Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 74 Minning * Aróra Heiðbjörg Sigursteinsdóttír Sólin skein í heiði og Skagafjörð- urinn skartaði sínu fegursta að morgni 1. apríl þegar Haukur hringdi í mig og tilkynnti mér lát eiginkonu sinnar og vinkonu minnar, Áróru, að kvöldi 31. mars. Eg hugs- aði með mér, nú er morgunsólin hans Hauks hnigin til viðar í hinsta sinn. Þá var mér hugsað tii baka og minningarnar hrönnuðust upp, og þá vissi ég að morgunsólin myndi halda áfram að ylja og lýsa okkur fram á við, því bjartar og fallegar minningar tekur enginn frá okkur, og þær eru svo sannarlega fallegar og jgóðar minningarnar um Áróru. Eg kynntist Áróru í upphafi árs 1976, þegar hún hóf störf í gömlu góðu kjörbúðinni hjá Sveini. Ég hafði oft afgreitt hana og spurði sam- starfsfólk mitt hver hún væri þessi glæsilega kona, „þetta er hún Áróra hans Hauks í Bæ“ var mér svarað. Seinna komst ég að því að þau voru alltaf nefnd bæði í einu ef um þau var rætt, það var þá Áróra Hauks eða öfugt, Haukur Áróru, og höfum við oft haft gaman af því. Þegar ég hugsa til baka til áranna í kjörbúð- inni fínnst mér að þar hafí ráðið ríkj- um glens og gaman og alltaf var mikið fjör, við vorum á besta aldri að okkur fannst, því okkar einkunn- arorð voru, að við værum ekki degi eldri en við vildum vera. Við höfðum engar áhyggjur og lítilfjörlegustu hlutir gátu vakið hlátur og kátínu hjá okkur. Ég minnist kalkúnaveislu hjá Áróru í Brennihlíðinni. Það var milli jóla og nýárs, Áróra og Haukur voru nýlega flutt í sitt glæsilega hús í Brennihlíð 9. Þá bauð Áróra okkur öllum, samstarfsfólkinu, til veislu. Að lokinni ríkulegri máltíð, settumst við öll fyrir framan arininn, sem skíðlogaði í, Áróra greip gítarinn sem aldrei var langt undan ef gleðin ríkti. Skyndilega fór rafmagnið af en við vorum örugg inni með kerta- Ijós og arineld, og sungum fram eft- ir nóttu starfsfélagamir og Haukur, áður en við kvöddum sungum við með Áróru sálminn, sem hún hafði sjálf samið svo fallegt lag við. Það eru svona perlur úr minningastokk mínum um Áróru, sem svo ljúft er að rifja upp. Dásamleg ferð að Bif- röst í Borgarfirði í bústað til Áróru og Hauks. Veðrið var dásamlegt í rökkrinu um kvöldið og var gítarinn gripinn og byijað að syngja, því Áróra og ijölskylda elskuðu söng. Söngurinn ómaði um allt hverfíð og fólk úr næstu bústöðum bankaði uppá og spurði hvort það mætti syngja með, og var það auðvitað sjálfsagt. Svona var Áróra, alltaf gleði og söngur í kringum hana og hún var ekki spör á að gefa öðrum af sinni gleði og væntumþykju. Áróra var afburða bílstjóri, en þótti stundum aka heldur geyst, það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Það var svo skrýtið með mig, að eins og ég er bílhrædd var ég aldrei hrædd í bíl hjá Áróru, mér fannst ég alltaf svo örugg ef ég var með henni. Við fórum margar ferðir saman í gamla góða bílnum hennar K-186. Eina fræga ferð fórum við til Akureyrar með Kaffon, hundinn hennar, með okkur. Við vorum með hundinn í keðju og ætluðum að labba með hann í bæinn í góða veðrinu. En hundurinn var svo stór og sterk- ur að hann dró okkur áfram og við fengum margar skrýtnar augnagot- ur, tvær konur hlaupandi