Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993
25
Lyfjadreifing o g
frelsishugsjón
eftir Böðvar Jónsson
Fyrir þann sem fylgst hefur
með umræðum um lyfjadreifing-
una að undanförnu er ekki óeðli-
legt að álykta að frelsishugsjónin
ráði meira ferðinni við mótun
stefnu í lyfjadreifingunni en þær
staðreyndir sem fyrir liggja.
Vissulega er full ástæða til að
skoða hugmyndina um fijálsa
lyfjadreifíngu í fullri alvöru, og
ekki óeðlilegt að slík hugmynd
komi fram hér á landi því við lifum
í þeim heimshluta þar sem frelsi
og fijáls samkeppni eru lykilhug-
tök.
En fijáls samkeppni á einfald-
lega ekki alltaf við. Ég leyfi mér
að styðja þessa staðhæfingu með
því að vísa til lokaorða skýrslu sem
unnin var sem lokaverkefni
Hrannars Erlingssonar, nema í
viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla íslands, og gefin út í maí
1992. Eftir að hafa brotið málefni
lyfjadreifmgarinnar til mergjar á
77 blaðsíðum kemst höfundurinn
að eftirfarandi niðurstöðu:
„Niðurstaðan var ótvíræð, aukið
frelsi í smásölu lyfja við núverandi
aðstæður er afar óæskilegt.
Astæður þess eru fjölmargar en
nefna má þætti eins og aukinn
kostnað, hættu á aukinni neyslu,
mismunun milli landsbyggðarfólks
og höfuðborgarbúa og svo mætti
lengi telja. Það verður að viður-
kennast að sem fylgismanni
fijálsrar samkeppni á flestum svið-
um þá olli þessi niðurstaða mér
talsverðum vonbrigðum. Vonandi
er þetta þó undantekningin sem
sannar regluna. Útkoma af þessu
tagi er einmitt góð áminning um
að hversu góðar sem hagfræði-
kenningar eru og hversu vel sem
þær reynast í raun þá eru þær
ekki algildar."
Segja má að grein sem birtist
í tímaritinu Time 8. mars síðastlið-
inn styðji á afgerandi hátt niður-
stöðu hagfræðinemans. í Banda-
ríkjunum er löng hefð fyrir frelsi
í lyfjadreifingu og því mætti ætla,
út frá lögmálinu um fijálsa sam-
keppni, að þar væri lyfjaverð lágt.
Þessu virðist samt ekki svo farið
því samkvæmt umræddri grein er
staðhæft að lyíjaverð í Bandaríkj-
unum hafi farið algerlega úr bönd-
unum á síðustu árum. A Iínuriti
sem fylgir greininni kemur frain
að á 10 ára tímabili, það er frá
1982-1992, hafi lyfjaverð hækkað
margfalt umfram verðbólgu.
Böðvar Jónsson
„Niðurstaðan var ótví-
ræð, aukið frelsi í smá-
sölu lyfja við núverandi
aðstæður er afar óæski-
legt. Ástæður þess eru
fjölmargar en nefna má
þætti eins og aukinn
kostnað, hættu á auk-
inni neyslu, mismunun
milli landsbyggðarfólks
og höfuðborgarbúa og
svo mætti lengi telja.“
Þéssi hækkun er margföld á við
það sem þekkist í Evrópu, en í
flestum Evrópulöndum er fjöldi
útsölustáða lyfja og lyfjaverð háð
opinberum ákvörðunum.
Hvernig stendur íslenskt lyfja-
verð samanburð við þau banda-
rísku? Um það hef ég engar skýrsl-
ur eða töflur en með því að nýta
þær upplýsingar sem fram koma
í greininni í Time þá kemur eftir-
farandi í ljós. í greininni er sagt
frá sjúklingi sem þurfti að greiða
89,95$ fyrir 60 töflur af Voltaren,
sem samsvarar 5.417 ísl. kr. að
frádregnum söluskatti.' Ekki kem-
ur fram í greininni hvort um er
að ræða 25 eða 50 mg töflur en
ef reiknað er með 50 mg töflum,
þá er verðið hér á landi 2.125 án
söluskatts. Ef um 25 mg töflur
er að ræða verður útkoman enn
óhagstæðari fyrir bandaríska
markaðinn. í greininni eru fleiri
dæmi sem líta má á. Algengar
verkjatöflur sem innihalda para-
setamól og kodein, að vísu ekki
sama vörumerki hér og þar, kosta
í Bandaríkjunum 1.167 kr. án sölu-
skatts, á íslandi 663 krónur,
Zantac 150 mg, 60 stk. Bandarík-
in 4.227, ísland 4.993 kr., Xanax
0,5 mg sem hér á landi er selt frá
sama framleiðanda undir nafninu
Tafil 0,5 mg, 100 stk., Bandaríkin
2.879, ísland 1.608.
Það er athygli vert að banda-
ríski markaðurinn sem búið hefur
við fijálsa lyfjadreifingu lengur en
nokkur annar og sem vegna stærð-
ar sinnar ætti að eiga allra kosta
völ í magnafslætti skuli þurfa að
bjóða sjúklingum þar í landi upp
á það verð sem að ofan greinir.
Vissulega er ekki hægt að alhæfa
út frá svo takmörkuðu dæmi, en
það ætti að minnsta kosti að ýta
undir það, að við skoðum betur
hver áhrif fijálsrar lyfjadreifíngar
yrðu á verðmyhdun lyfja hér á
íandi.
Heimildir:
Smásala lyfla á íslandi, Hrannar Erlingsson,
Háskóli íslands, maí 1992.
