Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993
55
ATVINNUA UGL YSINGAR
Við Lækinn
Nýr veitingastaður í hjarta borgarinnar óskar
eftir að ráða til starfa ungan og áhugasaman
matreiðslumann. Þarf að geta hafið störf á
tímabilinu 25. apríl til 1. maí.
Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og
fyrri störfum, sendist auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 16. apríi, merktar: „Við Lækinn - 14410.“
Hjúkrunarfræðingar
Á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja er laus
staða hjúkrunarfræðings frá 1. júní nk.
Einnig vantar hjúkrunarfræðing í sumar-
afleysingar.
Upplýsingar gefur Hólmfríður Ólafsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, í síma 98-11955.
Heilsugæslustöð Vestmannaeyja.
Hjúkrunarforstjóri
Hjúkrunarforstjóra vantar að Heilsugæslu-
stöðinni á Hvammstanga frá 1. júlí nk. um
eins árs skeið.
Upplýsingar veitir Helga Stefánsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri, vs. 95-12345, hs. 95-12616.
Umsóknir sendist framkvæmdastjóra, Guð-
mundi H. Sigurðssyni, fyrir 25. apríl nk.
Heilsugæslustöðin Hvammstanga.
Starfsfólk óskast
Nýr veitingastaður óskar að ráða eftirtalið
starfsfólk:
A) Þjóna:
Viðkomandi þurfa að vera vanir og með
víðtæka reynslu.
Kurteisi, heiðarleiki og dugnaður eru
eiginleikar sem sóst er eftir.
B) Dyraverði:
Háttvísi, heiðarleiki og hæfileikar til að
umgangast fólk eru skilyrði sem sett eru
ofar öðrum.
C) Aðstoðarfólk:
Eiginleikar eins og heiðarleiki, dugnaður,
ástundun og stundvísi eru skilyrði.
Umsækjendur um ofangreind störf eru beðn-
ir að hringja í síma 621960 þriðjudaginn
13. apríl nk. og panta viðtalstíma.
Gullborg,
staður með metnað,
Laugavegi 78 - Reykjavík.
Forstöðumaður
Leikfangasafns
Þroskahjálp á Suðurnesjum auglýsir eftirfor-
stöðumanni Leikfangasafns.
í starfinu felst að veita forstöðu þeirri þjón-
ustu, sem safninu ber skv. lögum um mál-
efni fatlaðra.
Auk útlána úr Leikfangasafninu fer þar fram
þroska- og leikþjálfun barna. Þar skal einnig
veitt uppeldisleg ráðgjöf. Um er að ræða
60% stöðu. Leitað er að starfsmanni með
uppeldisfræðilega menntun og reynslu af
vinnu með fötluðum.
Umsóknir skulu sendar Þroskahjálp á Suður-
nesjum, Suðurvöllum 9, 230 Keflavík, fyrir
16. apríl nk.
Allar nánari upplýsingar veitir Helga Margrét
Guðmunsdóttir, framkvæmdastjóri Þroska-
hjálpar á Suðurnesjum, í síma 92-15331.
Móttaka og bókhald
Leitum eftir starfsmanni til að sjá um mót-
töku og afgreiðslu viðskiptavina. Starfsmað-
ur mun einnig sjá um færslu bókhalds og
þarf því, auk reynslu í afgreiðslustörfum, að
hafa staðgóða þekkingu á bókhaldi. Aðeins
duglegur og reglusamur starfsmaður, sem
getur unnið sjálfstætt, kemur til greina.
Umsóknareyðublöð munu liggja frammi í
Lækjargötu 4. Vinsamlega látið passamynd
fylgja umsókn.
STOÐTÆKNl
Gísli Ferdiimndsson fif
Verkefnisstjóri
Stjórn Samtaka sveitarfélaga í Norðurlands-
kjördæmi vestra vill ráða starfsmann til sér-
staks verkefnis í u.þ.b. 6 mánuði.
Starfið felst m.a. í því að gera úttekt á hag-
kvæmni sameiningu sveitarfélaga í kjördæm-
inu. Góð þekking á sveitarstjórnamálum
nauðsynleg.
Upplýsingar um starfið veitir Björn Sigur-
björnsson, formaður samtakanna, í heima-
síma 95-36622 eða vinnusíma 95-35382.
