Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 Danskur frímerkjasali auglýsir á íslandi Aður dæmdur fyrir vafasam ar auglýsingar í Danmörku Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR rúmri viku síðan birtist í Morgunblaðinu auglýsing frá danskri frímerkjaverslun, NF-International i Hjörring. í auglýs- ingunni eru tilboð um góð kaup á frímerkjapökkum frá fyrirtæk- inu. NF stendur fyrir Nordjysk Frimærkehandel, sem hefur ver- ið kærð fyrir danska neytendaumboðsmanninum. Eigandinn Björn Thomsen hefur verið dæmdur fyrir verslunarréttinum danska og var rekinn úr félagi danskra frímerkjakaupmanna fyrir fimm árum vegna auglýsinga í líkingu við íslensku auglýsinguna. í umræddri auglýsingu voru frímerkjapakkar boðnir til sölu. Gefið er í skyn að í þeim kunni að leynast afar verðmæt og sjald- gæf frímerki. Auk þess eru sér- stök boð um íslensk frímerki, sem reyndar eru í bland við merki frá öðrum löndum. Meðal annars er boðinn pakki með fimmtíu þúsund frímerkjum frá íslandi og öðrum löndum. Skráð verð er sagt 1,2 milljónir, en með afslætti eru merkin seld fyrir tæpar þijátíu þúsund krónur. Auglýsingar með villandi yfirbragði Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við danska frímerkjasala og -safnara könnuðust þeir við um- rædda frímerkjasölu. I viðtali við blaðið sagði Lars Boes formaður félags danskra frímerkjakaup- manna að umrædd frímerkjasala gæti tæpast talist traustvekjandi, því ef verðið stæðist, væri varla hægt að reka frímerkjaverslun. Um auglýsingar frímerkjasölunn- ar mætti almennt segja að í þeim væri gefin hugmynd um eitthvað annað en lofað væri. Vegna slíkra auglýsinga var eigandinn Björn Thomsen rekinn úr samtökum danskra frímerkjakaupmanna. Áður auglýsti frímerkjasalan í Danmörku á svipaðan hátt og hún gerir nú á íslandi. Vegna þessa var hún kærð til danska neytend- aumboðsmannsins fyrir villandi auglýsingar. Hjá embætti hans fengust þær upplýsingar að aug- lýsingar fyrirtækisins hefðu þótt lofa all miklu meiru en kaupin fólu í sér í raun. Á sínum tíma bárust umboðsmanninum einnig óskir um að auglýsingar fyrirtæk- isins þar yrðu athugaðar. Lars Boes sagði að undanfarin ár hefði ekki borið á frímerkja- auglýsingunum á dönskum mark- aði. Hins vegar vissi hann til að fyrirtækið hefði auglýst í Frakk- landi og einnig hefðu borist fyrir- spurnir frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku frá fólki, sem hafði keypt pakka frá fyrirtækinu og taldi sig fá annað í þeim en lofað var. Boes sagði hins vegar að ef auglýsingarnar væru lesnar í kjölinn þá væri engu lofað, að- eins talað um að hugsanlega væru verðmæt frímerki í pökkunum. Varðandi verðið sagði Boes að ekki kæmi fram hvaða verðskrár væri miðað við í auglýsingunni, svo erfitt væri að byggja á upp- gefnu verði. Um verð á íslenskum frímerkjum almennt sagði Lars Boes að verðið héldist nokkuð stoðugt, líkt og á dönskum frí- merkjum. Hins vegar virtist verð- þróunin ekki vera hagstæð, svo vafasamt væri að fullyrða nokkuð um verðskrárverð, eins og gert væri í umræddri auglýsingu og gæði merkjanna skiptu miklu máli. Sjálfur miðaði hann við meðalverð líkt og aðrir frímerkja- kaupmenn í Félagi danskra frí- merkjakaupmanna. Engir aðrir danskir frímerkjasalar auglýstu eins og umrædd frímerkjasala og ótrúlegt væri hvað hægt væri að nota sama auglýsingabragðið lengi. Málaferli og dómar Fyrir tveimur árum keyptu fréttamenn danska útvarpsins pakka frá umræddu fyrirtæki, en hann var auglýstur í auglýsinga- hefti, sem borið var í öll hús. Verðmæti pakkans var sagt vera sem svaraði um fimmtíu þúsund ÍSK, en söluverðið var fimm þús- und ÍSK. Pakkinn var svo metinn af sérfræðingum, sem, álitu að verðmæti hans væri á bilinu 500- 1.000 ÍSK, því í pakkanum var mikið af tvítökum og illa fömum frímerkjum. Við það tækifæri sagði Knud Mohr þáverandi for- maður danskra