Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 Ingibjörg Friðriksdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Ungt listafólk er sér misjafn- lega meðvitað um hvaðan þau áhrif koma, sem ráða mestu í list þeirra, eins og hún birtist öðrum. Oftast er um að ræða samruna ýmissa þátta sem tengjast upp- eldi, almennri menntun, listnámi og persónulegum viðhorfum og tengslum við umhverfið; jafn- vægi þessara þátta er það sem ræður útkomunni. Nú stendur yfir í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg fyrsta einkasýning ungrar listakonu, Ingibjargar Friðriksdóttur, sem leitast við að gera sér grein fyrir hvaða þætfir móta hennar verk. Ingibjörg stundaði nám í Mynd- listaskóla Reykjavíkur og síðan í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, en þaðan útskrifaðist hún úr höggmyndadeild 1990. Síðan hefur hún stundað framhaldsnám við Hochschule der Bildenden Kunste í Saar í Þýskalandi, en þar hefur það efni mótast, sem sýningin byggist á, og listakonan lýsir þannig: „Skúlptúrdeild akademíunnar í Saar er til húsa í gamalli járn- verksmiðju, sem starfrækt var fram yfir síðari heimsstyrjöld. í þessari þöglu verksmiðju sem var f senn heillandi og ógnvekjandi fann ég myndefni mitt. Risa- vaxnir turnar; heild samsett úr einingum sem hver hefur sínu mikilvæga hlutverki að gegna. Sterk og hrein form sem skýrast þegar ég horfi og hugsa, reyni að skilja samhengi hlutanna. Um stund er ég hluti af ókunnum heimi. Seinna er þessi ókunni heimur orðinn hluti af mér." Á sýningunni getur að líta stór tréþrykk, sem eru unnin með handafli, málmverk á gólfi og loks litlar ljósmyndir af yfirgefn- um verksmiðjum. Þau form, sem birtast í verkunum, eiga öll rót sína að rekja til þessa umhverfis; þetta eru ímyndir risavaxinna röra, verkfæra og tækja, sem í formgerð sinni vitna um þá hrörnun, sem er óhjákvæmileg örlög allrar okkar verka, hversu sterkleg og glæst sem þau kunna að virðast í upphafi. Ljósmyndirnar eru líkt og örlít- il innsýn í eilífðina, þar sem ein- faldri og upprunalegri ljós- myndatækni hefur verið beitt — ljósnæmur pappír inni í lokuðum hólki, þar sem opnað er lítið gat til að hleypa ljósinu inn. Þessi aðferð fellur vel að myndefninu, sem virkar fornt, úr sér gengið og að hruni komið — og vísar þannig ef til vill til örlaga hverr- ar þeirrar menningar, sem ekki nær að endurnýja sig og efla á hverjum tíma. Styrkur sýningarinnar felst ekki síst í samhenginu, þar sem einingarnar í þrykkjunum, málm- verkunum og ljósmyndunum tengjast innbyrðist og styrkja hver aðra, jafnframt því sem þær eru hver fyrir sig sjálfstæð í sín- um miðli. Myndefni hinnar hrynj- andi verksmiðju tengja annars vegar saman tilvísanir í menning- arminjar vélaaldar, sem um leið minnir á fallvaltleika tímans, og hins vegar í sterk form, sem eru undirstaða allrar myndlistar, og minna um sumt á myndheim naumhyggjunnar. Úrvinnsla lis- takonunnar er góð, og ber vott um gott auga hennar fyrir því umhverfí, sem hún hrærist í hverju sinni. Sýningu Ingibjargar Friðriks- dóttur í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg lýkur miðviku- daginn 7. apríl, og eru listunn- endur hvattir til að líta við. Ingibjörg Friðriksdóttir við eitt verka sinna. Kristmundur Þ. Gíslason í Menningarstofnun Bandaríkj- anna, Laugavegi 26, fer senn að ljúka sýningu á verkum ungs myndlistarmanns, Kristmundar Þ. Gíslasonar. Eftir að hafa byrjað myndlist- arnám hér á landi stundaði Krist- mundur nám um tveggja ára skeið í Norður-Kaliforníu í Bandaríkj- unum, og tók þar þátt í sínum fyrstu samsýningum. Hann hefur áður haldið nokkrar