Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 51
f jréj JiH4A j h iDAauiMwni aia/ J m idhom MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 51 Afsökunarbeiðni MORGUNBLAÐINU hefur borist með þeirri fyrirsögn sem að ofan greinir eftirfarandi bréf frá Heimi Steinssyni útvarpsstjóra, og er það birt hér að beiðni hans. Tilefni bréfs þessa er að í Pressunni í gær var vitnað til ummæla í bréfi sem útvarpssljóri skrifaði Hrafni Gunnlaugssyni þann 21. febrúar síðastliðinn. Það bréf hefur yfir- skriftina trúnaðarmál og hefst með þesum orðum: „Heiðraði Hrafn Gunnlaugsson. Þú sérð yfirskrift þessa bréfs. Einkunnin „trúnaðar- mál“ er mér fremur óskapfelld, og nota ég hana því afar sjaldan. En þessu sinni sé ég ástæðu til að hampa henni, og verður það vís- ast ljósara, er á bréfið líður.“ Hér á eftir er birt afsökunarbeiðni Heimis Steinssonar útvarpssljóra og síðan viðbrögð frá Hrafni Gunn- laugsson við henni: Það er með miklum ólíkindum, að orðaspjátur, sem sagt er hafa fallið í einkabréfi, skuli koma fyrir almenn- ings sjónir í fjölmiðli. Þetta hefur þó átt sér stað. Af því tilefni bið ég Svein Einars- son opinberlega afsökunar á hróp- yrðum, sem í dag birtust um hann í blaði og mér eru eignuð. Aðrir gera væntanlega að sínu leyti yfirbót fyrir eigið atferli í þessu fráleita máli. Reykjavík, 7. apríl 1993 Heimir Steinsson. Vegna máls þessa leitaði Morg- unblaðið til Hrafns Gunnlaugssonar: „Þetta bréf er trúnaðarmál mér ein- um ætlað,“ sagði Hrafn. „Þegar ég var rekinn fyrirvaralaust úr starfí sem dagskrárstjóri við Sjónvarpið og leitaði aðstoðar menntamálaráðherra var ég beðinn um að leggja fram öll gögn um samskipti okkar Heimis. í þeim gögnum var þetta bréf,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson. „Ég sýndi ritstjórum Morgun- blaðsins jafnframt þetta bréf. Hafa þeir farið með það sem trúnaðarmál. Aðrir hafa ekki séð þetta bréf fyrir mitt tilstilli," sagði Hrafn. Morgunblaðið/Kristinn. Fara á danskeppni í Blackpool Tveir hópar nemenda úr dansskóla Jóns Péturs og Köru og Dansskóla Auðar Haralds, annars vegar 11 ára og yngri og hins vegar 12 til 15 ára, fara um páskana til Blackpool í Englandi til að þátt danskeppni. 11 ára og yngri hópinn skipa: Skapti Þóroddsson og Heiða Björk Vigfús- dóttir, Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir og Eðvarð Þór Gíslason og Sólrún Björns: dóttir. Pjórða parið, sem fer utan, er Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas^ Einarsdóttir. í hópnum 12 til 15 ára eru: Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir, Ólafur Már Sig- urðsson og Hilda Stefánsdóttir, Þröstur Magnússon og Svanhvít Guðmundsdóttir og Jón S. Ágústsson og Henríetta Þóra Magnúsdóttir. Fimmta parið er svo Victor Victorsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir, en þau voru farin utan, er myndin var tekin. Hrafn Gunnlaugsson Oskar eftir rann- sókn á rógburði í skjóli þinghelgi HÉR Á eftir fer bréf sem Hrafn Gunnlaugsson hefur skrifað rík- isendurskoðanda: „Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi. Ríkisendurskoðun. Reykjavík. Ég undirritaður, settur fram- kvæmdastjóri sjónvarps, hef undan- farna daga mátt sitja undir ófrúleg- um dylgjum og rógburði varðandi fjárhagsleg viðskipti mín við sjón- varpið. Þannig hafa verið gerðar að mér svæsnar persónulegar árás- ir og verið lengra gengið en dæmi eru úr nútíma þingsögu. Ég hef ekki tækifæri til, fremur en aðrir óbreyttir borgarar, að bera hönd fyrir höfuð mér og verð að búa við * Bókanir Utvarpsráðs um Hrafn Gunnlaugsson Mínníhlutí mótmæl- ir ráðninffu Hrafns að þingmenn fari með rakalaus ósannindi um mig er sverti æru