frímerkjasafnara að auglýsingin væri villandi, þetta væri óábyrg sölumennska og að kaupandi ætti í erfiðleikum með að fá peningana til baka, ef hann sæi eftir kaupunum. Björn Thomsen fór þá í mál við Knud Mohr og því máli er enn ólokið. Knud Mohr vildi ekki tjá sig um frímerkjasöluna, en Jens Arnesen lögmaður sambans dan- skra frímerkjasafnara sagði að frá því að Björn Thomsen hóf við- skipti sín 1980 hefðu mörg klögu- mál komið upp gegn honum og verslun hans. Árið 1987 var hann og verslunin dæmd í verslunar- réttinum danska fyrir að hafa brotið í bága við markaðsfærslu- lög. Hann var dæmdur í sem sam- svarar fimmtíu þúsund ÍSK sekt og verslunin sömuleiðis. Jens Ar- nesen sagðist halda að fyrirtækið væri ekki umsvifamikið í Dan- mörku, en hann vissi til að þeir seldu í gegnum póst í Svíþjóð, Noregi og Belgíu. Hann sagðist halda að fyrirtækið hefði formlegt aðsetur í Belgíu, hugsanlega til að komast hjá dönskum lögum um heiðarlega viðskiptahætti. Byggður verður nýr leikskóli fyrir Skúlagötusvæðið Borgarráð frestar ákvörðun um kaup á húsum o g lóðum BORGARRÁÐ hefur frestað ákvörðun um kaup á fasteign- um við Lindargötu og Veghúsastíg undir leikskóla og vísað erindinu til umsagnar nefndar borgarinnar um húsfriðun og til umhverfismálaráðs. Kaupverð Lindargötueignanna er 14 milljónir og er seljandi Film hf. Kaupverð Veghúsa- eignanna er 11 milljónir og seljandi er Veghús hf. Varptími fugla er að hefjast Minna um ólög- legar fuglaveiðar NOKKUR brögð munu að því að vorveiði á gæs sé stunduð en hún er ólögleg. Þá er veiðitíma á öndum og skörf- um lokið. Að sögn Sverris Schevings Thorsteinssonar, formanns Skot- veiðifélags íslands, er nokkuð um að menn stundi vorveiði á gæs en hann sagði að minna væri um ólöglega veiði á seinni árum. Sverrir sagði það mikið siðleysi að veiða fugla á varptím- anum og væri slíkt hvergi liðið í heiminum. Hræ á víðavangi Aðspurður sagði Sverrir að Skotveiðifélagið vítti eindregið þá veiðimenn sem skytu fugl og skildu eftir á víðavangi, eins þó um ófriðaða fugla væri að ræða. Ef eyða þyrftí varg bæri veiði- mönnum að urða fuglana. Sverr- ir sagði að góður veiðimaður veiddi aldrei meira en hann hefði not fyrir og gengi vel um þar sem hann veiddi. í erindi Hjörleifs Kvarans, fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, til borgarráðs kemur fram að framkvæmdastjóri Dag- vistar bama og byggingadeild borgarverkfræðings telja ákjósan- legt að kaupa fasteignimar og breyta hluta þeirra í leikskóla fyr- ir Skúlagötusvæðið. Þá segir að viðræður hafi farið fram við eig- endur og að tekist hafí samkomu- lag um um kaup á eignunum. Um er að ræða fasteignimar við Lind- argötu 24 og 26, en á þeim lóðum standa timburhús sem verður rifið og steinhús sem stendur til að breyta í leikskóla. Þá eru tvær Ióðir við Veghúsastíg 3 og 5 ásamt húseign sem nýtast mun væntan- legum leikskóla. Fram kemur að byggingadeild hefur áætlað að nýr leikskóli af þeirri stærð sem gert er ráð fyrir á þessum stað kosti um 60 milljón- ir, en kostnaður við breytingar og brottflutning húsa er talinn 49 milljónir. „Ef kaupverði fasteignanna, 25 milljónum, er bætt við kostnaðinn við breytingar má gera ráð fyrir að leikskólinn kosti 74 milljónir eða 14 milljónum meira en nýr leikskóli. Vert er þó að hafa í huga að kostnaður við lóð hefur ekki verið 'reiknaður með í bygg- ingarkostnaði nýrra leikskóla.