á eftir hundi í bandi, svo við drifum okkur hið fyrsta heim. Á leiðinni úr bænum segir Áróra: „Eigum við ekki að fara fyrir Ólafsfjarðarmúlann", þá fór að fara um mig, því ég hafði aldrei fyrir Múlann farið nema með lokuð augun því svo hrædd var ég við þessa hrikalegu leið. En nú brá svo við að í bílnum hjá Áróru var ég ekki hrædd og naut nú í fyrsta skipti hins fagra útsýnis yfír Éyja- fjörðinn úr Múlanum. Eina góða ferð fórum við í Borgarfjörðinn til beija, og sögðu allir að við værum bilaðar að ætla til beija suður í Borgarfjörð og það í húðarrigningu. Við létum það ekki á okkur fá og klæddum okkur í svarta plastpoka og týndum ókjör af beijum daginn þann. Á heimleið vildi Áróra sýna mér falleg- asta staðinn í Borgarfirði að hennar mati og ókum við nú niður að Stekk við Norðurá, það hafði stytt upp og sólin braust fram úr skýjunum. Þarna sátum við vinkonurnar og nutum fegurðarinnar, aðeins niður- inn í ánni heyrðist í kyrrðinni. Svona augnablik úr lífínu er gott að geta yljað sér við og vil ég þakka Áróru fyrir að hafa gefíð mér. Ef eitthvað bjátaði á hjá mér var gott að hlaupa niður í Brennihlíð til Áróru og setjast niður og drekka sterkasta kaffí sem hægt var að fá, því kaffið hennar var svo sterkt og gott, að það sveif á mann, og alltaf gat Áróra stappað í mig stálinu og ég fór glaðari og hressari af hennar fundi, hún hafði svo mikið að gefa, ekki bara elskulegum eiginmanni, sonum og fjölskyldum þeirra, heldur líka okkur vinunum hennar. Áróru var margt til lista lagt, hún hafði gaman af að mála og er mikið til af fallegum myndum eftir hana. Hún var saumakona af guðs náð og ef hún ætlaði á mannamót, var hún ekki lengi að sauma á sig kjól og var hún þá oftast glæsilegust og fín- ust af öllum í sínum heimasaumaða kjól. Garðurinn þeirra Hauks og Áróru í Brennihlíðinni ber vott um frábæra smekkvísi Áróru í garð- rækt, það lifnuðu allar jurtir í hönd- um hennar og döfnuðu vel, og hafði hún unun af að vera í garðinum og rækta hann. Áróra var svo sannarlega hetja hversdagslífsins, hún tók öllum áföll- um í lífinu með stillingu og æðru- leysi, einnig sjúkdómnum illvíga sem hún barðist við í 6 ár. Hún gafst aldrei upp, og þegar ég heimsótti hana fársjúka á sjúkrahúsið í síðasta skiptið, tók hún á móti mér með bros á vör og sagði mér gamansögur af strákunum sínum og sagði svo: „Þetta fer nú bráðum að lagast“, og ég fór hressari og sterkari af hennar fundi eins og venjulega. Ég hef nú týnt fram nokkrar perl- ur úr minningastokk mínum um Áróru, en þær eru margar fleiri, sem ég ætla að geyma i hjarta mínu, og eiga þær eftir að ylja með um ókom- in ár. Ég vil senda innilegar samúðar- kveðjur til móður Áróru sem býr á Hofsósi, einnig til Emils, Siggu, Gunna og Inga og barnabarnanna sem hún elskaði svo heitt; Og elsku Haukur, við þig vil ég segja „minn- ingin lifir“. Ég ætla að ljúka þessari grein með bæninni, sem Áróru þótti svo vænt um, og við sungum svo oft saman: Guð ég bið um gjöf eina, meðal grasa og steina, undir lælq'amiði að fá að lifa í friði. Guð ég bið um gjafir tvær, lát mig ei einan, lít þú mér nær, áður en það er orðið um seinan. Megi Áróra hvíla í guðs friði. Guðbjörg Bjarman. Á