Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 34
oo 36GI JIflc QIÖAJ3KU0H0M 34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 KREPPIR AÐ I ATVINNUMALUM BOLVIKINGA Er að verða vitlaus á aðgerðarleysinu YFIR 100 manns eru á atvinnu- leysisskrá hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur. Þegar komið er að skrifstofu verkalýðsfélagins í Hafnargötu blasa við atvinnuauglýsingar frá Norðurtanganum á Isafirði og fiskverkendum í Hnífsdal. Bolvikingar vilja þó helst kom- ast hjá því að sækja þangað vinnu og aka Óshlíðarveg á hverjum degi. Þó sækja þrettán konur vinnu á ísafjörð um þess- ar mundir. Oft er þröng á þingi í verkalýðshúsinu, en þangað sækir fólk félagsskap og ræðir landsins gagn og nauðsynjar. Helgi Pétur Guðjónsson, 38 ára, var mættur á skrifstofu verkalýðsfé- lagsins til að fá sér kaffisopa og hitta þá sem svipað er ástatt fyrir. Hann vann í frystihúsinu en fékk uppsagn- arbréf um miðjan febrúar líkt og aðrir. „Ég trúði því ekki að þetta gæti komið fyrir. Við vorum að vinna á föstudegi og það var tilkynnt að unnið yrði á mánudegi. Seinnipartinn var síðan tilkynnt að engin vinna yrði eftir helgina og ég hef verið atvinnulaus upp frá því.“ Ætlar að herða fisk Helgi Pétur sagði að það versta við atvinnuleysið væri að fá daginn til að líða. „Ég reyni að gera eitt- hvað heima við. Svo reyni ég að fá fisk til herslu og ætla að fara að byija á því núna. Þetta yrði mest fyrir sjálfan mig og mína, svo reyni ég að selja kunningjafólki okkar til að hafa upp í kostnað. Ég er að þessu aðallega til að hafa eitthvað fyrir stafni, svo ég verði ekki vitlaus á aðgerðarleysinu. Svo fæ ég útrás Á förnum vegi EKKERT tiltökumál er að ræða landsins gagn og nauðsynjar á miðju Aðalstræti í Bolungarvík, enda um margt að skrafa eins og staðan í bæjarfélaginu er. A skrif- stofu verkaiýðshússins er auglýst eftir fiskvinnslufólki í vinnu á ísafirði, Hnífsdal og Patreksfirði. Atvinnulausir HELGI Pétur Guðjónsson, t.v., hefur búið í tíu ár í Bolungarvík en hefur verið atvinnulaus í tæpa tvo mánuði. Hallgrímur Helgason hef- ur von um starf á Akureyri og hyggst fara þangað með fjölskylduna. í íþróttahúsinu og kem hingað stund- um eftir hádegi." Vekur reiði Helgi Pétur sagði að vissulega hefði verið aðdragandi að stöðvun fyrirtækisins, en allir hefðu verið svo bjartsýnir með farsæla úrlausn þess- ara mála. „Það kemur alltaf upp reiði í manni, en það er spuming hverjum er hægt að kenna um að svona fór. Sumir kenna nkisstjórn- inni um og aðrir Landsbankanum. Mér finnst að þessir aðilar hefðu mátt sýna meiri skilning á þessum málum,“ sagði Helgi Pétur. Hann vann við flökunarvélar og hafði verið í starfí í frystihúsinu í tíu Nýbyggingar ÞRÁTT fyrir afleitt atvinnuástand meðal Bolvíkinga er verið að reisa fjögur íbúðarhús á staðnum. Reyndar er það Ratsjárstofnun sem stendur að þessum framkvæmdum. ár. „Ég hef verið að fylgjast með því héma í bænum hvort eitthvert starf losni. Ég gerði það að gamni mínu að spyija um vinnu inni á ísafirði þegar þar var auglýst eftír starfsfólki, en þeir vildu eingöngu ráðá konur. Ég á konu og tvo stráka. Hún er hárgreiðslukona og sér um að framfleyta fjölskyldunni, því at- vinnuleysisbæturnar hrökkva skammt, 40 þúsund krónur á mán- uðí. Ég er þó ekki farinn að líta á 'mig sem einhvern ómaga því ég hef þó þessar bætur. Ég væri engin fyrir- vlnna ef þeirra nyti ekki við,“ sagði Helgi Pétur. 