Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993 55 ATVINNUA UGL YSINGAR Við Lækinn Nýr veitingastaður í hjarta borgarinnar óskar eftir að ráða til starfa ungan og áhugasaman matreiðslumann. Þarf að geta hafið störf á tímabilinu 25. apríl til 1. maí. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 16. apríi, merktar: „Við Lækinn - 14410.“ Hjúkrunarfræðingar Á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja er laus staða hjúkrunarfræðings frá 1. júní nk. Einnig vantar hjúkrunarfræðing í sumar- afleysingar. Upplýsingar gefur Hólmfríður Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 98-11955. Heilsugæslustöð Vestmannaeyja. Hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarforstjóra vantar að Heilsugæslu- stöðinni á Hvammstanga frá 1. júlí nk. um eins árs skeið. Upplýsingar veitir Helga Stefánsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, vs. 95-12345, hs. 95-12616. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra, Guð- mundi H. Sigurðssyni, fyrir 25. apríl nk. Heilsugæslustöðin Hvammstanga. Starfsfólk óskast Nýr veitingastaður óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: A) Þjóna: Viðkomandi þurfa að vera vanir og með víðtæka reynslu. Kurteisi, heiðarleiki og dugnaður eru eiginleikar sem sóst er eftir. B) Dyraverði: Háttvísi, heiðarleiki og hæfileikar til að umgangast fólk eru skilyrði sem sett eru ofar öðrum. C) Aðstoðarfólk: Eiginleikar eins og heiðarleiki, dugnaður, ástundun og stundvísi eru skilyrði. Umsækjendur um ofangreind störf eru beðn- ir að hringja í síma 621960 þriðjudaginn 13. apríl nk. og panta viðtalstíma. Gullborg, staður með metnað, Laugavegi 78 - Reykjavík. Forstöðumaður Leikfangasafns Þroskahjálp á Suðurnesjum auglýsir eftirfor- stöðumanni Leikfangasafns. í starfinu felst að veita forstöðu þeirri þjón- ustu, sem safninu ber skv. lögum um mál- efni fatlaðra. Auk útlána úr Leikfangasafninu fer þar fram þroska- og leikþjálfun barna. Þar skal einnig veitt uppeldisleg ráðgjöf. Um er að ræða 60% stöðu. Leitað er að starfsmanni með uppeldisfræðilega menntun og reynslu af vinnu með fötluðum. Umsóknir skulu sendar Þroskahjálp á Suður- nesjum, Suðurvöllum 9, 230 Keflavík, fyrir 16. apríl nk. Allar nánari upplýsingar veitir Helga Margrét Guðmunsdóttir, framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar á Suðurnesjum, í síma 92-15331. Móttaka og bókhald Leitum eftir starfsmanni til að sjá um mót- töku og afgreiðslu viðskiptavina. Starfsmað- ur mun einnig sjá um færslu bókhalds og þarf því, auk reynslu í afgreiðslustörfum, að hafa staðgóða þekkingu á bókhaldi. Aðeins duglegur og reglusamur starfsmaður, sem getur unnið sjálfstætt, kemur til greina. Umsóknareyðublöð munu liggja frammi í Lækjargötu 4. Vinsamlega látið passamynd fylgja umsókn. STOÐTÆKNl Gísli Ferdiimndsson fif Verkefnisstjóri Stjórn Samtaka sveitarfélaga í Norðurlands- kjördæmi vestra vill ráða starfsmann til sér- staks verkefnis í u.þ.b. 6 mánuði. Starfið felst m.a. í því að gera úttekt á hag- kvæmni sameiningu sveitarfélaga í kjördæm- inu. Góð þekking á sveitarstjórnamálum nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veitir Björn Sigur- björnsson, formaður samtakanna, í heima- síma 95-36622 eða vinnusíma 95-35382. Skriflegum umsóknum skal skilað til for- manns, Fellstúni 12, 550 Sauðárkróki, eigi síðar en 23. apríl. Krefjandi starf á tölvusviði Stórt þjónustufyrirtæki á tölvusviði óskar að ráða starfsmann til að annast símaþjón- ustu fyrir tækni- og kerfisfræðideildir fyrir- tækisins. Starfið er laust nú þegar. Starfssvið: Móttaka og skráning verkefna og annast ráðgjöf og upplýsingar til viðskiptamanna. Leitað er að einstaklingi með viðurkennda undirstöðumenntun á tölvum og hugbún- aði, ásamt þekkingu á stýrikerfum: DOS, OS/2, Windows og stöðluðum notendafor- ritum. Starfsreynsla í þessum greinum er æskileg. Viðkomandi þarf að hafa góða fram- komu og ríka þjónustulund. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 17. apríl nk. Guðnt Iónsson RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARLJÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Matvælarannsóknir Efnafræðingur Laus er staða efnafræðings hjá rannsókna- stofu Hollustuverndar ríkisins. Um er að ræða starf sem felur í sér faglega umsjón með efnarannsóknum á matvælum. Helstu verkefni eru mælingar á varnarefnum í grænmeti og ávöxtum, greining litarefna og rotvarnarefna og uppsetning rannsókna- aðferða vegna nýrra þjónustuverkefna á sviði efnarannsókna á matvælum. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfs- reynslu við rannsóknir með gasgreini eða gas-massagreini. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að berast Hollustuvernd ríkisins, Ármúla 1a, pósthólf 8080, 108 Reykjavík, fyrir 1. maí 1993. Frekari upplýsingar veitir Franklín Georgs- son, forstöðumaður rannsóknastofunnar, í síma 688848. Hollustuvernd ríkisins. Hlutafélagaskrá Laust er til umsóknar starf löglærðs fulltrúa hjá Hlutafélagaskrá. Möguleiki er á hluta- starfi. Launakjör skv. kjarasamningi BHMR og ríkisins. Upplýsingar um starfið gefur Benedikt Þórð- arson, forstöðumaður Hlutafélagaskrár. Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu fyrir 30. þ.m. Bókasafnsfræðingur Bókasafnsfræðingur óskast að Bókasafni Garðabæjar til upplýsingaþjónustu og tölvu- skráningar. Um er að ræða hálft stöðugildi og eru iaunakjör samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Garðabæjar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í Bóka- safni Garðabæjar, sími 658687. Bæjarbókavörður. ISAL Vélvirkjar Óskum eftir að ráða vélvirkja til starfa á véla- verkstæði okkar í sumar. Um er að ræða sumarafleysingastörf tímabil- ið 17. maí til 15. september 1993, eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 91-607000. Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244, Hafnarfirði, eigi síðar en 19. apríl 1993. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Eymundssonar, Austurstræti og Kringlunni, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafn- arfirði. íslenska Álfélagið hf. Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður - hjúkrunarfræðinemar Sjúkrahús Akraness óskar að ráða ofan- greint starfsfólk til sumarfleysinga í sumar. Sjúkrahús Akraness er deildaskipt sjúkrahús og munum við starfrækja eftirtaldar legu- deildir í sumar: ★ Lyfiækniiigadeild með 17 sjúkrarúm. ★ Handlækninga-, kvensjúkdóma- og fæðingadeild með 18 sjúkrarúm. ★ Hjúkrunar- og endurhæfingadeild með 28 sjúkrarúm. Starfsemi deildanna er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Við vinnum með skipulagða skráningu hjúkrunar. Að sjálfsögðu bjóðum við uppá aðlögun eftir þörfum hvers starfs- manns. Allar nánari upplýsingar um störfin og launa- kjör gefur hjúkrunarforstjóri, Steinunn Sig- urðardóttir, í símum 93-12311 og 93-12450 utan vinnutíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.