Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993
43
Eilíí'öardraumar geymdir í
frystihúsum ódauðleikans
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
TILHUGSUNIN um eilíft líf hefur löngum kitlað ímyndunarafl-
ið. Flestir láta staðar numið áður en draumórunum sleppir,
en þeir eru til, sem eru reiðubúnir að ganga skrefi lengra til
að höndla eilífðina í þessu jarðlífi. Þar sem er eftirspurn
myndast óhjákvæmilega framboð. Eilíft líf verður reyndar
ekki enn keypt fyrir peninga, en framfarir í vísindum hafa
vakið vonir um að einhvern tíma verði maðurinn með ljáinn
atvinnulaus. Þangað til bjóða frystihús ódauðleikans upp á
varðveislu gegn vægu gjaldi.
Náfrysting
HVER veit nema líkkistur verði úreltar í framtíðinni, alltént fjölg-
ar þeim Bandaríkjamönnum stöðugt sem hafa ákveðið að láta
frysta sig við andlátið og bíða þess að hægt verði að blása í þá
nýju lífi.
„Komm-“
úna“ fyr-
ir górillur
Tókýó. Reuter.
SJÖ afrískar górillur, sem vistað-
ar hafa verið í ólíkum dýragörð-
um í Japan, munu brátt hefja
sambúð í loftræstri hvelfingu í
Ueno-dýragarðinum í Tókýó.
Vonast forsvarsmenn dýragarðs-
ins til að þetta muni hvelja apana
til að fjölga sér.
Um er að ræða karlapana Sult-
an, 23 ára, og Drum, 15 ára, og
kvenapana Loru, 15 ára og Pico,
23 ára sem búið hafa í fjórum dýra-
görðum víðsvegar um Japan. í Ueno
hafa um nokkurt skeið verið þrjár
górillur. Hinn fjallmyndarlegi fer-
tugi Burburu og vinkonur hans
Toyoko, 26 ára, og Taiko, 27 ára.
Allar eru górillurnar láglendis-
górillur ættaðar úr regnskógum
Afríkuríkjanna Zaire og Kamerún.
Talið er að um 35 þúsund górillur
af þessari tegund séu enn til I heim-
inum. Þær eru ekki í jafn bráðri
útrýmingarhættu og fjallagórillurn-
ar í Zaire og Rwanda, en af þeirri
tegund eru einungis taldir vera til
um 300 dýr. Þrátt fyrir það hefur
veiði og sala á dýrunum verið bönn-
uð.
Nýr „górillugarður“ á stærð við
fótboltavöll hefur verið innréttaður
í Ueno-dýragarðinum þar sem reynt
er að líkja sem best eftir náttúruleg-
um aðstæðum górillanna.
Þeir Bandaríkjamenn eru ekki
margir, en þeim fjölgar stöðugt,
sem hafa ákveðið að láta frysta sig
við andlátið og bíða þess að hægt
verði að blása í þá nýju lífi. 650
manns hafa skráð sig til frystingar
hjá þremur fyrirtækjum í Banda-
ríkjunum og nokkrir tugir manna
liggja þegar á ís.
Lághitavísindi eru hins . vegar
skammt á veg komin og hingað til
hefur ekki tekist að frysta eitt ein-
asta kvikindi og vekja það til lífs.
Hins vegar er hægt að frysta ein-
staka frumur, fóstur á frumstigi
og bein- og húðvefí og þíða að nýju
í nothæfu ástandi.
Helsti vandinn við að frysta líf-
verur er sá að vatn kristallast við
frystingu og eyðileggur frumu-
tengsl. Reynt hefur verið að leysa
þennan vanda með því að nota
frostlög og hafa dýralíffæri ætluð
til ígræðslu verið fryst með þessum
hætti. Hins vegar hefur ekki enn
tekist að græða þau í dýr.
Málsvarar náfrystitækni viður-
kenna að miklar framfarir þurfi
að eiga sér stað í vísindum áður
en hægt verður að þíða frosin lík
og glæða þau lífi. En þeir benda á
að þeir hafi engu að tapa á því að
iáta frysta sig vegna þess að þeir
séu hvort sem er látnir.
Fryst höfuð
35 manns standa frosnir í mann-
hæðarháum málmsívalningum í
Lífsframlengingarstofnuninni Alc-
or í Kaliforníu. Þar eru einnig 15
höfuð, sem hafa verið fryst ein og
sér. Viðskiptavinimir, sem ákváðu
að spara með því að láta aðeins
frysta á sér höfuðin, voru þeirrar
hyggju að þegar hægt yrði að af-
frysta höfuð þeirra hlyti tækni-
þekkingin að vera orðin það mikil
að einnig yrði hægt að rækta nýjan
líkama við þau.