einkasýningar í Reykjavík, m.a. í Galleríi 8 við Austurstræti og í Hótel Lind á síð- Bjarni Ragnar Hann er nokkuð stór hópurinn, sem segja má að starfi í útjaðrin- um á hinum íslenskra myndlistar- heimi, eins og hann kemur flestum fyrir sjónir. Þetta eru oft lista- menn sem margir hverjir hafa skapað sér afar sérstæðan mynd- heim, sem tæpast er hægt að flokka til neinna þeirra megin- hreyfinga myndlistarinnar, sem eru í gangi hverju sinni. Einnig sýna þeir verk sín ef til vill óreglu- lega, en vekja ætíð nokkra at- hygli, þegar þeir birtast á sviðinu á ný. Hér skal ekki fullyrt að Bjarni Ragnar, sem sýnir um þessar mundir í Listhúsinu í Laugardal, fylli þennan flokk. En vissulega er myndheimur þessa listamanns nokkuð sérstakur, og þar sem Bjarni hefur hin síðari ár farið víða um lönd (og hefur nú búið í Portúgal til nokkurra ára), þá hefur sýningarhald hans hér verið stopult hin síðari ár; á sama tíma hefur hann m.a. haldið einkasýn- ingar í Portúgal og tekið þátt í samsýningum þar og í New York. Á sýningunni í Listhúsinu eru tæplega fimmtíu verk, og eru nokkur stór málverk mest áber- andi þeirra; við nánari skoðun draga þó stórar línuteikningar fljótt að sér athyglina, og minni blekteikningar draga Ijóslega fram hæfni listamannsins á sviði teikningarinnar. Myndheimur Bjarna Ragnars birtir áhorfendum annars vegar furðuveröld eins konar fuglafólks í dansi lífsins, en hins vegar jafn- vel enn draumkenndari heimar af öðru tagi, þar sem mannsmyndin er umsköpuð í allar þær verur og form, sem listamanninum kemur til hugar. Teikningin er greinilega sterk- asta hliðin í listsköpun Bjarna Ragnars. Jafnvel í málverkunum er teikningin hinn áberandi þátt- ur, en litun frekar sem endur- speglun (stundum í daufara lagi) af línuspilinu. Oft verður hin flókna teikning til að ofkeyra myndbygginguna, eins og i „Aug- liti til auglitis" (nr. 27), en í nokkr- um málverkum er þetta hæversk- ara og myndin nær sér þá betur á strik, eins og t.d. í „Rauðlínu- dans" (nr. 46), þar sem tákn hjóls- ins verður áberandi þáttur í mynd- byggingunni og því jafnvæg, sem alltaf er leitað eftir. Hinar stóru línuteikningar eru flestar léttleikandi í fletinum, þar sem tvær fígúrur fléttast saman í dansi eða leik, og má t.d. benda á „Hringdans" (nr. 41) sem gott dæmi um þetta. Hins vegar er efni myndanna ekki alltaf skýrt, og þær virka fyrst og fremst sem liðugar teikniæfingar; sú stað- reynd, að margar þeirra voru unn- ar í hinni fornfrægu borg Króatíu, Dubrovnik, sem nú mun vera sem næst rústir einar, gefur þeim þó vissan andblæ söknuðar eftir horfnu sakleysi, sem sagan hefur nú sprengt til andskotans. Jn/JfW^ w w S ^GÍz^&c$VMmW?mW álk ikJ m£/lf/íulítr\Lm (x Bjarni Ragnar: Rauðlínudans. Litlu teikningarnar eru unnar með bleki á pappír, og sýna ljós- lega hæfni listamannsins á þessu sviði. Fígúrurnar eru oft á svört- um grunni, og í þeim koma fram fjölbreyttar tilfinningar, og nægir að benda á „í mömmuleik" (nr. 9), „Stefnumót" (nr. 15) og „Sveiflu" (nr. 25) sem dæmi um hversu liðlega Bjarni Ragnar skil- ar mismunandi viðfangsefnum í þessum miðli. Sem-fyrr segir er það furðuleg- ur myndheimur Bjarna Ragnars, sem er mest áberandi þáttur sýn- ingarinnar. Hann minnir á vís- indaskáldrit eða heim martraða, en jafnframt má sjá hér ljúfsára veröld söknuðar og þrár eftir ein- faldari og auðveidari tilveru, sem er horfin og kemur aldrei aftur. Sýningu Bjarna Ragnars í List- húsinu í Laugardal lýkur væntan- lega til þriðjudaginn 6. apríl. asta ári. Myndheimur Kristmundar er nokkuð óvenjulegur fyrir ungan listamann, en verk hans eru fyrst og fremst