Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993 73 hellt plasti vandlega umhverfis blómin uns þau hafa fest við botn- inn. Síðan er plastinu bætt út í af og til uns mótið er orðið fullt. Þá er plattanum stungið í brennsluofn og hann hitaður í 80 gráður í fjóra tíma. Ofninn er ekki opnaður fyrr en hann er orðinn kaldur. Í stærstu plattana fara nokkrir lítrar og eru þeir seldir eftir vigt. Hvert kíló kost- ar í kringum 6.000 krónur. „Ég hef alltaf getað selt fyrir kostnaði og því hef ég getað haldið þessu áfram, en ég þéna ekkert á þessu.“ FLUGURNAR TIL VANDRÆÐA „Ég hef reynt að stilla vinnutíma minn á vetrartímann til að losna við flugurnar. Ég byrja á haustin og er'að fram á veturinn." - Þú ert ekkert í þessu á sumrin? „Nei. Flugurnar eru alltaf að fest- ast í plastinu og síðan má ekki skína á þetta sól, annars snöggharðnar plastið eða það sýður í því.“ - Hvað hefurðu selt marga platta? „Ég hef enga hugmynd um það. En þeir eru orðnir margir. Það fer mest út af litlu plöttunum. Þetta er það dýrt í sölu.“ - Hvað ertu lengi að klára einn meðalstóran platta? „Það fer eftir stærð og magni. Það getur tekið 2-3 vikur. - Það er eitt sem ég vil nefna í þessu sam- bandi, komið getur fyrir að loftbólur myndist í plöttunum, en hægt er að losna við þær með því að hita plattann í 80 gráður." - Færðu aldrei leið á því sem þú ert að gera? „Nei það er alltaf eitthvað nýtt sem tekur við af öðru. Þetta er mjög gefandi og ég held að það sé sama hvar ég væri upp á það að Guðrún ræktar öll sín blóm sjálf sem hún notar í plattana. Hún segist ekki vita hve margar tegundir vaxi í garðinum, en víst er að þær skipta tugum. ,,Eg hef ræktað mikið íyrir rollurnar,11 segir Guðrún og andvarpar. gera. Ég þarf bara næði við margt af þessu sem ég er að fást við.“ ÚTLENDINGAR í HEIMSÓKN Yfir sumartímann leggja margir ferðamenn leið sína út á Sellátra til að heimsækja Guðrúnu og skoða listmunina. „Já, það koma hingað margir á sumrin. Mér finnst gaman að því, og yfirleitt er nokkurn veg- hm stríður straumur fólks hingað. Utlendingar koma mikið til mín til að skoða og þeir eru voðalega hrifn- af þessu.“ - Þú ert með mikið af steinum á heimilinu? „Já ég hef dálæti á steinum," segir Guðrún. Því til staðfestingar er heimilið hennar fullt af alls kyns steinum, erlendum sem innlendum. Eldhúsið er fullt af steinum. Það eru steinar á eldavélinni, í vaskinum, á eldhúsborðinu og undir því líka. - Hvað gerirðu við alla þessa steina? „Ég saga þá í sneiðar og slípa þá. Síðan nota ég þá til skrauts hér á heimilinu." Guðrún er með marga steina í stofunni. Einn þeirra er brasilískur agat sem hún hefur sag- að í sundur. Ef steinninn er skoðað- ur vel má sjá að inni í kjarna steins- ins er vatn. Sagt er að það sé mörg hundruð milljón ára gamalt. Það tekur 15-30 mínútur að saga í sund- ur einn stein, sem fer þó eftir því hve harðir þeir eru. Guðrún segist vera farin að minnka þetta mikið. Steinana sagar hún í stórri og fal- legri sög sem Sigurður Helgason í Steinsmiðjunni útvegaði henni árið 1981. Ég spyr Guðrúnu hvort stein- asafnarar komi oft í heimsókn til hennar? „Nei. En þeir eiga nú mikið í mínu steinasafni. Mé hefur verið gefið mikið af þessum steinum. Samt sem áður hef ég samband við steinasafnara út um allt.“ RÆKTA MIKIÐ FYRIR ROLLURNAR Snjór er yfir öllu og í garðinum fyrir neðan húsið eru há tré sem móðir Guðrúnar gróðursetti á sínum tíma. Á sumrin er garðurinn mjög litskrúðugur. Guðrún ræktar öll sín blóm sjálf sem hún notar í plattana. Hún segist ekki vita hve margar tegundir vaxi í garðinum, en víst er að þær skipta tugum. „Ég hef ræktað mikið fyrir rollurnar," segir Guðrún og andvarpar. „Þær hafa étið mikið úr garðinum mínum, bæði mínar rollur og annarra, en núna á ég engar rollur.“ Áður en hausta tekur safnar Guðrún blóm- unum saman og þurrkar þau í sandi. Sú aðferð hefur reynst henni ákaf- lega vel. Blómin geymir hún í stór- um skáp á efri hæð hússins. Friðurinn byggist á trúnni - Ertu tníuð? „Já, ég trúi á Guð og það góða sem út frá því getur komið. Ef frið- urinn byggist ekki á trúnni þá er hann ekki gripinn upp.“ Þetta höfum við lokaorð listakon- unnar á Sellátrum. Hún ætlar að helga listinni krafta sína áfram, enda er hún heilbrigð á sál og lík- ama, 'annað er ekki að sjá á henni. Áður en ég kveð Guðrúnu er ég með fangið fullt af gjöfum, hand- málaðar fuglastyttur úr leir og brasilískan agat. „Hérna, þú þiggur þetta frá mér og njóttu vel,“ segir Guðrún og kveður mig með handabandi. Það er ekki amalegt að fara frá Sellátr- um með listmuni í farteskinu eftir þessa listakonu. Það er komið kvöld. Litla húsið rennur saman við myrkr- ið og aðeins fjólublá ljósskíma sést í fjarska frá perunum sem verma afurðirnar hennar Guðrúnar í vinnuherberginu. Blómaplattar og sjávargróðursplattar. Opnaðu augun m m w ■ fyrir nyjum valkosti! Því sltyldir |m vcljn jnpnnslian fnlltshíl nins ng nllir liinii; lingnr liæyt or að fá rílmlcga litliúinn, scx stroltltn nmcrísltnn fnlltshíl fyrir lægrn vcrð? í Chryslcr Snrntogn færðu m.a.: VG 3.0 lítrn vcl, 4 |irc|in sjnlfslti|itingu, rnfdrifnnr riiðm; jIúIfIuir samlæsingar, hrnðnfcsti, vdtistýri og loft|iúðn i stýri. Chrysler Saratoga V6 - frá kr. 1.698.000.- á götuna! Kíktu við á Nýbýlaveg 2, eða hafðu samband í síma 42600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.