Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1;993 p. 17 FERÐASAGA FRAKKANS STUTTA Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Stuttur Frakki. Sýnd í Sambíó- unum. Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson. Höfundar sögu: Friðrik Erlingsson og Gísli Snær. Gerð handrits: Friðrik Erlingsson. Framleiðendur: Kristinn Þórðarsson og Bjarni Þór Þórhallsson. Meðframleið- andi: Sigurjón Sighvatsson. Kvikmyndataka: Rafn Rafns- son. Kvikmyndataka á tónleik- um: Ágúst Jakobsson. Klipping: Thierry Bordes. Hljóð: Kjartan Kjartansson. Tónlist: Eyþór Arnalds. Leikmynd: Karl Aspe- lund. Hljóðtaka: Þorbjörn Erl- ingsson. Aðalhlutverk: Jean- Philippe Labadie, _ Hjáimar Hjálmarsson, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Björn Karlsson og Egg- ert Þorleifsson. Art Film. 1993. „Eruð þið með metró í Reykja- vík?“ spyr stutti Frakkinn sem fer með titilhlutverkið í nýju íslensku gamanmyndinni, Stuttum Frakka, þegar hann vill vita um ferðir neðanjarðarlesta í höfuð- borginni. „Nei,“ segir stúlkan í hótelmóttökunni, „við erum með strætó." Svo Frakkinn hoppar upp í næsta strætó á leið sinni á Hót- el Esju en veit auðvitað ekki að „strætóinn" er rúta merkt Hvera- gerði — Selfoss. Þannig eru ófáir orðabrandar- amir og þannig er líf litla Frakk- ans, sem Jean-Philippe Labadie leikur svo skemmtilega, á íslandi frá því hann lendir á Keflavíkur- flugvelli; eintómur miskilningur, fyluferðir út og suður þar sem hann virðist sífellt fjarlægjast tak- mark sitt sem er að vera á heljar- miklum tónleikum í Laugardals- höll. Hann er hingað kominn til að ná samningum við íslenskar hljómsveitir sem er partur af stór- kostlegum fransk/íslenskum menningarsamskiptum er innsigl- uð vom þegar Mitterrand Frakk- landsforseti kom hingað með fríðu föruneyti og hlustaði m.a. á Syk- urmolana, sællar minningar. Myndin hefst á þeirri heimsókn í formi sjónvarpsmynda af Mit- terrand og frú Vigdísi úti í guðs- grænni náttúrunni en tekur okkur síðan niður í Laugardalshöll þar sem ofvirkur rótari, leikinn af Hjálmari Hjálmarssyni, er að setja upp tónleikana sem sýna eiga Frakkanum hversu spunnið er í íslenskt rokk; þaðan til ungrar stúlku, systur rótarans, leikinni af Elvu Ósk Ólafsdóttur, sem kennir tónlist og er að reyna að koma sinni eigin á framfæri; það- an til Frakkans úti í París sem fær það leiðindaverkefni að fara til íslands í efnisleit. Leikstjóran- um Gísla Snæ Erlingssyni og handritshöfundinum Friðriki Erl- ingssyni tekst ágætlega að kveikja strax áhuga áhorfandans með því að skipta á milli þessara mjög svo ólíku persóna og sögu- sviða og setja upp skondna sögu um fransk/íslensk menningar- tengsl og ástir, drauminn að „meikaða", skoplegar persónur úr tónlistarlífinu, íslenska lýsis- og brennivínsmenningu og þessa brennandi spurningu íslenskrar minnimáttarkenndar, „how do you like Iceland?". Stuttur Frakki er bráðfyndin á köflum. Handritið og leikstjórn Gísla Snæs er oft snjöll og hug- myndarík í lýsingu á íslandi séð með augum þessa óendanlega velviljaða og ljúfa útlendings, sem brosandi og fullur skilnings á landi og þjóð meðtekur kynjaland- ið kringlóttum augum. I gegnum hann fáum við tækifæri til að hlæja að okkur sjálfum og líta svolítið í eigin barm en það nær yndislegu hámarki í besta atriði myndarinnar þegar Eggert Þor- leifsson í líki meðalíslendingsins uppfullur af þjóðerniskennd tekur Frakkann uppí drusluna sína eftir „strætóferðiná". Eggert er auð- vitað frægur senuþjófur og eignar sér myndina á þessum kafla sem lýsissvolgrari og brennivínsber- serkur er tekst að kynna