Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993 77 PASKAMALTIÐ Nú fer páskahátíðin í hönd, elsta og mesta hátíð kristinna manna, þegar minnst er upprisu Jesú Krists. En páskar voru haldnir hátíðlegir löngu fyrir Kristsburð. Hebreskir hirðingj- ar héldu hátíð til að fagna fæðingu fyrstu lamba og kið- linga, en i heimi Hebrea fyrir Kristsburð var fastað meðan ærnar voru lambfullar. Gyðingar sem síðar stunduðu akur- yrkju fengu bygguppskeru sína um svipað leyti, og því ærið tilefni til að gleðjast. Ekki fagna íslendingar páskum vegna fæðingu lamba eða uppskeru korns, en líklegt er að hér áður fyrr hafi verið lítið um mat á mörgum heimilum þegar Þegar við kaupum lamba- hrygg, er alltaf mikil fita á honum, undir honum en þó einkum undir húðinni að ofan. Þessa fitu er best að skera sem mest í burtu. Auðvelt er að fjarlægja fituna undir hryggnum en að ofan er best að stinga beittum hnífi und- ir húðina og fletta henni frá, skera eða skafa síðan sem mest af fitunni og hreinlega henda henda henni. Varast ber að skera í kjötvöðvann. Síðan er best að salta og krydda undir húðina, leggja hana síðan yfir og festa á jöðrunum með tannstönglum. Þeir brenna að vísu, ef hitinn er mikill, en hér er gert ráð fyrir að forsteikja hrygginn við lágan hita. Tannstönglarnir eru fjar- lægðir áður en skorpa er látin koma á kjötið. Með þessari að- ferð er líka auðvelt að salta kjöt- ið. Safi rennur ekki úr kjötinu ef saltað er á heila vöðva. Betra er að kaupa stóran hrygg, jafnvel þótt hann sé feit- ur, vöðvarnir eru miklu stærri og kjötið bragðbetra. Fitan er mun léttari í vigtinni en kjötvöð- vinn. Ég nota ekki annað krydd en salt og pipar á hrygg, en að sjálfsögðu má setja það krydd sem hveijum hentar. Steiktur hryggur og appelsínusalat 1 hryggur, u.þ.b. 2'h kg 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 appelsína í þunnum sneiðum 1. Fituhreinsið hrygginn, sjá hér að ofan. Stáið salti og pipar (öðru kryddi) undir húðina og festið með tannstönglum. Stráið líka salti og pipar undir hrygg- inn, en ekki á enda vöðvanna. Festið húðina á jöðrum með tann- stönglum. 2. Hitið bakaraofn í 150°C, blástursofn í 140°C, setjið kjötið í steikingarpott eða annað lokað ílát og látið vera í ofninum í allt að tveimur klukkustundum. 3. Aukið hitann í 210°C, eða notið grill, takið lokið af ílátinu sem hryggurinn er í, ijarlægið líða tók að páskum. En páskar koma að jafndægrum nýaf- staðnum þegar dagur er orðinn lengri en nóttin og því fagna allir íslendingar eftir erfiðan og harðan vetur. Við höfum haft svo mörg hret í vetur að við eigum að vera búin með kvótann, og því ætti páskahretið að fara fram hjá að þessu sinni. Graslaukurinn er farinn að spretta, spánarkerfillinn farinn að gægjast upp og fíflablöðin orðin græn, vonandi er ekki langt í að gulir fíflar brosi móti okkur, en að sinni verðum við að láta okkur nægja brosandi páskaliljur úr gróð- urhúsum. Gleðilega páska. tannstöngla, steikið hrygginn áfram þar til fallega skorpa er komin á hann. 4. Setjið á grind eða fat, slökkvið á ofninum og opnið hurðina á honum, en látið hrygg- inn vera í honum i 10 mínútur. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON gig-ur % i r f" ha-tiö sad og blið Ljom-ar . 3 Jl f f 7 Vv 2 í gef-urj •> w Sósan: Soðið úr steikingarpottinum hveitihristingur (vatn og hveiti) l/i kjötsoðsteningur eða sam- svarandi duft ‘A-l tsk. soyasósa 1 msk. hreinn ijómaostur eða */2 dl ijómi 1. Skolið steikingarpottinn að innan með örlitlu heitu vatni, hellið í pott. Fleytið fítuna ofan af og fleygið. Setjið kjötsoðsten- inginn eða duft út í. Látið sjóða. 2. Hristið saman vatn og hveiti og búið til sósu, látið hana sjóða við hægan hita í 2 mínútur. 3. Setjið soyasósu og ijómaost eða ijóma út í. Appelsínusalat 1 kínakálshaus 1 bikar sýrður ijómi 2 appelsínur 1. Skerið kínakálið fínt í þunn- ar sneiðar og setjið í skál. 2. Afhýðið appelsínur og takið í rif, klippið rifin í sundur yfir skálinni, svo safinn fari ekki til spillis. 