Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 71 Systir Carola Caerts F. M. M. - áttræð í dag, 8. apríl, sem ber upp á skírdag, er Systir Carola eða amma Carola eins og ég kalla hana, áttraéð. Amma Carola er fædd og uppalin í Limburg, Belgíu. Á unga aldri fékk hún köllun til að þjóna Guði og gekk þess vegna í klaustur af Reglu St. Franciskusar og vann heit sitt 8. september 1934. Hún starfaði lengi í Belgíu en í lok fimmta áratugarins var hún send til Belgísku-Kongó sem nú heitir Zaire. Þar vann hún við kennslu og umönnun barna uns borg- arastyrjöld batt enda á dvöl hennar þar í landi árið 1964 sem olli því að hún sneri heim á leið. Er til Belgíu kom, hóf Systir Carola störf í borg- inni Mechelen þar sem hún hélt áfram að hlúa að börnum. Það var síðan um miðjan áttunda áratuginn sem hún hélt til íslands. - Það hljóta að hafa verið mikil við- brigði að flytjast frá Kongó í svört- ustu Afríku til íslands, hér lengst norður við Dumbshaf, á haustmánuð- um árið 1975. Foreldrar mínir kynnt- ust Systur Carolu er hún bjó ásamt fleiri Franciskussystrum í Stigahlíð 63 í Reykjavík. Fundum okkar mun hafa borið saman strax við fæðingu mína, réttu ári eftir komu hennar hingað til lands. Ég var aðeins þriggja mánaða þegar hún gerðist fóstra mín en það var hún í nokkur ár. Örlögin höguðu því svo að ég veiktist af rauðum hundum, þá ný- kominn í umsjá dagmömmu. Þar sem önnur böm á heimili hennar voru í smithættu reyndist ekki mögulegt fyrir mig að dvelja þar í bráð. For- eldrar mínir brugðu þess vegna á það ráð að fela Systur Carolu umsjá mína meðan smithættan varði. En svo fór að eftir veikindin höfðu mynd- ast slík tengsl á milli systranna og mín, að foreldrar mínir og systurnar sömdu um áframhaldandi vem mína í Stigahlíð. Ég get ekki sagt að ég muni mik- ið eftir fyrsta fundi okkar Systur Carolu, en ég hef margoft upplifað þann atburð í frásögn hennar. Minn- ingar mínar úr Stigahlíðinni eru fjöl- margar og allar hinar ánægjuleg- ustu. En tímans hjól hélt áfram að snúast. Ég þroskaðist og dafnaði og um síðir var kominn tími til að ég héldi áfram för minni upp stiga lífs- ins. Þótt ég væri ekki lengur í fóstri hjá Systur Carolu hélt ég áfram að heimsækja hana og systurnar og njóta góðs af hlýhug þeirra. Árið 1990 fluttu Franciskus-syst- urnar úr Stigahlíð suður í Hafn- arfjörð. Þar hagar svo til að úr stofu- glugganum er gott útsýni yfir sjóinn. Sem barn heima í Belgíu hafði Syst- ir Carola beðið Guð um að fá að sjá sjóinn og hafði hún á orði, síung í anda, að nú sæi hún sjóinn á hveijum degi þótt sú bæn hefði tekið 50 ár að rætast. Árið 1992 fluttist Systir Carola til Stykkishólms þar sem hún nú býr og starfar ásamt reglusystrunum sínum í Hólminum. Ég vil með þessum línum óska minni kæru fóstru, Systur Carolu, innilega til hamingju með daginn og þakka henni fyrir allt sem hún hefur fyrir mig gert frá því að fundum okkar bar fýrst saman. Ég tel dvöl mína og samverustundir með henni í Stigahlíð hafa markað djúp spor í líf mitt sem ég mun ætíð búa að. Eitt er víst, að ég mun aldrei gleyma „Ömmu“ Carolu, sögum hennar og söng. Theódór Skúli Sigurðsson. Opið alla páskana tíl W. 23.30 (nætursala föstudaga og laugardaga). Bestu kaupin ?autagí“ m ö,'uák/-6’0n r # ■ Svinagrillsteik m. ollu a kr. 690 I Steikum LambagriUsteik m.öllu á kr.750 Sértilboð: Stórborgari m.frönskum á 395 krónur. Kjúklingabitar Djúpsteiktur fiskur Klúbbsamlokur Pítur Djúpsteiktar rækjur Fyrir þau yngstu: Páskaegg fylgir hverju barnaboxi. W jarltnn V í I T I N G Á S T O F A ■ Sprengisandi Hva& komast margir fílar í Volkswagen Golf? ÞaS er ósköp eðlilegt að menn velti því fyrir sér hversu mikiö sé raunverulega leggjandi á jafn sterkbyggðan og rúmgóðan bil og VW Golf. Einfaldasta leiSin til aS komast aS hinu sanna er aS „máta" bílinn og kynnast þvi af eigin raun hversu rúmgóSur og joægilegur Golfinn er. Reynsluakstur mun einnig leiSa í Ijós hina margfrægu aksturseiginleika og joann kraft sem Golfinn býr yfir. Góð ending og hátt endursöluverð á Volkswagen Golf gera hann að vœnlegri fjárfestingu. Nýr Golf kostar frá kr. 1.120.000. Sterkustu hliðum bílsins er hins vegar aðeins hægt að kynnast i árekstri, en Golfinn er hannaSur eftir sérstökum öryggiskröfum Volkswagen sem eru strangari en (oær öryggiskröfur sem bundn- ar eru í lög. ÞaS er [ovi alveg öruggt að allir joeir fílar sem hægt er að koma inn í Volkswagen Golf njóta hámarks öryggis. HEKLA Laugavegi 170 —174 • Sími 69 55 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.