en þeir 22,5 milljarðar sem ráðherrann segir að hafí leitað beint út á markaðinn hjá Byggingarsjóði ríkisins með ’86- kerfinu, svo áhrifamiklir að þeir hafi þegar í stað haft áhrif á vaxtastigið? Sannleikurinn er sá, að grein fé- lagsmálaráðherra er svo morandi af þversögnum, að það myndi æra óstöðugan að fara yfir þær lið fyrir lið og hrekja, enda grunar mig að svargrein hennar hafi verið rituð í einu bræðiskastinu. Að lokum þetta: Ráðherrann gefur mér nafngiftina Stóri bróðir undir lok _ greinar sinnar og segir þar m.a. „Stóri bróðir veit hvað skynsamlegt er að gefa út mikið af húsbréfum og býr því til skömmtunarkerfi svo fólkið þurfí að fara í rússneska bið- röð til að koma sér upp þaki yfír höfuðið. Og við þökkum pent fyrir meðan Stóri bróðir ákveður ekki fyr- ir okkur hvort við málum íbúðirnar gular eða grænar, rauðar eða blá- ar.“ Ég hef ekki hinn minnsta áhuga á því að ráðskast með litaval, þegar ráðherrann tekur sér pensil í hönd til að mála veggi sína, eins og hún lætur í veðri vaka í grein sinni. En þegar bræði hennar er höfð í huga í greinarkorninu tíu dálka, þá get ég vart ímyndað mér að hún sjái annað en rautt, þegar þessi tilskrif mín hitta fyrir augu hennar á skír- dagsmorgun og mæli því með því að hún notist við rauða málningu, næst þegar hún ætlar að mála mig sem skrattann á vegginn. Hafí fé- lagsmálaráðherra síðan hina gleði- legustu páska. Höfnndnr er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.