Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993
27
hélt við embættistökuna lýsti de
Klerk því yfir að hann hyggðist
beita sér fyrir því að numin yrðu
úr gildi öll lög sem gerðu ráð fyrir
aðskilnaði eða mismunum kyn-
þátta, afnámi neyðarástandslaga
frá 1986 og að unnið yrði að gerð
nýrrar stjórnarskrár fyrir Suður-
Afríku, sem byggð yrði á jöfnum
rétti kynþátta landsins. Táknrænt
var að þegar eftir embættistökuna,
skömmu áður en sumarleyfistíminn
hófst, beitti hann sér fyrir afnámi
laga sem gerðu ráð fyrir aðskilnaði
svartra og hvíta- á baðströndum
landsins. Afram var haldið á þess-
ari braut 1990 ogfleiri aðskilnaðar-
lög felld úr gildi. Þá var aflétt banni
við starfsemi frelsissamtaka
blökkumanna, þ.m.t. Afríska þjóð-
arráðsins og PAC, sem er róttæk
hreyfing blökkumanna til vinstri
við Afríska þjóðarráðið. Þann 11.
febrúar 1990 tók de Klerk eitt
mikilvægasta skrefið þegar Nelson
Mandela var sleppt úr fangelsi eft-
ir 27 ára vist.
í kjölfar þessara atburða hófust
viðræður milli ríkisstjórnarinnar og
einstakra hreyfínga blökkumanna.
I upphafi voru þær óformlegar og
að mestu bornar uppi af fulltrúum
ríkisstjómarinnar og Afríska þjóð-
arráðsins. Á sama tíma hélt ríkis-
stjómin áfram afnámi ýmissa að-
skilnaðarlaga.
Codesa
í desember 1991 tóku viðræður
ríkisstjómarinnar við leiðtoga
blökkumanna nýja stefnu þegar
boðað var til ráðstefnu með þátt-
töku allra pólitískra hreyfinga í
landinu. Ráðstefna þessi hefur hlot-
ið nafnið Codesa (Congress for a
Democratic South Africa). Með
Codesa hófust fyrst formlegar við-
ræður um framtíðarstjórnskipan
landsins. Ráðstefnuna sóttu í upp-
hafi fulltrúar ríkisstjómarinnar auk
fulltrúa 18 stjórnmálaflokka og
frelsissamtaka. Inkatha-hreyfingin
og PAC stóðu þó utan viðræðnanna
í upphafi.
Meginhlutverk Codesa var og er
að gera drög að nýrri stjórnarskrá
fyrir Suður-Afríku sem á að byggja
á jöfnum pólitískum réttindum allra
þegna landsins óháð kynþætti, og
leggja á ráðin um það hvernig land-
inu skuli stjórnað á meðan stjóm-
skipunarbreytingamar ganga yfir.
Miklar vonir vom í upphafi bundn-
ar við Codesa og voru margir þeirr-
ar skoðunar að Suður-Afríka væri
nú komin á þá braut lýðræðis sem
ekki yrði aftur snúið af. Þótt það
megi vissulega til sanns vegar færa
er hinu ekki að leyna að viðræðurn-
ar hafa ekki gengið jafn hratt og
snurðulaust fyrir sig og sumir
höfðu í upphafi vonað. Þegar þetta
er ritað hefur Codesa legið niðri
um nokkur skeið vegna ágreinings
aðila. Vonir standa til að viðræður
geti hafist aftur áður en langt um
líður.
Árangur af Codesa
Segja má að náðst hafí viðun-
andi samkomulag um grundvallar-
atriði nýrrar stjórnarskrár sem fel-
ur í sér eftirfarandi:
- Suður-Afríka verði lýðræðisríki
með jöfnum pólitískum réttind-
um óháð kynþætti.
- Tekið verði jafnt tillit til allra
kynþátta án tillits til tungumáls,
menningar eða trúarbragða.
- Allir þegnar Suður-Afríku skuli
njóta grundvallarmannréttinda,
þ.m.t. trúfrelsi, tjáningarfrelsi
og fundafrelsi.
- Byggt verði á skiptingu ríkis-
valdsins í framkvæmdar-, lög-
gjafar- og dómsvald, þar sem
sérstök áhersla verði lögð á sjálf-
stæði dómstóla.
- Byggt verði á fjölflokkalýðræði
þar sem kosið verði hlutfalls-
kosningu til löggjafarþings.
- Allir skuli vera jafnir fyrir lögun-
um.
Eins og sjá má eru þetta mjög
almennar yfírlýsingar og er það
hlutverk Codesa að gefa þeim frek-
ara inntak og skapa grundvöll til
að hrinda þeim í framkvæmd.
