Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 87
8661 Jlfl'lA .8 flUOACIUTMMIfl QIClAJaMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 % 87 I I Álit hvers o g eins skiptir máli Frá Guðmundi Vésteinssyni: „Þessi vandræðalega ráðstöfun ber vott um frekar takmarkaða virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúum þess. “ Þannig farast orð ungum Akur- nesingi, Jóni Guðmundssyni, sem stundar nám í byggingarlist í Dan- mörku, í grein í Skagablaðinu 20. mars sl., sem bar yfírskriftina „Akranes á betra skilið“ og er hann að segja skoðun sína á hinu um- deilda stjórnsýsluhúsi bæjar og rík- is sem yfírvöld boða að byggt verði á Akranegi. Þetta lágkúrulega stjórnsýslu- hús, sem ætlunin er að klastra sam- an úr tveimur gömium húsum með tengibyggingu í blóra við nútíma byggingar- og skipulagshætti, hef- ur þegar vakið upp mikla reiði meðal fjölmargra Akurnesinga, sem finnst bæjarfélaginu og íbúum þess misboðið ekki síður en unga mann- inum erlendis. En hvað er til ráða? Er þetta ekki búið og gert, spyija ýmsir hér á Akranesi. Þýðir nokkuð að mót- mæla með þeirri undirskriftasöfnun sem nú stendur yfir undir kjörorð- inu „Byggjum ráðhús með reisn“? Því er til að svara, að auglýstar breytingar á skipulagi bæjarins í sambandi við þetta mál eiga eftir að hljóta meðferð hjá skipulagsyfir- völdum og allir eiga rétt á því að láta álit sitt í ljós með athugasemd- um til 15. apríl nk. Í svo afdrifaríku máli, sem varðar framtíðarmótun og þróun Akraness svo miklu, skipt- ir álit hvers og eins miklu máli. Yfirvöld geta a.m.k. ekki leyft sér að sniðganga eindreginn vilja íbúa á Akranesi í þessu máli né öðru. Því er mjög þýðingarmikið að þessi vilji komi fram skýrt og greinilega í tæka tíð. Akurnesingar eiga nú tveggja kosta völ. Annar er sá, að láta hina „vandræðalegu ráðstöfun“ yfir bæj- arfélagið ganga til ævarandi niður- lægingar. Bygging þessi er annað og meira en skrifstofukassi. Hún sameiningartákn og andlit bæjar- ins. Hinn kosturinn er að hafna þessu alfarið og halda fast við þá stefnu, sem mörkuð var af bæjar- stjóm Akraness í janúar 1982 í til- efni 40 ára afmælis kaupstaðarrétt- inda og unnið hefur verið eftir allt þar til fyrir rösku ári, er ríkisvaldið af lítt skiljanlegum ástæðum, flestu fólki, sleit samvinnu um þá lausn. Stefna þessi var mörkuð með eftir- farandi ályktun, sem þá var sam- þykkt einróma í bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að hefja undirbúning að byggingu stjórnsýslumiðstöðvar á nýja miðbæjarsvæðinu. Þar verði sameinað á einum stað sem mest af almennri opinberri þjónustu. Stefnt skal að því að fram fari samkeppni um hönnun byggingar- innar. “ Þá áttu sæti í bæjarstjórn Akra- ness eftirtaldir bæjarfulltrúar: Valdimarlndriðason, forseti, Daníel Ágústínusson, Engilbert Guð- mundsson, Guðmundur Vésteins- son, Hörður Pálsson, Jóhann Ár- sælsson, Jósef H. Þorgeirsson, Ólaf- ur Guðbrandsson og Ríkharður Jónsson. Bæjarstjóri var þá Magnús Oddsson. Með þessari ályktun var stefna mörkuð til framtíðar, sem enn þann dag í dag er í fullu gildi, en þess má geta að um svipað leyti var gengið frá samningum við þáver- andi Samvinnubanka um leigu á 2. hæð í nýbyggingu hans á Akra- nesi fyrir skrifstofur bæjarins til nokkurra ára. Til nokkurs fróðleiks þykir mér ástæða til að rekja gang málsins í nokkrum atriðum. Málið fór hægt af stað í byijun en viðræður hófust við ríkisvaldið um sameiginlega stjórnsýslumiðstöð. Hinn 20. maí 1986 tilkynnti þáverandi fjármála- ráðherra, Þorsteinn Pálsson, með bréfi til Ingimundar Sigurpálsson- ar, þáverandi bæjarstjóra, um eftir- farandi ákvörðun: „Fjármálaráðherra hefur ákveð- ið, að ríkissjóður taki þátt í bygg- ingu stjórnsýsluhúss með bæjaryfir- völdum á Akranesi. Er þessi ákvörð- un í samræmi við niðurstöðu og tillögu viðræðunefndar dóms- og fjármálaráðuneytis annars vegar og bæjaryfirvalda hins vegar um málið og hefur starfað frá árinu 1982.