Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 86
86
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993
PASMIHBOÐ
Páskaliljur 95 kr. stk.
Búnt 475 kr.
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
BLÓMASTOFA FRIÐFIMS
Suðuriandsbraut 10, sími 31099
Frábærar
fermingargjafir
SKIÐAPAKKI
ELAN skíði kr. 6.950
ALPINA skíðaskór kr. 7.650
Geze bindingar kr. 4.950
ELAN stafir kr. 1.260
Skíðapokiog skótaska kr. 3.950
Alls kr. 24.700
Fermingarafsláttur -6.700
16.000
KÚLUTJÖLD
3ja manna
Fermingarverð kr. 7.990
SVEFNPOKAR
CPFermingarverð 4.990
lOPFermingarverð 7.900
cmvyy útivistarbúðin
' * p við Umferðarmiðstöðina,
■#L E I G A N I símar 19800 og 13072.
NÁMSSTYRKIR
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. auglýsa eftir
umsóknum um styrki sem félagið hyggst veita
tveimur tryggingatökum Námsmannatrygginga
Sjóvá-Almennra.
Allir sem hafa keypt Námsmannatryggingar
fyrir 15. aprfl 1993 eiga kost á styrk vegna
yfirstandandi námsárs.
Hvor styrkur er að upphæð 100 þúsund krónur
og verður afhentur í apríl 1993.
Umsóknum með upplýsingum um námsferil,
námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform skal
skilað eigi síðar en 15. apríl nk. merktum:
SJÓVÁ-ALMENNAR 1
NÁMSMANNASTYRKIR |
Kringlunni 5,103 Reykjavík _L
Um fiskveiðar og heimsku-
lega fiskihagfræði
Frá Hrólfi Gunnarssyni:
Á íslenska landgrunninu er vitað
um á fjórða hundrað fisktegundir
og alltaf koma fleiri og fleiri í ljós
eftir því sem dýpra er leitað. Sam-
eiginlegt er fyrir allar tegundir físka
að þær éta hvor aðra til að halda
Iífí og vexti. En hvers vegna eru
sveiflur í öllum fískistofnum? Svarið
er ekki eins einfalt og flestum dett-
ur í hug; þ.e.a.s. hið vinsæla orð
ofveiði. Ofveiði er ekki til og hefur
aldrei verið til. Auðvitað leita menn
í einföldustu skýringuna ef dregur
úr afla. Fræðingar verða svartsýnir
og hrópa ofveiði. En sveiflunum
verður aldrei afstýrt með friðun,
því aðal sveiflan upp og niður er
af náttúrulegum aðstæðum í hafínu
á hverjum tíma, s.s. hiti, seltu-
magn, æti og fleira. Sú hugmynd
sem upp hefur komið að geyma fisk
í hafínu og að það sé hagkvæmt,
er heimska. Þetta kemur glögglega
í ljós í 20 ára tilraun Hafrannsókn-
arstofnunarinnar við að byggja upp
þorskstofninn sem er að þeirra sögn
í dag hruninn. Mundu fræðingar
Hafró helst vilja loka á þorskveiðar
á Islandsmiðum.
Víkjum nú aðeins að þorskstofn-
inum. Því er haldið fram að heildar
þorskstofninn við ísland sé 640
þús. lestir og því spyr ég: Hvað
kostar að fæða 640 þús. tonn í eitt
ár? Samkvæmt hugmyndum fiski-
fræðinga er fæðuval þorsks í fímm
tegundum, þ.e.a.s. loðna, síld,
rækja, blandaðar físktegundir og
eigin afkvæmi (þorskseiði). Ef við
gefum okkur að þorskur éti 10 sinn-
um þyngd sína á ári, gæti dæmið
litið svona út:
640 þús. x 10 = 6,4 milljónir
tonna. Það er að segja 640 þús.
tonna heildarstofn kallar á 6,4 millj-
ónir tonna fæðu á ársgrundvelli.
Hver er þá kostnaðurinn?
10% síld: 640 þús. lestir x 5.000
kr. pr. tonn = 3,2 milljarðar kr.
60% loðna: 3,8 milljón tonn x 3.600
kr. pr. tonn = 13,7 milljarðar kr.