mína og traust, í skjóli þinghelgi. Ég tel mikilvægt, ekki mín vegna og minnar samvisku, heldur vegna þeirrar stofnunar sem ég starfa fyrir nú um stund, að óska eindreg- ið eftir því, að embætti yðar láti tafarlaust gera á því athugun hvort eitthvað bendi til að ég hafi brotið af mér í starfi ellegar að ég hafi notfært mér stöðu mína hjá sjón- varpinu á starfstíma mínum sem dagskrárstjóri þess, til að draga mér fé eða hygla sjálfum mér fjár- hagslega. Virðingarfyllst, Hrafn Gunnlaugsson." Á FUNDI útvarpsráðs í gærdag urðu snarpar umræður um ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. AIIs komu fram þrjár bókanir um málið, bókun þar sem minnihlutinn í ráð- inu mótmælir harðlega ráðningu Hrafns, bókun þar sem þrír meðlimir meirihlutans harma þá atburði sem valdið hafa ólgu um málefni RÚV og bókun frá Guðna Guðmundssyni þar sem hann segist ekki hafa geð í sér að taka þátt í þessum pólitíska hráskinnaleik sem blásið hefur verið til út af persónu Hrafns Gunnlaugssonar. Undir bókun meirihlutans rita þau Halldóra J. Rafnar, Davíð Stefáns- son og Dögg Pálsdóttir. Þar segir m.a.: „Um formhlið málsins þykir rétt að taka fram að samkvæmt útvarpslögum hefur útvarpsstjóri ákvörðunarvald um starfsmannamál stofnunarinnar að öðru leyti en því að menntamálaráðherra skipar framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins að fengnum tillögum Útvarpsráðs og útvarpsstjóra. Við tímabundnar Sighvatur Björgvinsson um málefni Hrafns Gunnlaugssonar Málið orðið að ógeð- felldum mannaveiðum setningar í stöður hefur ekki þótt ástæða til að hafa þennan hátt á.“ Pólitísk íhlutun Undir bókun minnihlutans rita þau Valgeir Hlöðversson, Ásta R. Jóhannesdóttir-og Kristín Á. Árna- dóttir. Þar kemur fram að mótmælt er harðlega pólitískri íhlutun menntamálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins í innri málefni Ríkisút- varpsins. Það er skoðun minnihlut- ans að efna eigi til opinberrar rann- sóknar á fjármálalegum samskiptum Hrafns og Sjónvarpsins og skorað er á Hrafn að víkja úr stöðu sinni meðan á þeirri rannsókn stendur. I bókuninni segir m.a.: „Ráðning Hrafns Gunnlaugssonar sem fram- kvæmdastjóra Sjónvarps er misbeit- ing á því valdi sem menntamálaráð- herra hefur verið trúað fyrir. í nú- tímasamfélagi verður aldrei þjóðar- sátt um slík vinnubrögð. Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa mótmælt þessu gerræði og hafa áhyggjur af velferð stofnunarinnar.“ í bókun Guðna Guðmundssonar kemur m.a. fram að Útvarpsráð þjóni ekki hagsmunum Ríkisútvarps- ins með því að taka afstöðu sem slíka til réttmætis orða og athafna þeirra sem átt hafa hlut að þessu máli. Stóra-Núps- prestakall auglýst laust BISKUP íslands hefur auglýst Stóra-Núpsprestakall í Árnes- prófastsdæmi laust til umsóknar. Séra Axel Árnason var kallaður til þjónustu í prestakallinu fyrir tveimur árum og hefur þjónað þar síðan. Prestakallið er nú auglýst að ósk sóknarprests og sóknarnefnda. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Fyrsti áfangi nýs stúdentahverfis „ÉG VIL biðja fólk að hugsa sig tvisvar um og átta sig á því hvað er verið að gera. Þetta er ekki Iengur deila um skynsam- lega eða óskynsamlega embættisathöfn, þetta eru að verða ofsóknir á einstakling sem er ásakaður um hvers konar vamm- ir og skammir og ástæðan tilgreind sú að hann sé í vináttu við forsætisráðherrann. Þetta gengur ekki að mínu viti og sýnir inn í þann hluta þjóðarsálar íslendinga, sem er hvað skelfilegastur,“ sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra þegar leitað var álits hans þingsályktun- artillögu sljórnarandstöðunnar um rannsókn á vegum þings- ins á ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar í starf framkvæmda- stjóra við Sjónvarpið og hugsanlegum hagsmunatengslum í því sambandi. Þingsályktunartillagan örugglega siðlaus en ef til vill lögleg „Það getur vel verið að þings- ályktunartillaga stjórnarandstöð- unnar sé á mörkum þess að vera þingleg," sagði heilbrigðisráðherra og vísaði þá til ummæla formanns Alþýðuflokksins um nefnda tillögu, „en það er ekki siðlegt á nokkurn hátt að leggja fram tillögu á þingi um að það verði gerð opinber rann- sókn á högum einstaklings vegna þess — eins og í orðunum liggur — að hann sé í hópi yina forsætisráð- herrans,“ sagði Sighvatur. Mannaveiðar „Það eru endurskoðendur hjá Ríkisútvarpinu og stjórn, útvarps- ráð, með fulltrúum allra fiokka. Það er líka til Ríkisendurskoðun, sem hefur þá skyldu að skoða svona mál og myndi örugglega gera það að eigin frumkvæði ef ástæða þætti til, en það eru mannaveiðar að ætla sér að skipa opinbera þingnefnd til að fara ofan í fjárhagsmál og við- skipti einstaklings í samfélaginu, sem er lagður í einelti. Málið er Nýr stúdentagarður og leikskóli tekinn í notkun í GÆR var formlega tekinn í notkun fyrsti áfangi nýs stúdentahverfis sunnan Háskólans, sem hlotið hefur nafnið Ásgarðar. Stúdentagarður og leikskóli við Eggertsgötu 12-14 var vígður við hátíðlega athöfn. í húsinu eru tíu íbúðir og á jarðhæð er leikskóli, þar sem börn stúdenta munu hafa forgang. komið á allt annað stig en þegar umræðan hófst. Þá var þetta gagn- rýni á embættisgerð ráðherra en nú er þetta orðið atlaga að einstakl- ingi.“ Aðspurður um álit sitt á embætt- isgerð ráðherrans sagði Sighvatur óumdeilanlegt að menntamálaráð- herra hefði verið innan sinna laga- heimilda. „Hann tók þá ákvörðun að gera þetta án þess að kynna þetta í ríkisstjórn sem þýðir að hann er algjörlega ábyrgur fyrir þessari gerð sjálfur,“ sagði Sighvat- ur. Aðspurður um hvort hann styddi það að Ossur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður Alþýðuflokksins, hefði átalið í utandagskrárumræð- um vinnubrögð menntamálaráð- herra sagði Sighvatur að Össur hefði ekki dregið í efa heimildir ráðherrans heldur það að aðgerðin hefði ekki verið skynsamleg. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort þetta sé skynsamleg aðgerð eða ekki, ég segi ekkert um það, en hún tengist ekki persónu Hrafns Gunn- laugssonar eða forsætisráðherra á nokkurn hátt,“ sagði Sighvatur Björgvinsson. Að sögn Arnars Þórissonar, fram- kvæmdastjóra Félagsstofnunar stúd- enta, eru íbúðirnar í húsinu ýmist þriggja . eða fjögurra herbergja og munu væntanlega henta bammörg- um stúdentum. Arnar segir að leik- skólinn sé reistur í samvinnu Félags- stofnunar og Dagvistar bama í Reykjavík. Rúm verði fyrir 60-80 börn og muni börn stúdenta njóta forgangs að dagvistarrými. Arnar segir að Ásgarðar eigi að verða tilbúnir um aldamót, með alls ellefu húsum. Áætlað sé að taka tvö hús á ári í notkun næstu ár. „Við vonum að með þessu átaki megi bæta úr brýnni þörf margra stúdenta fyrir leiguhúsnæði á sanngjörnu verði,“ sagði Arnar. Hann sagði að víða erlendis væri talið eðlilegt að hlutfall stúdenta, sem byggju á stúdentagörðum, væri um 25%. Miðað við það þyrftu 1.250 stúdentar við Háskóla íslands að búa á görðum, en þeir vaeru nú aðeins 330. „Með tilkomu Ásgarða gæti þessi tala orðið 760 eða um 15% af stúdentum," sagði Arnar. „Tilkoma nýs leiguhúsnæðis fyrir stúdenta léttir líka á þeim leigumarkaði, sem fyrir er.“ Bygging hússins við Eggertsgötu hófst i júní 1992. íbúðarhlutinn er fjármagnaður með lánum frá Bygg- ingarsjóði verkamanna og framlagi úr Byggingasjóði stúdenta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.