Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993
81
SAMKUNDUR
Arizona-
Islendingar
blóta þorra
Þorrablót íslendinga í Phoenix í
Arizona var haldið nýlega og
var þetta í annað sinn sem íslending-
ar á þeim slóðum halda slíka sam-
kundu, en félag íslendinga þar var
stofnað fyrir um ári síðan. Rúmlega
50 manns komu á blótið sem þótt
heppnast ágætlega.
A
11P ' ' " 't ^ ^v
tn-: . 1 V;.' At ^ vSfÚ / r'> rr -.JtÉS L. MONGOLIAN
" • ■ * | —’Æ. BARBECUE
flft Opið alla
páskana
J frá kl. 17-23
1
Hefðbundinn þorramatur var á
boðstólum, en það var Boði Jónsson
yfirmatreiðslumaður í Áburðarverk-
smiðjum ríkisins sem útvegaði mat-
inn, en námsmenn í Phoenix höfðu
hann með sér vestur um haf er þeir
héldu aftur til náms eftir jólafrí
heima á Fróni.
Ekki hefur félagið fjárhagslegt
bolmagn til þess að fá skemmti-
krafta að heuiman við slík tækifæri,
en félagsmenn hristu ýmislegt fram
úr erminni, m.a. söng allur hópurinn
ættjarðarlög í lok samkundunnar og
drjúgan hluta kvöldsins var biðröð í
Karoke-græjur hússins.
Um 50 landsmenn voru þarna sam-
ankomnir og þarna má sjá nokkra
þeirra.
UTVERA
Ovenjulegur svefnstaður
Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson
Það var óneitanlega óvenjulegur
svefnstaður sem ísfirðingur-
inn ungi valdi sér nóttina sem
hann og félagar hans gistu á
Skagaströnd. Þeir voru þrír á ferð
á fólksbfl og voru að selja harð-
físk. Sjálfsagt hafa auraráðin ekki
verið alltof mikil því þeir gistu í
bílnum og þar sem ekki var svefn-
pokapláss nema fyrir tvo inni í
honum hjá harðfiskpokunum svaf
sá þriðji uppi á húddinu í svefnpok-
anum sínum.
Þegar fréttaritari kom að bíln-
um rétt upp úr klukkan átta var
drengurinn á húddinu nývaknaður
og brosti framan í heiminn í sól-
skininu. Hann sagði að það hefði
farið vel um sig um nóttina og að
sér hefði alls ekki verið kalt þrátt
fyrir frostið þessa nótt. „Ég er
með besta pokann svo ég svaf
úti“, svaraði hann spumingu
fréttaritara. „En það má víst ekki
bjóða þér vestfírskan harðfísk?"
EGILSSTAÐIR
Þrír ræn-
ingjar með
ljón hand-
teknir
Lögreglan á Egilsstöðum hand-
tók síðdegis á föstudag þrjá
ræningja og ljón sem höfðu látið
greipar sópa í verslun Kaupfélags
Héraðsbúa.
Ræningjarnir höfðu haft við-
komu í nokkrum verslunum á Egils-
stöðum og reynt að hnupla ýmsu
smálegu. Lögreglunni á Egilsstöð-
um var gert viðvart um hátterni
þessara pörupilta og handtók hún
þá í verslun Kaupfélagsins þar sem
ræningjarnir höfðu reynt að komast
út með innkaupakörfu án þess að
greiða fyrir vörurnar. Ljón sem var
í för með ræningjunum var hand-
samað í súkkulaðihillum verslunar-
innar þar sem það virtist una hag
sínum hið besta enda nægar kræs-
ingar í boði.
Eftir handtöku ræningjanna var
umsvifalaust farið með þá í nýja
Morgunblaðið/Björn Sveinsson
Frá handtöku ræningjanna úr Kardimommubæ.
fangageymslu lögreglunnar sem
enn hefur ekki verið tekin formlega
í notkun og urðu þeir því fyrstu
gestirnir til að dúsa í þessum klef-
um.
Við yfirheyrslur hjá lögreglunni
kom í ljós að ræningjarnir hétu
Kasper, Jesper og Jónatan og voru
ræningjamir úr Kardimommubæ.
Var þá samstundis haft samband
við Bastían bæjarfógeta sem um-
svifalaust sleppti ræningjunum
lausum enda áttu þeir að leika stór
hlutverk í Valaskjálf síðar um
kvöldið þegar Kardimommubærinn
yrði frumsýndur í uppfærslu Leikfé-
lags Fijótdalshéraðs.
Uppákoma þessi vakti mikla at-
hygli í bænum og varð til þess að
vekja athygli á Menningarviku á
Héraði þar sem frumsýning á Kard-
imommubænum er fyrsta atriðið
af fjölmörgum sem Héraðsbúum og
gestum þeirra er boðið upp á meðan
á menningardögunum stendur.
Ódýrir
X
HARÐVIÐARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÚKH&LSI 4 R. SlMI 671010
TVi;iKVIMR
ey iinnin i tru
Laugav*9Í 45 - s. 21 255
Annan í páskum:
SNIGLA-
tíUíiu
eftir langt hlé
Aðgangseyrir kr. 500
15. apríl:
ELVIS
Karaokekeppni
Keppt verður um
besta Elvis-
söngvarann og
besta Elvisútlitið.
16. apríl: NÝDÖNSK
17. apríl: TODMOBILE
21. apríl: SSSÓL
Gleðilega páska
Sýning á stórglæsilegu sumarhúsi við verksmiðju
okkar í Grænumýri 5d, Mosfellsbæ.
Sýningin er í dag, fimmtudag, á morgun og laugar-
dag frá kl. 13.00-18.00.
STUÐLAR HF.
Grænumýri 5d - 270 Mosfelisbæ.
Símar 668580 og 985-39899.
Gledilega páska
Kiúklíngastaóurinn
SOUTHERN FRIED
CHICKEN
SVARIA
PANNAI'i
Hraórétta veitingastaóur
í hjarta bongarinnar
O
ahorni
Tryggvagotu og Pösthusstrætis
Simi 16480