Varðveisla líkama sem á að
frysta hefst þegar eftir andlátið.
Blóði er tappað af líkamanum og
þess 1 stað dælt inn vökva, sem
kemur í veg fyrir niðurbrot líffæra.
Því næst er flogið með líkamann í
„frystihúsið" þar sem dælt er í
hann glýseróli, sem notað er jafnt
í frostlög sem sprengiefni, áður en
hann er frystur í fljótandi köfnun-
arefni við mínus 195,5 gráður á
selsiuskvarða.
Það getur kostað allt frá 28
þúsund dollurum (rúmlega 1,7
milljón króna) upp í 150 þúsund
dollara (um níu og hálfa milljón
króna) að láta frysta sig og fara
viðskiptin iðulega þannig fram að
viðskiptavinurinn lætur líftrygg-
ingu sína renna til fyrirtækisins,
sem mun frysta hann.
Vísindin efla alla dáð og hver
veit nema einhvern tíma verði hið
ómögulega mögulegt. Ef til vill
verða þeir, sem hafa verið frystir,
vaktir af frostköldum svefni eftir
nokkrar aldir og geta þá heilsað
upp á barnabarnabamabarna-
barnabörnin sín. Nema gleymist
að vekja þá þegar tæknin loks verð-
ur fyrir hendi ...
Mótmæli danskra og þýskra sjómanna
Norskir sjómenn
styðja aðgerðirnar
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKIR sjómenn hafa lýst stuðningi við aðgerðir danskra og þý-
skra sjómanna og hafa sjálfir hótað ámóta aðgerðum á heimaslóðum
til þess að koma í veg fyrir að rússaþorski verði landað í Noregi.
„Ódýr rússaþorskur flæðir nú yfir nokkurs konar „gullæði" ríkir hjá
markaðina og heggur að rótum til- fiskvinnslunni en sjómenn bera sig
veru okkar sjálfra og starfsbræðra hins vegar illa vegna þess hvað
okkar í Evrópubandalagslöndunum rússaþorskurinn hefur leitt til mikill-
(EB), sagði Káre Ludvigsen, formað- ar verðlækkunar.
ur sjómannasamtakanna á Troms-
svæðinu.
Samtök norskra smábátaeigenda
lýstu einnig yfir stuðningi við aðgerð-
ir sjómanna í EB-löndunum að und-
anförnu.
Að sögn Ludvigsen óttast norskir
sjómenn að rússnesltir togarar stundi
mikla rányrkju í Barentshafi; ofveiði
sem haft geti alvarlegar afleiðingar
fyrir stofnana þar. Ódýr rússafiskur
sem landað hefur verið í Noregi að
undanfömu hefur leitt til þess að
Til harðra átaka kom milli þýskra
sjómanna og lögreglu á hafnarbakk-
anum í Kiel í fyrradag er feija með
norskum og sænskum fiskflutninga-
bílum innanborðs lagðist þar að.
Fjörutíu lögreglumönnum tókst á
endanum að ryðja bifreiðunum leið
en sjómennirnir, sem voru 50 tals-
ins, gáfu sig þó ekki fyrr en bílar
með háþrýstivatnsbyssum birtust á
bakkanum.
Visar veg’imi
FLAMINGÓ-fuglunum í Hagenbeck-dýragarðinum í Hamborg í Þýskalandi var hleypt út úr húsi í gær eftir vetur-
langa inniveru. Myndin var tekin er starfsmaður dýragarðsins vísaði flamingóunum veginn til útivistarsvæðis þeirra.
— d*<--------------------------------------
I Vinsamlegast sendib mér bækling um
^ SOS BARNAÞORPIN, mér ab kostnaöarlausu
I Ég vil styrkja barn í:
I Asíu meö 1.000,- kr. á mánubi
| Afríku
I S.-Ameríku
I Ég vil styrkja uppbyggingu þorpa hjá SOS
meb 1.000,- kr. ársfjórðungslega
I " mánabarlega
I
I Nafn______________________________________
-S"C-
□
□
□
□
□
□
Heimilisfang____________
I Bæjarfélag _____________
I Kennitala_______________
X Greiðslufyrirkomulag:
| Gíró □ VISA [[[] Kort nr._______________________
SOS BARNAÞORPIN • HAMRABORgÍ
200 KÓPAVOGUR • SÍMI: 64 29 10
SOS BARNAÞORPIN Á ÍSLANDI