Frakkan- um báða þessa hræðilegu vökva. Eggert hefur ekki stolið svona bíómynd síðan hann hélt miðils- fundinn í Með allt á hreinu. Annað er lakara. T.d. fæst ekk- ert útúr rónunum Boga og Örvari (Spaugstofumennirnir Örn Árna- son og Randver Þorláksson) þegar þeir verða á vegi Fransmannsins. Og þegar maður vill ólmur halda áfram með skemmtilega söguna koma hljómleikarnir í Laugardals- höll inní hana og dreifa athygl- inni. Þeir voru haldnir sérstaklega fyrir myndina og áttu í fyrstu að vera stærri partur af henni en virðast hafa misst vægi sitt eftir því sem sagan vatt uppá sig. Þeir eru reyndar stórfenglega myndað- ir af Ágúst Jakobssyni (Rafn Rafnsson sá annars prýðilega um kvikmyndatökuna) en slíta óneit- anlega myndina úr samhengi; eru auðvitað í allt öðrum stíl og með öðru lagi en lunginn af myndinni. Einnig verður sagan um ástarmál Sóleyjar heldur þung í vöfum og dregur skaupið óþarflega niður. Hjálmar Hjálmarsson á góða spretti sem rótari með símtólið gróið við eyrað á sér, æstan hljóm- plötuútgefanda á hæla sér, týndan Frakka úti í hrauni, bílinn uppguf- aðan en geðprúða mömmu í sveit- inni. Hjálmar er ágætur sem kjaftfor reddari sem veit hann er með allt niðrum sig og er svona lítil sál innvið beinið. Elva Ósk Ólafsdóttir fær það erfiða hlut- skipti að vera eini íslendingurinn með einhveiju viti í allri myndinni og fer létt með það, eðlileg frammi fyrir myndavélinni og íhugul ís- lensk stelpa sem veit hvað hún vill. Björn Karlsson er stórgóður sem plötuútgefandi með litla óþol- andi taglið í hárinu og aukaleikar- arnir fylla vel út í myndina. Það var sérstakt gæfuspor aðstand- anda myndarinnar að fá hinn smávaxna Lapadie í titilhlutverk- ið. Allt sem er svo viðkunnanlegt við húmorinn í Stuttum Frakka og mannúðlegt getur maður rakið til þessa brosmilda og þekkilega leikara. Stuttur Frakki er önnur ís- lenska myndin (Veggfóður — eró- tísk ástarsaga er hin) sem ungir kvikmyndagerðarmenn ráðast í án styrkja frá Kvikmyndasjóði (myndin hlaut lítinn eftirvinnslu- styrk þegar henni var lokið). Hún er ekki gallalaus en markmið hennar er að skemmta áhorfend- um um stund og það tekst henni með léttum bröndurum sem gera út á aumingjans þjóðarsálina og það hvemig sakleysislegum út- lendingi tekst að redda sér (og redda ekki) í þessu dularfulla landi. Þótt hún skilji ekki mikið eftir er hún er ágætis skemmtun, fyndin, fjörug og hressileg. Og það fæst ekki séð að hún er gerð fyrir á milli 20 og 30 milljónir, einn fimmta af því sem myndir eru almennt gerðar fyrir hér heima. Atta íslenskar kvikmyndir sýndar í listasafni í Boston „Frjósamt ímyndunarafl á ekki-svo-frostkaldri eviu“ Plantið trjám í Afríku „Þróunarhjálp frá þjóð til þjóðar" leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í gróðursetningarverkefni í Afríku. Sjálfboðastarfið er: ✓ 3ja mánaðar undirbúningsnámskeið í „Farandháskólanum" (Den rejsende Hojskole) i Danmörku. ✓ 3ja mánaða starf i Zambiu, þar sem sjálfboðaliðar planta trjám i samstarfi við 50 unga Afrikubúa. ✓2ja mánaða upplýsingastarf i Evrópu. Verkið er unnið í sjálfboðavinnu og ólaunað. Engrar sérstakrar kunnáttu er krafist.Upplýsingafundur verður haldinn á islandi dagana 17. og 18. april. Boston. Frá Karli Blöndai, fréttaritara Morgunblaðsins. HELSTA listasafnið í Boston sýnir um þessar mundir átta íslenskar kvikmyndir, sem allar eru nýlegar, og skrifar Betsy Sherman, kvik- myndagagnrýnandi dagblaðsins The Boston Globe, að þær beri vitni frjósömu ímyndunarafli á íslandi. Fyrstu tvær myndirnar, Svo á jörðu .. . eftir Kristínu Jóhannes- dóttur og Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson, voru sýnd- ar í Museum of Fine Arts á föstu- dagskvöld og var sérstaklega mikil aðsókn á þá síðastnefndu, sem er áhugamönnum um kvikmyndir kunn frá því að hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna á síðasta ári. Bo Smith, umsjónarmaður kvik- myndadagskrár safnsins, kynnti fyiri myndina og kvaðst vona að sýningar á borð við þessa yrðu til þess að auka útbreiðslu íslenskra mynda. „Tilefni þess að ákveðið var að efna til sýninga á þessum ís- lensku myndum var það að við sáum nokkrar þeirra á kvikmynda- hátíðum hér og þar og vakti það áhuga okkar,“ sagði Smith við sýn- ingargesti. Hann bætti því við að Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunn- laugsson hefði verið sýndur á veg- um safnsins fyrir þremur árum og hefði fengið það góðar undirtektir að myndin hefði eftir það verið tek- in til almennra sýninga í kvik- myndahúsi hér í bæ. Þórunn Hafstein, sem hefur um- sjá með listum og söfnum í mennta- málaráðuneytinu, kynnti Börn nátt- úrunnar og rakti stuttlega sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Augu Egils Ólafssonar Greint var frá þessum íslensku kvikmyndavikum listasafnsins í dagblaðinu The Boston Globe á föstudag og fjallað um þijár þeirra mynda, sem eru til sýninga. „Börn náttúrunnar er laglega gert, en þó ekki óvenjulegt, uppgjör við nútímalíf og þá blóðtöku, sem það krefst,“ skrifar gagnrýnandi blaðsins, Betsy Sherman. „Friðrik Þór dregur fram brjálæði og fárán- leika síðari hluta 20. aldarinnar, sem leiðir okkur frá fegurð og nátt- úru til ljótleika og efnislegra gæða, án mikilla samræðna, en fyllirtjald- ið af hrífandi útsýni.“ Sherman segir að „margir miklir kvikmyndagerðarmenn hafi kannað þessar slóðir af meiri dýpt,“ en Friðrik Þór vinni „sómasamlegt verk“. Einnig er fjallað um mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Undir Jökli, og virðist gagnrýnandanum sem leikstjórinn hafi „fengið mikið að láni frá myndinni Local Hero eftir Bill Forsyth, þótt myndin sé byggð á skáldsögu eftir föður henn- ar. Því miður eru ótölulegar sérvisk- ur [myndarinnar] svo gosmiklar að jaðrar við bijóstsviða". Sherman segir að kvikmyndin Magnús eftir Þráin Bertelsson heppnist betur en Undir Jökli. „Þetta er áhugavekjandi saga um lögfræðing, sem þarf að horfast í augu við það að hann er dauðleg- ur, en hún líður fyrir það að reynt er að uppfylla einhvern sérvisku- kvóta,“ skrifar hún. „í handritinu er sífellt reynt að sneiða hjá hinum alvarlegu málefnum, sem vakið er máls á, en það er gallhörð beiskja í augum Egils Ólafssonar aðalleik- ara, sem segir okkur meira um veikindi Magnúsar en handritshöf- undurinn og leikstjórinn.“ Auk ofantaldra kvikmynda verða sýndar myndirnar Ingaló eftir Ás- dísi Thoroddsen, Karlakórinn Hekla eftir Guðnýju Halldórsdóttur, Veggfóður eftir Júlíus Kemp og Ryð eftir Lárus Ými Óskarsson. Sýningar þessar standa yfir til 18. apríl og sagði Bo Smith að efnt yrði til svipaðra dagskrár víðar í Bandaríkjunum á næstunni. Starfið byrjar 1. maí eða 1. ágúst 1993. Hringið og fáið nánari upplýsingar: 90 45 42 99 55 44 eða símbréf 90 45 42 99 59 82 (hægt að hringja á páskadögunum.) Development Aid from People to People, Tastrup Valbyvej 122, 2635 Ishoj Danmörku. I i Metsölublad á hverjum degi! ■ 1 | i 1 \ "'í."'."' ■' 1 ■ .:■."■■■"■.■■... ...' ISUZU CREW CAB 4x4 Árgerö '92 á hagstæöu verði Rúmbesti fjögurra dyra pallbíllinn sem völ er á frá Japan BÍLHEIMAR ISUZU Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 ISUZU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.