10 þúsund í hita og rafmagn Þau hjónin eiga íbúð í fjölbýlishúsi á staðnum. Mánaðarlega þurfa þau að greiða 8-10 þúsund krónur í hita og rafmagn sem er um fjórðungur af atvinnuleysisbótum Helga Péturs og gengur skiljanlega illa að ná end- um saman. „Það kæmi ekki til greina að fara annað í vinnu, því þá þyrfti ég að selja mína húseign hér. Ég hugsa að það gengi illa að selja og það er erfítt að standa í flutningum, sérstaklega þegar bömin em höfð í huga. Okkur líkar mjög vel héma, því hér er allt til alls nema atvinn- an,“ sagði Helgi Pétur. Hann kvaðst vonast til þess að það rættist úr málum á Bolungarvík og hann fengi vinnu í sumar. „Maður er bjartsýnni þegar fer að iengja daginn, það lifn- ar yfír manni.“ Hallgrímur Helgason hefur von um vinnu á Akureyri Erum bundín af fast- eign sem selst ekki HALLGRÍMUR Helgason er ættaður úr Þingeyjarsýslu en hefur búið í Bolungarvík í þrettán ár. Hann hafði unnið á lyftara hjá frystihúsinu í fjögur ár. „Ég hef lítið haft fyrir stafni, þó fengið vinnu einn og einn dag við löndun og slægingu i einum bát. í tvo daga fékk ég vinnu við akstur á sorpi á ísafírði. í heildina hef ég unnið í um tíu daga síðustu tvo mánuði. Manni er farið að líða illa út af aðgerðarleysinu. Ég er að leita mér að vinnu hingað og þangað, en það hefur ekkert boðist. Ég var að vonast eftir að fá vinnu norður á Akureyri hjá útgerðarfélaginu og þeir gáfu mér einhveija von,“ sagði Hallgrímur. Biðin einkennandi Hann kvaðst hafa heyrt talað um að fólk, sem svipað væri ástatt um, ætiaði að bíða fram yfír páska og síðan leita sér vinnu utan bæjarins. „Biðin einkennir þetta ástand hér, maður bíður en fær ekki svör neins staðar. Stjórnendur hérna geta engu svarað enda er ekkert vitað hvemig þetta allt fer. Við erum náttúralega bundin af fasteignum okkar hér sem seljast ekki. Það er ekki hægt að losna við þær. Það kaupir enginn íbúð hér.“ Ekkert afgangs Hallgrímur á eiginkonu og tvö börp, tólf ára og níu ára. „Ef ég færi norður færa þau með mér. Ég á íbúð í tvíbýli, en það gengur erfíð- lega að reka það. Maður hefur ekk- ert afgangs-þegar keypt hefur verið í matinn og það dugar varla fyrir því. Konan mín vinnur fjóra tíma á dag í Einarsbúð. Við höfum um 70 þúsund krónur á mánuði til að fram- fleyta okkur með atvinnuleysisbótun- um og það er fljótt að hverfa. Það þarf að passa þetta vel og það geng- ur ekki að greiða af skuldum og þær hlaðast upp,“ sagði Hallgrímur. „Ef menn fara að físka vel á stein- bít þá er kannski hægt að fá vinnu við það,“ sagði Hallgrímur. Margrét Sæunn Hannesdóttir Litið niður á atvinnulausa MARGRET Sæunn Hannesdóttir er tveggja barna móðir og hafði unnið í tvö ár í frystihúsi EG í Bolungarvík. Hún sagði að það versta við atvinnuástandið í bænum væri að finna að fólk