Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 687. þáttur Enn á þátturinn góð bréf að þakka. Fyrstur tekur til máls Jón Á. Gissurarson: „Orðabók Menningarsjóðs tel- ur ofnotkun orðsins maður sem óákveðins fornafns fara illa. Ætli eftirfarandi glefsa úr blaðagrein renni ekki stoðum undir þá skoðun? „Það kemur enginn til manns og kreistir upp úr manni skoðan- ir manns og hrindir þeim í fram- kvæmd, þótt maður sért [sic] óánægður. ..“ Til hvaða annarra orða gæti höfundur hafa gripið svo að úr hefði orðið brúkleg íslenska? Maðurinn sem tegundarheiti er gamall í íslensku máli. Sömu reglu hafa menn fylgt um teg- undaheiti annarra dýrahópa, þ.e. eintala með ákveðnum greini. í tíma hjá Sigurði Guðmundssyni bar þetta einhveiju sinni á góma. Hann taldi betur fara á að hafa þessi orð í fleirtölu án greinis í þessari merkingu. Hefur mér fundist svo æ síðan. En ýmis sjávarkvikindi valda hér vand- kvæðum. Menn segðu varla að þorskar veiddust á Selvogs- banka eða loðnur fyndust við Langanes. Hvað leggur þú til þessara mála?“ Umsjónarmaður segir fyrst að honum leiðist mjög málfar af því tagi sem Jón tók dæmið af. Sá sem það hefur skrifað, er raunar svo málhaltur, að notkun orðsins þú sem óákveð- ins fornafns hefur glapið fyrir honum: „þótt maður sért“. En hvað er til ráða? í fyrsta lagi má fara þá leið sem Sigurður skólameistari kenndi okkur. Hún er ekki með öllu sambærileg við það ágæta tal að hafa þorsk og loðnu fyrir safnheiti (nomen collectivum). í tilvitnuninni, sem Jón tók, væri einnig hægt að setja fornafn fyrstu persónu í stað maður. Ég held að annað hvort þetta væri til ráða. Hins vegar bannfærir umsjónarmaður ekki með öllu þann málsið að hafa maður fyrir óákveðið for- nafn. En það verður að gera með mikilli gát. Framhald af bréfí Jóns Á. Gissurarsonar kemur síðar. ★ Hlymrekur handan kvað: Af fjallsegg sér Finnbogi renndi á flug, svo ei stöðvunar kenndi, hann skaust upp hinumegin ... og varð allshugar feginn, er ör (eftir viku) ’onum hvíldina sendi. Nikulás norðan ljóðar mein- leysislega á einn limrahöfunda þáttarins: Frökk var Vilfríður vestan í draumi, en í vökunni gerði allt í laumi svo hljóðlát í spori, jafnt á hausti sem vori, og læddist sem lúsin með saumi. ★ Þá tekur til máls Jakob Bjömsson, og þakka ég honum vel skrifað og rökstutt bréf. Við skólabræðurnir eram ekki alltaf á einu máli, en sjónarmið hans eiga ekki síður rétt á sér en mín. í næsta þætti mun ég víkja nánar að efni bréfsins, en gef honum orðið um sinn: „í þætti þínum laugardaginn 27. febrúar sl. segir þú: „í guðs bænum, fréttastjórar og ritstjór- ar, skáld og aðrir snillingar: Útrýmið orðinu „umhverfís- vænn“.“ Ég segi á móti: í guðs bæn- um, umsjónarmaður: Ekki þetta offors! Þú vilt nota orðið „vist- vænn“ eða „visthollur" í staðinn fyrir „umhverfisvænn". Bæði fyrmefndu orðin eru ágæt og ekkert hef ég á móti því að þau séu notuð þar sem þau geta átt við. En þau geta með engu móti komið almennt í stað „umhverf- isvænn“ af þeirri einföldu ástæðu að orðin „umhverfi“ og „vist“ eru alls ekki sömu merk- ingar. „Umhverfi" er samheiti á því sem hverfíst um eða lykur um (fransk/enska orðið „envir- onment" felur líka í sér þessa „umlykjandi“ merkingu), en orð- ið „vist“ er haft sem heiti á þeirri heild sem lífverur og um- hverfí þeirra mynda, sbr. „vist- fræði“ (ecologia). Merkingarsvið orðsins „umhverfí" er miklu víðfeðmara en orðsins „vist“. „Umhverfi" getur verið hvort heldur sem er dautt eða lifandi eða blanda af hvorutveggja; náttúralegt eða manngert eða blanda af hvorutveggja, en „vist“ felur ávallt í sér lífverar. Safnaðarheimili Matthíasar- kirkju á Akureyri er ágætlega umhverfisvænt; það fellur prýði- lega inn í umhverfi kirkjunnar. Það væri hinsvegar alger enda- leysa að tala um að það sé „vist- vænt“ eða „visthollt“. Lofum því fyrir alla muni orð- inu „umhverfisvænn" að lifa og notum það þar sem það hentar. Með því er ekki sagt að það eigi að nota í tíma og ótíma og aldrei nein önnur orð. „Vistvænn“ eða „visthollur“ geta stundum verið réttu oi’ðin; fallið betur að því hugtaki sem orðinu er ætlað að lýsa. Miðaldra bankastjóra og fermingardreng henta ekki sömu fötin. Eins er um mismun- andi hugtök. Þau þurfa mismun- andi búning. Hvorki ber að út- rýma fermingarfötum né banka- stjórafötum. Þau eiga bæði rétt á sér. Eins er um mismunandi orð. Með bestu kveðjum." Bandarískir listamenn í Portinu Bandarísku myndlistarmenn- irnir Charles L. Ransom og Kristina L. Tollefson opna sýn- ingar á verkum sínum í list- • • • Opið idag, skírdag, kl. 10-16. Opið á laugard. kí. 10-16. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. salnum Portinu í Hafnarfirði á laugardag 10. apríl kl. 15.00, og standa þær fram til 25. apríl. AIMENNA FASTEIGHASAL AM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Charles L. Ransom nam við College of Idaho og hélt til fram- haldsnáms í háskóla Mexíkóborg- ar, og Oregon-háskóla á 6. áratug- inum, auk viðbótarnáms við Stan- ford-háskóla árið 1976. Hann hef- ur fengist við kennslu samhliða listsköpun sinni, og var prófessor í listum við Portland Community College á áranum 1967-1983. Ransom hefur haldið einkasýning- ar á verkum sínum víða í Banda- ríkjunum, auk sýninga í Brasilíu, Portúgal og Cayman-eyjum. Kristina L. Tollefson nam við Cranbrook Academy of Art í Mich- igan-fylki, og fór til framhalds- náms í Carleton College í Minne- sota í Bandaríkjunum. Hún hefur fengist við kennslu, og haldið einkasýningar víða í Bandaríkjun- um. Hingað til lands kemur hún með stuðningi Fulbright-stofnun- arinnar, og segist hún hafa komið hingað vegna þess hversu athygl- isverð hin óstöðuga jarðfræði landsins var. Mörg fyrri verka hana hafi fengist við umbreytingu hluta fyrir áhrif náttúruaflanna; elds, vatns, vinds, o.sfrv. Hún hef- ur dvalist hér í níu mánuði og segir verk sín vera n.k. huglæga heimild eða dagbók þeirrar dval— ar. „Höfuðþættir þessar tímabils. hafa verið hreyfíng, uppgötvun og skilgreining. Ég hef reynt að leita að smáatriðum í umhverfí mínu sem gefa til kynna stærri og víð- tækari sýn.“ 911 KA 91 97fl L^RUS Þ’ VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI L I \ d\JaC,\0l\J KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Við Jöklafold - tilboð óskast Ný og glæsileg 3ja herb. íbúð á 2. hæð, 82,3 fm nettó. Þvottakrókur á rúmg. baði. Parket. Fullgerð sameign. 40 ára húsnæðislán kr. 4,9 millj. Glæsileg eign á frábærum stað Einbýlishús - steinhús, ein hæð, 171,2 fm nettó við Selvogsgrunn. Töluvert endurnýjað. Bílskúr tæpir 30 fm. Glæsilegur trjágarður. Einbýlishús - hagkvæm skipti möguleg Vel byggt og vel með farið einnar hæðar steinhús í Vogunum um 165 fm auk bílskúrs 23 fm. Glæsileg lóð. Skipti möguleg á góðri rbúð eða hæð. Teikning á skrifstofu. Skammt frá Hótel Sögu Á vinsælum stað á Högunum. 5 herb. neðri hæð í þríbýlishúsi um 130 fm. Allt sér. Glæsileg lóð. Bílskúrsréttur. Tilboð óskast. Fyrir smið eða laghentan 3ja herb. ibúðir í steinhúsum í gamla austurbænum. Lausar strax. Þarfnast nokkurra endurbóta. Tilboð óskast. Endaíbúð - tilboð óskast Á 1. hæð við Stóragerði 4ra herb. íbúð um 100 fm í vesturenda. Nýleg eldhúsinnrétting. Sérhiti. Tvennar svalir. Mikil og góð lán fylgja. Útsýni. Við Digranesveg - útsýni - tilboð óskast Vel byggð og vel með farin húseign, tvær hæðir og kj. Á hæðunum er mjög góð 5 herb. íb. ( kj. er 2ja herb. íb. Góður bílskúr 33,6 fm auk kj. Frábært útsýni. DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA Q /\ára afmæli. Hólm- O U fríður Þóroddsdótt- ir, Hjallavegi 52, verður átt- ræð laugardaginn 10. apríl. 7 Oára afmæli. Jón I V/ Bogason, rannsókn- armaður, Sæbóísbraut 32, Kópavogi, verður sjötugur 9. apríl. Hann tekur á móti gestum ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu B. Sigur- jónsdóttur, laugardaginn 10. apríl kl. 15.30-18 í Setrinu, Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, 1. hæð. /?^\ára afmæli. Einar Vf vf Sigurðsson, há- skólabókavörður, Kringl- unni 45, Reykjavík, verður sextugur laugardaginn 10. apríl. Hann og eiginkona hans, Margrét Anna Sigurð- ardóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn kl. 17-20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. tug í dag. Hún tekur á mótfy/ gestum í Hafnarborg, menn- ingar og listastofnun Hafnar- fjarðar, Strandgötu 34, milli kl. 18-21. dóttir, Vesturvangi 6, Hafnarfirði, er sjötug í dag. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik Jónsson, verða að heiman á afmælisdaginn. Skeiðarvogi 11, Reykjavík, fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Framleiðsluráði landbún- aðarins, verður sjötugur laug- ardaginn 10. apríl. Hann og eiginkona hans, Fjóla Gísla- dóttir, verða að heiman á afmælisdaginn. /?nára afmæli. Þórunn U U Friðbjörg Benja- mínsdóttir, Hjallabraut 50, Hafnarfirði, verður sextug 13. apríl. Hún og eiginmaður hennar, Gestur Guðjónsson, taka á móti gestum í safnað- arheimili Víðistaðakirkju frá kl. 19 á afmælisdaginn. HJÓNABAND. Þann 6. febr- úar sl. voru gefin saman í hjónaband í Fella- og Hóla- kirkju af sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni þau Sigríður Ólöf Sigurðardóttir og Oddur Sig- urðsson. Heimili þeirra er að Jórufelli 12, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.