Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 61 75 ára Sigurður Lárusson, fv. útgerðarmaður, Höfn Sigurður Lárusson fyrrum út- gerðarmaður á Höfn í Homafirði verður 75 ára á páskadag, hinn 11. apríl næstkomandi. Hver skyldi trúa því að hann væri orðinn svona gamall? Jú, hann er að verða með elstu körlum á Höfn, en samt svona ungur. Fyrir mér og fjölskyldunni er hann alltaf jafn ungur, þannig vil ég muna árin góðu heima á Höfn, árin sem við áttum, allur hópurinn, heima á Sigurhæð. Pabbi er einn af þessum gömlu hvunndagshetjum sem fæddist á Norðfirði frostaveturinn 1918. Hann er einn úr stórum og föngu- legum systkinahópi þeirra Lárusar Ásmundssonar útvegsbónda og Dagbjartar Sigurðardóttur hús- móður, sem jafnan gengu undir nafninu amma og afi á Sjávarborg, hjá okkur krökkunum. Eins og efni stóðu til fór hanri mjög ungur til sjós, strax þegar Lárus afi sleppti af honum hend- inni og hafði kennt honum allt sem þurfti til þess að hann gæti kallast maður með mönnum og ráðið sig fyrir hlut, sem hálfdrættingur að vísu, aðeins 13 ára gamall. Upp frá þeim tíma átti sjómennskan hug hans allan. Á þessum árum tíðkaðist að útgerðarmenn og sjómenn flyttu á vetuma bækistöð sína suður með Austfjörðum, og var Höfn í Homa- firði mjög þéttsetin sem útgerðar- stöð Austfirðinga. Það kom einkum til vegna góðrar lífhafnar skipanna og nálægðar við gjöful fiskimið, en einnig og ekki hvað síst vegna hinnar miklu loðnugengdar, þar sem loðnan var eftirsótt beita. Á þessum áram vora verbúðir og fískverkun í Álaugarey og Mikley auk heimabryggjanna. Pabbi var sem sagt einn af þess- um farandsjómönnum, þá kom- ungur maður með góða sjálfsvit- und. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvort það var hið mikla víðsýni og undirlendi Homafjarðar sem réð búsetu hans á Höfn. Ég sé fyrir mér óvenjulegt víðsýni af Al- mannaskarði, yfir stórbrotið lands- lag, frá Homafirði til Suðursveitar og Öræfajökuls. Að baki gnæfir Vatnajökull með skriðjökulstungur sínar. Til austur sér til Lóns, sem varðað er af homunum tveim, en í suðaustri era innviðir fomrar eld- stöðvar sem endar við sjó í hrika- legu Vesturhorni. Innst, á nesinu milli Skarðsfjarðar og Hornafjarð- ar, kúrir kaupstaðurinn Höfn á einu fegursta bæjarstæði landsins. Með ströndinni era löng malarrif, I'jörarnar. Þær aðskilja Atlants- hafið frá Homafirði, sem hefur út- og innstreymi um Hornafjarðarós, sem í gegnum tíðina hefur ofið pabba grimman örlagavef. En þessi draumsýn mín sannfærir mig ekki um að þetta hafi ráðið bú- setuvali hans á Höfn. Þar kom annað og meira til, því að á Höfn fann hann sína heitt elskuðu. Katr- ín heitir hún og er dóttir Ásgeirs Guðmundssonar og Soffíu Guð- mundsdóttur, sem kennd vora við Guðmundarhús. Erfitt er að hugsa sér föður minn án þess að mamma sé þar einhversstaðar nærri, svo náið og gott hefur samband þeirra ávallt verið. Sá er þetta ritar er einn af átta bömum þeirra og fyr- ir það vil ég þakka. Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu hrikalega umbrotatíma þessi kynslóð foreldra minna hefur lifað í vora landi, þessi kynslóð sem lifað hefur fátækt, heimskreppu, tvær styijaldir og alla þá tækni- byltingu, sem orðin er þennan síð- asta mannsaldur. í raun og vera held ég, að ungt fólk í dag hafí aldrei og geti ekki sett sig í þessi spor. Mér hefur oft dottið í hug, að kvæðið íslands Hrafnistumenn eft- ir Öm Arnarson lýsi þeirri miklu byltingu, sem varð á þessum áram í sjómennskunni, en þar segir: íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að tðf yrði á framsóknar leið. Eftir súðbyrðings fór kom hinn seglprúði knörr, eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt - eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið. Þannig var það með sjómenn, sem hófu sjósókn upp úr aldamót- um, þeir gengu í gegnum allar þessar breytingar og raunar miklu fleiri allt