Skriflegum umsóknum skal skilað til for-
manns, Fellstúni 12, 550 Sauðárkróki,
eigi síðar en 23. apríl.
Krefjandi starf
á tölvusviði
Stórt þjónustufyrirtæki á tölvusviði óskar
að ráða starfsmann til að annast símaþjón-
ustu fyrir tækni- og kerfisfræðideildir fyrir-
tækisins. Starfið er laust nú þegar.
Starfssvið: Móttaka og skráning verkefna
og annast ráðgjöf og upplýsingar
til viðskiptamanna.
Leitað er að einstaklingi með viðurkennda
undirstöðumenntun á tölvum og hugbún-
aði, ásamt þekkingu á stýrikerfum: DOS,
OS/2, Windows og stöðluðum notendafor-
ritum. Starfsreynsla í þessum greinum er
æskileg. Viðkomandi þarf að hafa góða fram-
komu og ríka þjónustulund.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 17. apríl nk.
Guðnt Iónsson
RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARLJÓNUSTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Matvælarannsóknir
Efnafræðingur
Laus er staða efnafræðings hjá rannsókna-
stofu Hollustuverndar ríkisins. Um er að
ræða starf sem felur í sér faglega umsjón
með efnarannsóknum á matvælum.
Helstu verkefni eru mælingar á varnarefnum
í grænmeti og ávöxtum, greining litarefna
og rotvarnarefna og uppsetning rannsókna-
aðferða vegna nýrra þjónustuverkefna á sviði
efnarannsókna á matvælum.
Æskilegt er að umsækjendur hafi starfs-
reynslu við rannsóknir með gasgreini eða
gas-massagreini.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, þurfa að berast Hollustuvernd
ríkisins, Ármúla 1a, pósthólf 8080,
108 Reykjavík, fyrir 1. maí 1993.
Frekari upplýsingar veitir Franklín Georgs-
son, forstöðumaður rannsóknastofunnar, í
síma 688848.
Hollustuvernd ríkisins.
Hlutafélagaskrá
Laust er til umsóknar starf löglærðs fulltrúa
hjá Hlutafélagaskrá. Möguleiki er á hluta-
starfi. Launakjör skv. kjarasamningi BHMR
og ríkisins.
Upplýsingar um starfið gefur Benedikt Þórð-
arson, forstöðumaður Hlutafélagaskrár.
Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu
fyrir 30. þ.m.
Bókasafnsfræðingur
Bókasafnsfræðingur óskast að Bókasafni
Garðabæjar til upplýsingaþjónustu og tölvu-
skráningar. Um er að ræða hálft stöðugildi
og eru iaunakjör samkv. kjarasamningi
Starfsmannafélags Garðabæjar.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar í Bóka-
safni Garðabæjar, sími 658687.
Bæjarbókavörður.
ISAL
Vélvirkjar
Óskum eftir að ráða vélvirkja til starfa á véla-
verkstæði okkar í sumar.
Um er að ræða sumarafleysingastörf tímabil-
ið 17. maí til 15. september 1993, eða eftir
nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í
síma 91-607000.
Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244,
Hafnarfirði, eigi síðar en 19. apríl 1993.
Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun
Eymundssonar, Austurstræti og Kringlunni,
Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafn-
arfirði.
íslenska Álfélagið hf.
Hjúkrunarfræðingar
- Ijósmæður -
hjúkrunarfræðinemar
Sjúkrahús Akraness óskar að ráða ofan-
greint starfsfólk til sumarfleysinga í sumar.
Sjúkrahús Akraness er deildaskipt sjúkrahús
og munum við starfrækja eftirtaldar legu-
deildir í sumar:
★ Lyfiækniiigadeild með 17 sjúkrarúm.
★ Handlækninga-, kvensjúkdóma- og
fæðingadeild með 18 sjúkrarúm.
★ Hjúkrunar- og endurhæfingadeild
með 28 sjúkrarúm.
Starfsemi deildanna er mjög fjölbreytt og
áhugaverð. Við vinnum með skipulagða
skráningu hjúkrunar. Að sjálfsögðu bjóðum
við uppá aðlögun eftir þörfum hvers starfs-
manns.
Allar nánari upplýsingar um störfin og launa-
kjör gefur hjúkrunarforstjóri, Steinunn Sig-
urðardóttir, í símum 93-12311 og 93-12450
utan vinnutíma.