10% rækja: 640 þús. lestir x
100.000 kr. pr. tonn = 64 milljarð-
ar kr.
10% ungþorskur: 64 þús. tonn x
90.000 kr. = 5,8 milljarðar kr.
10% blandaðar físktegundir: 640
þús. tonn x 60 þús. kr. = 38,4 millj-
arðar kr.
Samanlagt er þetta 125,1 millj-
arður króna. Þetta er kostnaður við
að fæða 640 þúsund tonn af þorski
í eitt ár. Ef þessu er breytt í útflutn-
ingsverðmæti, og notuð er þumal-
puttareglan að tvöfalda aflaverð-
mæti úr sjó, þá verða þetta 250,2
milljarðar kr. Sýnist mér því að
kostnaður við uppeldi skili ekki því
sem ætlað er. Ef afrakstur þorsk-
stofnsins við veiðar er 175 þúsund
lestir skv. tillögum fískifræðinga,
hvað getur það gefíð miklar tekjur
í þjóðarbúið? Jú, 175 þús. tonn
margfaldað með 200.000 kr. pr. lst
miðað við útflutningsverðmæti,
gefa ekki nema 35 milljarða í tekj-
ur á ári. Þetta er aðeins sjöundi
hluti af því sem fæðan kostar í fýrr-
nefndan 640 þús. tonna þorskstofn
á einu ári. Sé þetta staðreynd, hlýt-
ur það að vera fáfræði að geyma
físk í sjónum til að veiða síðar. Það
má ljóst vera að því meira sem við
veiðum af þorski, þeim mun meira
getum við veitt af því sem hann
étur, sem er allt nytjafiskar.
Það er ótrúlegt hve lengi örfáum
kvótaeigendum ætlar að takast með
hjálp fræðimanna að viðhalda þeirri
heimskulegu fiskveiðistjórnun sem
við búum við í dag. Nútíma fiski-
hagfræði er næsta óskiljanleg. Það
að geyma fisk til veiða síðar er
fáránlegt. Bæði vegna þess að
fæðuþörfín er margfalt dýrari en
afrakstursgeta, t.d. þorskstofninn,
og vegna þess að fískar, selir og
hvalategundir geta étið svo mikið
af öðrum fískistofnum að þeir verða
alls ekki veiðanlegir, þótt svo að
engar veiðar hafí verið stundaðar.
Enn fremur skipta fiskar um heim-
kynni og synda til fískimiða ann-
arra landa. Á þessu sést að þegar
fiskstofn er í lægð heitir það á
máli fískifræðinga og ýmissa hags-
munaaðila ofveiði. Mín skoðun er
sú að ofveiði sé þegar fiskur er
ekki veiddur. Ástæðan er ein-
faldlega sú að fæðuþörfin er svo
mikil.
Ég hef leyft mér að bera saman
heimtur úr hafbeit á laxi og sveiflur
í sjávarafla. Við bestu aðstæður
geta heimtur á laxi í hafbeit orðið
15% og lakast geta þær orðið 0,01%,
sem þýðir að vegna annara tegunda
í náttúrunni, ásamt náttúrulegum
aðstæðum, verða afföll á laxastofn-
inum sem á hafíð er beitt hveiju
sinni 85—99,9%. Lax hefur verið
friðaður fyrir veiðum í sjó allt frá
1930. Árangur af 63 ára friðunar-
sögu laxveiða í sjó er sá að tap
hefur orðið við það að hafa ekki
veitt lax í sjó allan þennan tíma.
Sér því hver maður, sem heilbrigða
hugsun hefur, að tilraunin sem átti
að fylla allar laxveiðiár á íslandi
af laxi, hefur algerlega brugðist.
Því miður hefur það ekki gengið
eftir vegna hinna stóru affalla sem
verða í náttúrunni. Friðunin gengur.
éinfaldlega ekki upp.
Hvernig á að stjórna
fiskveiðum?