“ Morgunblaðið/Kristinn Sigri fagnað RÆÐULIÐ Fellaskóla hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna þeg- ar það stöðvaði sigurgöngu Árbæjarskóla í mælskukeppni grunn- skóla Reykjavíkur á mánudag. Árbæjarskóli hefur farið með sigur af hólmi í keppninni tvö undangengin ár. Að þessu sinni sigraði hins vegar Fellaskóli með 1431 stigi gegn 1412 stigum Árbæjarskóla og töluðu sigurvegaramir gegn því að íslendingar væru skemmtilegir. Að ofan hampar sigurliðið verðlaununum:_ (f.v.) Inga Björk Ingadótt- ir, Hrafnhildur Benediktsdóttir, Sandra Ásgeirsdóttir sem var kosin ræðumaður keppninnar og Heijólfur Guðbjartsson liðsstjóri. Valt á annað hundr- að metra á snjósleða Kirkjubæ. SEIÐMÖGNUÐ ævintýraþráin dregur menn um fjöll og heiðar um allan þann mjallhvíta fannahjúp sem umlykur land allt hér á Vestfjarðarkjálkanum. En sl. föstudag fóru hinir vöskustu ævintýrakappar á sex snjósleðum með hinum margumdeilda ferjubáti Fagranesi inn í bæ á Snæfellsnes- strönd héðan frá Isafirði í leiðangur um allar norðurstrand- ir og alla leið norður að hinu fræga óðali Hornbjargsvita Kapparnir fóru frá Bæjum kl. 15.30 um daginn og voru komnir úr allri reisunni kl. 20.30 um kvöld- ið. Á sunnudaginn var svo lagt í aðra ferð, Norðurdalsheiði í Jökul- fjörðum út í Grunnavík og til baka upp á Bjarnarnúp inn allt Snæfell upp á hæstu fannatinda þeirra fjalla. En sem syrti mjög að með blinda- þoku vildi það óhapp til að einn vélsleðinn hvarf allt í einu ofan fyrir brúnaröndina í botni Ytra- skarðs á Snæfjallaströnd og valt þar niður á annað hundrað metra. Þá ekki sást betur til vegar en svo að um algjöra blindu var að ræða. Datt snjóhengja þar undan snjósleð- anum svo að maður og sleði skopp- uðu þar niður snarbratta snjóbreið- una sem þó að einstaka heppni mátti telja að ekki varð slys af. Bæði maður og sleði náðust óskemmd upp á fjallabrúnina aftur. Tannlæknir Isfirðinga, Viðar Kon- ráðsson, var sá sem í þessu lenti og var komin til vinnu sinnar eld- snemma á mánudagsmorgun með allar sínar tennur og limi heilar. - Jens í Kaldalóni. Húsavík * Askorun um endur- bætur á flugvellinum Húsavík. BÆJARSTJÓRN Húsavíkur sam- þykkti samhljóða á fundi sínum fimmtudaginn 1. apríl sl. eftir- greinda ályktun flutt af bæjar- stjóra, Einari Njálssyni: „Vísað er til greinargerðar Flug- málastjómar 8. mars 1993 vegna fundar fulltrúa Flugmálastjómar og bæjarráðs Húsavíkur 17. febrúar 1993. Á fundinum var farið yfir ástand flugvallarins eins og það er í dag og möguleika ti! lagfæringar á því og framtíðaruppbyggingu vallarins. Húsavíkurflugvöllur er í flokki 1 af áætlunarflugvöllum, en í þeim flokki eru flugvellir með 2.000 metra flugbraut eða lengri. Á fundinum kom fram að kostnaður við 2.000 m braut sem fyrirhugað var að byggja á Húsavíkurflugvelli er um 400 millj. en kostnaður við að byggja 1500-1700 m braut með klæðningu er þjóni innanlandsflugi er um 100 millj. Einnig kom fram að fjármagn Flugmálastjórnar til uppbyggingar 26 flugvalla í landinu er um 400 millj. króna árlega. Húsavíkurflugvöllur hefur verið ónothæfur við sérstakar aðstæður nokkur undanfarin ár eða síðan Flugmálastjórn tók þá ákvörðun að setja leirofaníburð á flugbrautina úr námu á Tjörnesi. Þetta ástand er óviðunandi og öryggisleysið sem óbreyttar aðstæður skapa leiðir til þess að umferð sem verið hefur um flugvöllinn leitar annað. I ljósi þess sem að framan segir skorar Bæjarstjórn Húsavíkur á Flugmálastjórn að nú þegar verði hafinn undirbúningur að því að byg'g)a UPP 1500-1700 m braut er þjóni innanlandsfluginu með örygg- issvæðum og bundnu slitlagi, þ.e. „klæðningu". Þessu verki verði lok- ið á árinu 1995. Jafnframt skorar bæjarstjórnin á Flugmálastjórn að beita sér fyrir því að engum leiðum verði lokað til frekari uppbyggingar flugvallar- ins ef síðar skapast verkefni og rekstrargrundvöllur fyrir þotuflug- völl sem sé a.m.k. 2.000 m á lengd. I því sambandi vill bæjarstjórnin minna á að Húsavíkurflugvöllur er almennt talinn vel staðsettur hvað snertir aðflugsskilyrði.“ Undir þessa ályktun taka allir Þingeyingar og vonast eftir að við- komandi yfirvöld bæti fyrir það ófremdarástand sem nú er og skap- aðist af manna völdum eftir 30 ára flug á völlinn án þess að hann væri ófær nema vegna snjóa. - Fréttaritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.