Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993
Mikill áhugi erlendis á
íslenska ferðavakanum
MIKILS áhuga hefur orðið vart erlendis og innanlands á
íslenskum hugbúnaði til upplýsingamiðlunar til ferða-
manna, svonefndum ferðavaka, sem hugbúnaðarfyrirtækið
Fjarhönnun hf. hefur þróað og tekinn var í notkun á síð-
asta ári hérlendis. Telja stjórnendur fyrirtækisins að
straumhvörf verði í útbreiðslu ferðavakans erlendis á næsta
ári með tilkomu nýrrar tækni sem þróuð hefur verið í
samvinnu við bandaríska fyrirtækið Apple. Þá er Fjarhönn-
un í samningum við tvö stór útgáfufyrirtæki í Bandaríkjun-
um á sviði myndgeisladiska um útgáfu á diski um ísland
og fleira.
Ferðavakinn hf. er nú að 80,5%
í eign Fjarhönnunar hf. og 19,5%
í eigu skoska fyrirtækisins William
Bain Company. Skoska fyrirtækið
mun markaðssetja ferðavakann á
Stóra-Bretlandi á næsta ári en Fjar-
hönnun á meginlandi Evrópu.
Fyrirspumir skráðar
„Varðandi markaðssetningu
ferðavakans erlendis má geta þess
að einfaldleiki forritsins og sá eigin-
leiki þess að skrá sjálfkrafa fyrir-
spumir ferðamanna hefur hvar-
vetna vakið athygli og áhuga er-
lendra aðila, t.d. frá Benelux-lönd-
unum, Þýskalandi, Sviss og Norður-
löndum. Það sem helst hefur staðið
erlendri sölu fyrir þrifum er verð
þess búnaðar sem ferðavakinn
keyrir á. Á þessu verður veruleg
breyting á næsta ári en þá kemur
í gagnið með beinu samstarfi Fjar-
hönnunar og Apple-fyrirtækisins í
Bandaríkjunum mun ódýrari og
handhægari búnaður með þá eigin-
leika sem ferðavakinn þarfnast,"
kvæmdastjóri Fjarhönnunar.
Ferðaþjónustuaðilar sem skrá sig
í ferðavakann fá upplýsingar um
fyrirspumir um sitt fyrirtæki fyrir
hvert ár eftir þjóðernum fyrirspyij-
enda og geta auk þess fengið nán-
ari tölfræðiúrvinnslu. Anna Dóra
Sæþórsdóttir landfræðingur sér um
úrvinnslu þessara gagna hérlendis
og þau eru vottuð af Talnakönnun
hf.
Stór markaður fyrir diska
Ragnar Halldórsson, stjómarfor-
maður Fjarhönnunar, segir að ört
vaxandi markaður sé fyrir mynd-
geisladiska í heiminum og nú þegar
geti flestar venjulegar einkatölvur
nýtt diskana, sem em í reynd venju-
legir tónlistargeisladiskar. í rit-
stjórnargrein tölvutímaritsins Byte
er talið að sú bylting sem er að
verða í útgáfu á myndgeisladiskum
sé engu minni en þegar Gutenberg
fann upp prentvélina. Sölunni verð-
ur einkum beint að efnaðri erlend-
um ferðamönnum og verður diskur-
inn auglýstur í fagtímaritum.
Fjölgun skráninga
Notendur ferðavakans hérlendis
Morgunblaðið/Sverrir
Ferðavakinn
FRÁ VINSTRI: Kristín Jónsdóttir og Guðrún Þorgeirsdóttir, mark-
aðssljórar Ferðavakans, Vigfús Ásgeirsson frá Talnakönnun hf., sem
séð hefur um vottun tölfræðigagna, og Anna Dóra Sæþórsdóttir
landfræðingur, sem séð hefur um talnaúrvinnslu.
í fyrra vom 55 þúsund talsins, þar
af tæpur helmingur íslendingar.
280 af um 700 ferðaþjónustuaðilum
hér á landi voru skráðir í ferðavak-
ann en dreifistöðvamar em í eigu
Ferðavakans hf. Að sögn Ragnars
er búist við allt að helmings fjölgun
skráninga á þessu ári. Hann sagði
að ferðavakinn væri nú orðinn allt
að tífalt hraðvirkari og með mun
betri myndupplausn en áður var.
Gunnlaugur Jósefsson, fram-
kvæmdastjóri Fjarhönnunar, sagði
að stefnt væri að lægri meðalkostn-
aði við skráningu í ferðavakann sem
jafngilti heilsíðuauglýsingu í tíma-
riti. „Það sem ferðavakinn hefur
fram yfir slíkar auglýsingar er að
hann veitir svömn um fyrirspurnir
notendanna,“ sagði Gunnlaugur.
Vetur í Svarfaðardal
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Djáknanám
viðHÍí haust
SAFNAÐARSTARF kirkjunn-
ar er orðið mjög víðtækt og
eiga sóknarprestar mjög bágt
með að sinna öllum þáttum
þess svo vel sé, segir í frétta-
tilkynningu. Þörfin fyrir að-
stoðarmenn presta, sem hafi
nokkra guðfræðilega mennt-
un, hafi aukist rnjög hin síðari
ár.