Helstu ágreiningsefni
Segja má að aðal ágreiningsefn-
in á Codesa-ráðstefnunni hafí verið
tvö:
a) í fyrsta lagi er deilt um það
að hvaða marki einstök héruð skuli
hafa sjálfstjórn í eigin málum. í
þessu efni eru ríkisstjóm Þjóðar-
flokksins og Afríska þjóðarráðið á
öndverðum meiði. Afríska þjóðar-
ráðið leggur áherslu á að Suður-
Afríka verði eitt ríki með sterka
miðstjórn, sem kosið verði til í al-
mennum lýðræðislegum kosning-
um með sem jöfnustu vægi at-
kvæða. Þetta er ekki aðeins í sam-
ræmi við þá stefnu sem samtökin
hafa ávallt boðað, heldur einnig í
samræmi við hagsmuni þeirra, þar
sem skoðanakannanir benda til að
samtökin hafí fylgi 40-45% vænt-
anlegra kjósenda. Þjóðarflokkur-
inn, sem stendur einn að ríkisstjórn
landsins, leggur hins vegar áherslu
á sjálfstæði einstakra héraða, með
þá hugmynd að leiðarljósi að komið
verði á eins konar sambandsríki.
Talsmenn flokksins telja að með
því geti flokkurinn betur tryggt
áhrif sín í framtíðinni þar sem hann
standi vel í einstökum héruðum sem
að mestu eru byggð hvítum. Þá býr
sú hugmynd að baki hjá sumum
að með slíku fyrirkomulagi megi
að nokkru marki viðhalda aðgrein-
ingu kynþáttanna um leið og jafn-
rétti þeirra yrði tryggt. Afríska
þjóðarráðið og fleiri samtök
blökkumanna hafa gagnrýnt Þjóð-
arflokkinn fyrir þetta og telja að
þetta sé ekki annað en veikburða
tilraun til að viðhalda aðskilnaðar-
stefnunni í einhverri mynd.
Óljóst er hver verður miðurstað-
an í þessu efni. Margt bendir þó
til að byggt verði á skiptingu lands-
ins í héruð sem hvert um sig hafí
töluverða sjálfstjórn, þótt ekki verði
beinlínis um sambandsríki að ræða.
Skiptir miklu máli í því efni að slík-
ar hugmyndir eiga mjög upp á
pallborðið hjá ýmsum öðrum
smærri stjórnmálasamtökum sem
hafa staðbundið fylgi. Má þar t.d.
nefna Inkatha-hreyfinguna með
Buthelezi í broddi fylkingar, sem
leggur mikla áherslu í sérkenni og
sjálfstæði zulu-ættbálksins. Svip-
aða sögu er að segja um einstakar
stjórnmálahreyfingar sem starfa
innan heimalandanna. Leiðtogar
Afríska þjóðarráðsins hafa gefíðl
skyn að þeir væru tilbúnir til að
koma að einhveiju leyti til móts
við slíkar hugmyndir.
b) Annað aðal ágreiningsefnið
er það með hvaða hætti staðið skuli
að setningu nýrrar stjómarskrár
og hvernig landinu skuli stjómað á
meðan.
Tillaga Afríska þjóðarráðsins er
sú að kosið verði í almennum kosn-
ingum sérstakt stjórnlagaþing sem
hafí það hlutverk að semja nýja
stjórnarskrá og verði jafnframt al-
menn löggjafarsamkoma fyrir
landið allt meðan á breytingunum
stendur. Þá hafa samtökin lagt til
að landinu verði á meðan stjórnað
af samsteypustjórn allra áhrifa-
mestu stjórnmálahreyfinga lands-
ins.
Ríkisstjórnin og íjóðarflokkur-
inn hafa hins vegar lagt til að
breytingarnar verði gerðar sam-
kvæmt þeim reglum sem um það
gilda í núverandi stjórnarskrá.
Þingið yrði þó bundið af þeim meg-
insjónarmiðum sem samið yrði um
á Codesa. Þá yrði landinu á meðan
stjórnað af ríkisstjóm íjóðarflokks-
ins, sem hefði sér til fulltingis sér-
stakar ráðgjafanefndir fyrir helstu
málaflokka sem settar yrðu saman
af fulltrúum annarra stjórnmála-
samtaka. Ágreiningur um þetta
atriði hefur fram til þessa sett
sterkan svip á viðræðurnar.
Með sérstöku óformlegu sam-
komulagi (record of understanding)
milli Afríska þjóðarráðsins og ríkis-
stjórnarinnar í september síðast-
liðnum, hefur ríkisstjórnin komið
töluvert til móts við hugmyndir
Arfíska þjóðarráðsins um fram-
kvæmd breytinganna.
Þá hafa þessir aðilar sameigin-
lega lýst yfír þeim vilja sínum að
kosningar til stjórnlagaþings verði
haldnar fyrir lok ársins 1993. Um
þetta er þó ekki samkomulag á
Codesa.
Það er fleira sem hefur tafíð
fyrir framgangi viðræðnanna en
það sem þegar hefur verið nefnt.