laugardaginn kveðjum við elskulega vinkonu okkar, Áróru H. Sigursteinsdóttur. Hún Iést að kvöldi 31. mars á Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Andlát hennar kom okkur ekki á óvart þar sem hún var búin að beij- ast við illvígan sjúkdóm í nokkur ár. Síðastliðið ár fór svo að halla veru- lega undan fæti og smám saman náði krabbameinið yfirhöndinni, uns yfir lauk. Áróra var mjög sterkur persónu- leiki, ákveðin en mikill vinur vina sinna. Það eru margar stundirnar sem við áttum saman með þeim hjón- um Hauki og Áróru. Minnisstæðar eru allar ferðirnar út í Drangey, þegar við stunduðum lundaveiði þar. Allt tilstandið í kringum þessar ferð- ir við að útbúa nestið og passa upp á að ekkert vantaði. Þar var Áróra á heimavelli. Margar eru stundirnar út í Litla Bæ, þar sem fjölskyldan hittist árlega, bæði í vorverkum og líka á haustin. Þar var einn þáttur sem_ átti sinn fasta sess og var það að Áróra spilaði á gítarinn sinn og söng. Hún hafði svo faliega og sér- staka rödd. Áróra var mjög ljóðelsk og hafði næmt eyra fyrir kveðskap. Einu sinni sagði hún við mig, þegar við vorum eitthvað að bralla með vísur. „Konni, hefur þú komist í bækurnar hennar Þórunnar frá Hellulandi? Þar getur þú séð fyrsta fiokks kveðskap." Hún dáði vísurnar hennar Þórunnar. Ein ferð er okkur hjónum sérstak- lega minnisstæð, en það var ferðin út í Málmey fyrir allnokkrum árum. Við fengum far með hraðbáti og tjölduðum í eynni yfir helgi. Þar naut Áróra sín vel. Nóg af rekaviðar- spýtum og skrítnum steinum alls staðar. Hún skynjaði náttúruna á sinn hátt og bar garður þeirra hjóna þess glöggt vinti. Síðastliðið sumar fór ég með syni mínum út í Mál- mey. Vorum við þar yfir helgi. Þeg- ar náð var í okkur í eyna, kom bát- ur frá Hofsósi og þar um borð voru Áróra og Haukur til að taka á móti okkur. Hana langaði að sjá eyjuna aftur og festi hún allt á myndband og talaði sjáf inn á. Hún var að kveðja eyjuna sína, Þórðarhöfðann og allt það tröllslega landslag sem við blasti og hún elskaði svo mjög. Þetta varð hennar síðasta sjóferð, enda orðin mjög veik þá um sumar- ið. Þau hjónin ferðuðust þetta sumar um landið okkar fagra. Hún vildi sjá sem mest af landinu áður en hún yrði alveg rúmföst. Elsku Haukur minn og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Nú er Áróra í góðum höndum Guðs og líður vel. Við eigum öll eftir að hitta hana aftur einhvern tíma seinna. Guð veri með þér og styrki þig í þinni sorg. Konráð.'Guðríður og börn. Mmning Jónas Pétursson Fæddur 20. maí 1905 Dáinn 2. april 1993 Mætur maður er fallinn frá og enda þótt kvöld væri komið kemur andlátsfregn góðs vinar ætíð á óvart. Sumir samferðamenn okkar verða ótvírætt eftirminnilegri en aðrir og skilja eftir sig spor í framtíðinni sem ekki verða afmáð. Einn af þeim var Jónas Jónsson Pétursson sem nú er kvaddur hinstu kveðju. Hann var fæddur 20. maí 1905 að Brekkubæ í Ólafsvík. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Pét- ur Finnsson. Hann flutti níu ára gamall með móður sinni og manni hennar Guðlaugi Halldórssyni að Amarstapa, ásamt þremur hálf- systkinum sínum, Kristbimi sem nú er látinn og Sölva Lárusi og Jennýju. Þar ólst Jónas upp og átti heima lengstan hluta ævi sinnar og byijaði snemma að vinna við hin algengu störf til sjávar og sveita. 