3. Blandið sýrðum ijóma sam- an við með tveimur göfflum. Pönnukökubollar með ís 10 pönnukökur ‘/2 kg ís, keyptur eða heima- tilbúinn 2 mars- eða dajm-súkkulaði marsipanungar súkkulaðilaufblöð 1. Búið til 10 pönnukökur, notið ykkar uppáhalds uppskrift. 2. Hvolfið 10 glösum, leggið 1 pönnuköku á hvert glas, látið þorna þannig. Hægt er að flýta fyrir því með því að setja glösin í heitan bakaraofn eða örybylgju- ofn. 3. Takið ísinn úr frysti og lát- ið þiðna örlítið. 4. Skerið súkkulaðið smátt og blandið saman við ísinn. 5. Setjið ísinn í pönnukökuboll- ana, skreytið með litlum marsip- anpáskaunga og súkkulaðilauf- blaði, sem fæst tiibúið í pökkum. Marsipanungarnir 50 g marsipan 2 tsk. flórsykur nokkrir dropar gulur, rauður og grænn matarlitur löng hrísgijón 1. Setjið nokkra dropa af grænum og rauðum matarlit á lítinn disk, blandið ekki saman. Litið nokkur hrísgtjón græn en önnur rauð. 2. Hnoðið saman flórsykur, marsipan og gulan matarlit. Búið til tvær kúlur, aðra minni. Stærri kúlan er búkur, en sú minna haus. Þrýstið litlu kúlunni ofan á stærri kúluna en örlítið til hlið- ar. 3. Búið til augu og gogg úr lituðu hrísgijónunum. * * Ami Arnason, Lanchi- kotí, Sandgerði Fæddur 26. maí 1930 Dáinn 1. apríl 1993 Hjartkær afi minn hefur óvænt lokið lífsgöngu sinni hér á jörð. Ur djúpi saknaðar og trega stíga minn- ingarnar fram, bjartar og hlýjar. Minningar um ástríkan afa, sem átti í hjarta dýrmætan sjóð kærleika og umhyggju sem hann veitti mér af ómælt, frá því fyrst er ég skynjaði tilveru mína. En tvö fyrstu ár ævi minnar dvaldist ég hjá afa og ömmu í Landakoti. Að þeim tíma liðnum kaus ég helst að vera alltaf hjá þeim. Eg minnist þess frá barnæsku hve ég var full eftirvæntingar í hvert skipti sem ég fékk vissu fyrir því að ég fengi að fara til afa og ömmu. Mér leið alltaf dásamlega vel hjá þeim. Afi vildi veita mér allt, sem hann vissi að mér var fyrir bestu. Hann sagði oft við mig að ef ég væri hamingjusöm, þá væri hann það líka. Svo sannur var sá kærleikur, sem hann bar til mín. Afi var mjög duglegur maður og ákveðinn. Uppgjöf var ekki hans lífs- máti. Hann hætti ekki við ætlun- arverk sín fyrr en þau voru í höfn. Ég fylgdist af aðdáun með því hvað hann gat afrekað miklu með þann sjúkdóm sem hann bar. Afi minn var rólyndur að eðlisfari og mjög þægi- legur í umgengni. En niislíkaði hon- um eitthvað, fór hann ekki dult með skoðanir sínar. Þótt honum liði oft illa sökum sjúkleika gat hann alltaf slegið á létta strengi og stutt var í hláturinn hjá honum. A síðastliðnu hausti endurnýjaði afi fyrir mig not- aðan bíl, og þó að hann ætti erfitt með þetta sökum vanheilsu sinnar lét hann það ekki á sig fá. Afi hugs- aði alltaf fyrst og fremst um hag ástvina sinna, og sá vel fyrir sínum. Sonur minn, sem er tæplega ársgam- all, var langafa sínum mikill gleði- gjafi. Afí skemmti sér konunglega yfír því hvað drengurinn var lystug- ur, laumaði hann oft súkkulaði í lít- inn lófa, og hló dátt að því hvað sá lith var gráðugur. Á kveðjustund er þakklæti efst í huga mínum, fyrir alla þá ást og umhyggju sem afi sýndi mér frá fyrstu bernsku til síðustu samveru- stundar. Þær ómetanlegu gjafir geymi ég sem helgan dóm í hjarta mínu. Guð launi elsku afa mínum allt sem hann gerði fyrir mig. Elsku amma, góður Guð gefi þér styrk og huggun í sorg þinni og blessi lífsgöngu þína um ókomin ár. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eiiífð, bak við árin. (Þýð. V. Briem.) Blessuð sé minning afa míns, Árna Árnasonar frá Landakoti. Hafdís Helga. FULLKOMIÐ SJONVARPSTÆKI - FRAMTÍÐAREIGN • Islenskt textavarp • Víðómur (Nicam stereo) • 2 x 40 W hljóðmagnari • Fjölþætt sjálfleitarkerfi (ATS) • „Black line"-skjár • Ollum aðgerðum stjórnað með fjarstýringu • Aögerðir sýndar á skjá (DOS) • 2 myndbandstengi (Euro-tengi) • 25 og 28 tommu skjár SMITH& NORLAND FS 229M6 25 tommu Kr.: 114.900.- Kr.; 104.560,- stgr. FS 231M6 28 tommu Kr.: 126.800.- Kr.: 115.390,- stgr. Upplysingar um umboðsmenn hjá Gulu línunni. Veldu SIEMENS þegar þú vilt aöeins það besta! 62 62-62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.