“ Hinn 22. desember 1987 skipaði þáverandi fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, þriggja manna byggingarnefnd og var Gísli Gíslason, bæjarstjóri, fulltrúi Akra- nesbæjar í henni. Nefndin vann rösklega og skilaði af sér niðurstöð- um með skýrslu og tillögum 3. júní 1988 m.a. uppkasti að „samningi um hönnun stjórnsýsluhúss á Akra- nesi“. í skýrslu nefndarinnar segir m.a. um þetta efni: „Meginákvæði hans eru þau að stefnt verði að því að halda samkeppni um hönnun hússins síðla árs 1988 eða snemma árs 1989 ísamræmi við reglur-Arki- tektafélags íslands. “ Ýmislegt varð til þess að tefja frekari undirbúning málsins um sinn, m.a. hugmyndir'um byggingu Samvinnubankans þáverandi sem stjórnsýsluhús en það fór á þann veg að Búnaðarbankinn tók við rekstri gamla Samvinnubankans á Akranesi. En hvers vegna var öllu því sem hér hefur verið rakið kastað fyrir róða þar skriður komst á málið á ný? Eina skýringin sem fengist hef- ur er sú að sett hafi verið á ein- hvers konar nýbyggingarbann í fjármálaráðuneytinu, sem gildi um allt land, án tillits til aðstæðna á hveijum stað. Minnir þetta helst á kunn miðstýringarvaldboð í ríki, sem nú hefur hrunið til grunna. í gildandi aðalskipulagi Akraness er gert ráð fýrir einhveiju besta framtíðarmiðbæjarsvæði sem um getur þar sem reisa má framtíðar- stjórnsýsluhús fyrir opinbera þjón- ustu á Akranesi sem sníða má að öllu leyti að þeim þörfum sem full- nægja þarf í samræmi við nútíma- kröfur í byggingar- og skipulags- málum. Að hafna slíkum kosti er stærra slys fyrir Akranes en orð fá lýst. Akurnesingar! Við getum örugg- lega komið í veg fyrir þetta slys, ef við stöndum sem flestir saman um að mótmæla fyrir 16. apríl nk. GUÐMUNDUR VÉSTEINSSON Furugrund 24, Akranesi Pennavinir Athugasemd vegna greinar í Morgunblaðinu Frá Sævari K. Ólasyni: Vegna blaðagreinar í Morgun- blaðinu, 4. apríl, „Litli & Stóri“, vil ég taka eftirfarandi fram. I greininni er fjallað um vandamál hjá litlu og stóru fólki við að fá á sig föt og því bent á að leita erlend- is. Blaðamaðurinn sem skrifaði greinina hefur alls ekki lagt vinnu í að kanna íslenska markaðinn heldur beinir lesendum til annarra landa og það án þess að gefa nokkr- ar vísbendingar eða heimilisföng til að spara fólki sporin í útlöndum. Eiga að fá aðgang ÉG VIRÐI trú og vistvænt samfélag Pólynesa á Hawai. En á „tabú“ heima í nútíma þjóðfélagi? Skrifræðisöflunum ber skylda til að veita öldruðum og hreyfjhömluðum aðgang að náttúru íslands á viðráðanlegu verði, t.d. mað þyrlu. Bjarni Valdimarsson Úr GYLLT úr tapaðist við Kárs- nesbraut sl. föstudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 41125. í herrafataverslunum Sævars Karls eru fáanleg föt á báða mennina sem greinin fjallaði um, í þeirra stærð í miklu úrvali. Þar er ávallt fyrir- liggjandi úrval af jakkafötum og jökkum í yfír 28 mismunandi stærðum frá 4 framleiðendum í jafn mörgum verðflokkum, þannig að flestir menn, sama hvernig þeir eru í laginu, geta fengið á sig pass- andi föt. Einnig býð ég þá þjónustu að sauma eftir máli og getur fólk valið úr 2.000 mismunandi efnum eftir smekk og efnahag. SÆVAR KARL ÓLASON Gleraugu GLERAUGU töpuðust aðfara- nótt 3. apríl. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 20409. Kettlingar FJÓRA kettlinga vantar heim- ili. Upplýsingar í síma 642508 eftir kl. 17. Hjólkoppur HJÓLKOPPUR af Mercedes Benz fannst á Reynimel á mánudag. Upplýsingar í síma 13677 Nítján ára iðnskólanemi í Nígeríu vill eignast íslenska pennavini: Igbokoy Kayode, Ogunmodede College, P.O. Box 45, Papa Epe, Lagos State, Nigeria. Eistneskur 33 ára kennari með margvísleg áhugamál: Igor Pravdin, Kunderi 17-14, EE0001 Tallinn, Estonia. LEIÐRÉTTING Rangt föðumafn í frásögn á bls. 23 í Morgunblað- inu í gær er skýrt frá íþróttafólki, sem fer á heimsmeistaramót í þol- fimi. Þar er ranglega farið með nafn Þórönnu Rósu Sigurðardóttur. Beðist er velvirðingar á því. VELVAKANDI // QróSj'r hans og fnendi hcws i/oru ciserric/ír t /2 oótex ■flange/si flyrir- vopncxb rúrt-" Þetta er góð hugmynd, en ég leyfi mér að efast um að KGB og CIA læðist inní svefnher- bergið þitt og neyði ofan í þig mat meðan þú sefur. Ég vil ekki vera eigingjarn, en viltu frekar halda uppá brúð- kaupsdaginn okkar með Stöð 2? HÖGNI HREKKVÍSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.