Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993
15
SELKÓRINN
Tónlist
Jón Asgeirsson
Nú fara vorverk áhugamanna-
kóranna að heijast og sá fyrsti er
kallar til sín vorið er Selkórinn,
undir stjórn Jóns Karls Einarsson.
Á efnisskránni voru innlend og er-
lend alþýðulög og hluti af Ástar-
ljóðavölsunum eftir Johannes
Brahms.
Tónleikarnir hófust á Ó blessuð
vertu sumarsól eftir Inga T. Lárus-
son og Hver á sér fegra föðurland,
eftir Emil Thoroddsen. Þessi ágætu
lög voru sungin af þokka og sama
má segja um flest alþýðulögin,
Nocturne eftir Evert Taube, tvö
íslensk þjóðlög, vögguvísur og Ver-
öld fláa, Rúnaslaginn eftir Ingunni
Bjarnadóttur, sem var hressilega
sunginn. Frumflutt voru tvö ágæt
lög eftir Jakob Hallgrímsson, Ó,
undur lífsins við kvæði eftir Þor-
stein Valdimarsson og Hönd, við
kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk.
Lög Jakobs eru ágætlega samin
og nær hann að byggja upp fallega
syngjandi í miðrísandi tónboga í
báðum lögunum, er kórinn náði að
móta mjög fallega.
Ástarijóðavalsarnir eftir Brahms
eru erfið söngtónlist og þar kom
fram reynsluleysi kórfélaganna,
sérstaklega þar sem gerð er mikil
krafa til einstakra radda. í fullum
hljómi kórsins var söngurinn best-
ur, eins og í tveimur síðustu völsun-
um og sérstaklega þeim næstsíð-
asta, Nein, es ist nicht auscukomm-
en, sem er einna frægastur af völs-
unum. Undirleikarar voru Kristín
Guðmundsdóttir og Arndís Inga
Sverrisdóttir, er léku af þokka en
hefðu mátt leika sterkar og þar
með styðja betur við hljóm kórsins.
Veikur og hlutlaus píanóleikurinn
olli því að kórinn var oft nokkuð
„berskjaldaður", auk þess sem
píanóstíllinn hjá Brahms varð ein-
um of mikið í bakgrunninum, í stað
þess að vera oft „driftin" í valstakt-
inum.
S Y N I N G sfitu ríkori
Sýnum í dag og næstu daga í Skútahrauni 9, Hafnarfirði, heilsárssum-
arhús, sertj eru til sölu. Húsin eru frá Fífa Sól, 52 m2, alveg fullbú-
in með innréttingum, tækjum og húsgögnum og Fífa Sól, 40 m2,
og er það hús í smíðum. Við framleiðum fleiri stærðir af þessum
húsum á ýmsum byggingarstigum. Gott verð og greiðsluskilmálar.
Hamraverk hf..
Skútahrauni 9, Hafnarfirði,
sími 53755.
Anna Sigríður Helgadóttir
mezzósópran.
Anna Sigríð-
ur Helga-
dóttir með
tónleika í
Gerðubergi
ANNA Sigríður Helgadóttir,
mezzósópran, heldur tónleika í
menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi, þriðjudaginn 13. apríl
klukkan 20.30. Meðleikari á g
píanó er Ólafur Vignir Alberts- |
son. Flutt verða sönglög eftir
Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson,
Victor Urbancic, Hjálmar H.
Ragnarsson, Karl O. Runólfsson,
J. Brahms, Benjamin Britten,
C.W. von Gluck, C. Saint-Saens
og G. Verdi.
Anna Sigríður Helgadóttir hóf
söngnám í Tónskóla Sigursveins hjá
John Speight, sextán ára gömul, en
nam síðan söng við Söngskólann í
Reykjavík hjá Guðrúnu Á. Símonar,
Má Magnússyni og Katrínu Sigurð-
ardóttur. Jafnframt námi söng hún
með kór íslensku óperunnar, Dóm-
kórnum, Háskólakórnum og var fé-
lagi í sönghópnum Hljómeyki.
Haustið 1989 fór Anna Sigríður
til Ítalíu og var við söngnám hjá
Rinu Malatrasi í þijú ár. í dag er
Anna virk í sönglífi hér á landi,
syngur með Tónakórnum, kór Bú-
staðakirkju og í sönghópnum Emil
og Anna Sigga, en hún var einn af
stofnendum hópsins árið 1985.
Anna Sigríður hefur víða komið
fram sem einsöngvari, bæði í sí-
gildri tónlist og sem djasssöngkona.
Ólafur Vignir Albertsson, lauk
burtfararprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík árið 1961. Fram-
haldsnám stundaði hann við Royal
Academy of Music í London með
samleik með söngvurum sem sér-
grein. Auk ótai tónleika á íslandi
hefur Ólafur leikið í mörgum lönd-
um Evrópu, í Bandaríkjunum og
Kanada, einnig í útvarpi, sjónvarpi
og á hljómplötur. Hann hefur verið
skólastjóri Tónlistarskóla Mosfells-
bæjar frá árinu 1965 og píanóleik-
ari ljóðadeildar Söngskólans í
Reykjavík frá 1987.
Ert þú að tapa
réttindum?
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfírlit um iðgjaldagreiðslur
á árinu 1992:
Lífeyrissjóður Austurlands
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóður framreiðslumanna
Lifeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar
Lífeyrissjóðurinn Sameining
Lífeyrissjóður Sóknar
Lífeyrissjóður Suðurnesja
Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík
Lífeyissjóður verkamanna á Hvammstanga
Lífeyrissjóður verkstjóra
Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Lífeyrissjóðurinn Björg
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissjóður matreiðslumanna
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum
Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri
Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurlandi
Lífeyrissjóður verksmiðjufólks
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóður Vesturlands
Hafii- þú ekki fengið yfirlit
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri ofangreindra lífeyris-
sjóða, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfírlitið, skalt þú hafa samband við
viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en I. maí nk.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð, er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna:
Ellilífeyri - Makalífeyri - Barnalífeyri - Örorkulífeyri
Gættu réttar þíns!
r
I lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu
launþegar, innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits,ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til
viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi, innan sömu tímamarka,
leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum.
Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur
fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi
lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.