15 ára gamall fer hann fyrst á vertíð til Hellissands og reri þar á árabátum. Seinna stundaði hann svo sjó frá Suðurnesjum og Vestmannaeyjum. Árið 1933 byijaði hann búskap með eiginkonu sinni Lydíu Kristó- fersdóttur frá Skjaldartröð og bjuggu þau að Hellnum þar til að hann kaupir jörðina Sjónarhól á Amarstapa. Jafnframt landbúskap stundaði hann sjósókn og voru þeir bræður með eigin útgerð um árabil. Þóttu þeir bræður miklir sjósóknarar og sýndi Jónas þá ótvíræða forystu- hæfíleika. Það var sama til hvaða verka hann gekk og er mér enn í fersku minni hversu stjórnunarhæfi- leikar hans komu skýrt fram t.d. við vikurútflutningana sem fóru fram við hafnlausa og grýtta strönd við frumstæð skilyrði oft í haustmyrkri og stormi. Aldrei heyrðust frá hon- um æðruorð, það var sama á hveiju gekk, en samfara dirfsku hans og áræði átti hann yfir að búa íhygli og aðgát sem kom sér vel þegar þurfti að taka skyndiákvarðanir. Þótt sjósókn og sjóvinna félli honum best var hann velvirkur, hvað svo sem hann tók sér fyrir hendur. Með- an hann bjó á Sjónarhóli átti hann jafnan snoturt bú, sem hann sinnti af alúð og vandvirkni, einkum átti hann góða hesta sem á fyrri árum voru aðal samgöngutækið áður en akvegirnir komu. Þau hjón voru samvaldar dugnaðarmanneskjur, sem skilja eftir sig langt og gott dagsverk. En þrátt fyrir mikla vinnu gáfu þau sér jafnan tíma til félags- málastarfa og studdu unga fólkið til félagslegra dáða. Var heimili þeirra á Sjónarhól ætíð opið ungu fólki og veittu því holl og góð ráð. Enn eru í fersku minni gleðistundirnar á því heimili. Jónas tók mikinn þátt í störf- um ungmennafélagshreyfingarinanr og hvatti ætíð’til góðra verka. Hann var einn af stofnendum Málfundafé- lags í hreppnum, sem nokkrir bænd- ur aðallega frá Stapa og Hellnu mynduðu með sér og lét margt gott af sér leiða, gaf m.a. út fjölritað blað um árabil. Jónas var mikill maður að vallar- sýn og hraustmenni hið mesta. Hreinskiptinn og heiðarlegur í allri framgöngu sinni, stefnufastur og fór ekki leynt með sínar grundvallar- skoðanir. Hann þótti stundum hijúf- ur og harður en undir niðri var hann hlýr og einlægur. Hann var glaður á góðum stundum og átti auðvelt með að Iífga upp sitt nánasta um- hverfí, það geislaði jafnan af honum lífskrafturinn. Verða manni ógleym- anlegar samverustundirnar frá þess- um dögum þegar sól var í hádegis- stað í byggðinni okkar kæru. Árið 1963 flytja þau hjón til Ólafsvíkur og kaupa sér íbúð í Hjarð- artúni 2 og hafa átt þar heima síð- an. Þeim Jónasi og Lydíu varð þriggja barna auðið sem öll eru á lífi. Þau eru: Anna, gift Rafni Þórð- arsyni, þau eiga 3 börn, Kristófer, kvæntur Auði Böðvarsdóttur, þau eiga 4 börn, og Arndís sem giftist Sigurði Bjarnasyni, þau slitu sam- vistir og eignuðust 4 böm, sambýlis- maður hennar er Kristján Þorleifs- son. Afkomendur Jónasar og Lydíu em orðnir 35. Eftir að þau hjón fluttu til Ólafs- víkur, unnu þau á meðan heilsa og kraftar leyfðu, aðallega hjá Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur. Sama gest- risnin og glaðværðin fylgdi þeim á heimili þeirra