Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 92
HEWLETT PACKARO --------UMBOÐJB HPÁ iSLANDi H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá moguleika til veruleika SÍMl^eafumfsÍMBRÉFeaiIsfVóSTHÓLFföS^/AJÍURErRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Morgunblaðið/RAX Kísiliðjan fær ekki leyfi til að hefja kísilgúrvinnslu í Syðriflóa Mývatns Tilraunir með vinnslu á kísilgúr á landi í sumar Rætt um að dæla kísilgúr undan Kröflueldahrauni frá 18. öld TILRAUNIR verða hafnar í sumar með nýjar vinnsluaðferð- ir á kísilgúr til að afla Kísiliðjunni kísilgúrs þegar hráefni á núverandi vinnslusvæðum í Mývatni þrýtur. Athugað verður hvort hægt sé að dæla kísilgúr undan hrauninu sem rann yfir hluta vatnsins í Kröflueldum á átjándu öld. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra undirritaði í gær nýtt náma- , - leyfi fyrir Kísiliðjuna hf. Leyfíð, sem er til ársins 2010, er bundið ákveðnum svæðum í Ytri- flóa Mývatns og verður ekki heim- ilt að hefja kísilgúrnám í Syðriflóa eins og Kísiliðjan hafði farið fram á. _ í sambandi við útgáfu námaleyf- isins lýsti iðnaðarráðherra því yfir Skeljungur hefur keypt 2,6% í Sjóvá- Almennum að hann muni í samvinnu við hags- munaaðila beita sér fyrir rann- sóknum á nýrri vinnslutækni við kísilgúmám í vatninu og á hugsan- legri nýtingu á kísilgúr sem lenti undir hrauni í Kröflueldum 1719- 1727. Ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ætla megi að kísilgúr sé undir hrauninu í landi Reykjahlíðar. Hann sagði að ætlunin væri að fínna gamla vatns- botninn og komast til botns í þessu máli í þess orðs fyllstu merkinu. Hraunið er ekki þykkt og sagði Jón að menn teldu mögulegt að kom- ast þama í gegn með loftborunum. Óvíst magn undir hrauninu SKELJUNGUR HF. keypti á síðasta ári 2,6% hlutafjár í Sjóvá-Almennum en nafnvirði bréfanna er um 6,6 milljónir ^króna. Miðað við síðasta viðskiptagengi er verðmæti bréf- anna hátt í 30 milljónir. Á aðalfundi Sjóvár-Almennra sem haldinn var í gær var Garðar Halldórsson kjörinn í stjóm félagsins í stað Jóhanns G. Bergþórssonar. Þar með situr Garðar bæði í stjóm Sjóvár og Eimskips, en það gera einnig Benedikt Sveinsson, Hjalti Geir Kristjánsson og Krist- inn Bjömsson. Þetta kemur fram í grein í við- skiptablaði Morgunblaðsins þar sem fjallað er um umfangsmikil eignarhaldstengsl stórra almenn- ingshlutafélaga. Þar kemur fram að hlutur Eimskips í Skeljungi hefur farið vaxandi og einnig hafa stjórnunarleg tengsl fyrirtækjanna aukist. Forstjóri Eimskips var t.d. kjörinn í stjórn Skeljungs á síðasta aðalfundi félagsins og einnig var forstjóri Skeljungs kjörinn í stjórn á aðalfundi Eimskips í síðasta mánuði. Sjá „Umfangsmikil eignar- haldstengsl...“ bls. 4-5 í við- skiptablaði. Ráðherra sagði ekki vitað hve mikið af kísilgúr væri undir hraun- inu og vinnsluaðferðir þyrfti að finna. Hann sagði að vegna mikils vatnsrennslis undir hrauninu teldu menn hugsanlegt að um gúrinn leiki vatn og væri þá hægt að ná honum með dælingu án þess að grafa upp hraunið. Einnig væri rætt um að reyna að dæla vatni niður og ná efninu þannig upp. Sjá fréttir á bls. 38 og 46. Spilavítisrekstur Sekt og fangelsi SJO forsvarsmenn tveggja spila- klúbba í Reykjavík, sem starfs- semi var stöðvuð í með lögreglu- aðgerð 9. október síðastliðinn, voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í 3-4 mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða hver 2 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eða sitja 90 daga í varðhaldi ella. Þrír mannanna ráku spilaklúbb- inn Klakann við Ármúla og fjórir Fríklúbbinn við Súðavog. Um tvö sakamál var að ræða. í dómum Péturs Guðgeirssonar hér- aðsdómara er talið sannað að ákærðu hafi látið fara fram fjár- hættuspil í húsnæðum klúbbanna. Þá segir að sannað sé að í Frí- klúbbnum hafí ákærðu eða aðrir á þeirra vegum veitt gestum sem ekki sátu að spilum áfengi gegn gjaldi og um Klakann segir að þar hafí gestir þegið áfengisveitingar og látið af hendi rakna þjórfé þegar þeim græddist fé á spilunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.