til vorra daga. Mín kynslóð, sem fædd er og uppalin í sjávarplássi úti á lands- byggðinni, á ljúfar minningar af bryggjunum heima. Það var sá akur sem við helst vildum yrkja, það var vettvangur lífsins skóla. Þar slógu æðar atvinnulífsins, þar hittum við gömlu karlana sem vora okkur fyrirmynd, sem við litum upp til og reyndum að líkjast í orðum og athöfn. Þannig hefur þú, pabbi, örugglega orðið fyrirmynd margra ungra manna, þegar þú gekkst um bryggjumar, stóðst við beitingu, eða í aðgerð eða með nálina að taka í kríulöpp. Þannig er ljúft að minnast þín og annarra samtíðar- manna þinna, sem allir eigið það sameiginlegt að geta kallast frum- kvöðlar vélbátaútgerðar á Höfn. En hvað er það í fari ykkar, gömlu kempur, sem gerir ykkur svo eftirminnilega?^ Þessu get ég svarað fyrir mig. Ég minnist þín sérstaklega fyrir árvekni, dugnað, þrautseigju og hversu vel þú rakst þína útgerð. í þá daga skulduðu menn ekki í þeim mælikvarða sem nú er. Ég minnist þess sérstaklega að þú sagðir einhveiju sinni við mig, að þú hefðir aldrei skrifað á víxil um dagana. Það er af sem áður var. Það er rétt að spyija þig: Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Ég held kannski, að endurminn- ingin um ykkur, þessa gömlu sjó- menn, merli eilítið, en það er ekki nema gott eitt um það að segja. Staðreyndin er sú að þessir litlu þilfarsbátar, sem í augum okkar krakkanna vora heil hafskip, voru raunar mjög smáir. Ég var að rifja það upp með Óskari bróður þínum, sem þú varst skipstjóri hjá fyrstu árin þín á Höfn, þá innanvið 25 ára aldur. Það var skemmtilegt samtal. Fyrsti báturinn var Skúli. Hann var átta brúttólestir að stærð. Þá kom Óli sem Óskar raun- ar leigði. Hann var 12 brúttólestir. Þessa vertíð varst þú lang afia- hæstur á Höfn, með rúmlega 600 skippund, frá byijun febrúar til byijunar maí. Þá kom Hafþór sem var 25 tonn. Allan tímann sem þú varst skipstjóri hjá Óskari var Denni mágur okkar vélstjóri, og þín stoð og stytta. Þá víkur sögunni að eigin útgerð og bátum. Fyrst var leiguskipið Hrönn frá Fáskrúðsfirði. Eftir vel- gengi þann veturinn var ákveðið að kaupa eigið skip. Sigurfari (sá fyrri) var um 40 tonn og nýi Sigur- fari (sá seinni) var 75 tonn. í báð- um tilvikum var um nýsmíði að ræða. Þetta þættu nú ekki stórir bátar í dag, en á þessum tíma vora þetta með stærri landróðra- bátum, sem þekktust og vora hrein nýsköpun. Aflinn á vetrarvertíðum var allt frá 900-1.400 skippund, dágóður afli það. Á þessum árum var enginn kvóti. Þá var nóg af fiski, þá var gaman að vera strák- ur á slorbing og skera gall, kinna og gella. Allt var okkur strákunum falt í þá gömlu góðu daga. Ég á varla nógu sterk lýsingar- orð til þess að lýsa þessum hvunn- dagshetjum mínum frekar, ykkur sem stunduðuð sjó á þessum litlu fleyjum og rudduð tækninni braut. Ég held að enginn nái betur að lýsa því umhverfi og þeim aðstæð- um sem sjómenn bjuggu við á þess- um tíma en Stefán G. Stefánsson, þegar hann segir í kvæði sínu Rammislagur: Mastrið syngur sveigt í keng, seglið kringum hljómar, raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fingurgómar. Með þessum sundurlausu orðum, og örfáu minningabrotum um þig og æskustöðvarnar á Höfn sendi ég þér og mömmu hugheilar kveðj- ur á afmælisdaginn. Hilmar Sigurðsson. Framkvæmdir við Stykkishólmshöfn. Morgunbiaðið/Arni Heigason Miklar framkvæmdir við Stykkishólmshöfn Stykkishólmi. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir framkvæmdir við Stykkishólmshöfn. Smábátahöfnin hefur verið stækkuð og dýpkuð og sprengt hefur verið daglega til að losa gijót úr höfninni, sem er svo notað í hafnar- kanta bæði í smábátabryggjurnar og eins til að tengja bryggjurnar saman, þ.e. í góðan garð og bifreiðaveg efst í höfninni sem svo teng- ir saman bæði hafnarbryggjuna gömlu, smábátabryggjuna og stóru bryggjuna sem liggur út í Súgandisey. Sú bryggja er athafna- bryggja Baldurs sem siglir yfir Breiðafjörð sem áætlunarskip. Við þetta vex öll hagræðing að komast milli bryggja með farm. Þetta hefur aukin þægindi í för með sér við lestun fiskiskipa og báta og allra sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Högni Bæringsson, bæjarverk- stjóri, sem sýndi fréttaritara þessar framkvæmdir á vegum bæjarins, var ekki í vafa um að með tímanum myndu þær borga sig í spamaði og stórauknum umsvifum. Verkið var boðið út og var lægst- bjóðandi Friðgeir V. Hjaltalín og eftir því sem Högni sagði miðar verkinu vel og er búist við að fram- kvæmdum ljúki á umsömdum tíma. Stykkishólmshöfn, sem ætíð hef- ur þótt með bestum höfnum lands- ins, verður því enn aðgengilegri og betri eftir þessar framkvæmdir. - Árni. Sjóferðir um KoUafjörð UM PÁSKAHELGINA stendur Náttúrverndarráð Suðvesturlands fyrir tveggja tíma náttúruskoðun og skemmtiferðum um Kollafjörð í samvinnu við Fjörunes hf. á farþegaskipinu Fjörunesi. Fyrsta ferðin verður farin á fimmtu- dag, skírdag, kl. 14 og einnig kvöld- ferð kl. 20. Síðan verða sjóferðir daglega á sömu tímum föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag, nema ferðirnar kl. 14 á föstudaginn langa og páskadag falla niður. í ferðirnar verður farið frá Aust- urbakka framan við Faxamarkað, vestan við Bakkastæði. Siglt verður inn á Rauðarárvík, út með Laugar- nesi, inn á Viðeyjarsund, síðan norður fyrir Viðey og inn undir Lundey og Þerney. Til baka út fjörð- inn og inn á Éngeyjarsund milli Akureyjar, Örfiriseyjar og Engeyj- ar. Á leiðinni verður útsýnis notið undir leiðsögn og ýmislegt gert til skemmtunar og fróðleiks. Harmon- ikkuleikari verður með í för og vík- ingur, boðið verður upp á kaffisopa og léttar veitingar verða um borð. Þá verða tekin botndýrasýni og far- þegar geta tekið þátt í einfaldri skráningu á lífverum og ástandi sjávar á ákveðnum stað á Kollafirð- inum. Þeim, sem ekki hafa siglt um Kollaijörð, mun koma á óvart hve fjörðurinn er fallegur með sínum eyjum og sundum og fögru land- sýn. Sjóferð fyrir alla íjölskylduna. Verð 1.000 kr. og 600 kr. fyrir böm I fylgd fullorðinna. Undanfarið hefur Náttúrvernd- arráð Suðvesturlands í samvinnu við ýmsa aðila staðið að tilrauna- starfsemi sem hefur verið kölluð vöktun lífríkis og minja. Þessi starf- semi er tilraun með framsetningu á náttúrfræðslu og náttúru-, um- hverfis- og minjavernd. í stuttu máli byggist þessi nýja framsetning á því að almenningur og skólar skrái reglulega upplýsingar um líf- ríki og ástand þess á ákveðnum stöðum, einnig manngerðs um- hverfis og mannvistarminja og komi þeim á framfæri. í framtíðinni verði þessir aðilar síðan aðstoðaðir og þeim veitt aðstaða til þess að þeir geti sinnt þessu sem best. Tilraun verður gerð nú yfir páskahelgina með því að tengjá þetta skoðunar- og skemmtiferðum á sjó um Kollafjörð með farþega- skipinu Fjorunesi, (Fréttatakynning) ----------------»-»-♦--------- ■ HLJÓMSVEITIN Todmobile heldur tónleika í Félagsheimili Hvammstanga miðvikudaginn 14. apríl kl. 21 á vegum Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga. Þetta eru fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar á þessu ári en síðast hélt hljómsveitin tónleika í Óperunni þann 10. desem- ber sl. Hljómsveitina Todmobile skipa þau Ándrea Gylfadóttir, Ey- þór Arnalds og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eiður Arnarson, Matfy hías Hemstock og Kjartan Valdi- marsson. Á þessum tónleikum mun hljómsveitin koma til með að leggja mesta áherslu á að flytja nýlegt efni og jafnframt að spila tvö ný lög sem væntanleg eru á diski inn- an skamms og í sumar, en einnig má eiga von á eldri lögum. (Fréttatilkynning) 4 vikna v Upplagt vornámskeið fyrir iiefst qrhíln W\ byriendur eftir páska Skúlalúni J ^ til kynningar Innritun og upplýsingar í sínna 38360.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.