sem hefði ennþá vinnu liti niður á þá sem þiggja atvinnuleysisbætiír. „Mér finnst að fólk sem hefur vinnu hérna í bænum líti niður á mann, sérstaklega fólk serri hefur vinnu í físki. Það er eins og það hafi á tilfinninguhni að ég ætti alveg að geta haft vinnu. Ég vildi svo gjaman hafa vinnu, sérstaklega þegar börnin míh spyrja.mig hvort þau geti feng- ið hitt eða þetta sem börn annarra fá,“ sagði Margrét Sæunn. „Mér fannst gott að vera í frysti- húsinu, en uppsagnarbréfið kom um miðjan febrúar. Ég get ekki sagt að það hafi komið mjög á óvart. Þó vildum við trúa því í lengstu lög að þessu yrði bjargað. Fólkið stóð alla tíð í þeirri trú að þetta gæti ekki gerst, rétt eins og þegar eitthvað bjátar á hjá manni sjálfum, þá bjarg- ast yfirleitt allt. Við vissum það allt síðastliðið ár að fyrirtækið var orðið valt í sessi.“ Get ekki unnið á ísafirði Margrét sagðist ekki fá neitt að gera í Bolungarvík, um það væri alls ekki að ræða. „Ég er með lítil börn þannig^ að ég treysti mér ekki að vinna á Isafirði. Þau eru í skóla fyrir og eftir hádegi og koma heim í hádeginu til að borða. Ég sé ekki að það gengi að sækja vinnu þar,“ sagði Margrét. Eiginmaður Margrétar hefur verið í vinnu í bræðslunni en blikur era á lofti með framhald þeirrar vinnu vegna loka loðnuvertíðarinnar. „Ég veit ekki betur en það sé allt búið þar. Ég hef reyndar heyrt að heima- menn séu að gera samning við þrota- búið að leigja verksmiðjuna.“ Ógreiddir reikningar Hvernig gengur að ná endum saman? „Það gengur með því að maðurinn minn greiðir reikninga og ég reyni að eiga fyrir mat. Það safnast upp reikningar, en við reynum að láta húsnæðismálastjórn og rafmagnið ganga fyrir, en sparisjóðurinn situr á hakanum. Við höfum það kannski á tilfinningunni að sparisjóðurinn verði síðastur til að sauma að okk- ur. Það hefur verið nóg að bíta og brenna en það er ekki meira en það. Ég held að við séum ekki verst sett, en við erum ekki vel sett,“ sagði Margrét. Fiskverkakonan MARGRÉT Sæunn Hannesdóttir kveðst eiga óhægt um vik að stunda vinnu á Isafirði vegna barnanna sinna og vill helst búa og starfa á heimaslóðum. Vil vera hér Kæmi til greina að flytja héðan? „Maður hleypur ekki frá heilu húsi. Það er meira en að segja það að flytja með heila fjölskyldu á ann- an stað til að sækja vinnu, sem svo er kannski ekki öragg vinna. Á maður að skilja húsið eftir autt og láta það grotna riiður? Ég veit um tvö hús sem erútil sölu hér, annað hefur verið til sölu í mörg ár en hitt er nýkomið í sölu. Ég vil vera hérna, við höfum átt hér heima í 20 ár. Þetta hefur alltaf verið gott pláss og fyrst núna í vetur og fyrravetur sem fór að bera á verkefnaleysi í frystihúsinu," sagði Margrét. Er fólk reitt? „Já, því við vitum að þeir sem réðu vissu þetta allan tímann. Þetta hefur verið að geijast síðastliðin þijú eða íjögur ár, en er ekki að gerast núna. Ég held að margir séu reiðir vegna þess, en fólk er svo tengt hérna að það lætur það ekki uppi. Það er kannski ekki beiskja í mér en ég er sár því að þetta mátti sjá fyrir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.