Ofbeldi í landinu hefur farið veix-
andi frá árinu 1989. Einkum hafa
átök verið hörð milli stuðnings-
manna Afríska þjóðarráðsins og
Inkatha-hreyfingarinnar í Natal-
héraði. Hundruðir manna hafa fall-
ið í þessum átökum. Þetta hefur
einnig leitt til þess að margsinnis
hefur slitnað upp úr viðræðunum
og og hefur Inkatha-hreyfíngin
með öllu dregið sig út úr Codesa.
Þetta er meginástæða þess að Co-
desa hefur legið niðri um nokkurt
skeið. Viðræður milli þessara aðila
sem hófust í desember síðastliðnum
vekja þó vonir um að takast megi
að stilla til friðar með þeim þótt
þá greini enn á um málefni. Því fer
þó fjarri að ofbeldi í landinu sé
bundið við þetta. í nýlegri skýrslu
óháðs rannsóknardómara, Gold-
stone-skýrslunni, kemur fram að
herinn hefur átt þátt í að kynda
undir óeirðum og ofbeldi milli ætt-
bálka blökkumanna í þeim tilgangi
að tefla_ fyrir framgangi viðræðn-
anna. í desember síðastliðnum
brást de Klerk við þessari skýrslu
með því að reka 23 yfirmenn í
hernum sem talið er að hafí átt
hlut að máli.
Staða heimalandanna hefur og
tafíð fyrir framgangi viðræðnanna.
Eins og áður hefur komið fram
hefur ríkisstjóm Suður-Afríku við-
urkennt sum heimalöndin sem
sjálfstæð ríki. í sumum tilfellum
eru 'leiðtogar heimalandanna til-
búnir til þess að afsala sjálfstæð-
inu, en í öðrum tilfellum hafa þeir
hafnað því, t.d. í Ciskei. Hver sem
niðurstaðan verður eiga leiðtogar
þessara „ríkja“ það sameiginlegt
að þeir munu leitast við að notfæra
sér þessa aðstöðu sína til að tryggja
sem best áhrif sín og hagsmuni í
hinni nýju Suður-Afríku. Með þessu
má segja að íjóðarflokkurinn hafí
pissað í skóinn sinn. Heimalöndin,
sem voru hornsteinn aðskilnaðar-
stefnu flokksins, standa nú lýðræð-
islegum umbótum fyrir þrifum.
Lokaorð
Suður-Afríka stendur á söguleg-
urn tímamótum. Meirihluti hvítra
virðist nú loks hafa vaknað til vit-
undar um að aðskilnaðarstefnunni
verði ekki lengur við haldið. í at-
kvæðagreiðslu meðal hvíta minni-
hlutans í mars fyrir ári kom í ljós
að um 70% styðja umbótaviðleitni
de Klerks. Þótt margir hinna hvítu
séu í mikilli óvissu um framtíð sína
í landinu undir ríksstjórn blökku-
manna, er flestum orðið ljóst að
gjaldið sem Suður-Afríka hefur
mátt greiða fyrir aðskilnaðarstefn-
una er orðið allt of hátt. Skiptir
þar sköpum sú einangrun sem leitt
hefur af samskipta- og viðskipta-
bönnum sem landið hefur mátt
þola síðastliðna tvo áratugi. Afleið-
ingin er sú að Suður-Afríka hefur
dregist aftur úr á ýmsum sviðum
og efnahagur landsins er með
versta móti.
Codesa ráðstefnunni hefur verið
lýst sem kraftaverki. Einn blaða-
maður hefur komist svo að orði:
„Taktu þér göngutúr umhverfis
World Trade Center við Kempton
Park á mánudegi eða þriðjudegi
og þú munt sjá ráðherra sitja að
spjalli yfír tebolla við kommúnista,
leiðtoga heimalanda og fyrrverandi
fanga frá Robben-eyju.“ Vissulega
reynir hver og einn að ná því fram
sem hann getur. Markmið flestra
er þó hið sama, lýðræðisleg Suður-
Afríka. Codesa-ráðstefnan hefur
þrátt fyrir allt sem á undan er
gengið vakið með mönnum vonir
um að takast megi að koma á fullu
lýðræði með friðsamlegum hætti
og að fínna megi lausn sem geri
ólíkum kynþáttum landsins kleift
að lifa saman í sátt og samlyndi.
Hvort og hvenær það verður er
hins vegar erfítt að spá fyrir um á
þessari stundu.
Höfundur er dósent við Háskóla
íslands og hefur um tíma skrifað
lagagreinar í sunnudagsblað
Morgunblaðsins.
ISXJ2XJ SPORTS CAB 4X4
Rúmgóður fjogurra manna pallbíll
ISUZU SPORTS CAB 4X4
bensín og diesel, af árgerð '92 á hagstæðu verði.
BÍLHEIMAR
ISUZU Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 ISLI2U