landslagsmyndir sem birta fjallasýn úr fjarlægð, þar sem einstök fjöll ber hátt við himin; hér er það síðan hin brennandi kvöld- só\ sem mótar myndflötinn. Á sýningunni hér getur að líta rúmlega tuttugu málverk, sem nær öll eru böðuð í rauðum eldi sólar- lags. Þessi kvöldbirta er afar þétt og litsterk hjá listamanninum, og í reynd yfirnáttúruleg; hún minnir fremur á þær ímyndir framtíðar- veraldar sem vísindaskáldskapur byggir mikið á, en raunveruleika ljósaskiptanna á íslandi. Þessi myndsýn gengur ágætlega upp í sumum verkanna, þar. sem litirnir taka ekki alveg völdin, eins og t.d. í „Hitauppgufun" (nr. 4). í öðrum tekst þetta síður, og birt- an verður ankannaleg í þessum brennandi heimi, líkt og í „Haust- hiti" (nr. 8) og „Botnsúla á Þing- völlum" (nr. 18). Myndbygging verkanna er al- mennt einföld, miðlæg og sam- hverf. Þrátt fyrir hina dramatísku litun verkanna örlar varla fyrir spennu í fletinum; til þess er jafn- vægið í allri myndbyggingu of fastnjörvað, og fyrir vikið verða myndirnar oft næsta daufar, hversu undarlegt sem það kann að hljóma í ljósi þeirra lita, sem hér ríkja. Þetta er undarleg sýning sem þrátt fyrir galla sækir á, sé hún skoðuð nokkrum sinnum. Má vænta þess að ef listamaðurinn nær að hemja hina sterku liti og kynna sér betur tónbrigði litanna, geti verk hans með tímanum orðið ágætt framlag í landslagsmynda- hefðina í íslenskri myndlist. Húsnæði Menningarstofnunar- innar hentar tæplega undir al- mennar listsýningar öllu lengur, þar sem því hefur verið markað annað meginhlutverk, sem ekki á alltaf samleið með myndlistinni. Hins vegar kæmi vel til greina að sýna þarna grafíkverk, sem þá fengju að vera uppi mun lengur en þessari sýningu er ætlað. Sýningu Kristmundar Þ. Gísla- sonar í Menningarstofnun Banda- ríkjanna á Laugavegi 26 lýkur miðvikudaginn 7. apríl. UM HELGINA Myndlíst Norræna húsið Opnuð hefur verið málverkasýning Einars Garibalda Eiríkssonar í sýning- arsölum Norræna hússins. Á sýning- unni eru verk sem unnin hafa verið á s.l. tveimur árum. Opið er daglega á milli klukkan 14-15, að hátíðisdögun- um meðtóldum. Sýmngunni lýkur sunnudaginn 18. apríl. Verið velkomin. Gallerí Úmbra Höskuldur Harri Gylfason, heldur myndlistarsýningu í Gallerí Úmbru dagana 8. apríl - 28. aprfl. Portið Hafnarfirði Sýningin "Djasn". Lárus Kari Inga- son og Olafur Gunnar Sverrisson eru með samsýningu á ljósmyndum og skartgripum. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 4. apríl. Sýningu Jóns Baldvinssonar á mál- verkum, lýkur sunnudaginn 4. apríl. Portið, Strandgötu 50 í Hafnarfirði er opið alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 14-18. "íslenskt Landslag" á Kjarvalsstöðum Mikil og góð aðsókn hefur verið allt frá upphafi á tuttugu ára afmælissýn- ingu Kjarvalsstaða, "íslenskt Landslag Verk eftir Einar Garibalda Eiríksson er sýnir í Norræna húsinu 1900-1945" og hafa þúsundir lagt leið sína á Kjarvalsstaði, bæði almennir gestir svo og nemendur f safnaðaleið- sögn. Á sýningunni eru um 120 verk eftir 26 listamenn sem allir máluðu og túlk- uðu íslenskt landslag, hver á sinn hátt, á árunum 1900-1945. Mikil fjölbreytni einkennir sýningu þessa, enda var að stærstum hluta leitað í einkasöfn eftir verkum á sýninguna þótt einnig séu þar nokkur af kunnustu öndvegisverk- um íslenskrar landlagslistar frá þess- um árum. Sýningin verður opin alla páskahelgina og ætti þvf öllum sem ekki hafa séð hana nú þegar, að gef- ast gott tækifæri til að sjá þessar perl- ur fslenskrar langsiagslistar. Sýningin mun standa til sunnudags- ins 18. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.