Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993 ATVIN N U A UGL YSINGAR Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann á skrifstofu okkar. Starfið krefst kunnáttu í almennum skrif- stofustörfum, tölvuvinnslu, ensku o.fl. Við leitum að áhugasömum og þjónustulipr- um einstaklingi, sem hefur frumkvæði og getur starfað sjálfstætt. Um er að ræða heilsdagsstarf á reyklausum vinnustað. Eiginhandarumsóknir, með helstu upplýsing- um um menntun og fyrri störf, óskast sendar okkur í pósthólf 7148, 127 Reykjavík, fyrir 20. apríl nk. merktar: „Skrifstofustarf". Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum verður svarað. BERGDAL HF. heildverslun, Skútuvogi 12L, Reykjavík. Bergdal hf. flytur inn og dreifir þekktum merkjavörum innan dagvöru- verslunarinnar, svo sem McVities, Carrs, Oxford, Twinings, Sun Maid, Korni, Kavli, Kikkoman, Bonduelle, Bassetts, Old El Paso, Dole. Nezo og Tampax. Verslunarstjóri - matvöruverslun Óskum að ráða verslunarstjóra til starfa hjá meðalstórri, vel rekinni matvöruverslun í Reykjavík. Starfssvið: Stjórnun starfsfólks, þátttaka í daglegri sölu og skipulagning á starfsemi verslunarinnar. Innkaup og eftirlit með birgðahaldi. Rekstrar- og kostnaðareftirlit. Við leitum að manni með reynslu af innkaup- um og verslunarstjórn, helst í matvöruversl- un. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, geta starfað sjálfstætt og skipulagt störf annarra í líflegri og skemmtilfegri verslun. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Verslunarstjóri 70", fyrir 17. apríl nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Framkvæmdastjóri Þekkt, traust og fjárhagslega sterkt, sér- hæft þjónustufyrirtæki óskar að ráða fram- kvæmdastjóra. Fyrirtækið er eitt það öflugasta hér á landi á sínu sviði. Starfið: ★ Skipulagning og stjórnun. ★ Fjárhagsleg áætlanagerð og eftirlit. ★ Erlend samskipti. ★ Markaðs og kynningarmál. Leiðað er að viðskiptafræðingi með árang- ursríkan starfsferil. Viðkomandi mun verða fulltrúi fyrirtækisins út á við. Hér er á ferðinni áhugavert tækifæri. Hægt verður að bíða eftir rétta aðilanum. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Framkvæmdastjóri", fyrir 20. apríl nk. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Varnarliðið - kjötiðnaðarmaður Varnarliðið óskar að ráða kjötiðnaðarmann með réttindi til starfa hjá nýlenduvöruverslun varnarliðsins. Starfið felur í sér vinnslu og frágang á kjöti og fiski í neytendaumbúðir ásamt tilheyrandi þjónustu við viðskiptavini. Krafist er fagmenntunar ásamt hæfileikum til að vinna sjálfstætt og eiga samskipti við aðra. Nokkur enskukunnátta er nauðsynleg. Um er að ræða fast starf. Skriflegar umsóknir berist til Varnarmála- skrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi sfðar en 19. apríl 1993. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Markaðssetning -sölumaður Óskum að ráða sölumann til starfa. Við erum innflutningsfyrirtæki sem markaðssetur og selur mjög fjölbreytt úrval af byggingavörum til arkitekta, verkfræðinga og verktaka. Við leitum að manni með þekkingu á bygg- ingavörum og reynslu af sölumennsku. Dönskukunnátta nauðsynleg. Æskilegur ald- ur 30-40 ára. Laust strax. Þú þarft að vera duglegur, heiðarlegur, sjálf- stæður, góður í samstarfi, skipulagður og geta notað tölvu. Við bjóðum áhugavert starf, góða starfsað- stöðu, góða starfsfélaga og góð laun, ef þú stendur þig vel. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammmi á skrifstofu okk- ar merktar: „Sölumaður 82“ fyrir 20. apríl nk. Hagva ngurhf U’ Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Laus störf Óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf sem fyrst: Bókhaid/launaútreikningur (86). Þjónustu- fyrirtæki. Vinnutími 12-16.30. Þekking á TOK-bókhaldskerfi æskileg. Rannsóknastofa (084). Framleiðslufyrirtæki. Vinnutími 8-12. Stúdentspróf af raungreina- sviði nauðsynlegt. Tækniteiknari (073). Verkfræðistofa. Góð tölvukunnátta (Audo-cad) og starfsreynsla er skilyrði. Ritari (060)Þjónustufyrirtæki. Vinnutími 8-13. Góð kunnátta í íslensku, ensku og rit- vinnslu er skilyrði. Sölustörf (81) hjá framleiðslu- og innflutn- ingsfyrirtækjum. Krefjandi og sérhæfð störf sem krefjast starfsreynslu. Ritarastarf (85). Innflutningsfyrirtæki. Góð ritvinnslu- og þýskukunnátta æskileg. Fjölbreytt og líflegt starf. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Gleðilega páska! Hagva neurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Þýsk fjölskylda í Bremen óskar eftir „au pair“ stúlku frá og með 1. ágúst 1993. Viðkomandi kemur til með að passa tveggja ára gamlan dreng hálfan daginn. Vinsamlegast hafið samband við eftirfarandi heimilisfang eða hringið í síma 91-22280 (Þórunn) til að fá frekari upplýsingar. Famillie Diederichsen, Benquestr. 15, D-2800 Bremen 1, sími 9049-421 -3469898. Lögfræðingur Umhverfisráðuneytið óskar að ráða lögfræð- ing, helst með framhaldsmenntun í þjóðar- rétti eða sambærilega menntun. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á a.m.k. einu Norðurlandamáli og ensku. Um er að ræða tímabundið starf í þrjú ár í alþjóðadeild ráðuneytisins. Starfið felur m.a. í sér að sinna alþjóðlegu samstarfi á sviði umhverfismála þ.á m. vinnu vegna nýstof- naðrar nefndar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Umsóknir skulu hafa borist umhverfisráðu- neytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, fyrir 23. apríl nk. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umh verfisráöuneytið. NÁMSGAGNASTOFNUN Deildarsérfræðingur - námsefnisgerð Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða deild- arsérfræðing til afleysinga í 15 mánuði frá og með 1. júní 1993. Starfið felur í sér umsjón með gerð og út- gáfu námsefnis, fyrst og fremst í íslensku en einnig lítillega í öðrum greinum. Leitað er að starfsmanni með kennara- menntun og kennslureynslu. Framhaldsmenntun og reynsla af námsefnis- gerð eða útgáfustörfum er æskileg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Nóa- túni 17,105 Reykajvík, eigi síðar en 1. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jakobsson, deildarstjóri í síma 91-28088. Póstur og sfmi auglýsir lausa til umsóknar stöðu í markaðs- og alþjóðadeild fjarskipta- sviðs. Starfssviðið verður samskipti við al- þjóðasamtök og stofnanir, þar á meðal innan Norðurlanda og Evrópu, sem fjalla að öllu eða einhverju leyti um fjarskiptamál. Vegna sívaxandi alþjóðlegrar samvinnu í fjarskiptum ásamt samræmingu við önnur lönd, sem mun aukast við inngöngu íslands í EES, er um að ræða mjög fjölbreytt og áhugavert starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- menntun og almenna þekkingu á fjarskipta- málum og alþjóðamálum. Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild stofnunarinnar. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sendist Póst- og símamálastofnun fyrir 1. maí nk. PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.