Time, 8. mars 1993.
LyQaverðskrá 1. mars 1993, Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið.
Gengisskráning nr. 61 30. mars 1993.
* Söluskattur í Bandaríkjunum mismunandi
eftir fylkjum, frá 5 til 9%. í útreikningum
notað meðalgildi 7%.
Höfundur er lyfjafræðingur og
félagi í Stéttarfélagi íslenskra
lyfjafræðinga.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Barátta í braut. Fjallafegurðin var mikil þegar keppt var á
laugardeginum, þó keppendur Iétu móðann mása við stýrið og
tækju lítið eftir næsta nágrenni.
Söngtil sigurs
í fjallarallinu
Útivera ad vetrar-
__________lagi___________
Gunnlaugur Rögnvaldsson
ÍSLANDSMÓTIÐ í vélsleða-
akstri hófst á Mývatni fyrir
skömmu þegar fyrsta mótið af
þremur sem gilda til meistaratit-
ils, fór fram í nágrenni Kröflu-
virkjunnar. Norðanmenn voru
sigursælir sem fyrri ár og Polar-
is vélsleðar hirtu 13 gull af 17,
en keppt var í mörgum flokkum
í fjórum greinum, spyrnu, fjall-
aralli, brautarkeppni og snjó-
krossi, sem var skemmmtileg
nýbreytni.
Samheldni hóps keppenda frá
Akureyri hefur skilað árangri síð-
ustu ár og hann hélt uppteknum
hætti á Mývatnsmótinu. Strákamir
norðlensku æfa saman og bjuggu
í sumarbústað skammt frá
keppnisstað, þar sem keppnisand-
anum var haldið við milli daganna
tveggja sem mótið var haldið á.
Polaris fimmmenningamir Guð-
lau'gur Halldórsson, Vilhelm Vil-
helmsson, Finnur Aðalbjömsson,
Arnar Valsteinsson og Gunnar
Hákonarsson unnu 10 gull og þrír
þeir síðastnefndu unnu fjallarallið
svonefnda undir merki Polaris og
tímaritsins 3T, en tveir bestu tímar
keppenda í þriggja manna sveit
giltu til úrslita. Arnar Valsteinsson
náði langbesta tíma í 35 km langri
brautinni, varð mínútu á undan
næsta keppanda, en hann hefur
alltaf blómstrað í þessari keppnis-
grein. „Það kemur alltaf einhver
sérkennileg tilfinning yfir mig,
þegar ég keppi í fjallarallinu. Um
leið og ég er kominn af stað fer
einbeitingin á fullt. Mér finnst svo
gaman í fjallarallinu að ég raula
lög á fullu, syng í hjálminum. Mér
hefur tekist að vera útsjónasamur,
að finna góðar aksturslínur en
hraðinn var mikill í rallinu og við
vorum stundum að taka 10-15
metra flug á leiðinni og svifum
framaf hengjum. Skyggnið var
slæmt, snjókoma á köflum og því
ekki mjög hagstæðar aðstæður,"
sagði Amar Valsteinsson.
Félagi hans, Finnur Aðalbjöms-
son, vann þrenn verðlaun á mót-
inu. Var í sigursveit rallsins, vann
í sínum flokki í brautarkeppninni,
varð annar í spymu. „Snjókrossið
var mjög skemmtilegt og kominn
tími á eitthvað nýtt, við emm orðn-
ir leiðir á spyrnunni, sem er tíma-
frek og langdregin," sagði Finnur.
„ísakstur gæti t.d. komið í staðinn
fyrir spymuna og snjókrossið er
sniðið fyrir áhorfendur, þar sem
margir keppendur aka brautina í
einu. Við vorum sjö talsins í sitt
hvomm flokknum og Vilhelm Vil-
helmsson vann í sínum flokki ör-
ugglega, eins og reyndar í brautar-
keppninni og Gunnar Hákonarsson
í aflminni flokknum. Hann var í
banastuði í keppninni og sannaði
getuna á nýrri sleðategund. Okkur
norðanmönnum gekk vel og aðal-
málið var að láta sem fæsta bikara
suður. Það hjálpar okkur gífurlega
að æfa saman og halda hópinn,
það er náttúrulega innbyrðis met-
ingur milli okkar, en við stöndum
hver við baks annars í keppni.“
Sá sunnanmaður sem stóð sig
best var Ingólfur Sigurðsson á
Arctic, en hann vann tvo gull í
spymunni og eitt silfur. Hann
nældi síðan í tvenn bronsverðlaun
í brautarkeppninni. Ásamt öðmm
sunnanmönnum hyggur hann ör-
ugglega á hefndir í næsta móti sem
verður í Bláfjöllum að mánuði liðn-
um, en þá munu heimamenn ör-
ugglega leggja allt í sölumar til
að leggja gestina að norðan að
velli. En þeir þurfa að hafa mikið
fyrir því, norðanmennirnir em í
góðu formi og unnu marga sigra
af miklu öryggi.
Páskamyndin í ár
Honeymoon in Vegas
Ferðin til Las Vegas
★ ★★ Mbl.
Ein besta gamanmynd allra tíma sem gerði allt vitlaust í Bandaríkjunum.
Nicolas Cage, (Wild at Heart, Raising Arizona),
James Caan (Guðfaðirinn og ótal fleiri) og Sara Jessica Parker (L.A. Story).
Bono (U2), Billy Joel, Brian Ferry og John Mellencamp o.fl. flytja
Presley-lög í nýjum og ferskum búningi.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 (engin 11-sýning laugard. 10.4.).
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 á skírdag og annan í páskum.
Gleðilega
páska