Háskóli íslands og þjóðkirkj-
an hafa nú sameinast um að
endurvekja hið forna þjónustu-
hlutverk kirkjunnar með því að
bjóða upp á djáknanám við guð-
fræðideild næsta haust. Hlut-
verk djákna í kirkjulegu starfi
er einkum að sinna fræðslu- og
líknarþjónustu bæði innan safn-
aða og á vegum ýmissa félaga-
samtaka.
Starfsmenn Hagvirkis
Félag til
að styrkia
fyrirtækið
FÉLAGAR í Starfsmannafélagi
„ÖNDVEGI íslenzkra dala“ hefur Svarfaðardalur verið
kallaður í kvæði. Myndin var tekin fyrir skömmu í skógar-
reitnum, sem Eiríkur Hjartarson ræktaði fyrr á öldinni í
landi Hánefsstaða. Stóllinn gnæfir yfir fjallið sem Svarf-
aðardalur klofnar um, og heitir Skíðadalur austan megin
en Svarfaðardalur áfram vestan megin.
Uppseit er í hnattferð
Heimsklúbbs Ingólfs
UPPSELT er í hnattferð Heimsklúbbs Ingólfs, alls 60
sæti. Lagt verður af stað hinn 3. nóvember og tekur ferð-
in 33 daga. Þar af ávinnst einn dagur þegar ferðast er
austur fyrir daglínu, svo fólk upplifir þann dag tvisvar.
Þó er bæði hægt að lengja ferðina eða stytta.
S-Iands- og V-landsvegur
Lægsta tilboð
50% af kostn-
aðaráætlun
VEGAGERÐ ríkisins fékk tilboð
sem er rétt rúmlega helmingur
af kostnaðáráætlun þegar hún
bauð út jarðvinnu við Suðurlands-
og Vesturlandsveg milli Rauða-
vatns og Höfðabakka, gerð nýrra
vegamóta við Höfðabakka og
gerð hljóðmana og rofvarna í
Reylqavík. Lægsta tilboðið var
frá Rein sf. og Háfelli hf., 165,3
milljónir króna, en kostnaðar-
áætlun var 328,8 milljónir króna.
Fyrsta áfanga þessa verks á að
vera lokið 11. júní næstkomandi en
því skal að fullu lokið 29. apríl á
næsta ári. Níu tilboð bárust í verkið
og voru öll talsvert innan við
kostnaðaráætlun.
Ingólfur Guðbrandsson, for-
stjóri Heimsklúbbs Ingólfs, sagði
að í ferðinni yrði komið við á
mörgum þekktum og fajlegum
stöðum. „Þar má nefna Bang-
kok, með sínum listrænu skreyt-
ingum, hofum og höllum, eyjuna
Bali í Indónesíu, helstu borgir
Ástralíu og Stóra kóralrifíð, sem
er kallað áttunda undur verald-
ar. Þá verða tveir viðkomustaðir
á Nýja-Sjálandi og farið verður
til Suðurhafseyjanna Fiji og
Hawaii. Á heimleiðinni verður
farið um kvikmyndaborgina Los
Angeles og New York.“
Ingólfur sagði að hnattferðin
hefði verið kynnt á laugardag
og í framhaldi af því hefðu þau
sæti selst, sem óráðstafað var.
„Fólk gerir sér ljóst, að það ger-
ir kostakaup að komast í svona
ferð fyrir innan við 400 þúsund
krónur, sem er aðeins hálfvirði
miðað við almennt verð. Enn eru
fáeinar pantanir óstaðfestar og
þeim verður ráðstafað um miðjan
mánuðinn, ef til kemur. Fólki
finnst hnattferð spennandi ævin-
týri, enda gefst tækifæri til að
sjá og kynnast ýmsum fegurstu
stöðum heimsins og ólíkri menn-
ingu í þremur heimsálfum."
Hagvirkis hafa stofnað hlutafélag-
ið Hornsteininn hf. en því félagi
er ætlað að styrkja starfsemi fyr-
irtækisins Hagvirkis-Kletts. Hug-
myndin að þessu félagi kviknaði
skömmu eftir að krafa um kyrr-
setningu eigna Hagvirkis-Kletts
var sett fram og nú þegar hafa
90 starfsmenn skráð sig fyrir hlut
í Hornsteininum hf.
í frétt frá Starfsmannafélagi Hag-
virkis um þetta mál segir m.a. að á
bak við hugmyndina um hlutafélagið,
sem nú er orðin að raunveruleika,
liggi fyrst og fremst sá vilji og ásetn-
ingur starfsmanna að leggja sitt af
mörkum til að renna styrkari stoðum
undir starfsemi Hagvirkis-Kletts
með kaupum hlutabréfa í fyrirtæk-
inu. Aukið hlutafé sé forsenda fyrir
samþykki kröfuhafa um nauðasamn-
ing þann sem nú er unnið að. Hið
nýja félag, Homsteinninn, hefur nú
hafið söfnun hlutafjárloforða af þess-
um sökum.
Fram kemur ennfremur að Hom-
steinninn styður Hagvirki-Klett með
samstarfssamningi til að ná verk-
samningi um byggingu leikskóla á
Hvaleyrarholti en Hagvirki-Klettur
hefur ekki eitt og sér heimild umsjón-
armanns til að ganga til verksamn-
ings á meðan umleitan til nauðasam-
ings stendur yfir.