Allt tal um ágæti kvótakerfisins
til að byggja upp fískstofnana er
fáviska fræðimanna og sérhags-
munapot fárra kvótaeigenda. Eina
færa leiðin til stjómunar fiskveiða
er frelsi athafnamannsins, og þá
ekki síst fískimannsins. Afnám
kvótakerfisins er því nauðsyn og
það sem allra fyrst, eigi þjóðfélagið
ekki að fara á hausinn innan fárra
ára. Fiskveiðum verður því best
stjómað með markaðslögmálinu og
á þann hátt að allur fískur sem
veiddur er í íslenskri lögsögu skuli
með lagasetningu seldur á íslensk-
um fiskmörkuðum, hvort sem hann
er fluttur út til sölu ferskur eða
fullunninn. íslendingar verða að
hafa þor til að breyta þessari físk-
veiðistjórnun. Eina leiðin til velmeg-
unar á íslandi er að taka meira úr
hafínu og nýta sem flestar fískteg-
undir. Að öðmm kosti munum við
lifa við örbirgð og vesöld á ókomn-
um árum.
HRÓLFUR GUNNARSSON
skipstjóri
að skila lesendunum enn betra
blaði.
xxx
áskahátíðin gengur senn i garð.
Væntanlega nota margir
páskaleyfið . til ferðalaga, heim-
sækja vini og ættingja eða eyða
frídögunum í ró og spekt í faðmi
fjölskyldunnar. Víkveija fínnst aug-
lýsingaæðið fyrir páskana hafa ver-
ið með mesta móti, en vonandi spill-
ir það ekki fyrir. Þótt skemmtun
og lífsnautnir leiki ef til vill stórt
hlutverk hjá mörgum þessa frídaga,
ættum við öll að taka okkur örlítinn
tíma til að hugleiða boðskap pásk-
anna, sem em mikilvægasta hátíð
kristinna manna. Það er boðskapur-
inn um upprisu frelsarans og eilífa
lífíð, sem okkur er gefíð. Þeir, sem
gefa sér tíma til að staldra við og
velta fyrir_sér inntaki hátíðarinnar,
mæta áreiðanlega til vinnu eftir
páska með nýju og glaðbeittu hug-
arfari. Gleðilega páska!
Víkverji skrifar
Enn er deilt um stórhýsið í
miðbæ Hafnarfjarðar. Nú
snýst deilan einkum um það hvort
húsið verði einhveijum metmm
lægra eða hærra en áður var áætl-
að. Víkveija fínnst eins og áður að
það sé ekki kjarni málsins í umræð-
um um húsið. Kjarni málsins er að
húsið er forljótt. Það hlýtur að
minnsta kosti að misbjóða fegurðar-
skyni og góðum smekk að klessa
þessum ljóta kastala niður í smá-
gerða byggðina í Hafnarfirði.
Spurningin er enn og aftur: Hver
vill byggja svona ljótt hús, hver
vill hanna svona misheppnaða
byggingu, hver vill horfa á svona
ófögnuð, hver vill eiga húsið og
hver vill bera ábyrgð á byggingu
þess?
xxx
Idag verður hafizt handa að flytja
allan búnað Morgunblaðsins í
nýbyggingu blaðsins í Kringlunni
1. Það er kominn fiðringur í starfs-
fólkið og sumir tala um að flutning-
unum fylgi tilfínning á borð við þá,
sem margir muna eftir úr æsku
þegar flutningar í nýtt hverfí stóðu
fyrir dyrum; hvernig verður nýja
húsið, hvaða nýja félaga eignumst
við, er þetta gott hverfí o.s.frv.
Morgunblaðsmenn munu sakna
Aðalstrætis og Miðbæjarins; margir
. em vanafastir og fara í sama bak-
aríið á hveijum morgni, kaupa há-
degismatinn alltaf á sama stað, eiga
sínar uppáhaldsgönguleiðir í gamla
bænum og uppáhaldskaffihús eftir
vinnu. Hins vegar hefur Kringlan
líka marga kosti. Fyrst og fremst
verður í nýja Morgunblaðshúsinu
allt önnur og betri aðstaða fyrir
starfsfólk blaðsins, aðstaða sem
svarar öllum nútímakröfum, sem
gerðar eru til dagblaðs. Með hinum
góða starfsanda úr Aðalstræti 6 og
nýrri aðstöðu í nýju húsi tekst
starfsfólki Morgunblaðsins vonandi