Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993
Bókaðu ferðina í apríl.
n mm lu*.
ynwhr
fyrir 4ra manna fjölskyldu!
Með 5.000 kr. innborgun geturðu tryggt þér sumarferðina '93 á lága
verðinu. Ferðina þarfþá ekki að greiða að fullu fyrr en 21 degi fyrir
brottför. Með þessu getur 4ra manna fjölskylda sparað á bilinu 8-12.000 kr.
Verð ef staðfest
fyrir 1. maí.
KAUPMANNAHÖFN 27.820
ÓSLÓ 27.150
STOKKHÓLMUR 28.150
CAUTABOKC 27.150
FÆKEYJAK 17.105
LONÞON 27.150
CLASCOW 21.150
AMSTEKÞAM 27380
LÚXEMBOKC 28.150
PAKÍS 28330
FKANKFUKT 30390
HAMBOKC 28.390
VÍN 30.380
MÚNCHEN 30.390
ZÚKICH 30.150
MÍLANÓ 30.380
BAKCELONA 30.150
Flugyallarskattar eru innifaldir.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt
land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga
vikunnar frá kl. 8-18. Lokað föstudaginn langa og páskadag).
Verð gildir eingöngu í beinu flugi Flugleiða. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 15. apríl til 30. september 1993.
Lágmarksdvöl 6 dagar. Hámarksdvöl 1 mán. Áætlunarflug hefst: Hamborg 9- maí, Miinchen 26. júní, Mílanó
16. júlí, Barcelona 12. júní.
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
BB (D oatlas^
Sjávarútvegsskóli
Hvað vinnst
við sameiningu
í einn skóla?
á stofn íjölbrautaskóla með 3 braut-
um, þ.e. vélstjórabraut, stýrimanna-
braut og fiskvinnslubraut. Fullyrt
er að þetta muni bæta alla hluti
og gera námið eftirsóknarverðara.
Nú vill svo til að komin er heil-
mikil reynsla á rekstur fjölbrauta-
skóla og sérskóla og af þeirri
reynslu liggur ekki í augum uppi
að námið verði eftirsóknarverðara
eða að uppbygging og peninga-
streymi verði örara inn í þennan
geira menntakerfisins ef fyrrnefnd
breyting yrði að raunveruleika.
Bæði þessi skólaform eiga fullan
rétt á sér og það er beinlínis æski-
legt að þau geti þrifist áfram í ís-
lenska menntakerfinu og á þann
hátt veitt hvort öðru bæði aðhald
og styrk.
Kennsluefni
Það kennsluefni sem er sameigin-
Iegt í Vélskólanum, Stýrimanna-
skólanum og Fiskvinnsluskólanum
er fyrst og fremst í ýmsum almenn-
um áföngum sem kenndir eru í
flestum skólum _á framhaldsskóla-
stigi. Vélskóli íslands og Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík vinna nú
að því að samkenna þessa áfanga
eftir því sem aðstæður leyfa og er
Rússneskur píanóleik-
ari í Islensku óperunni
Rússneski píanóleikarinn Alex-
ander Melnikov leikur á tónleik-
um á vegum Tónlistarfélagsins í
Islensku óperunni fimmtudaginn
15. apríl næstkomandi. Á efnis-
skrá tónleikanna er Sónata í F-
dúr op. 10 nr. 2 eftir Ludwig van
Beethoven, Sinfónískar etýður
op. 13 eftir Robert Schumann,
Fantasía í h-moll op. 28 eftir
Alexander Skriabin og sónata í
A-dúr op. 82 eftir Sergej Prokofí-
ev.
Melnikov er tvítugur að aldri,
fæddur inn í mikla tónlistarfjöl-
skyldu og almennt talinn falla und-
ir hugtakið „undrabarn". Hann hef-
ur stundað nám í píanóleik undir
handleiðslu prófessorsins Lev
Naumov við Tsjajkovskíj-akadem-
íuna í Moskvu frá sex ára aldri.
Hann fór að kom fram á tónleikum
um sjö ára aldur, og leikið m.a. í
Ungverjalandi, Þýskalandi, Frakk-
landi, Spáni, Austurríki, Belgíu,
Tékkóslóvakíu og Mexíkó, auk
Rússlands. Hann er sá yngsti sem
hlotið hefur alþjóðlegu Queen Elisa-
beth-samkeppnisverðlaunin sem
veitt eru í Belgíu.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
hann fengið mikið lof gagnrýnanda
og áheyrenda fyrir leik sinn, og
tekið þátt í ótal samkeppnum um
píanóleik víða um heim með góðum
árangri, auk þess að vera meðal
þeirra fyrstu sem komu fram á
vegum „New names“- samtakanna
Alexander Melnikov
sem stofnuð voru í Rússlandi árið
1989 í þeim tilgangi að rækta og
styðja ungt hæfileikafólk á öllum
sviðum menningar, lista og vísinda.
Skemmst er að minnast undrabarn-
anna fimm sem komu fram á Lista-
hátíð í Reykjavík á síðasta ári, og
tilheyra „New names". Melnikov
hefur leikið á mörgum tónleikum á
þeirra vegum. Hann hefur leikið
verk Schubert, Chopins og Mozarts
inn á tvær geislaplötur, og er talinn
vera í hópi fremstu hæfileikamanna
sinnar kynslóðar í píanóleik.
eftir Björgvin Þór
Jóhannsson
I sameiginlegri grein sem við
skólameistarar Vélskóla íslands,
Stýrimannaskóla í Reykjavík og
Fiskvinnsluskólans rituðum og birt-
ist í Morgunblaðinu þann 16. mars
sl. var leitast við að svara þessari
spurningu. í grein sem birtist í
Morgunblaðinu þann 23. mars sl.
og ber yfirskriftina „Öflugur Sjáv-
arútvegsskóli, forsenda framfara"
gerir Finnur Ingólfsson alþingis-
maður ýmsar athugasemdir við
grein okkar. Af hálfu Vélskólans
tel ég rétt að etirfarandi komi fram.
Sérskólar eða fjölbrautaskólar
í grein sinni segir Finnur: „Með
sameiningu þessara skóla gefst
kostur á að tvinna saman heilsteypt
sjávarútvegsnám á framhaldsskóla-
stigi, þá miklu þekkingu og reynslu
sem fyrir er í þessum skólum, er
nú starfa á þessu sviði.“ Finnur
telur að þetta muni efla og styrkja
fræðslu á framhaldsskólastigi fyrir
íslenskan sjávarútveg.
Hér er í raun um það að ræða
að leggja niður 3 sérskóla og setja
£
TTT A A T Ö/V/í) °Pið aIIa páskana
ÆJJLj/1/1 JUKSl Tll/ frá klukkan 10-21
NÁTTÚRUPARADÍS í GRINDAVÍK