í Ólafsvík eins og meðan þau bjuggu á Sjónarhóli. Þaðan fór maður af fundi þeirra öllu glaðari og ríkari, en þegar maður kom. Þeim hjónum lét það svo vel að gleðja aðra með gestrisni sinni og gæsku. Um leið og hugurinn hvarflar aft- ur til liðnu áranna, þakkar maður fyrir að hafa átt þau að vinum. Ég votta Lydíu frændkonu minni og börnum þeirra hjóna dýpstu samúð mína. Kristinn Kristjánsson. Jónas Pétursson verkamaður og fyrmm sjómaður og bóndi, Hjarðart- úni 2, Ólafsvík, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 2. apríl sl. Jónas fæddist í Ólafsvík 20. maí 1905, sonur Krist- ínar Jónsdóttur og Péturs Finnsson- ar. Hann fluttist ungur með móður sinni og fósturföður, Guðlaugi Hall- dórssyni, að Amarstapa á Snæfells- nesi þar sem hann ólst upp og hóf þar síðar búskap. Ungur hóf Jónas sjósókn og mun hann hafa verið 15 ára er hann fór fyrst á vertíð frá Hellissandi og reri þar á árabátum. Fer þeim nú fækk- andi hetjunum sem stunduðu sjóinn á árabátum fyrri hluta þessarar ald- ar. Síðar stundaði Jónas sjóinn frá Suðurnesjum og Vestmannaeyjum. Jónas var mikill dugnaðarforkur, áræðinn og hraustur. Mun ekki hafa veitt af við sjómennsku og önnur störf sem hann þurfti að takast á við á sinni lífsgöngu, sem varð löng og farsæl. Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Lydía Kristófersdóttir frá Skjaldar- tröð á Hellnum. Árið 1934 festu þau kaup á jörðinni Sjónarhól á Arnar- stapa þar sem þau bjuggu til ársins 1963 er þau brugðu búi og fluttust til Ólafsvíkur þar sem Jónas starfaði við fiskvinnslu, lengst af hjá Hróa hf. Kynni mín af Jónasi hófust er þau Lydía bjuggu á Sjónarhóli og ég dvaldist hjá þeim eitt vor um sauð- burðinn til þess að létta undir, en þá stundaði Jónas einnig róðra á trillu frá Amarstapa. Dvölin á Sjón- arhóli gaf mér tækifæri til þess að kynnast mannlífinu á Arnarstapa undir Jökli sem þá var, eins og fleiri sveitir, að byija að taka þeim miklu breytingum með fækkun íbúa og breyttum atvinnuháttum. Stórfeng- leg náttúrufegurðin og nálægðin við Jökulinn hefur áhrif á alla sem kynn- ast því umhverfi. Jónas og Lydía vom sérstaklega samhent hjón og það var gott að dveljast hjá þeim og eignast vináttu þeirra. Jónas var ræðinn, oft glettinn og gamansamur en umfram allt traustur og fastur fyrir og rasaði ekki um ráð fram. Mátti glöggt sjá í fari hans fyrirhyggju sjómannsins, sem sótti sjóinn á opnum árabáti og mátti hafa í heiðri mátt náttúruaf- lanna og bera .virðingu fyrir þeim án þess að hræðast þau eða bugast. Jónas og Lydía eignuðust þijú börn sem öll eru á lífi. Anna er þeirra elst, búsett í Ólafsvík, gift Rafni Þórðarsyni og eiga þau þijú börn; Kristófer, búsettur í Olafsvík, kvæntur Auði Böðvarsdóttur og eiga þau fjögur börn; Arndís, búsett í Hafnarfirði, giftist Sigurði Bjarna- syni og eignuðust þau fjögur börn. Þau slitu samvistir. Sambýlismaður hennar er Kristján Þorleifsson. Eftir langan og farsælan starfs- dag verður Jónas kvaddur hinstu kveðju frá Ólafsvíkurkirkju nk. laug- ardag. Ég og fjölskylda mín sendum Lydíu og aðstandendum öllum sam- úðarkveðjur og minnumst Jónasar með virðingu. Sturla Böðvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.